Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.1.2019

2

Í vinnslu

  • 30.1.–4.2.2019

3

Samráði lokið

  • 5.2.2019

Mál nr. S-2/2019

Birt: 3.1.2019

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður.

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæðum til að setja lagastoðir fyrir tilteknum reglum Fjármálaeftirlitsins auk þess að gera tilteknar lagastoðir skýrari.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður var megin efni tilskipunar 2009/138/EB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga, innleitt. Í báðum lögunum eru heimildir fyrir Fjármálaeftirlitið að setja reglur um afmarkaða þætti. Reglurnar byggjast á framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB.

Áformað er að setja lagastoðir svo Fjármálaeftirlitið geti sett tilteknar reglur auk þess sem gera þarf tiltekna lagastoð skýrari. Einnig er áformað að skerpa á lagastoð fyrir reglugerð nr. 1077/2017, um áhættulausan vaxtaferil vegna núvirðingar á vátryggingaskuld.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is