Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2018–13.1.2019

2

Í vinnslu

  • 14.1.–19.12.2019

3

Samráði lokið

  • 20.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-258/2018

Birt: 20.12.2018

Fjöldi umsagna: 18

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó

Niðurstöður

Í framhaldi athugasemda á samráðsvefnum voru gerðar fjölþættar breytingar á frumvarpinu, sem að því loknu var borið undir Alþingi og varð með nokkrum breytingum að lögum nr. 89/2019 um töku gjalds vegna fiskeldis og fiskeldissjóð. Í 5. kafla skýringa með frumvarpinu er fjallað um innsendar umsagnar á samráðsgátt og þær breytingar sem voru gerðar.

Málsefni

Um er að ræða frumvarp um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó.

Nánari upplýsingar

Frumvarp það sem hér er til kynningar og samráðs, um gjald vegna nýtingar eldissvæða í sjó, er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og byggir að hluta til á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi frá september á síðasta ári.

Markmið frumvarpsins er að tryggja ríkissjóði endurgjald vegna nýtingu hafsvæða innan fiskveiðilögsögu Íslands og að mæta kostnaði ríkisins við stjórnsýslu með fiskeldi á sjó og land. Frumvarpið tekur einungis til eldis í sjó við strendur landsins, en þó er ekki gert ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins nái yfir eldi sem stundað er í afluktum lónum við strendur landsins, á svæðum sem lúta eignarétti einstaklinga og lögaðila og eru ekki sameignleg eign þjóðarinnar.

Í frumvarpinu er lögð áhersla á það að markmið að vernda villta stofna. Þannig beri að stuðla að eldi á ófrjóum laxi og eldi sem byggist á lokuðum eldisbúnaði. Í samræmi við framangreint er í frumvarpinu gert ráð fyrir að eldi í sjókvíum á ófrjóum eldisfiski og eldi með lokuðum eldisbúnaði greiði hálft gjald miðað við frjóan lax vegna nýtingar á eldissvæðum í sjó.

Í dag greiða fyrirtæki í sjókvíaeldi ekki sérstaklega fyrir afnot þess hafsvæðis sem þau nota eða hyggjast nýta undir sjókvíaeldi. Með frumvarpinu, ef það verður að lögum, mun rekstrarleyfishafi greiða gjald fyrir þessi afnot. Frumvarpið gerir ráð fyrir að gjaldið renni óskipt í ríkissjóð í samræmi við lög nr. 123/2015, um opinber fjármál. Samkvæmt frumvarpinu munu rekstrarleyfishafar greiða gjald frá og með árinu 2020 miðað við leyfilegt hámarks framleiðslumagn eldisfisks í sjó eins og það er tilgreint í rekstrarleyfum. Þannig er gert ráð fyrir árlegu gjald að upphæð 10.00 kr. á hvert kg. af frjóum laxi og 5.00 kr. á hvert kg af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og af eldi með lokuðum eldisbúnaði til ársins 2022. Frá og með árinu 2023 skal rekstrarleyfishafi greiða 15.00 kr. á hvert kg. af frjóum laxi og 7.50 kr. á hvert kg af ófrjóum laxi, regnbogasilungi og af eldi með lokuðum eldisbúnaði. Miðað við áætlanir um framleiðslumagn má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs getið numið rúmum einum milljarði króna af þessu gjaldi árið 2023.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Jóhann Guðmundsson

postur@anr.is