Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.11.2018–16.1.2019

2

Í vinnslu

  • 17.1.–5.2.2019

3

Samráði lokið

  • 6.2.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-243/2018

Birt: 29.11.2018

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Ný reglugerð ESB um flugöryggi og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins

Niðurstöður

Engar umsagnir um fyrirhugaða innleiðingu gerðarinnar í EES-samninginn bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um að innleiða sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins. Um er að ræða innleiðingu á reglugerð (ESB) 2018/1139 í EES-samninginn og í kjölfarið lagasetningu til innleiðingar í íslenskan rétt.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um áform um innleiðingu í EES-samninginn og í kjölfarið lagasetningu til innleiðingar á reglugerð (ESB) 2018/1139 um sameiginlegar reglur á sviði almenningsflugs og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópusambandsins, og breytingu á Reglugerð (EB) nr. 2111/2005, (EB) nr. 1008/2008, (ESB) nr. 996/2010, (ESB) nr. 376/2014 og tilskipun 2014/30/ESB og 2014/53/ESB og brottfall reglugerðar (EB) nr. 552/2004 og (EB) nr. 216/2008 og (EB) nr. 3922/91.

Reglugerð (ESB) 2018/1139 er afrakstur heildarendurskoðunar Evrópusambandsins á eldri reglugerð sama efnis frá 2008 (og fyrirrennara frá 2002) og er hluti af heildarstefnumótun sambandsins á flugsviðinu.

Reglugerðin hefur þegar tekið gildi innan ESB og hefur að geyma margvíslegar breytingar. Reglugerðin verður ný og bætt lagastoð fyrir mest alla afleidda löggjöf á sviði flugöryggis. Gildissviðið er útvíkkað til ómannaðra loftfara, netöryggis í flugsamgöngum og flugafgreiðslu. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, er veitt víðtækara umboð til verkefna sem snerta flugöryggi s.s. flugvernd, umhverfisvernd, rannsókn og þróun og alþjóðlega samvinnu. Skilgreind er verkaskipting milli EASA og eftirlitsyfirvalda í aðildarríkjum og auknir möguleikar á samvinnu á sviði eftirlits. Tilteknum eftirlitsskyldum aðilum er heimilað að óska eftir því að lúta eftirliti EASA. Heimildir til eftirlits á grundvelli áhættu- og frammistöðumats eru styrktar. Boðið er uppá meiri sveigjanleika til að létta reglur um léttari loftför og smærri rekstur. Listi yfir þau loftför sem falla utan gildissviðs reglugerðarinnar hefur verið endurskoðaður. Í samræmi við 19. viðauka við Chicago samninginn er í reglugerðinni fest í sessi sérstök áætlun um flugöryggi í Evrópu og aðgerðaráætlun um flugöryggi á vettvangi Evrópusambandsins. Samhliða er sú skylda lögð á ríki til að setja sér slíkar áætlanir og viðhalda þeim og aðgerðaráætlunum sem taki mið af áætlun um flugöryggi og aðgerðaráætlun um flugöryggi á Evrópuvísu. Kynntur er sá möguleiki ríkja til að beita tilteknum ákvæðum reglugerðarinnar um loftför og starfsemi sem annars væri utan gildissviðs reglugerðarinnar, s.s. ríkisloftfara (loftför á vegum landhelgisgæslu, tolls og lögreglu). Endurskoðuð eru ákvæði er lúta að lofthæfi og umfang þeirra aukið. Mælt er fyrir um ákvæði er lúta að mati á lofthæfi og umhverfis samhæfni hönnunar vara og hluta án þess að vottorð sé gefið út. Þá tiltekur reglugerðin einnig heimildir ríkja til að undanþiggja frá gildissviði reglugerðarinnar smærri loftför og flugvelli og þann búnað sem þar er notaður auk flugafgreiðslu og hlaðstjórnarþjónustu. Nýr gagnagrunnur um flugöryggismál gerir ráð fyrir skráningu margvíslegra upplýsinga af hendi ríkja, EASA og framkvæmdastjórnar ESB í grunninn. Aðeins hluti upplýsinga í grunninum verður opin almenningi.

Reglugerðin er enn á viðræðustigi meðal EFTA-ríkjanna og hefur ekki verið tekin uppí EES-samninginn. Fyrirhuguð innleiðing reglugerðarinnar í íslenskan rétt gerir ráð fyrir breytingum á lögum um loftferðir nr. 60/1998.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (3)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið

srn@srn.is