Samráð fyrirhugað 15.01.2019—29.01.2019
Til umsagnar 15.01.2019—29.01.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 29.01.2019
Niðurstöður birtar 05.02.2019

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður.

Mál nr. 2/2019 Birt: 03.01.2019 Síðast uppfært: 05.02.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.01.2019–29.01.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.02.2019.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæðum til að setja lagastoðir fyrir tilteknum reglum Fjármálaeftirlitsins auk þess að gera tilteknar lagastoðir skýrari.

Með lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður var megin efni tilskipunar 2009/138/EB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga, innleitt. Í báðum lögunum eru heimildir fyrir Fjármálaeftirlitið að setja reglur um afmarkaða þætti. Reglurnar byggjast á framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB.

Áformað er að setja lagastoðir svo Fjármálaeftirlitið geti sett tilteknar reglur auk þess sem gera þarf tiltekna lagastoð skýrari. Einnig er áformað að skerpa á lagastoð fyrir reglugerð nr. 1077/2017, um áhættulausan vaxtaferil vegna núvirðingar á vátryggingaskuld.