Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.12.2018–2.1.2019

2

Í vinnslu

  • 3.–8.1.2019

3

Samráði lokið

  • 9.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-252/2018

Birt: 12.12.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Reglugerð um rafræna reikninga vegna opinberra innkaupa

Niðurstöður

Engar athugasemdir bárust. Næstu skref eru að reglugerðin verður gefin út óbreytt.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vinnur að því að samræma kröfur til rafrænna reikninga vegna opinberra innkaupa í því augnamiði að einfalda viðskipti fyrirtækja við hið opinbera og draga úr hindrunum og kostnaði í viðskiptum jafn innanlands sem og milli landa.

Nánari upplýsingar

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vinnur að því að samræma kröfur til rafrænna reikninga vegna opinberra innkaupa í því augnamiði að einfalda viðskipti fyrirtækja við hið opinbera og draga úr hindrunum og kostnaði í viðskiptum jafn innanlands sem og milli landa.

Í nýrri reglugerð sem byggir á tilskipun 2014/55 eru gerðar þær breytingar að tekinn er upp evrópskur staðall sem ríki og sveitarfélög skulu styðja. Hún er liður í því að einfalt verður að senda rafræna reikninga til opinberra aðila á innri markaði ESB, hvort sem það eru ríki eða sveitarfélög. Innleiðingu skal vera lokið fyrir 18. apríl 2019.

Rafrænn reikningur er tölvulesanlegt skjal á XML formi sem styður við sjálfvirkni í innlestri inn í fjárhagskerfi kaupanda. Reikningarnir eru umhverfisvænir og skapa verulegt hagræði m.a. í sparnaði við útgáfu, miðlun, móttöku og úrvinnslu. Afgreiðsla verður hraðari og öruggari og sendingar- og geymslukostnaður lægri. Því til viðbótar geta sendendur nýtt þessa tækni í öðrum viðskiptum og hefur það leitt víðtækrar notkunar í viðskiptum ótengdum opinberum aðilum með sambærilegum ávinningi.

Ástæða er til að benda á að reikningar á PDF formi eru ekki tölvulesanlegir og eru því ekki heimilir í viðskiptum við hið opinbera.

Innleiðing á rafrænum reikningum í opinbera stjórnsýslu hófst árið 2007 og hefur mikið áunnist síðan.

Í gildandi viðskiptaskilmálum ríkisins kemur fram að allir reikningar til ríkisstofnana skulu vera með rafrænum hætti nema um annað sé samið og hefur hlutfall rafrænna reikninga farið hækkandi ár frá ári. Mikil hagræðing hefur náðst fram bæði hjá kaupendum og seljendum, meðal annars vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar ferla sem rafrænir reikningar bjóða upp á. Hlutfall reikninga sem berast með rafrænum hætti er komið upp í 70%. Stefnt er að því að á komandi árum verði þrengt enn frekar að notkun pappírs með það að markmiði að allir reikningar til hins opinbera verði rafrænir.

Gagnlegar tilvísanir:

 -Tilskipun 2014/55: http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32014L0055

 -Staðall um rafræna reikninga EN 16931: http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/ALL/?uri=CELEX:32014L0055

 -Reglugerð um rafræna reikninga 505/2013: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/505-2013

 -Upplýsingasíða Evrópusambandsins: https://ec.europa.eu/cefdigital/wiki/display/CEFDIGITAL/eInvoicing

 -Staðlaráð, vinnuhópur um gerð tækniforskriftar um rafrænan reikning: https://goo.gl/ZCgshq

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stjórnunar og umbóta

postur@fjr.is