Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.12.2018–29.1.2019

2

Í vinnslu

  • 30.2019–7.1.2021

3

Samráði lokið

  • 8.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-253/2018

Birt: 13.12.2018

Fjöldi umsagna: 14

Annað

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið

Niðurstöður

Alls bárust 14 umsagnir og unnið hefur verið úr fram komnum sjónarmiðum við áframhaldandi vinnslu þeirra mála sem hvítbókin fjallaði um. Vísast þar til sameiningar Seðlabanka Íslands og FME, sbr. lög nr. 92/2019, til frumvarps um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, varðandi varnarlínu um fjárfestingarbankastarfsemi, og til ráðgerðrar sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar skýrslu starfshóps sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í febrúar 2018. Var hópnum farið að vinna hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar.

Nánari upplýsingar

Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af. Þetta er niðurstaða starfshóps sem skipaður var í febrúar til að vinna hvítbók um fjármálakerfið, en hópurinn hefur lokið störfum og skilað skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.

Markmiðið með skipun starfshópsins var að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun. Mun fjármála- og efnahagsráðherra óska eftir því að efnt verði til umræðu á Alþingi um efni skýrslunnar í upphafi vorþings, auk þess sem hún verður tekin til umfjöllunar í efnahags- og viðskiptanefnd. Hvítbókin hefur nú verið birt á samráðsgátt með það að markmiði að gefa kost á umsögnum um efni hennar.

Í kjölfar ábendinga og umræðu munu stjórnvöld vinna að tillögum um breytingar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Engin skráður umsjónaraðili.