Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–27.1.2019

2

Í vinnslu

  • 28.1.–21.2.2019

3

Samráði lokið

  • 22.2.2019

Mál nr. S-3/2019

Birt: 7.1.2019

Fjöldi umsagna: 4

Áform um lagasetningu

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými)

Niðurstöður

Tekið var tillit til þeirra umsagna sem bárust við vinnslu frumvarpsins. Áætlað er að drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými) verði birt til umsagnar á Samráðsgáttinni seinni hluta febrúarmánaðar 2019.

Málsefni

Áformað er að leggja fram á vorþingi 2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, í því skyni að bæta við ákvæði sem heimilar rekstur og starfsemi neyslurýma að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram á vorþingi 2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, í því skyni að bæta við ákvæði sem heimilar rekstur og starfsemi neyslurýma að uppfylltum tilteknum skilyrðum sem kveðið verður á um í reglugerð.

Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem eru 18 ára og eldri geta neytt vímuefna um æð, undir handleiðslu heilbrigðisstarfsmanna, og þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.

Um nokkurra ára skeið hefur verið til umræðu hvort opna eigi neyslurými hér á landi, en slík rými hafa verið rekin í fjölmörgum löndum, meðal annars í Danmörku, og alls er talið að um 90 neyslurými séu rekin um heim allan. Byggjast neyslurými á hugmyndafræði skaðaminnkunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa gæða og forvarna

hrn@hrn.is