Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–21.12.2018

2

Í vinnslu

  • 22.12.2018–8.4.2019

3

Samráði lokið

  • 9.4.2019

Mál nr. S-251/2018

Birt: 11.12.2018

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerðum um veiðar á sæbjúgum og úthlutun aflamarks í sæbjúgum

Niðurstöður

Málið er enn í vinnslu í ráðuneytinu

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um veiðar á sæbjúgum og drög að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark í sæbjúgu).

Nánari upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að tveimur nýjum reglugerðum um veiðar á sæbjúgum. Í drögum að reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 674/2018 um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2018/2019 (aflamark í sæbjúgu) er gert ráð fyrir að þeir bátar sem stundað hafa sæbjúgnaveiðar á undanförnum þrem fiskveiðiárum fái úthlutaða aflahlutdeild í sæbjúgum á skilgreindum veiðisvæðum A, E, F og G á grundvelli þriggja ára veiðireynslu. Þá er lagt til í drögum að reglugerð um veiðar á sæbjúgum að Fiskistofa úthluti leyfum á skilgreindum nýjum veiðisvæðum B, C, D og H. Gert er ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun komi fram með sérstaka veiðiráðgjöf á hverju þessara fjögurra nýju veiðisvæða. Þeir níu aðilar sem nú þegar eru með leyfi til veiða í sæbjúgum fá úthlutað leyfi til veiða á þeim svæðum auk þess sem Fiskistofa úthlutar tveimur nýjum leyfum til viðbótar. Alls verða því ellefu leyfi virk til veiða á svæðum B,C,D og H. Hinir tveir nýju leyfishafar munu fá eins mánaðar forgjöf til veiða á þessum svæðum. Lagt er einnig til að hægt sé að sækja um tilraunaveiðileyfi til veiða á sæbjúgum utan skilgreindra veiðisvæða.

Markmið þessara tveggja reglugerðarbreytinga er að koma í veg fyrir óheftar veiðar á sæbjúgum og þannig stuðla að ábyrgum veiðum sem verði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Með ákvæði um tilraunaveiðileyfi er tryggt að áfram verði leitað að nýjum svæðum sem aukið geti nýtingu stofnsins til framtíðar. Að auki er gert ráð fyrir tveimur nýjum leyfum til að skapa svigrúm fyrir nýja aðila.

Reglugerðardrög þessi verða aðgengileg til umsagna á samráðsgátt til og með 21. desember nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Jóhann Guðmundsson

johann.gudmundsson@anr.is