Samráð fyrirhugað 17.09.2018—18.02.2019
Til umsagnar 17.09.2018—18.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 18.02.2019
Niðurstöður birtar 19.08.2019

Orkustefna 1. áfangi

Mál nr. 125/2018 Birt: 10.09.2018 Síðast uppfært: 20.08.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Umsagnir voru kynntar á fundum með starfshópi um orkustefnu í mars og apríl 2019. Í seinni áfanga vinnu starfshóps við gerð orkustefnu verður tekið mið af innsendum hugmyndum og tillögum. www.orkustefna.is

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.09.2018–18.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.08.2019.

Málsefni

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga í vinnu við gerð orkustefnu ljúki í lok árs 2018 og öðrum áfanga í byrjun árs 2020.

Miðað er við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og sæti endurskoðun á nokkurra ára fresti. Þættir sem horfa skal til eru meðal annars:

• Áætluð orkuþörf til langs tíma

• Hvernig tryggja megi raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf

• Orkuöryggi heimila og fyrirtækja um land allt

• Sjálfbær nýting orkuauðlinda

• Áframhald orkuskipta og aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskapnum

• Nýsköpun í orkumálum

• Aukið afhendingaröryggi raforku á landsvísu

• Hvernig treysta megi flutnings- og dreifikerfi raforku

• Auknar rannsóknir, m.a. varðandi nýja orkukosti

• Útflutningur hugvits og þekkingar á sviði orkumála

• Efling samráðs vegna framkvæmda á fyrri stigum og opið aðgengi að ákvarðanatöku

• Efling samkeppni á raforkumarkaði

• Samspil orkumála við ímynd Íslands, markaðssetningu og tengsl við lykilatvinnugreinar

• Framlag orkumála til loftslagsmála og samspil við alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál

• Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku

• Tekjustreymi af orkuinnviðum, að arður af nýtingu orkuauðlinda renni til þjóðarinnar og tekið sé tillit til nærsamfélaga

• Fyrirkomulag gjaldtöku í tengslum við nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu

• Viðbrögð við náttúruvá og tenging við almannavarnir

• Hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng

• Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar

• Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma

• Möguleikar nýrrar tækni m.a. á sviði vindorku, djúpborunar og sjávarfallaorku

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Verkfræðingafélag Íslands - 12.12.2018

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hlynur Gauti Sigurðsson - 24.01.2019

Orka fyrir skógarafurðastöðvar og orka fyrir plöntuframleiðendur.

Sjá viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Valdimar Össurarson - 29.01.2019

Meðfylgjandi er umsögn Valorku ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samband íslenskra sveitarfélaga - 30.01.2019

Hjálagt sendast ábendingar Sambands íslenskra sveitarfélaga til starfshóps um gerð orkustefnu.

F.h. sambandsins

Guðjón Bragason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök orkusveitarfélaga - 13.02.2019

,,Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga samþykkti á 35. fundi sínum, þann 1. feb. sl., eftirfarandi bókun vegna orkustefnu 1. áfanga, mál nr. S-125/2018, sem er nú til umsagnar á samráðsgátt stjórnarráðsins:

Samtök orkusveitarfélaga leggja áherslu á að sanngjörn skipting arðs af orkuvinnslu hljóti að vera ein af mikilvægustu undirstöðum sjálfbærrar orkustefnu. Til þess að stuðla að sem ríkastri sátt í málaflokknum þurfa eftirtaldir að njóta hlutdeildar í þeim beina ávinningi sem hlýst af orkuvinnslu, eigandi auðlindar, orkuframleiðandi, orkukaupandi, samfélagið í heild og nærsamfélag virkjana.

Að mati samtakanna er skilvirkasta leiðin til að veita nærsamfélögum hlutdeild í arði af orkuvinnslu að skattleggja framleiðsluna og að þeir skattar sem um ræðir skiptist milli sveitarfélaga á áhrifasvæðum virkjana eftir skýrum og gegnsæjum reglum.

Fyrirmynda að slíku kerfi þar sem að nærsamfélög virkjana njóta hlutdeildar í arði af þeim þarf ekki að leita langt því að um áratuga skeið hefur slíkt kerfi verið við lýði í Noregi. Leiða má að því líkum að sanngjörn skipting á arðinum hafi leitt til aukinnar sáttar um uppbyggingu orkukerfisins í Noregi. Það er mat samtakanna að rík þörf sé fyrir slíka sátt um uppbyggingu virkjana og flutningskerfis raforku hér á landi og að breytingar á skattaumhverfi orkuvinnslu geti verið mikilvægt skref í átt að henni.

Samtök orkusveitarfélaga óska eftir aðkomu að og hlutdeild í vinnu við mótun orkustefnu, sem fulltrúi nærsamfélaga virkjana."

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Jón Vilhjálmsson - 14.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn EFLU Verkfæðistofu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Katrín María Andrésdóttir - 14.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Sambands garðyrkjubænda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Jóhann G. Ólafsson - 14.02.2019

Viðhengd er umsögn Rafbílasambands Íslands um raforkuþörf vegna rafvæðingar samgangna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Anna Margrét Kornelíusdóttir - 15.02.2019

Hjálagðar i í viðhengi eru ábendingar Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, um orkustefnu, 1. áfanga, mál nr. S-125/2018.

Fyrir hönd stjórnar Grænu orkunnar,

Anna Margrét Kornelíusdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Rafbílasamband Íslands - 15.02.2019

Viðhengd er umsögn Rafbílasambands Íslands um raforkuþörf vegna rafvæðingar samgangna.

Samhljóða fyrri innsendingu en sú var ekki samkvæmt virku umboði.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Anna María Sigurðardóttir - 15.02.2019

Sjá meðf. umsögn Landsvirkjunar um S-125-2018 Orkustefna 1. áfangi.

Bestu kveðjur

Anna M Sigurðardóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Bændasamtök Íslands - 15.02.2019

Góðan dag

Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Íslenska vetnisfélagið ehf. - 15.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Íslenska vetnisfélagsins ehf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Norðurál ehf. - 15.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Norðuráls.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Landsnet hf. - 15.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Landsnets vegna fyrsta áfanga orkustefnu (mál nr. S-125/2018)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Ungir umhverfissinnar - 15.02.2019

Í viðhengi er umsögn Ungra umhverfissinna varðandi 1. áfanga orkustefnu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Íris Lind Sæmundsdóttir - 15.02.2019

Meðfylgjandi eru athugasemdir fyrirtækja í OR samstæðunni, nánar tiltekið Orkuveitu Reykjavíkur, Orku

náttúrunnar og Veitna, dags. 15. febrúar 2019, vegna vinnu stjórnvalda við mótun langtímaorkustefnu.

Með kveðju

Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Iceland Geothermal - 16.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Orkuklasans / Iceland Geothermal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Halldór Halldórsson - 18.02.2019

Áherslurnar endurspegla umræðu um raforkukerfið á vettvangi Neyðarsamstarfs raforkukerfisins (NSR) og Landsnets.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Samtök iðnaðarins - 18.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins hvað varðar 1. áfanga orkustefnu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Iceland Geothermal - 18.02.2019

Meðfylgjandi er uppfærð umsögn Orkuklasans / Iceland Geothermal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Sigurjón Norberg Kjærnested - 18.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samorku - samtaka orku- og veitufyrirtækja.

mbkv.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Landvernd - 18.03.2019

Umsögn Landverndar

Viðhengi