Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.11.–14.12.2018

2

Í vinnslu

  • 15.12.2018–24.1.2019

3

Samráði lokið

  • 25.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-246/2018

Birt: 30.11.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Háskólastig

Drög að frumvarpi til laga um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC)

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust um frumvarpið. Tvær í Samráðsgáttina, annars vegar frá Raunvísindastofnun Íslands og hins vegar frá Veðurstofu Íslands og ein umsögn barst eftir að athugasemdafresti lauk en sú umsögn kom sameiginlega frá Félagsvísindastofnun og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Umsagnaraðilar voru sammála um mikilvægi frumvarpsins. Tveir umsagnaraðilar bentu á nokkur atriði í frumvarpstexta sem mætti skýra betur og var orðalag frumvarpsins breytt lítillega til samræmis við. Þá voru atriði í greinargerð með frumvarpsdrögunum leiðrétt í samræmi við athugasemdir.

Málsefni

Um er að ræða drög að nýju lagafrumvarpi sem innleiðir reglugerð EB nr. 723/2009 og henni var breytt með reglugerð ESB nr. 1261/2013. Reglugerðin fjallar um ERIC samtök en ERIC stendur fyrir European Research Infrastructure Consortium eða samtök um evrópska rannsóknainnviði.

Nánari upplýsingar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti óskar eftir umsögnum um nýtt lagafrumvarp um samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) en með lögunum er innleidd reglugerð EB nr. 723/2009 eins og henni var breytt með reglugerð ESB nr. 1261/2013. Stjórnvöld eru formlegur aðili að samstarfinu og greiða þátttökugjöld en starfsemin innanlands er í höndum viðeigandi rannsóknarstofnana.

ERIC-fyrirkomulagið er viðurkennt rekstrarform í öllum ESB-ríkjum og hefur í för með sér ákveðnar undanþágur t.d. tengdum virðisaukaskatti og vörugjöldum. Þá er í frumvarpinu kveðið á um að dómstóll ESB hafi lögsögu yfir málssókn milli félagsmanna í tengslum við ERIC-samtökin, málssókn milli félagsmanna og ERIC-samtakanna og málssókn sem ESB er aðili að. Í flestum tilfellum mun ERIC rekstrarformið verða nýtt hjá þegar starfandi rannsóknarinnviðum sem hafa náð ákveðinni stærð og þroska og eru talin starfa betur sem ERIC.

Það er mikilvægt að Ísland geti tekið þátt í alþjóðlegum rannsóknarinnviðum sem teljast til ERIC samtaka og því þarf að skapa almenna lagaumgjörð fyrir Ísland til að taka þátt í því samstarfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@mrn.is