Samráð fyrirhugað 06.12.2018—20.12.2018
Til umsagnar 06.12.2018—20.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 20.12.2018
Niðurstöður birtar 05.03.2019

Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2019

Mál nr. S-249/2018 Birt: 06.12.2018 Síðast uppfært: 05.03.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Reglugerðardrögin voru til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins um tveggja vikna skeið. Engar umsagnir bárust, en gerðar voru smávægilegar breytingar á 5. gr. þeirra að ábendingu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reglugerðin hefur nú verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 145/2019, og tekið gildi.

Skoða niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 06.12.2018–20.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.03.2019.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2019. Fela þau í sér einföldun á útreikningi framlaga til þjónustusvæða frá því sem nú er.

Við útreikning framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til þjónustusvæða vegna þjónustu við fatlað fólk er byggt á miklu magni upplýsinga um kostnað vegna einstakra þjónustuþega. Þessar kostnaðarupplýsingar hefur hins vegar reynst erfitt að uppfæra með viðunandi hætti.

Því eru hér lagðar til breytingar sem ætlað er að einfalda til muna útreikning framlaga frá því sem verið hefur. Í stað þess að horfa til skráðs kostnaðar vegna hvers einstaklings verður framlögum skipt milli þjónustusvæða á grundvelli samanlagðrar þjónustuþarfar einstaklinga innan hvers svæðis samkvæmt svokölluðu SIS-mati. Breytingar munu á hinn bóginn ekki hafa veruleg áhrif á hlutfallslega skiptingu framlaga milli þjónustusvæða.