Samráð fyrirhugað 15.12.2018—02.01.2019
Til umsagnar 15.12.2018—02.01.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 02.01.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða

Mál nr. S-254/2018 Birt: 15.12.2018 Síðast uppfært: 14.06.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Ferðaþjónusta

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (15.12.2018–02.01.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Atvinnuvega -og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar.

Í tengslum við setningu nýrra laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun, nr. 95/2018, sem taka gildi 1. janúar nk. hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið unnið drög að nýrri reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar sem mun koma í stað eldri reglna um bókhald og reikningsskil ferðaskrifstofa, nr. 1100/2005.

Með nýrri reglugerð eru lagðar til töluverðar breytingar á því fyrirkomulagi sem gilt hefur um tryggingar vegna pakkaferða. Helstu breytingarnar eru þessar:

• Lögð er til ný reikniregla við útreikning tryggingafjárhæðar. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 95/2018 skal ráðherra kveða á um útreikning tryggingafjárhæðar í reglugerð og skal trygginga duga fyrir endurgreiðslu allra greiðslna sem inntar hafa verið af hendi vegna ferðar sem ekki er framkvæmd í samræmi við samning, komi til rekstrarstöðvunar eða gjaldþrots skipuleggjanda. Í nýrri reiknireglu er grunnviðmið líkt og áður tryggingaskyld velta en að auki eru fleiri þættir sem tekið er tillit til sem munu hafa áhrif á tryggingafjárhæðina og ætlað er að endurspegla áhættu viðkomandi aðila. Með því er leitast við að ná jafnvægi milli neytendaverndar og íþyngjandi áhrifum af tryggingaskyldu.

• Vegna nýrrar reiknireglu þurfa tryggingaskyldir aðilar að skila Ferðamálastofu ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið svo hægt sé að taka tillit til þeirra þátta við útreikning tryggingafjárhæðar. Ákvæði um upplýsingaskyldu tryggingaskyldra aðila er því ítarlegra en áður.

• Í samræmi við ákvæði laga nr. 95/2018 eru heimildir til tímabundinna lækkunnar og hækkunar á tryggingafjárhæð vegna breytinga í rekstri frá því sem lagt var til grundvallar tryggingafjárhæð nánar útfærðar.

• Lagt er til að almennt verði skipuleggjandi tryggingaskyldur vegna allra ferða sem hann setur saman, býður fram og selur sem og þeirra ferða sem hann setur saman en eru seldar af öðrum smásala, nema skipuleggjandinn sýni fram á að smásalinn uppfylli tryggingaskyldu vegna þeirra ferða.

• Árleg upplýsingaskil verða 1. apríl í stað 1. október. Þannig næst að leggja nýrri upplýsingar úr rekstri tryggingaskyldra aðila til grundvallar ákvörðun um fjárhæð tryggingar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Björn Guðmundsson - 18.12.2018

Tillaga að breytingu á tryggingafjárhæð ferðaskrifstofa til Ferðamálastofu.

Lagt er til að mismunandi rekstur ferðaskrifstofa beri mismunandi tryggingu. Til dæmis myndi ekki gilda sama reikniregla fyrir ferðaskrifstofu sem eingöngu selur ferðir innan íslands án flugs og ferðaskrifstofa sem eingöngu selur flug og pakkaferðir frá íslandi til áfangastaða erlendis. Það gilda allt önnur lögmál um ferðaskrifstofu sem ekki þarf að tryggja að erlendur ferðamaður komist með flugi frá Íslandi, heldur eingöngu að klára ferð og komast á flugvöll á íslandi til að komast til síns heima heldur en ef íslendurgur verður fastur erlendis og þarf að koma sér heim á sinn eigin kostnað.

Lagt er til að skipta ferðaskrifstofum í amk þrjá flokka.

1. Ferðaskrifstofa sem eingöngu selur til erlendra ferðamanna án flugs til/frá Íslandi.

2. Ferðaskrifstofa sem eingöngu selur til erlendra ferðamanna með flugi til/frá Íslandi.

3. Ferðaskrifstofa sem sem selur ferðir til erlendra landa til Íslendinga (eða annara).

Fyrir flokk 1 þarf að mínu mati í mesta lagi tryggingu að upphæð 10% af ársveltu þar sem ferðamaður kaupir sjálfur flug og aðrar þjónustur eru að hluta til fyrirframgreiddar, að hluta við innritun t.d. á hótel og aðrar eftir skilmálum og samningum milli fyrirtækja.

Fyrir flokk 2 þarf að vera hærri trygging en fyrir flokk 1 þar sem þar er flug innifalið í ferð. Það gæti verið td. 20% af ársveltu.

Sömu lög gætu haldið eins og eru fyrir flokk 3.

Afrita slóð á umsögn

#2 WOW air hf. - 22.12.2018

Fyrir hönd WOW air hf., kt. 451011-0220, Katrínartúni 4, 105 Reykjavík, gerir geri ég athugasemdir við reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða og samtengdrar ferðatilhögunar. Athugasemdir WOW air hf. má finna í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Hörður Hilmarsson - 02.01.2019

Það er margt gagnrýnivert í nýrri löggjöf um ferðamál sem tók gildi nú um áramótin.

Sama má segja um drög að reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða.

Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi.

Gleðilegt ferðaár!

Hörður Hilmarsson,

ÍT ferðir - IT Travel

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök ferðaþjónustunnar - 02.01.2019

Ágæti viðtakandi,

Gíðan dag og gleðilegt nýtt ár,

Í viðheingi er umsgön Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að reglugerð um tryggingar vegna pakkaferða.

Með bestu kveðjum

f.h. Samtaka ferðaþjónustunnar

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi