Samráð fyrirhugað 20.12.2018—13.01.2019
Til umsagnar 20.12.2018—13.01.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 13.01.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó

Mál nr. 258/2018 Birt: 20.12.2018 Síðast uppfært: 18.02.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (20.12.2018–13.01.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Um er að ræða frumvarp um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

Frumvarp það sem hér er til kynningar og samráðs, um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó, er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og byggir að hluta til á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi frá september á síðasta ári.

Markmið frumvarpsins er að tryggja ríkissjóði endurgjald vegna nýtingu hafsvæða innan fiskveiðilögsögu Íslands og að mæta kostnaði ríkisins við stjórnsýslu með fiskeldi á sjó og land. Frumvarpið tekur einungis til eldis í sjó við strendur landsins, en þó er ekki gert ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins nái yfir eldi sem stundað er í afluktum lónum við strendur landsins, á svæðum sem lúta eignarétti einstaklinga og lögaðila og eru ekki sameignleg eign þjóðarinnar.

Í frumvarpinu er lögð áhersla á það að markmið að vernda villta stofna. Þannig beri að stuðla að eldi á ófrjóum laxi og eldi sem byggist á lokuðum eldisbúnaði. Í samræmi við framangreint er í frumvarpinu gert ráð fyrir að eldi í sjókvíum á ófrjóum eldisfiski og eldi með lokuðum eldisbúnaði greiði hálft gjald miðað við frjóan lax vegna nýtingar á eldissvæðum í sjó.

Í dag greiða fyrirtæki í sjókvíaeldi ekki sérstaklega fyrir afnot þess hafsvæðis sem þau nota eða hyggjast nýta undir sjókvíaeldi. Með frumvarpinu, ef það verður að lögum, mun rekstrarleyfishafi greiða gjald fyrir þessi afnot. Frumvarpið gerir ráð fyrir að gjaldið renni óskipt í ríkissjóð í samræmi við lög nr. 123/2015, um opinber fjármál. Samkvæmt frumvarpinu munu rekstrarleyfishafar greiða gjald frá og með árinu 2020 miðað við leyfilegt hámarks framleiðslumagn eldisfisks í sjó eins og það er tilgreint í rekstrarleyfum. Þannig er gert ráð fyrir árlegu gjald að upphæð 10.00 kr. á hvert kg. af frjóum laxi og 5.00 kr. á hvert kg af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og af eldi með lokuðum eldisbúnaði til ársins 2022. Frá og með árinu 2023 skal rekstrarleyfishafi greiða 15.00 kr. á hvert kg. af frjóum laxi og 7.50 kr. á hvert kg af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og af eldi með lokuðum eldisbúnaði. Miðað við áætlanir um framleiðslumagn má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs getið numið rúmum einum milljarði króna af þessu gjaldi árið 2023.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Björn Arnar Hauksson - 31.12.2018

Vinsamlega sjá meðfylgjandi skjal.

bkv Björn

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 09.01.2019

Hjálagt er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Árni Snæbjörnsson - 11.01.2019

Bréf LV til ANR Umsögn um frumvarp til laga um gjald v nýt. eldissvæða í sjó. 11. jan. 2019 pdf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 KPMG ehf. - 11.01.2019

Umsögn um frumvarpsdrög

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Vestfjarðastofa ses. - 11.01.2019

Umsögn Vestfjarðastofu ses

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Rebekka Hilmarsdóttir - 12.01.2019

Umsögn Vesturbyggðar um frumvarp til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

Vísað er til frumvarps til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó sem birt var til kynningar á Samráðsgátt 20. desember sl.

Fiskeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum í Vesturbyggð og fyrirhuguð er enn frekari aukning á næstu árum. Vesturbyggð leggur áherslu á að vel séu ígrundaðar hverjar þær breytingar sem gerðar eru á rekstrarumhverfi þeirra fyrirtækja sem eru í fiskeldi og hófs sé gætt í þeim skilyrðum og gjaldtöku sem lagðar eru á þau fyrirtæki sem eru í auðlindanýtingu. Þær atvinnugreinar innan Vesturbyggðar sem eru í einna mestum vexti snúa að mestu leyti að auðlindanýtingu sem tryggir vissulega samkeppnisforskot en getur einnig skapað ákveðna einsleitni í atvinnulífinu og geta því litlar breytingar haft veruleg og neikvæð áhrif á þá miklu og góðu uppbyggingu sem þegar hefur orðið í sveitarfélaginu.

Eftirfarandi eru athugasemdir Vesturbyggðar við einstakar greinar frumvarpsins:

2. gr. Markmið

Markmið frumvarpsins er að leggja á gjald í þeim tilgangi að tryggja ríkissjóði endurgjald vegna nýtingar hafsvæða innan fiskveiðilögsögu Íslands og að mæta kostnaði ríkisins við stjórnsýslu fiskeldis á sjó og landi. Í greinargerð frumvarpsins segir ennfremur: „Ekki er lagt til í frumvarpi þessu að innheimt gjald vegna nýtingar á eldissvæðum í sjó verði ráðstafað til uppbyggingar innviða á þeim svæðum sem nýtast myndu við uppbyggingu fiskeldis eða til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis til þess að efla vöktun og rannsóknir í fikseldi. Frumvarpið gerir á móti ráð fyrir því að gjaldi vegna nýtingar á eldissvæðum í sjó renni óskipt í ríkissjóð í samræmi við lög nr. 123/2015, um opinber fjármál.“

Í skýrslu nefndar um stefnu í auðlindamálum ríksins frá 12. september 2012 segir:

Nefndin bendir á að í ljósi þess að auðlindaarður verður til vegna verðmætis auðlinda víða um land og að nærsamfélögin þurfa oft að færa fórnir og taka á sig kostnað vegna nýtingar, þróunar og hagræðingar í einstökum auðlindagreinum, er bæði sjálfsagt og eðlilegt að tryggja að hluti auðlindaarðsins renni til verkefna í þessum samfélögum, ekki síst til eflingar innviða og fjölbreyttara atvinnulífs. Með þeim hætti getur auðlindaarðurinn orðið undirstaða öflugri byggða og atvinnulífs um land allt. Slík ráðstöfun er einnig mikilvæg til að tryggja sátt um fyrirkomulag auðlindamála.

Hin mikla uppbygging sem hefur orðið vegna fiskeldis í sveitarfélaginu er í senn jákvæð fyrir íbúaþróun, útsvarstekjur sveitarfélagsins og hafnarsjóðs en hefur einnig kallað á mikla uppbyggingu og þar af leiðandi aukinn kostnað vegna framkvæmda á vegum sveitarfélagsins sem fjármagnaðar hafa verið úr rekstri sveitarfélagsins og hafnarsjóði Vesturbyggðar. Má þar nefna skipulagsvinnu vegna vinnslu deiliskipulaga fyrir athafnasvæði, breytingar á aðalskipulagi og endurbætur á hafnarmannvirkjum, svo eitthvað sé nefnt en kostnaður við þau verkefni og framkvæmdir hleypur á milljónum króna. Þá hefur Vesturbyggð staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum vegna fjölgunar íbúa, aukinni eftirspurn eftir húsnæði og kröfum um aukið þjónustustig fyrir íbúa en á það hefur m.a. verið bent í skýrslu Byggðastofnunar um Byggðaleg áhrif fiskeldis frá ágúst 2017.

Þá vekur það athygli að í drögum að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaáækvæðum sem tengjast fiskeldi kemur eftirfarandi fram í greinargerð frumvarpsins um mat á áhrifum „Samhliða uppbyggingu fiskeldis munu kröfur um innviðauppbyggingu og þjónustu í viðkomandi sveitarfélögum aukast. Þannig má gera ráð fyrir auknum útgjöldum ef efla þarf samfélagsþjónustu við íbúa og bæta samgöngur.“ Miðað við framangreinda fullyrðingu liggur fyrir að útgjöld sveitarfélaga muni aukast verulega og því skýtur það skökku við að ekki sé gert ráð fyrir því í frumvarpinu að sveitarfélögum sé veitt hlutdeild í þeirri gjaldtöku sem frumvarpið mælir fyrir um.

Vesturbyggð leggur því til, í samræmi við álit nefndar um stefnu í auðlindamálum sem og tillögur í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 21. ágúst 2017, að stærstum hluta gjaldsins verði ráðstafað til þeirra landsvæða sem hafa aðkomu að fiskeldi í sjókvíum, eða 85% af innheimtu gjaldi. Í greinargerð frumvarpsins er ekki að finna frekari skýringar eða rökstuðning fyrir því að lagt er til að gjaldið renni óskipt í ríkissjóð í stað þess að renna beint til þeirra svæða þar sem uppbygging samfélagslegrar þjónustu fer fram. Tekjustofnar sveitarfélaga eru takmarkaðir og því mikilvægt að gjöld sem þessi renni til sveitarfélaganna þar sem nýting auðlindarinnar og starfsemi fyrirtækja í fiskeldi fer fram og þörfin til uppbyggingar þjónustu er einna mest. Vesturbyggð leggur því til að ákvæði 2. gr. frumvarpsins verði breytt á þann veg að sveitarfélögum verði tryggð sanngjörn hlutdeild af þeim tekjum sem aflað verður vegna nýtingar eldissvæða í sjó, verði frumvarpið að lögum.

5. gr. Reiknigrunnur og ákvörðun gjalds

Samkvæmt 5. gr. frumvarpsins er gjald reiknað af leyfilegu framleiðslumagni miðað við hámark heimilaðs lífsmassa frjós eða ófrjós lax eða regnbogaskilungs í útgefnum rekstrarleyfum. Vesturbyggð leggur ríka áherslu á það að gjaldtaka á þau fyrirtæki sem stunda lax- og regnbogasilungseldi verði ekki það íþyngjandi að það muni hafa neikvæð áhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og dragi þannig úr samkeppnisstöðu þeirra. Leggur Vestubyggð því til að gildistöku frumvarpsins verði frestað eða upphæð gjaldsins verði lægri og hækki í hægari þrepum en drög frumvarpsins gera ráð fyrir og nánar er fjallað um hér síðar í athugasemdum við 10. gr. frumvarpsins.

6. gr. Álagning og innheimta gjalds

Í 5. mgr. 6. gr. frumvarpsins er mælt fyrir um að hafi gjaldið ekki verið greitt sex mánuðum eftir gjalddaga skuli Matvælastofnun fella rekstrarleyfi hlutaðeigandi leyfishafa úr gildi. Af orðalagi ákvæðisins og greinargerð um frumvarpið er ekki að finna tilvísun til þess hvernig slíkri málsmeðferð af hálfu Matvælastofnunar skuli hagað, komi til þess að rekstrarleyfi verði fellt úr gildi. Mikilvægt er að málsmeðferð Matvælastofnunar við niðurfellingu rekstrarleyfa sé skýr þannig að tryggður sé ákveðinn fyrirsjáanleiki við slíka ákvarðanatöku enda hefur niðurfelling á rekstrarleyfi alvarlegar afleiðingar og getur ef ekki er gegnsæi í slíkri ákvarðanatöku haft verulega neikvæð áhrif á þau samfélög þar sem fyrirtækin eru með sína starfsemi og atvinnulíf er einsleitt. Vesturbyggð leggur því til að nýrri málsgrein verði bætt í frumvarpið þar sem Matvælastofnun verði gert skylt að birta tilkynningar um fyrirhugaða niðurfellingu rekstrarleyfa skv. 6. gr. frumvarpsins með hæfilegum fyrirvara, t.d. mánuði áður en niðurfelling rekstrarleyfis mun eiga sér stað.

7. gr.

Ítrekaðar eru framangreindar athugasemdir við 2. gr. frumvarpsins, þar sem lagt er til að sveitarfélögum verði tryggð sanngjörn hlutdeild af þeim tekjum sem aflað verður vegna nýtingar eldissvæða í sjó, verði frumvarpið að lögum.

10. gr. Gildistaka

Í frumvarpinu er mælt fyrir um að lögin öðlist gildi 1. janúar 2020 eða eftir tæpt ár en gjaldtaka komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en árið 2023. Af frumvarpinu er þó ekki ljóst hvenær á árunum 2022 og 2023 breytingar verða á fjárhæðum gjaldsins og skýra þarf þau tímamörk. Ljóst þarf að vera af efni frumvarpsins frá hvaða tíma gjaldið hækkar. Vesturbyggð bendir á að rekstrarleyfishafar innan sveitarfélagsins eru enn í uppbyggingafasa sem og óstöðugleiki í stjórnsýslu vegna fiskeldis hefur haft veruleg áhrif á rekstraröryggi þeirra á árinu 2018. Þá kemur einnig fram í greinargerð frumvarpsins „Gjöld geta takmarkað olbogarými til fjárfestinga og framkvæmda fyrirtækja sem getur haft nokkur neikvæð áhrif til lengri tíma litið. Þar sem fyrirtæki í sjókvíaeldi standa í mikilli uppbyggingu er nauðsynlegt að fyrirtækin fái svigrúm til að styrkja stoðir sínar og að álagning gjalds vegna nýtingar stöðvi ekki frekari uppbyggingu og fjárfestingar.“ Þá segir ennfremur í greinargerð frumvarpsins að komið sé til móts við þessi sjónarmið, þannig að lögin komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en frá og með árinu 2023. Að mati Vesturbyggðar getur svo skörp gjaldtaka eins og lýst er í frumvarpinu geti haft verulega neikvæð áhrif og leggur því til að gildistöku frumvarpsins, verði það að lögum, verði frestað um 3-5 ár eða upphæð gjaldsins lækkuð og hækki í hægari þrepum en frumvarpið mælir fyrir um. Myndast þá eðlilegt svigrúm til þess að ná þeim stöðuleika sem nauðsynlegur er í rekstrarumhverfi fyrirtækja í fiskeldi sem og að uppbyggingafasa rekstraraðila verði þá að mestu lokið. Með þessu aukna svigrúmi verða meiri líkur til þess að atvinnugreinin styrkist og tryggt verði að atvinnulíf á þeim svæðum þar sem lax- og regnbogasilungseldi í sjó fer fram nái ákveðnum stöðugleika áður en til fullrar gjaldtöku kemur, verði frumvarpið að lögum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Brynjólfur Gíslason - 13.01.2019

Sé horft til starfsumhverfis fiskeldis í og við sjó (og þar með kostnaðar opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga vegna uppbyggingar og utanumhalds vegna uppbyggingar og reksturs) hlýtur að mega álykta að opinberar álögur (hverju nafni sem nefnist: "gjald" eða "skattur") skuli renna að stærstum hluta (ekki undir helmingi heildargjaldsins) til sveitarfélags þess sem hefur stjórnsýslu á því landi sem liggur að viðeigandi hafsvæði. Þar sem fleiri en eitt sveitarfélag eiga land að hafsvæðinu fari skipting tekna sveitarfélaga af gjaldinu eftir lengd strandlengju sveitarfélaganna, meðfram umræddu hafsvæði (t.d. Arnarfjörður).

Afrita slóð á umsögn

#8 Kjartan Davíð Sigurðsson - 13.01.2019

Hér eru umsagnir frá Fiskeldi Austfjarða (kt. 520412-0930) sem tengjast drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 13.01.2019

Í viðhengi má finna umsögn SFS.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 AkvaFuture ehf. - 13.01.2019

Sjá umsögn AkvaFuture ehf í fylgiskjali

Afrita slóð á umsögn

#11 Þorsteinn Másson - 13.01.2019

Umsögn Arnarlax um frumvarp til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó. Umsögnina má finna í viðhengi

Afrita slóð á umsögn

#12 Þorsteinn Másson - 13.01.2019

Umsögn Arnarlax um frumvarp til laga um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó. Umsögnina má finna í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Sigurður Pétursson - 13.01.2019

Umsögn Arctic Fish vegna frumvarpsdraga um gjaldtöku sjá skrá

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Friðleifur E Guðmundsson - 13.01.2019

Umsögn NASF á Íslandi er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Gísli Jón Kristjánsson - 13.01.2019

Umsögn frá Ís 47 ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Óttar Yngvason - f.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands og náttúruverndarfélagsins LAXINN LIFI - 15.01.2019

Í viðhengi sendast ráðuneytinu athugasemdir við drög að frumvarpi til breytinga á

fiskeldislögum o. fl. auk fylgiskjala og umboða.

Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Guðmundur Snorrason - fyrir hönd PWC - 16.01.2019

Sjá umsögn í meðfylgjandi skjali.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Ísafjarðarbær - 17.01.2019

Sjá umsögn í meðfylgjandi skjali

Viðhengi