Umsagnir voru kynntar á fundum með starfshópi um orkustefnu í mars og apríl 2019. Í seinni áfanga vinnu starfshóps við gerð orkustefnu verður tekið mið af innsendum hugmyndum og tillögum. www.orkustefna.is
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.09.2018–18.02.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.08.2019.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga í vinnu við gerð orkustefnu ljúki í lok árs 2018 og öðrum áfanga í byrjun árs 2020.
Miðað er við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og sæti endurskoðun á nokkurra ára fresti. Þættir sem horfa skal til eru meðal annars:
• Áætluð orkuþörf til langs tíma
• Hvernig tryggja megi raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf
• Orkuöryggi heimila og fyrirtækja um land allt
• Sjálfbær nýting orkuauðlinda
• Áframhald orkuskipta og aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskapnum
• Nýsköpun í orkumálum
• Aukið afhendingaröryggi raforku á landsvísu
• Hvernig treysta megi flutnings- og dreifikerfi raforku
• Auknar rannsóknir, m.a. varðandi nýja orkukosti
• Útflutningur hugvits og þekkingar á sviði orkumála
• Efling samráðs vegna framkvæmda á fyrri stigum og opið aðgengi að ákvarðanatöku
• Efling samkeppni á raforkumarkaði
• Samspil orkumála við ímynd Íslands, markaðssetningu og tengsl við lykilatvinnugreinar
• Framlag orkumála til loftslagsmála og samspil við alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál
• Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku
• Tekjustreymi af orkuinnviðum, að arður af nýtingu orkuauðlinda renni til þjóðarinnar og tekið sé tillit til nærsamfélaga
• Fyrirkomulag gjaldtöku í tengslum við nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu
• Viðbrögð við náttúruvá og tenging við almannavarnir
• Hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng
• Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar
• Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma
• Möguleikar nýrrar tækni m.a. á sviði vindorku, djúpborunar og sjávarfallaorku
Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiOrka fyrir skógarafurðastöðvar og orka fyrir plöntuframleiðendur.
Sjá viðhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Valorku ehf
ViðhengiHjálagt sendast ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga til starfshóps um gerð orkustefnu.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
Viðhengi,,Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga samþykkti á 35. fundi sínum, þann 1. feb. sl., eftirfarandi bókun vegna orkustefnu 1. áfanga, mál nr. S-125/2018, sem er nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins:
Samtök orkusveitarfélaga leggja áherslu á að sanngjörn skipting arðs af orkuvinnslu hljóti að vera ein af mikilvægustu undirstöðum sjálfbærrar orkustefnu. Til þess að stuðla að sem ríkastri sátt í málaflokknum þurfa eftirtaldir að njóta hlutdeildar í þeim beina ávinningi sem hlýst af orkuvinnslu, eigandi auðlindar, orkuframleiðandi, orkukaupandi, samfélagið í heild og nærsamfélag virkjana.
Að mati samtakanna er skilvirkasta leiðin til að veita nærsamfélögum hlutdeild í arði af orkuvinnslu að skattleggja framleiðsluna og að þeir skattar sem um ræðir skiptist milli sveitarfélaga á áhrifasvæðum virkjana eftir skýrum og gegnsæjum reglum.
Fyrirmynda að slíku kerfi þar sem að nærsamfélög virkjana njóta hlutdeildar í arði af þeim þarf ekki að leita langt því að um áratuga skeið hefur slíkt kerfi verið við lýði í Noregi. Leiða má að því líkum að sanngjörn skipting á arðinum hafi leitt til aukinnar sáttar um uppbyggingu orkukerfisins í Noregi. Það er mat samtakanna að rík þörf sé fyrir slíka sátt um uppbyggingu virkjana og flutningskerfis raforku hér á landi og að breytingar á skattaumhverfi orkuvinnslu geti verið mikilvægt skref í átt að henni.
Samtök orkusveitarfélaga óska eftir aðkomu að og hlutdeild í vinnu við mótun orkustefnu, sem fulltrúi nærsamfélaga virkjana."
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn EFLU Verkfæðistofu.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Sambands garðyrkjubænda.
ViðhengiViðhengd er umsögn Rafbílasambands Íslands um raforkuþörf vegna rafvæðingar samgangna.
ViðhengiHjálagðar i í viðhengi eru ábendingar Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, um orkustefnu, 1. áfanga, mál nr. S-125/2018.
Fyrir hönd stjórnar Grænu orkunnar,
Anna Margrét Kornelíusdóttir
ViðhengiViðhengd er umsögn Rafbílasambands Íslands um raforkuþörf vegna rafvæðingar samgangna.
Samhljóða fyrri innsendingu en sú var ekki samkvæmt virku umboði.
ViðhengiSjá meðf. umsögn Landsvirkjunar um S-125-2018 Orkustefna 1. áfangi.
Bestu kveðjur
Anna M Sigurðardóttir
ViðhengiGóðan dag
Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Íslenska vetnisfélagsins ehf.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Landsnets vegna fyrsta áfanga orkustefnu (mál nr. S-125/2018)
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Ungra umhverfissinna varðandi 1. áfanga orkustefnu.
ViðhengiMeðfylgjandi eru athugasemdir fyrirtækja í OR samstæðunni, nánar tiltekið Orkuveitu Reykjavíkur, Orku
náttúrunnar og Veitna, dags. 15. febrúar 2019, vegna vinnu stjórnvalda við mótun langtímaorkustefnu.
Með kveðju
Íris Lind
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Orkuklasans / Iceland Geothermal
ViðhengiÁherslurnar endurspegla umræðu um raforkukerfið á vettvangi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) og Landsnets.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins hvað varðar 1. áfanga orkustefnu.
ViðhengiMeðfylgjandi er uppfærð umsögn Orkuklasans / Iceland Geothermal
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Samorku - samtaka orku- og veitufyrirtækja.
mbkv.
Viðhengi