Samráð fyrirhugað 11.12.2018—21.12.2018
Til umsagnar 11.12.2018—21.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 21.12.2018
Niðurstöður birtar 09.04.2019

Drög að reglugerðum um veiðar á sæbjúgum og úthlutun aflamarks í sæbjúgum

Mál nr. S-251/2018 Birt: 11.12.2018 Síðast uppfært: 09.04.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Málið er enn í vinnslu í ráðuneytinu

Skoða niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.12.2018–21.12.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.04.2019.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um veiðar á sæbjúgum og drög að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark í sæbjúgu).

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að tveimur nýjum reglugerðum um veiðar á sæbjúgum. Í drögum að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark í sæbjúgu) er gert ráð fyrir að þeir bátar sem stundað hafa sæbjúgnaveiðar á undanförnum þrem fiskveiðiárum fái úthlutaða aflahlutdeild í sæbjúgum á skilgreindum veiðisvæðum A, E, F og G á grundvelli þriggja ára veiðireynslu. Þá er lagt til í drögum að reglugerð um veiðar á sæbjúgum að Fiskistofa úthluti leyfum á skilgreindum nýjum veiðisvæðum B, C, D og H. Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun komi fram með sérstaka veiðiráðgjöf á hverju þessara fjögurra nýju veiðisvæða. Þeir níu aðilar sem nú þegar eru með leyfi til veiða í sæbjúgum fá úthlutað leyfi til veiða á þeim svæðum auk þess sem Fiskistofa úthlutar tveimur nýjum leyfum til viðbótar. Alls verða því ellefu leyfi virk til veiða á svæðum B,C,D og H. Hinir tveir nýju leyfishafar munu fá eins mánaðar forgjöf til veiða á þessum svæðum. Lagt er einnig til að hægt sé að sækja um tilraunaveiðileyfi til veiða á sæbjúgum utan skilgreindra veiðisvæða.

Markmið þessara tveggja reglugerðarbreytinga er að koma í veg fyrir óheftar veiðar á sæbjúgum og þannig stuðla að ábyrgum veiðum sem verði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Með ákvæði um tilraunaveiðileyfi er tryggt að áfram verði leitað að nýjum svæðum sem aukið geti nýtingu stofnsins til framtíðar. Að auki er gert ráð fyrir tveimur nýjum leyfum til að skapa svigrúm fyrir nýja aðila.

Reglugerðardrög þessi verða aðgengileg til umsagna á samráðsgátt til og með 21. desember nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Einar Vilhjálmur Hálfdánarson - 19.12.2018

Reglugerð

Um veiðar á sæbjúgum

Umsögn Emel ehf ,v, Eyji NK 4 ,1787,

Hef á því fullan skilning að koma þurfi skipulagi á sæbjúgnaveiðar er fellur að almennri fiskveiðistjórnun,

Það verður þó að gerast með þeim hætti að útvegurinn bíði ekki af svo stórkostlegt tjón að hann leggist af, þar sem það er andstætt hagsmunum þjóðarbúsins ekki síður en hagsmunum einstakra útgerða og þeirra starfsfólki .

1)Ef hafrannsóknarstofnun telur að sæbjúgnastofninum sé hætta búin vegna ofveiði og þar af leiðandi nauðsyn að koma stjórn á einstök svæði sem aðeins hafa verið nýtt (fundist) á árinu 2018 og setja um leið ákaflega hamlandi regluverk er varðar könnun á öðrum svæðum þá getur tæpast verið brýnt að fjölga skipum í greininni með fjölgun veiðileyfa.

2) Að setja 2 skip er ekki hafa áður stundað þessar veiðar í forgang við nýtingu á hólfum B C D H er í hæsta máta undarlegur gjörningur og fellur ekki á nokkurn hátt að því sem áður hefur átt sér stað í því fiskveiðistjórnunnarkerfi sem er verið að laga veiðarnar að, og með öllu óskiljanlegur gjörningur ef af verður.

3) Flatarmálsaukning veiðisvæða er verða aflahlutdeilarsett hlýtur að leiða af sér x veiðiþol á fermílu er gefur grunn að úthlutuðu aflamarki einstakra skipa og leiði þannig til þess að útgerðir víkka út veiðisvæðin innan hvers ramma en á aflahámarksstýrðum svæðum verður lítil útþennsla innan hvers ramma þar sem fyrstur kemur fyrstur fær og veiðin framkvæmd á áður þekktri veiðislóð sem er þó aðeins þekking byggð á mjög stuttri veiðireynslu og stuttri viðveru á veiðislóð hverju sinni þar sem lang algengast er að sæbjúgnabátar rói á svokallaðri 14 st reglu og hafa ekki tíma til rannsóknarvinnu þar sem skipsstjórnarmenn hafa metið það svo að ekki væri hægt að full manna áhafnir bátanna því heildarafkoma útgerðar stæði ekki undir nægilega háum launagreiðslum svo að yfirhöfuð sé mögulegt að fullmanna skipin.

Þessir þættir samhangandi verða til þess að nýting nýrra veiðisvæða á aflahámarkssvæðum verður ekki og þar sem mjög svo hamlandi og fjárfrek stefna varðandi tilraunaveiðar á sæbjúgum er ekki hvetjandi fyrir útgerðir, þá eru verulegar líkur á að framþróun greinarinnar sé lokið og er það ekki gott því aðeins síðast liðin 1-2 tvö ár hefur útgerð þessara báta ekki þurft stuðning frá eigendum ( fórnarkostnaður ) til viðhalds og rekstrar .

4) þegar vísindastofnun eins og hafrannsóknarstofnun leggur til miklar aðgerðir í stýringu á nýtingu einstakra stofna sem svo embættismenn leggja út af við reglugerðarsmíð er skal sjá til þess að hámarksarður fyrir land og þjóð ásamt því að tryggja sjálfbærni tiltekinna stofna sé tryggð þá hljóta að liggja þar að baki ótaldar vinnustundir og rannsóknarleiðangrar hafrannsóknarskipa sem hafa metið stofnstærð og veiðiþol hverrar tegundar.

Mér best vitanlega hafa skip hafró aldrei farið í leiðangur í þessum tilgangi hvað varðar sæbjúgu,starfsfólk hafró af velviljaðri forvitni aðeins sníkt sér far með bátum sem eru að stunda þessar veiðar og styðjast svo við afladagbókarfærslur og áætlaðan afla á úthaldsstundir þar sem ágæti Exelskjalsins tengt við AIS kerfi eru grunnþættir og gefa að mínu viti ekki upplýsta mynd af því sem mætti kalla meðaltals ástand eða x afli á sóknareiningu , því er það svo að embættismenn sem eru auðvita misjafnlega vel af guði gerðir rétt eins og skipstjórnarmenn sem leggja til gagnagrunninn geta ekki mögulega barið saman óbrenglað regluverk án þess að hafa til þess tíma eða leiðsögn .

Ályktun : þar sem sú meginregla, að ef maður geri ekki neitt þá geri maður enga vitleysu, á ekki alltaf við því það hefur margsinnis verið afsannað sem og að ef það hendir að eitthvað sé gert þá er það oft vitleysa ,

Því legg ég til að regluverk þetta fái snarpa endurskoðun á nýju ári og komi þar að valinn hópur frá hafró , ráðuneyti og hagsmuna aðilum þannig að mögulega taki aðeins stuttan tíma eftir að farið era ð vinna eftir þessari reglugerð að strjúka af henni agnúana sem alltaf verða .

Nesk 14/12/18

Mbk :Einar H

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Níels Adolf Ársælsson - 21.12.2018

Athugasemd við drög að reglugerð um veiðar á sæbjúgum og drög að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark í sæbjúgu).

Þar segir:

„Þeir níu aðilar sem nú þegar eru með leyfi til veiða í sæbjúgum fá úthlutað leyfi til veiða á þeim svæðum auk þess sem Fiskistofa úthlutar tveimur nýjum leyfum til viðbótar. Alls verða því ellefu leyfi virk til veiða á svæðum B,C,D og H. Hinir tveir nýju leyfishafar munu fá eins mánaðar forgjöf til veiða á þessum svæðum“.

Æskilegt er eðli málsins samkvæmt að hinir tveir nýju leyfishafar muni fá þriggja (3) mánaðar forgjöf til veiða á svæðum B,C,D og H í stað eins (1) mánaðar.

Tálknafirði 21. desember 2018.

Virðingarfyllst.

Níels A. Ársælsson

Tálknafirði

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Davíð Freyr Jónsson - 21.12.2018

Umsögn um drög að reglugerð um veiðar á Sæbjúgum

Mál nr. S-251/2018

Að hlutdeildarsetja sæbjúgu er tímabær ráðstöfun þar sem óstjórn hefur verið á sæbjúgnaveiðum utan skilgreindra svæða undanliðin ár. Veiðigeta og sókn hefur aukis verulega og ástæða er til að takmarka veiðar á sæbjúgum frekar. Eðlilegast væri að stofninn væri hlutdeildarsettur í samræmi við lög en reglugerðin gerir ráð fyrir að gera það í skrefum. Hugmyndin er ekki slæm en óvíst er að slíkt hafi nægjanlega sterkan lagagrundvöll í reglugerð.

Með fyrirhugaðri stjórn skv. reglugerðardrögunum og yfirvofandi óumflýjanlegum samdrætti í heildarveiði sæbjúgna, munu núverandi útgerðir þurfa að hagræða og fækka skipum. Því er erfitt að sjá hvaða undirliggjandi málefnalegu rök Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR) hefur fyrir fjölgun leyfa/skipa á sama tíma. Virðist þessi nálgun ANR stangast á við helstu markmið laga um stjórn fiskveiða nr. 116 frá 2006 „Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra [Nytjastofna] og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“.

Undanliðin ár hafa þær útgerðir sem leyfi hafa haft til veiða á sæbjúgum fjárfest miklu til að finna ný veiðisvæði. Verði fyrirliggjandi reglugerðardrög að reglugerð er nýjum útgerðum færður forgangur á þessi svæði. Þessi mismunun getur ekki talist sanngjörn og óvíst hvort slík aðgerð standist lög. En ljóst að hugsmíð lagasetninga um stjórn fiskveiða á Íslandi er þver öfug þar sem hvatar eru lagðir til framfara. Að mismuna á grundvelli einhvers annars en veiðireynslu þarf að endurskoða. Að gefa nýjum aðilum sanngjarnt og rétmætt forskot í umhverfi niðurskurðar verður alltaf erfitt og bjagað, fjölgun skipa á þessum tímapunkti í þróun sæbjúgnaveiða stenst því líklega ekki skoðun. Sé áhugi fyrir því að veita nýjum aðilum tækifæri er betra að skip njóti forgangs um einhvern tíma á nýjum svæðum sem þau sjálf finni á grundvelli tilraunaveiða.

Tilraunaleyfi til veiða með stjórn Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) sem ráðgefanda og í raun stjórnanda á framkvæmd og framvindu þróunar veiða á sæbjúgum er líkleg til að hamla þróun verulega. Það verklag sem lagt er til við framkvæmd tilraunaleyfa treystir á hraðan viðbragðstíma stofnunarinnar og ANR. Reynsla okkar af þeim hraða er ekki slíkur að bjartsýni sé mikil. Skip sem stunda leit þurfa að hafa meiri sveigjanleika en reglugerðin býður upp á. Auðvelt á að vera að ná markmiðum Hafró með öðrum síður íþyngjandi aðferðum. Hér er verið að skrifa nýjar blaðsíður í sögu eftirlitskerfa fiskveiða og þróunar. Það er ljóst að þróunin verður margfalt dýrari og erfiðari í framkvæmd. Það er okkar ósk að auðveldari og ódýrari leiðir verði farnar við að ná sömu markmiðum, í því samhengi má benda ANR á ýmsar hugmyndir sem útgerðir sæbjúgnaveiða hafa sent ráðuneytinu.

Bann við veiðum í Breiðafirði öllum gengur allt of langt og gætir ekki meðalhófs, þar sem aðrar útgerðir sem veiða aðrar tegundir frjálslega í firðinum nota sömu veiðarfæri. Því er erfitt að sjá hvaða málefnalegu rök standa til grundvallar banni við veiðum. Fjöldi þekktra og gamalla veiðisvæða eru í firðinum þar sem engan meðafla t.d. af Hörpudisk er að fá. Við teljum ANR og Hafró ganga langt fram yfir meðalhóf í að vernda hagsmuni Hörpudiskveiðimanna og rannsóknarhagsmuni sem í firðinum eru um þessar mundir. Eðlilegra væri að línur yrðu dregnar umhverfis þau svæði sem verja á tímabundið vegna tilrauna á Hörpudiskveiðum.

Niðurlag – Hornsteinar nýju reglugerðarinnar eru flestir fínir, frekari stjórn með markvissari stýringu er ágætt, Hafró hinsvegar er að fá stærra og viðfangsmeira hlutverk við stjórn veiða enn nokkru sinni áður sem mun líklega valda ýmsum erfiðleikum í framkvæmd. Fjölgun leyfa á þessum tíma er óskiljanleg fyrir okkur, umræðan og sagan mun líklega dæma það mikil mistök.

Reykjavík 21. Desember 2018

Virðingafyllst

Davíð Freyr Jónsson

Aurora Seafood

Viðhengi