Samráð fyrirhugað 29.11.2018—20.12.2018
Til umsagnar 29.11.2018—20.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 20.12.2018
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um hergagnaflutninga

Mál nr. 244/2018 Birt: 29.11.2018 Síðast uppfært: 30.11.2018
  • Utanríkisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Utanríkismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (29.11.2018–20.12.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Utanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um flutning hergagna loftförum. Markmið endurskoðunarinnar var að setja skýrari fyrirmæli um hvernig standa skuli að leyfisveitingum vegna flutning hergagna með loftförum og í hvaða tilvikum beri að hafna slíkum umsóknum.

Með forsetaúrskurði nr. 20/2018 um breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálaefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands var utanríkisráðuneytinu falið að annast leyfisveitingar vegna flutnings hergagna og annars varnings með loftförum skv. 1. og 5. mgr. 78. gr. laga um loftferðir. Í framhaldi þess hefur utanríkisráðuneytið unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um flutning hergagna með loftförum en fyrri reglugerð um það efni er frá 2005 (reglugerð 937/2005).

Lagt er til að gildissvið reglugerðarinnar nái til bæði flutnings hergagna um íslenskt yfirráðasvæði og með íslenskum loftförum hvar sem þau eru stödd. Þá hafa reglugerðardrögin að geyma nánari skilgreiningu á því hvað teljist hergögn. Ennfremur mæla drögin nánar fyrir um í hvaða tilvikum beri að hafna umsókn um leyfi til flutninga hergagna. Skv. drögum er lagt til að utanríkisráðuneytið annist mat á umsóknum um leyfi til hergagnaflutninga en formleg afgreiðsla slíkra umsókna fari þó áfram í gegnum Samgöngustofu.

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. desember nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Kristján Þór Hallbjörnsson - 05.12.2018

Legg til að Ísland leggi algert bann við öllum flutningum hergagna þar sem við höfum um það að segja.

Afrita slóð á umsögn

#2 Flugfélagið Atlanta ehf. - 19.12.2018

Umsögn er meðfylgjandi í .pdf skrá

Viðhengi