Samráð fyrirhugað 17.12.2018—20.12.2018
Til umsagnar 17.12.2018—20.12.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 20.12.2018
Niðurstöður birtar

Breyting á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir

Mál nr. 255/2018 Birt: 17.12.2018
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (17.12.2018–20.12.2018). Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfrestinum liðnum. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Lögð er til breyting á ákvæði reglugerðarinnar um vinningshlutfall auk smærri breytinga.

Hér er lögð til breyting á b-lið 20. gr. reglugerðar fyrir Íslenskar getraunir nr. 166/2016 um vinningshlutfall í getraunum. Er lagt til að vinningshlutfall á Evrópuseðlinum (miðvikudags- og sunnudagsseðlinum) verði 39% í stað 40% í fyrsta vinningsflokki og 22% í stað 23% í öðrum vinningsflokki. Jafnframt er lagt til að 2% fari í sjóð sem notaður verði til að hækka vinningsfjárhæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum. Aðrar breytingar snúa að leiðréttingu á heiti ráðuneytis og ógildingu þátttökukvittunar.