Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 17.09.2018 - 18.02.2019
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Orkustefna 1. áfangi

Mál nr. S-125/2018 Stofnað: 10.09.2018 Síðast uppfært: 15.02.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Umhverfismál

Samráð stendur yfir

Umsagnarfrestur er 17.09.2018 - 18.02.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að langtímaorkustefna verði sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Á upphafsstigum verði með opnu ferli leitað eftir hugmyndum og tillögum að innihaldi orkustefnu frá almenningi, hagsmunaaðilum og félagasamtökum. Gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga í vinnu við gerð orkustefnu ljúki í lok árs 2018 og öðrum áfanga í byrjun árs 2020.

Miðað er við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og sæti endurskoðun á nokkurra ára fresti. Þættir sem horfa skal til eru meðal annars:

• Áætluð orkuþörf til langs tíma

• Hvernig tryggja megi raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf

• Orkuöryggi heimila og fyrirtækja um land allt

• Sjálfbær nýting orkuauðlinda

• Áframhald orkuskipta og aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskapnum

• Nýsköpun í orkumálum

• Aukið afhendingaröryggi raforku á landsvísu

• Hvernig treysta megi flutnings- og dreifikerfi raforku

• Auknar rannsóknir, m.a. varðandi nýja orkukosti

• Útflutningur hugvits og þekkingar á sviði orkumála

• Efling samráðs vegna framkvæmda á fyrri stigum og opið aðgengi að ákvarðanatöku

• Efling samkeppni á raforkumarkaði

• Samspil orkumála við ímynd Íslands, markaðssetningu og tengsl við lykilatvinnugreinar

• Framlag orkumála til loftslagsmála og samspil við alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál

• Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku

• Tekjustreymi af orkuinnviðum, að arður af nýtingu orkuauðlinda renni til þjóðarinnar og tekið sé tillit til nærsamfélaga

• Fyrirkomulag gjaldtöku í tengslum við nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu

• Viðbrögð við náttúruvá og tenging við almannavarnir

• Hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng

• Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar

• Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma

• Möguleikar nýrrar tækni m.a. á sviði vindorku, djúpborunar og sjávarfallaorku

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.