Samráð fyrirhugað 03.12.2018—17.12.2018
Til umsagnar 03.12.2018—17.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 17.12.2018
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um (8.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012

Mál nr. S-247/2018 Birt: 03.12.2018
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.12.2018–17.12.2018). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um (8.) drög að breytingu á byggingarreglugerð. Megintilefnið eru orkuskipti í samgöngum og þær breytingar sem gerðar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála. Umsögnum skal skilað eigi síðar en 17. desember 2018.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð. Megintilefnið eru orkuskipti í samgöngum og þær breytingar sem gerðar voru síðastliðið vor á lögum um mannvirki hvað varðar stjórnsýslu mannvirkjamála.

Með breytingunni er lögð sú skylda á mannvirkjahönnuði að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við ákveðinn lágmarksfjölda bílastæða við annað húsnæði en íbúðarhúsnæði, en kröfur er varða íbúðarhúsnæði eru nú þegar til staðar í reglugerðinni. Þannig er lögð enn frekari áhersla á mikilvægi orkuskipta í samgöngum með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Drögin fela einnig í sér breytingar á stjórnsýslu mannvirkjamála og eru þær helstu eftirfarandi:

- Felld er niður krafa um að allir séruppdrættir vegna mannvirkjagerðar liggi fyrir við útgáfu byggingarleyfis og dregið úr kröfum um ábyrgðaryfirlýsingar meistara.

- Ákvæði um eftirlit Mannvirkjastofnunar með störfum hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara og gæðastjórnunarkerfum eru gerð skýrari.

- Aukin áhersla er lögð á innra eftirlit hönnuða og skráningu niðurstaðna eftirlits í gæðastjórnunarkerfi auk þess sem áhersla er lögð á gæðastjórnun og ábyrgð byggingarstjóra.

- Meginreglan verður sú að byggingarstjóri annast áfangaúttektir og að stöðuskoðanir verða framkvæmdar af leyfisveitanda eða skoðunarstofu. Þá er gert ráð fyrir að byggingarstjóri geti veitt öðrum umboð í ákveðnum tilvikum til að mæta í eða annast áfangaúttektir.

- Leyfisveitanda verði heimilt við eftirlit að beita úrtaksskoðun í stað alskoðunar.

- Felld er niður krafa um faggildingu vegna áfangaúttekta í ljósi þess að byggingarstjórum er falið það verkefni að meginstefnu til.

Einnig erum að ræða aðrar minni breytingar sem koma til vegna reynslu af framkvæmd reglugerðarinnar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Rúnar Ingi Guðjónsson - 09.12.2018

Varðandi 13.gr

Umsögn:

Vandséð er að tilvísun í gögn utan reglugerðar sé þannig uppsett að hún sé skýr og auðlæsileg þeim sem nota þurfa byggingareglugerð- Því er er lagt til að bætt verði við ný málsgrein að auki sem skyldi mannvirkjastofun til að gefa út leiðbeiningar um hvaða flokka er verið að ræða um, enda er þessi flokkun almennt ekki notuð í vinnu mannvirkjahönnuða.

Tillaga RIG um viðbótarskýringar: Við 3.7.3 gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.

----------

13. gr.

3.7.3. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Stöðuskoðanir leyfisveitanda.

Í samræmi við flokka í töflu B1 í þjóðarviðauka við ÍST EN 1990/2002/NA:2011 skal leyfisveitandi gera minnst:

a. Eina stöðuskoðun á framkvæmdum sem falla undir flokk CC1 sem og sérbýlishúsum og frístundahúsum í flokki CC2.

b. Fjórar stöðuskoðanir á öðrum framkvæmdum sem falla undir flokk CC2.

c. Sex stöðuskoðanir á framkvæmdum sem falla undir flokk CC3.

d. Tíu stöðuskoðanir á framkvæmdum sem falla undir flokk CC3 og (4) í lið B.4.

Leyfisveitandi getur gert stöðuskoðun í samræmi við ákvæði skoðunarhandbóka hvenær sem er á meðan á framkvæmdum stendur.

Afrita slóð á umsögn

#2 Skipulagsstofnun - 13.12.2018

Skipulagsstofnun vísar til draga að 8. breytingu á byggingarreglugerð sem er í kynningu til 17. des. 2018.

Stofnunin vill koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

26. gr. liður d.

Í d-lið 26 gr. er gert ráð fyrir að séu bílastæði fyrir hreyfihamlaða utan lóðar skuli liggja fyrir samkomulag milli lóðarhafa og sveitarfélags um afnotarétt af slíkum bílastæðum auk þess sem þau skuli sérmerkt viðkomandi lóð eða starfsemi.

Skipulagsstofnun bendir á að almennt eru bílastæði á opinberum svæðum opin almenningi og telur stofnunin að kvöð um að sérmerkja bílastæði í almenningsrými fyrir tiltekna lóð eða starfsemi geti hindrað þá hagkvæmni sem felst í samnýtingu bílastæða. Skipulagsstofnun leggur því til að ákvæði um að slík stæði skuli sérmerkt tiltekinni lóð eða starfsemi falli út.

27. gr.

Í 27. gr. eru gerð tillaga um breytingar á gr. 6.8.1 á þann hátt að gerð verði krafa um lágmarkshlutfall bílastæða þar sem hleðsla rafbíla er möguleg.

Skipulagsstofnun tekur undir mikilvægi þess að í byggingarreglugerð sé ýtt undir að komið sé upp nauðsynlegum innviðum fyrir orkuskipti í samgöngum. Stofnunin bendir hinsvegar á að í gr. 5.3.2.5, b. lið, í skipulagsreglugerð kemur fram að skilmála um bílastæði skal ákveða í deiliskipulagi. Það er þannig ákvörðunaratriði hverju sinni við gerð deiliskipulags hvort gerðar eru kröfur um bílastæði innan lóða. Skoða þarf þetta nýja ákvæði í byggingarreglugerð í því ljósi, þ.e. að á ákvæði um lágmarksfjölda bílastæða fyrir rafbíla innan lóða geta einungis átt við í þeim tilvikum þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir bílastæðum innan lóða.

Skipulagsstofnun leggur því til að orðalagi verði breytt þannig að þar segi: „Ef gert er ráð fyrir bílastæðum innan lóðar skal lágmarksfjöldi bílastæða þar sem hleðsla fyrir rafbíla er möguleg vera samkvæmt töflu 6.05. Þá skal gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla við slík stæði.“

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Íris Lind Sæmundsdóttir - 14.12.2018

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga, dags. í dag.

Kveðja

Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Elísabet Pálmadóttir - 17.12.2018

Í drögunum virðist vera opnað fyrir mismunandi meðferð byggingamála eftir byggingafulltrúaembættum í stað þess að staðla þessa meðferð betur og gera einsleitari. Í drögunum er t.d. allmikið af ákvæðum í þá veru að leyfisveitandi ákveður sjálfur fyrirkomulag eftirlits þannig að hann annast þetta sjálfur eins og verið hefur en ekki byggingarstjórinn. Það virðast ekki vera neinn rammi um þessar ákvarðanir. Kæruleiðir við þessum ákvörðunum leyfisveitanda eru óljósar. Hefðbundin kæruleið til Úrskurðarnefndarinnar er ekki raunhæf vegna þess hve afgreiðslufrestur nefndarinnar er langur.

Almennt er verið að bæta inn í reglugerðina ýmsum nýjum greinargerðum, áætlunum og þ.h. sem eykur á kostnað húsbyggjanda og það virðist vera leyfisveitanda í sjálfsvald sett hvaða kröfur hann gerir til þessara skjala.

Ennþá er haldið í gamla formið með áritun leyfisveitanda á pappírseintök af uppdráttum á byggingarstað en ekki horft til hagræðisins sem er af rafrænum gögnum á byggingarstaðnum.

Það þarf að gera betri greinarmun á stórum verkum og smærri, flækjustig framkvæmdar á mjög litlum verkum er alltaf að aukast, nú síðast í þessum drögum með auknum fjölda greinagerða og er óhóflegt.

Virðingarfyllst

Elísabet Pálmadóttir,

Inspectionem ehf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Elísabet Pálmadóttir - 17.12.2018

Í drögunum virðist vera opnað fyrir mismunandi meðferð byggingamála eftir byggingafulltrúaembættum í stað þess að staðla þessa meðferð betur og gera einsleitari. Í drögunum er t.d. allmikið af ákvæðum í þá veru að leyfisveitandi ákveður sjálfur fyrirkomulag eftirlits þannig að hann annast þetta sjálfur eins og verið hefur en ekki byggingarstjórinn. Það virðast ekki vera neinn rammi um þessar ákvarðanir. Kæruleiðir við þessum ákvörðunum leyfisveitanda eru óljósar. Hefðbundin kæruleið til Úrskurðarnefndarinnar er ekki raunhæf vegna þess hve afgreiðslufrestur nefndarinnar er langur.

Almennt er verið að bæta inn í reglugerðina ýmsum nýjum greinargerðum, áætlunum og þ.h. sem eykur á kostnað húsbyggjanda og það virðist vera leyfisveitanda í sjálfsvald sett hvaða kröfur hann gerir til þessara skjala.

Ennþá er haldið í gamla formið með áritun leyfisveitanda á pappírseintök af uppdráttum á byggingarstað en ekki horft til hagræðisins sem er af rafrænum gögnum á byggingarstaðnum.

Það þarf að gera betri greinarmun á stórum verkum og smærri, flækjustig framkvæmdar á mjög litlum verkum er alltaf að aukast, nú síðast í þessum drögum með auknum fjölda greinagerða og er óhóflegt.

Virðingarfyllst

Elísabet Pálmadóttir,

Inspectionem ehf.

Afrita slóð á umsögn

#6 Tryggvi Tryggvason - 17.12.2018

Skv. rýni félagsmanna arkitektafélags Íslands (AÍ) hafa komið fram þarfar ábendingar varðandi komandi mannvirkjagátt MVS sem virkjar allar þær ítrustu kröfur sem mögulega er hægt að finna upp á, skv. skoðunarlistum MVS, sbr.:

http://www.mannvirkjastofnun.is/byggingar/skodunarlistar-og-stodrit/

Með yfirferð á breytingu á BR 112/2012 skv. skoðunarlistum MVS sýnist laganefnd AÍ töluverð skörun (og mögulegur tvíverknaður) við kröfur 4.6.1. gr. BR um gæðastjórnunarkerfi hönnuða og hönnunarstjóra, sbr. Leiðbeiningar 4.6.1 útg. 1.1 / Gæðastjórnunarkerfi hönnuða og hönnunarstjóra.

Laganefnd AÍ bendir á að ráðuneytinu beri að bera vel saman kröfur um gæðastjórnunarkerfi sbr. að framan enda ljóst að kröfur „eigin rýni fyrir innlögn" o.s.frv. skv. skoðunarlistum MVS gætu gert málsliði e.-k. 4.6.1. gr BR 112/2012 óþarfa. Þetta til að forða möglulegum ruglingi og óþörfum tvíverknaði.

Að þessu sögðu tel ég það vera skyldu MVS að halda ítarleg námskeið um „mannvirkjagátt" tímanlega og áður en vefurinn verið virkjaður og reglulega í framtíðinni.

B.kv. Tryggvi Tryggvason

formaður laganefndar AÍ.

Afrita slóð á umsögn

#7 Valdimar Gunnarsson - 17.12.2018

Lagt er til að eftirfarandi breytingum á greinum í byggingarreglugerðar verði breytt:

2.4.1.gr.

Heimilað er að ábyrgðaryfirlýsingum tiltekinna iðnmeistara sé skilað inn áður en viðkomandi verkþættir hefjast en ekki fyrir útgáfu byggingarleyfis.

• Lagt er til að þessum lið verði ekki breytt. Þar sem úttektir færast yfir til byggingarstjóranna sjálfra, þá er aðhald leyfisveitenda orðið lítið sem ekkert fyrr en kemur að fokheldisúttekt, öryggis- eða lokaúttekt.

3.7.3.gr.

Meginreglan verður sú að byggingarstjóri annast áfangaúttektir og að stöðuskoðanir verða framkvæmdar af leyfisveitanda eða skoðunarstofu. Þá er gert ráð fyrir að byggingarstjóri geti veitt öðrum umboð í ákveðnum tilvikum til að mæta í eða annast áfangaúttektir.

• Lagt er til að þessum lið verði ekki breytt. Þar sem upp hafa komið alvarleg atvik við úttektir á plötum.

Virðingarfyllst

Valdimar Gunnarsson

Byggingarfulltrúi í Kópavogi

Afrita slóð á umsögn

#8 Ágúst Þór Jónsson - 17.12.2018

Umsögn Faggildingarráðs um breytingar á byggingarreglugerð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Ágúst Þór Jónsson - 17.12.2018

Umsögn Faggildingarráðs um breytingar á byggingarreglugerð.

Afrita slóð á umsögn

#10 Leifur Kristján Þorsteinsson - 17.12.2018

Umsögn:

Varðandi 5. gr.

Í gildandi 2. mgr. greinar 2.8.1. er sagt að leyfisveitandi annist úttektir.

Þar undir falla öryggis og lokaúttektir.

Í breytingartillögunni fellur niður hlutverk leyfisveitanda gagnvart þeim úttektum og þyrfti því að bæta þeim við í breytingartillöguna sérstaklega.

Varðandi 13.gr

Vandséð er að tilvísun í gögn utan reglugerðar sé þannig uppsett að hún sé skýr og auðlæsileg þeim sem nota þurfa byggingareglugerð-

Því er er lagt til að bætt verði við nýrri málsgrein þar sem Mannvirkjastofun verði gert að gefa út leiðbeiningar, skilgreiningar, um hvað þessir flokkar fela í sér.

Varðandi greinar 12., 14. og 19.

Sambærileg athugasemd er gerð við greinar þessar:

Í greinum 14. og 19. er sagt að byggingarstjóri skuli gera eftirlitsaðila viðvart um fyrirhugaðar áfangaúttektir með skráningu í gagnasafn Mannvirkjastofnunar.

Í þessu sambandi teljum við þörf á að setja inn í reglugerð ákveðinn tímasettan fyrirvara. Áður þurftu byggingarstjórar að óska eftir úttekt með sólarhrings fyrirvara. Það vantar inn í breytingartillögurnar sambærilegt ákvæði, þó um styttri fyrirvara yrði um að ræða.

T.d. mætti í 14. greininni hætta við að fella út 1. málslið 1. mgr. 3.7.4. gr. og breyta honum í:

Byggingarstjóri skal skrá í gagnasafn Mannvirkjastofnunar fyrirhugaða áfangaúttekt með að minnsta kosti fjögurra klst. fyrirvara.

Sambærilegt ákvæði, tímafrest, mætti setja í hinar greinarnar tvær.

Þetta teljum við nauðsynlegt til að geta sinnt okkar eftirlitshlutverki t.d. að skoða hvort tilskyldar teikningar séu samþykktar og meistarauppáskriftir séu til staðar fyrir verkþátt sem taka á út.

Virðingarfyllst

Leifur Þorsteinsson

Byggingarfulltrúi Akureyrar

Afrita slóð á umsögn

#11 Erla Björgvinsdóttir - 17.12.2018

Meðfylgjandi er umsögn frá Landsvirkjun í máli nr. S-247/2018.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Baldur Dýrfjörð - 17.12.2018

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

bt Steinunn Fjóla Sigurðardóttir

Hjálögð er umsögn Samorku um drögum að breytingum á byggingareglugerð.

Virðingarfyllst,

Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök iðnaðarins - 17.12.2018

Gott kvöld,

meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að 8. breytingu á byggingarreglugerð.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi