Samráð fyrirhugað 07.12.2018—19.12.2018
Til umsagnar 07.12.2018—19.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 19.12.2018
Niðurstöður birtar 20.12.2018

Drög að reglugerð um lögheimili og aðsetur

Mál nr. 250/2018 Birt: 06.12.2018 Síðast uppfært: 01.11.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál

Niðurstöður birtar

Tvær athugasemdir bárust, annars vegar frá einstaklingi sem benti á málvillu í reglugerðinni og hefur hún verið löguð. Hins vegar barst athugasemd frá Grímsnes- og Grafningshreppi þar sem það var gagnrýnt að Þjóðskrá Íslands skuli hafa heimild til þess að skrá einstaklinga án tilgreinds heimilisfangs í sveitarfélögum. Í raun er hreppurinn að gagnrýna ákvæði sem er þegar í lögum sem samþykkt var á Alþingi á árinu og því ekki hægt að bregðast við umsögninni.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.12.2018–19.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.12.2018.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um lögheimili og aðsetur.

Þann 11. júní 2018 samþykkti Alþingi ný lög um lögheimili og aðsetur. Lögin taka gildi þann 1. janúar 2019 og leysa af hólmi lög um lögheimili nr. 21/1990 og lög um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1952. Reglugerð þessi á að vera hinum nýju lögum til fyllingar en í henni er að finna orðskýringar, nánar um framkvæmd eftirlits, aðsetur og dulið lögheimili svo einhver dæmi séu nefnd.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigvaldi Hrafn Jósafatsson - 12.12.2018

Fyrsta málsgrein 15. greinar hefst á orðunum" Einstaklingur sem flytur erlendis vegna náms.... osfrv."

Hér mun vera um málvillu að ræða, eða er kannski átt við að ef viðkomandi einstaklingur flytji milli landa erlendis, en ekki að um sé að ræða einstakling sem fari utan, eða til útlanda?

Afrita slóð á umsögn

#2 Grímsnes-og Grafningshreppur - 19.12.2018

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps mótmælir harðlega að Þjóðskrá Íslands skuli hafa heimild til þess að skrá einstaklinga án tilgreinds heimilisfangs í sveitarfélögum.

Viðhengi