Samráð fyrirhugað 10.01.2019—10.03.2019
Til umsagnar 10.01.2019—10.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 10.03.2019
Niðurstöður birtar 16.12.2019

Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur

Mál nr. 4/2019 Birt: 07.01.2019 Síðast uppfært: 09.09.2020
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður birtar

Að umsagnarfresti liðnum var unnin ítarleg samantekt um sjónarmið þátttakenda, sjá nánar í fylgiskjali og hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2019/12/10/Samantekt-um-sjonarmid-umsagnaradila-i-samradi-um-stadartima-a-Islandi-birt/. Í kjölfarið var unnið áfram með málið og komist að þeirri niðurstöðu að staðartími á Íslandi verður óbreyttur, sjá fréttatilkynningu og skjalið "Nánar um niðurstöður": https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/09/01/Obreytt-klukka-a-Islandi/

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 10.01.2019–10.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.12.2019.

Málsefni

Á að breyta tímareikningi á Íslandi? Til skoðunar er hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Fjallað er um málið í greinargerð sem forsætisráðuneytið birtir til umsagnar, sjá „Skjöl til samráðs“.

Greinargerðin var unnin í forsætisráðuneytinu og í henni er skoðað hvort færa eigi staðartíma nær sólartíma miðað við hnattræna legu landsins. Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins.

Settir eru fram eftirfarandi valkostir í greinargerðinni:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Pálmey Elín Sigtryggsdóttir - 10.01.2019

Það á að mínu mati að láta klukkuna í friði. Það er ekki henni að kenna að fólk fer of seint að sofa, fyrir utan það að hnattstaða okkar gerir það að verkum að klukkan verður öðru hvoru afstæð og við verðum bara að lifa með því. Það er alls ekki klukkunni að kenna hvað fólk er með mörg verkefni í gangi og þarf að sinna mörgu, þetta er meira spurning um forgangsröðun hjá hinum almenna borgara. Hver og einn ræður sínum tíma sjálfur klukkan segir bara hvað honum líður.

Pálmey Sigtryggsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#2 Margeir Þór Margeirsson - 10.01.2019

Ég er á því að það eigi að breyti klukkunni, og er ekki einn á því þar sem að flestar rannsóknir styðja við þá skoðun.

Afrita slóð á umsögn

#2 Margeir Þór Margeirsson - 10.01.2019

Ég er á því að það eigi að breyti klukkunni, og er ekki einn á því þar sem að flestar rannsóknir styðja við þá skoðun.

Afrita slóð á umsögn

#2 Margeir Þór Margeirsson - 10.01.2019

Ég er á því að það eigi að breyti klukkunni, og er ekki einn á því þar sem að flestar rannsóknir styðja við þá skoðun.

Afrita slóð á umsögn

#5 Elín Guðjónsdóttir - 10.01.2019

Ég er á því að breyta eigi klukkunni og velja leið B.

Afrita slóð á umsögn

#6 Steinar Gunnarsson - 10.01.2019

Klukkunni verði seinkað um eina klst.

Afrita slóð á umsögn

#7 Hrönn Friðfinnsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#8 Daníel Már Magnússon - 10.01.2019

Mín skoðun er sú að breyta eigi staðartíma miðað við hnattræna stöðu landsins. Leið B. Að mínu mati útskýra rökin sig sjálf og ekki er þörf á frekari útskýringum.

- Daníel Már

Afrita slóð á umsögn

#9 Einar Örn Jónsson - 10.01.2019

Með því að seinka klukkunni fjölgum við björtum morgnum um 40 (20 á haustönn og 20 á vorönn). Að sama skapi fórnum við klukkutíma birtu í lok dags alla daga ársins nema í maí-júlí. Þannig myndum við stytta daginn um klukkustund 230 daga ársins. Það er veruleg breyting, mikil sóun og eykur hættu í umferð.

Rannsóknir sýna að sólarljósið hefur jákvæð áhrif á heilsu. Með tilkomu rafmagnsins hafa svefnvenjur breyst þannig að fólk fer seinna að sofa og vaknar seinna á morgnanna. Þannig hafa lífshættir í raun haft neikvæð áhrif á nýtingu birtustunda og að sama skapi fjölgað björtum morgnum. Með seinkun klukkunnar ýtum við enn undir þessa þróun. Það skiptir í raun engu máli hvað klukkan er nákvæmlega þegar sólin er hæst á lofti heldur hvort við nýtum birtu hennar.

Ef eitthvað land í heiminum ætti að breyta klukkunni eftir árstíðum væri það Ísland. Ef það er ekki vilji til þess, ættum við að vera mun sveigjanlegri varðandi skóla og vinnu. Byrja fyrr í mars-september og seinna í nóvember-janúar.

Algjört lykilatriði varðandi heilsu fólks er góður svefn. Rannsóknir sýna að meirihluti ungmenna sofa of lítið. Það hefur ekkert að gera með klukkuna, heldur snýst einfaldlega um að fara fyrr að sofa.

Að þessu sögðu mæli ég með valkostum 1 eða 3 (í raun sami valkosturinn). Sjálfsagt að fræða fólk um mikilvægi svefns eins og lagt er til í valkosti 1, en ekki síður mikilvæg að skólar og vinnustaðir hafi sveigjanleika til að byrja á morgnanna með tilliti til árstíða.

Afrita slóð á umsögn

#10 Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#11 Guðný Benediktsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Að vakna í myrkri stóran hluta ársins hefur áhrif á andlega líðan flestra.

Afrita slóð á umsögn

#12 Daniel G Björnsson - 10.01.2019

Ég er fylgjandi því að kukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Ég tel það vera betra út frá lýðheilsu allra.

Afrita slóð á umsögn

#13 Árni Gestsson - 10.01.2019

Valkostur B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#14 Leifur Hákonarson - 10.01.2019

Valkostur A er bestur - og tel raunar enga þörf á fræðslu um eitt eða neitt, það er ekkert vandamál sem þarfnast úrlausnar, bara fólk með of mikinn frítíma sem fyrst býr til vandamál, svo "lausnir".

Annars er forsendunum rangt lýst, í Reykjavík og nágrenni (þar sem helmingur þjóðarinnar býr) er hádegi um klukkan 13:34, það ætti sem sagt að breyta klukkunni um TVÆR klukkustundir ef sólarstaða ætti að ráða för.

Afrita slóð á umsögn

#15 Ingi Ragnarsson - 10.01.2019

Ég styð það að seinka klukkunni um klukkustund. Myndi ég telja það hefði góð áhrif á andlega líðan margra, sér í lagi í skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#16 Solveig Lilja Óladóttir - 10.01.2019

Góðan dag,

Ég vel kost B því ég tel rétt að hafa klukkuna í sem mestu samræmi við hnattræna stöðu landsins. Einnig hníga allar rannsóknir sérfræðinga í þá átt að klukkan eigi að vera í samræmi við hnattræna stöðu Íslands.

Bestu kveðjur,

Solveig Lilja

Afrita slóð á umsögn

#17 Andrés Magnússon - 10.01.2019

Ég fagna þessum tillögum. Ég vil benda á að í USA og víðar er kosið almennum kosningum um hvernig menn vilji hafa klukkuna. Mér finnst rétt að prófa þessi 3 úrræði (búið að prófa úrræði 1), fólk fær reynsuna í eitt ár og síðan verður kosið bindandi kosningu um hvernig menn vilji hafa klukkuna. Kosningarnar verði samtímis öðrum kosningum, Alþingis, forseta eða sveitarstjórnarkosningum.

Virðingafyllst,

Andrés Magnússon

Afrita slóð á umsögn

#18 Jakob Helgi Þórðarson - 10.01.2019

Valkostur 3 er gagnslaus, og myndi bara skapa meiri vandræði í lífum íslendinga. Búinn í vinnuni klst síðar? Minni tími eftir af deginum seinnipartinn. Mæta klst seinna? Fólk myndi bara fara að sofa seinna og vakna seinna og það myndi auka vandamálið frekar en að bæta það á nokkurn hátt.

Ég er sammála valkosti 2: Seinka klukkuni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#19 Aðalheiður Jónsdóttir - 10.01.2019

Ég mæli eindregið með valkosti A. Ég vil hafa klukkuna óbreytta og hvetja einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir til þess að draga úr virkni seint að kvöldi. Ýmsir aðilar geta hafið starfsemi seinna á morgnana eða boðið starfsfólki upp á sveigjanlegan vinnutíma.

Rannsóknir sína að á allra síðustu áratugum hefur svefntími barna, unglinga og fullorðinna styst verulega án þess þó að nokkrar breytingar hafi orðið á sólartíma. Það er því ýmislegt í háttum fólks sem ýtir undir að það finni ekki hvata eða þörf hjá sér til að fara nægilega snemma í háttinn til að ná fullum nætursvefni.

Þó klukkunni verði seinkað fjölgar ekki birtustundum sólarhringsins. Í allri umræðu um mögulegar breytingar á klukkunni er athygli fólks aldrei vakin á því að ef kukkunni er seinkað um eina klst þá verður komið myrkur fyrr sem því nemur. Í svartasta skammdeginu yrði komið svartamyrkur um kl 14-15 í stað klukkan 15-16. Á þessum árstíma þyrfti flest vinnandi fólk hvort sem er að vakna í myrkri þó klukkunni yrði seinkað og í ofanálag myndi nemendur og fólk sem hættir vinnu um kl 16 stóran hluta vetrar að paufast heimleiðis í myrkri.

Flest fólk er í vinnu ca 11 mánuði á ári og flestir vinna dagvinnu. Eftirmiðdagar eru því gjarnan nýttir til útiveru og annarra verka utanhúss. Dagsbirtu á þessum tíma dags nyti mun styttri tímaársins þegar hennar er helst þörf til þessa.

Á sumum stöðum úti á landi valda fjöll því að sólar nýtur lítið á kvöldin og jafnvel seinnipart dags. Þegar sólargangur er lengstur við núverandi klukku hverfur sólin bak við fjöllin á Norðfirði t.d. um klukkan 9, sem verður um kl 8 ef klukkunni er seinkað. Í þessari breytingu myndi felast skert lífsgæði. Hins vegar myndu fáir nýta sér þær sólarstundir um nætur og eldsnemma morguns sem bætast munu við í hinn endann.

Komi einhverjar breytingar til greina mæli ég með því að þær verði ekki gerðar nema að undangengnu tilraunverkefni í nokkrum sveitarfélögum dreift um landið.

Aðalheiður Jónsdóttir, sálfræðingur

Afrita slóð á umsögn

#20 Guðmundur Ingi Þorsteinsson - 10.01.2019

Það er ekki spurning um að velja valkost B þótt eingöngu sé litið til lýðheilsusjónarmiða.

Allir sem hafa verið í Bretlandi á sumartíma hafa fundið mun á hressleika á því að vera í takt við sólina.

Hins vegar má líka framkvæma valkost C.

T.d. ef ríkisstofnanir byrjuðu kl 9. Og iðn, framhalds og háskólar kl 10. Nemendur mættu ferskari, námið skilaði meiru og umferðarþunginn myndi dreyfast betur um göturnar.

Afrita slóð á umsögn

#21 Bjarki Georg Ævarsson - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#22 Orri Parviainen - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#23 Sveinn Ingi Bjarnason - 10.01.2019

Ég styð það að nýta vísindalegar rannsóknir til að bæta lífsgæði og vel þar af leiðandi kost B.

Afrita slóð á umsögn

#24 Guðbjartur I Gunnarsson - 10.01.2019

Valkostur B er valið.

Við eigum að vera á réttum beltatíma og er það talið til mikilla bóta heilsufarslega og mun betra að það birti fyr á morgnana. Fólki líður betur þegar líkamsklukkan er samstíga sólarklukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#25 Hinrik Már Jónsson - 10.01.2019

Af þessum kostum er B álitlegastur. Ég undrast reyndar að ekki sé fjórði kosturinn í boði en það væri að taka upp sumar og vetrartíma einsog er víðast í nágrannalöndunum.

Afrita slóð á umsögn

#26 Guðmundur Elvar Jónsson - 10.01.2019

Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#27 Bragi Þór Sigurðsson - 10.01.2019

Ég tel að heilsuefling landsmanna minnki til muna verði klukkunni breytt þar sem væri verið að stytta birtu um klukkutíma í lok dags nær alla daga ársins fyrir utan hásumar. Þannig er verið að hafa klukkutíma af fólki sem stundar alls konar heilsueflingu eftir vinnu á borð við hjólreiðar, golf, göngu eða hvaða heilsueflingu sem fólk kýs að stunda.

Frekar ætti að fræða ungmenni um mikilvægi svefns og hvetja fólk til að fara fyrr að sofa.

Að mínu mati er lýðheilsu landsmanna betur borgið með óbreyttri klukku þar sem það gefur möguleika á frekari heilsueflingu að vinnutíma loknum.

Afrita slóð á umsögn

#28 Orri Parviainen - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Myndin í viðhengi segir allt sem segja þarf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#29 Ómar Bjarnþórsson - 10.01.2019

Ég vil óbreytta stöðu, þ.e.a.s. A. Tel enga breytingu verða á líðan fólks við breytingu tímans. Líkaminn er aðeins fáa daga að aðlaga sig breyttum tíma. Síðan koma upp sömu vandamál hjá ungu fólki sem halda áfram að fara seint að sofa á nýjum tíma. Vandamálið um of lítinn svefntíma er uppeldislegt vandamál, sem ekki hverfur við tímabreytingu.

Hef heyrt að umræða sé í Evrópu um að hætta þessum tímabreytingum og held við ættum að leggja eyrun við þeirri umræðu.

Afrita slóð á umsögn

#30 Einar Erlendsson - 10.01.2019

Mæli með B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#31 Guðjón Leifur Sigurðsson - 10.01.2019

Þetta mál snýst um svefnvenjur. Dagsbirtan er og verður breytileg yfir árið þar sem við höfum rúmlega eitt þúsund fleiri dagsbirtustundir á ári en myrkur. Núna eru við í vandræðum með að vakna og þegar nær dregur maí og júní verðum við í vandræðum með að sofna. Það eru til úrræði við báðum tilfellum, drögum gluggatjöldin fyrir á sumrin og notum rétta lýsingu á veturna. Rannsóknir hafa sýnt að það er hægt að hafa áhrif á svefnvenjur og líkamsklukkuna með réttri lýsingu þar sem styrk og litrófi er stýrt til að hafa áhrif á hormónastarfsemina. Tæknin er tilbúin til að beita þessu úrræði og í framtíðinni ættu allir skólar, skrifstofur og sjúkrastofnanir að vera með þannig lýsingu. Það tekur smá tíma að innleiða þessa tækni en það er þegar byrjað að hugsa fyrir því við hönnun nýrra bygginga sem hýsa þessar stofnanir.

Það er sama hvað valkostur verður ofaná, við þurfum alltaf að huga að svefnvenjum en við ættum líka að hugleiða hvaða áhrif breytingar á klukkunni hafa á samskipti okkar við umheiminn og hvort það væri skynsamlegra að breyta klukkunni tvisvar á ári eins og Evrópa gerir.

Guðjón L. Sigurðsson

Afrita slóð á umsögn

#32 Ingibjörg Mjöll Pétursdóttir - 10.01.2019

Leið B ekki spurning. Verum á réttum stað.

Afrita slóð á umsögn

#33 Edda Lilja Sveinsdóttir - 10.01.2019

Mæli með valkosti B - færa klukkuna nær samræmis við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#34 Sunna Björg Símonardóttir - 10.01.2019

B - Seinka um klukkutìma

Afrita slóð á umsögn

#35 Yngvi Pétursson - 10.01.2019

Ég hef stýrt framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu í nokkur ár og hef mikið velt því fyrir mér að bregðast við með því að hefja skólastarf seinna en hefð hefur verið fyrir. Þannig lagði ég fyrir nokkrum árum könnun fyrir nemendur mína um hefja skólastarf kl. 9 í stað kl. 8:10 til að kanna hug þeirra til slíkrar tilhögunar.

Þetta mætti mikilli andstöðu hjá nemendum því þau eru allmörg sem taka þátt í félagsstarfi innan skolans, tómstundastarfi, íþróttastarfi eða listnámi eftir skóla og þessi tilfærsla myndi setja þátttöku í þeim viðburðum í uppnám. Til að tillagan gengi upp að hefja skólastarf seinna þyrfti því að hliðra öllu þessu síðdegisstarfi einnig. Einnig er rétt að benda á að í framhaldsskólum eru margir nemendur sem þurfa að sjá fyrir sér og eru nauðbeygðir til að vinna samhliða námi sínu en þessi tilfærsla á skólatíma myndi henta þeim afar illa.

Eftir vandlega íhugun tel ég að valkostur A sé heppilegastur enda mun sú leið gefa fjölskyldum besta möguleika á að nýta bjartar samverustundir að loknum starfsdegi. Og þeim mun fleiri ef markmið verkalýðshreyfinga um að stytta vinnuviku tekst.

Með kveðju,

Yngvi Pétursson kennari við Menntaskólann í Reykjavík

Afrita slóð á umsögn

#36 Hafdís Ósk Pétursdóttir - 10.01.2019

Ég legg til að valmöguleiki B verði valinn. Klukkunni seinkað um klst í samræmi við hnattstöðu landsins. Ég tel að með því verði líkamsklukkan okkar eðlilegri og við njótum betur litlu birtunnar sem við fáum í mesta skammdeginu. Að mínu mati hefði þetta jákvæð heilsufarsleg áhrif á fólk, börn og fullorðna. Að mínu mati gengur valkostur C illa upp fyrir fyrirtæki og sé ekki fram á að meirihlutinn næði sátt í því. Valkostur A hefur verið í gangi frá örófi alda án mikils árangurs. B er því mitt val.

Afrita slóð á umsögn

#37 Stefán Þór Ólafsson - 10.01.2019

Í sjálfu sér með ólíkindum að við séum að velta þessu fyrir okkur núna árið 2019. Ætti að liggja í augum uppi að klukkan ætti að vera stillt samkvæmt því sem náttúran segir til um. Það er fjöldi vísindalegra staðfestinga á því að hin innbyggða líkamsklukka okkar mannanna er náttúruafl sem við fáum ekki ráðið við.

Það var pólitísk ákvörðun á sínum tíma að stilla klukkuna á Íslandi úr takti við sólarhringinn. Auðvitað er það jafn heimskuleg aðgerð og hún hljómar, enda breyta pólitískar ákvarðanir engu um gang himintunglanna.

Ég tel það algjörlega blasa við að koma tillögu B í framkvæmd, enda kemst hún næst því að láta stillingu klukkunnar endurspegla það sem hún raunverulega er.

Afrita slóð á umsögn

#38 Heiða María Sigurðardóttir - 10.01.2019

Ég var að senda eftirfarandi umsögn um "klukkumálið" inn á Samráðsgátt (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1263):

Flestar ljósnæmar frumur í auga mannsins senda boð gegnum svokallað hliðlægt hnélík (laterate geniculate nucleus, LGN) til frumsjónbarkar (primary visual cortex) og þaðan til heilastöðva sem sjá um að greina þá hluti sem fyrir augu ber. Ekki er ýkja langt síðan uppgötvaðar voru aðrar ljósnæmar frumur í auganu, svokallaðar "photosensitive ganglion cells", sem gegna mikilvægu hlutverki í að stilla líkamsklukkuna. Þessar frumur senda boð um ljósmagn til yfirkrossbrúarkjarna (suprachiasmatic nucleus, SCN) í undirstúku (hypothalamus) sem virðist stjórna dægursveiflum (circadian rhythms). Upplýsingar um ljósmagn virðast þar notaðar sem tímagjafi (Zeitgeber), það er ljósið stillir klukkuna. Yfirkrossbrúarkjarni sendir síðan boð til heilakönguls (pineal gland) sem seytir hormóninu melatóníni (melatonin), sem aftur lækkar líkamshita og gerir mann syfjaðan. Nokkuð líklegt er að rafljós á kvöldin seinki líkamsklukkunni. Sveiflur í náttúrulegri birtu hafa líka áhrif. Nokkuð hefur verið talað um að slíkt hafi varla nokkuð að segja á Íslandi þar sem ljósmagn er hvort sem er lítið yfir allan sólarhringinn á veturna, og því ætti seinkun staðarklukkunnar til samræmis við gang sólar að hafa lítil áhrif. Ég veit ekki til þess að gerðar hafi rannsóknir á málinu, en mér finnst líklegt að heildarmagn ljóss skipti minna máli en hlutfallslegar breytingar á magni sólarljóss yfir sólarhringinn, það er að segja, það er að það séu _SVEIFLURNAR_ í magni ljóssins sem hafa hvað mest að segja um stillingu líkamsklukkunnar. Ég styð því hugmynd B, að staðarklukkunni verði seinkað í samræmi við sveiflur í magni sólarljóss yfir sólarhringinn. Þó vil ég einnig bæta við að nú er vitað að fólk hefur mismunandi dægurgerð (chronotype), það er að sumir eru að eðlisfari morgunhanar á meðan aðrir eru nátthrafnar, og virðist þetta verða aftgengt (https://royalsocietypublishing.org/doi/full/10.1098/rspb.2017.0967). Fólk með seinkaða dægurgerð er því hér á Íslandi _ENN_ meira úr takti við staðarklukkuna, og getur það valdið ýmsum heilsufarsvandamálum. Ég styð því að auki einhverja útgáfu af lið C, það er að opnunartími skóla, fyrirtækja og stofnana verði sveigjanlegri til að hann henti fólki með mismunandi dægurgerð.

Heiða María Sigurðardóttir

Doktor í sjónrænum taugavísindum og lektor í sálfræði við Háskóla Íslands

---------

Settir eru fram eftirfarandi valkostir í greinargerðinni:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#39 Eggert Jóhann Árnason - 10.01.2019

Valkostur B - klukkunni breytt um 1 klst.

Ég legg til að þetta verði prófað í 2 ár. Gerðar verða 3 lýðheilsurannsóknir á þessu tímabili. Eina áður en þessu verður breytt, eina eftir eitt ár og svo þriðju eftir 2 ár. Séu jákvæðar breytingar á niðurstöðum þá eru rök fyrir að halda þessu breyttu. Ef það er enginn munur eða jafnvel verri niðurstöður þá er hægt að færa þetta aftur í gamla farið.

Afrita slóð á umsögn

#40 Björn Líndal Traustason - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#41 Magnús Erlingsson - 10.01.2019

Ég vil að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund (valkostur B). Ástæðurnar eru augljósar. Í fyrsta lagi þá á klukkan að miðast við sólargang og taka mið af tímabeltum jarðarinnar, sem miða klukkuna við gang sólar. Mjög undarlegt er að ætla sér að fara gegn gangi sólarinnar. Í bók Hermanns Melville um Hvíta hvalinn segir Akab skipstjóri að hann færi gegn sólinni ef hún angraði hann. Er þetta sagt sem dæmi um sturlun þessarar sögupersónu. Íslendingar ættu ekki að sigla í kjölfar Akabs hvorki í þessu né öðru. Þá liggja fyrir rannsóknir vísindamanna, sem sýna að það sé óhollt manneskjunni að lifa á skjön við líkamsklukkuna, sem eðlilega tekur við af sólargangnum. Slík ónáttúra veldur því að Íslendingar ganga seinna til náða og vakna fyrr en þeim er eðlilegt. Þess vegna eigum við að seinka klukkunni. Verum náttúruleg og heilbrigð. Og munum að heilbrigði borgar sig. Öll skynsamleg rök mæla með því að seinka klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#42 Gunnar Þór Þórsson - 10.01.2019

Ég kýs kost B.

Afrita slóð á umsögn

#43 Þorsteinn Daði Gunnarsson - 10.01.2019

Ég velti fyrir mér tilgangi valkosts C. Hann virðist hafa alla ókosti við valkost B of fleiri til.

Valkostur C virkar best, af því er sagt, ef stofnanir og fyrirtæki taka þátt í breytingunni líka, þ.e. ef allt samfélagið seinki upphafi dagsins um sama tíma, sem er akkurat það sem tillaga B felur í sér.

Það er, ekki nema vinnudagurinn sé styttur líka og skólar, fyrirtæki og stofnanir haldi sama lokunartíma of fyrir breytingar. En þær breytingar þyrfti þá að gera samræmis.

Þannig veldur valkostur C bara meiri ruglingi og ætti að láta hann falla út.

Af því sögðu, þá styð ég valkost B.

Afrita slóð á umsögn

#44 Lilja G Gunnarsdóttir - 10.01.2019

B - Klukkan í samræmi við hnattstöðu Íslands, nauðsynlegt að huga að heilsu barna og ungmenna og þar með heilsu einstaklinga framtíðarinnar. okkur ber að hlusta á vísindin í þessu máli þetta er spurning um velferð heillrar þjóðar

Afrita slóð á umsögn

#45 Sigrún Finnsdóttir - 10.01.2019

Ég styð tillögu B, þ.e. að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er. Ég hef ofurtrú á mætti morgunbirtunnar, sem myndi gleðja okkur u.þ.b. 6 vikum lengur yfir vetrartímann en nú er með þessari breytingu.

Afrita slóð á umsögn

#46 Berglind Häsler - 10.01.2019

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Mér finnst þetta ekki spurning. Ég vil ekki að dagurinn styttist í hinn endann. Bara fara hægt og rólega inn í daginn í skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#47 Trausti Breiðfjörð Magnússon - 10.01.2019

Leið B og seinka klukkunni. Ótrúlegt að hún sé stillt á þann tíma sem hún er á núna miðað við hnattstöðu.

Afrita slóð á umsögn

#48 Haraldur Sigurðsson - 10.01.2019

Að breyta klukkunni væri það vitlausasta sem hægt væri að gera. Það er vísindalega sannað að

líkamsklukka Íslendinga er út um allt. Það stafar af því að hér er bjart hálft árið og myrkur hinn helminginn.

Þótt að klukkunni væri breytt um 5 klst. yrðu unglingar jafn syfjaðir á morgnanna.

Afrita slóð á umsögn

#49 Skúli Friðfinnsson - 10.01.2019

valkostur B seinka klukkunni um 1 klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#50 Gunnar Þór Einarsson - 10.01.2019

B.

Afrita slóð á umsögn

#51 Dagur Andri Hjaltalín - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#52 Sigurður Böðvarsson - 10.01.2019

Ég vel kost B því eðlilegast er að klukkan sé í samræmi við hnattstöðu Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#53 Þórir Guðjónsson - 10.01.2019

Ég styð það eindregið að stjórnvöld viðurkenni tafarlaust hnattstöðu landsins sem og það að hin innbyggða líkamsklukka okkar tekur mið af sólarganginum en ekki ákvörðun stjórnvalda.

Seinkið því klukkunni um 1klst.

Afrita slóð á umsögn

#54 Bjarney Bjarnadóttir - 10.01.2019

Auðvitað á að taka mark á rannsóknum og leiðrétta klukkuna, þetta er eitt stærsta lýðheilsumál sem við höfum staðið frammi fyrir. Verður kannski óþægilegt í viku en svo mun enginn skilja í því af hverju þetta var ekki gert fyrir löngu síðan!

Ég bjó í Bretlandi þar sem samræmi er á milli sólar- og líkamsklukku og upplifði það þar í fyrsta sinn að vera úthvíld! Miðað við að við trónum á toppi heimsins hvað varðar þunglyndi og aðra andlega kvilla þá finnst mér ekki spurning að stilla klukkuna af og hafa þar af leiðandi mögulega einhver áhrif til hins betra á andlega líðan landsmanna. Ástandið gæti allavega ekki versnað við leiðréttinguna, höfum engu að tapa en allt að vinna.

Afrita slóð á umsögn

#55 Siang Ling Chan - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#56 Óli Antonsson - 10.01.2019

Mæli með:

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#57 Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#58 Jóhann Ingi Bjarnason - 10.01.2019

Leið B er skynsamlegasta leiðin, það þarf ekki meira en að skoða kort fyrir tímabelti til að sjá þennan skrítna útidúr sem er tekinn í kringum Ísland.

Afrita slóð á umsögn

#59 Ingvar Kristinsson - 10.01.2019

A. Óbreytt staða.

Það verður hver og einn að finna út hvaða svefntími hentar hverjum.

Öll tilfærsla væri lakari fyrir sumarið.

Afrita slóð á umsögn

#60 Gísli Ragnarsson - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#61 Harpa Harðardóttir - 10.01.2019

B 😊

Afrita slóð á umsögn

#62 Ingibjörg Ívarsdóttir - 10.01.2019

Seinka um klukkustund, ekki spurning.

Afrita slóð á umsögn

#63 Eyþór Örn Aanes Hafliðason - 10.01.2019

Það hefur sýnt sig á mörgum stöðum í Evrópu að það gerir ekkert nema slæmt að breyta klukkuni svona. Klukktími til og frá á Íslandi er einnig tilgangslaust á veturna þar sem klukkutími til og frá breytir engu þegar sólin rís um hádegisbil.

Ég stil allavega alls ekki breytingar á klukkunni sjálfri.

Afrita slóð á umsögn

#64 Sverrir Sigmundarson - 10.01.2019

Valkostur A óbreytt ástand með fræðsluúrræði, er skársti kosturinn.

Að breyta tímanum er ólíklegt að leysa slæmar svefnvenjur. Til viðbótar við önnur ummæli fyrir valkosti A þá ber að athuga að tilfærsla íslands afturábak um 1 klst myndi einnig setja landið í enn verri stöðu m.v. miðevrópu tíma sem myndi þá vera 2 klst a undan à sumrin og 3 klst á undan a veturna. Þetta hefur áhrif á milliríkja samstarf vegna þess að færri vinnustundir eru sameiginlegar milli Íslands og Evrópu. Gæti leitt til þeirrar stöðu að fólk þurfi að vera lengur í vinnu til að eiga samskipti við útlönd og þar af leiðandi til verri lífsgæða.

Afrita slóð á umsögn

#65 Kristján Emil Guðmundsson - 10.01.2019

Seinkunn á klukkunni er skynsamlegasti kosturinn, ekki síst vegna þess að núverandi ástand er ekki í samræmi við líffræðilegu klukkuna.

Afrita slóð á umsögn

#66 Kristín Jóhannsdóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt.

Afrita slóð á umsögn

#67 Kristbjörg Eva Andersen - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#68 Kristín Kristinsdóttir - 10.01.2019

Að sjālfsögðu tel ég að klukkan eigi að vera skv. Hnattstöðu. Mig vel leið B.

Afrita slóð á umsögn

#69 Jóhanna María E Matthíasdóttir - 10.01.2019

Ég er hlynnt þeim valkosti sem lagður er til í B lið. Að klukkunni verði seinkað um 1 klukkustund og samræmd hnattstöðu.

Persónuleg reynsla mín styður þann valkost en að öðru leyti vísa ég til þeirra rannsókna sem hafa verið gerðar varðandi þetta málefni.

Afrita slóð á umsögn

#70 Jörgen Heiðar Þormóðsson - 10.01.2019

Góðan dag

Mæli með að hafa klukkuna óbreytta (C eða A) . Birtan seinni partinn er líka verðmæt. Eins þarf að gæta að samanlögðum birtutíma sem fólk upplifir.

Kveðja

Jörgen Þormóðsson

Afrita slóð á umsögn

#71 Bjarni Páll Tryggvason - 10.01.2019

Góðan dag

Að mínu mat er eðlilegast að viðhalda óbreyttu ástandi og styðjast við valkost A.

Þær rannsóknir og kannanir sem vísað er til eru flestar framkvæmdar á landssvæðum sem búa við allt aðra hnattstöðu en Ísland.

Það að breyta klukku mun ekki breyta því að fólk fari fyrr að sofa líkt og ein aðalröksemdin er, við sem samfélag getum ekki miðstýrt svefnvenjum fólk með þessum hætti, ætli það þyrfti ekki að fara í mun drastískari aðgerðir.

Það er hæpið að byggja jafn viðmikla breytingu á því að líkleg skýring sé að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins, annaðhvort er hægt að sanna það vísindlega nú þegar eða við erum hreinlega að gera Ísland allt að einni stórri tilraunastofu sem mun ekki skila okkur neinu nema óþægindum sem og færri birtustundum á vökutíma fullorðinni sem skerðir ýmis tækifæri t.d. til útivistar.

Góðar stundir og gangi ykkur vel

Afrita slóð á umsögn

#72 Sigríður Dúa Goldsworthy - 10.01.2019

Ekki breyta klukkunni. Það hentar alls ekki öllum. Svo valmöguleiki C

Afrita slóð á umsögn

#73 Jóhannes Eddi Sigmarsson - 10.01.2019

Mér finnst þetta gott mál,tími til komin að setja klukkuna á sinn stað :) Takk.

Afrita slóð á umsögn

#74 Finnur Sigurðsson - 10.01.2019

B. er einfaldast og eðlilegast. Sólin er hæst á lofti tæplega 14 hér í Reykjavík núna.

Afrita slóð á umsögn

#75 Helga Árnadóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#76 Hjalti Þór Sveinsson - 10.01.2019

B. Ekki spurning, seinka klukkunni um 1. klukkustund.

Hjalti Þór Sveinsson

Afrita slóð á umsögn

#77 Einar Þór Strand - 10.01.2019

Mín skoðun er:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Ástæða er að evrópusambandið hvetur ríkí sín til að fara þessa leið þegar þau hætta að breyta á milli sumar og vetrartíma það er að vera á sumartíma allt árið.

Afrita slóð á umsögn

#78 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir - 10.01.2019

Valkostur B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#79 Gunnar Örn Árnason - 10.01.2019

B er mikill kostur.

Afrita slóð á umsögn

#80 Þorvaldur Þorvaldsson - 10.01.2019

Það þarf að seinka klukkunni til samræmis við hnattstöðuna. Allar heilsufarsrannsóknir styðja það.

Afrita slóð á umsögn

#81 Unnur Bjarnadóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#82 Steinn Jónsson - 10.01.2019

B. Er á því að fara leið B. enda styðja vísindalegar niðurstöður þá leið og lýðheilsulegir hagsmunir virðast meiri en aðrir í þessu tilfelli.

Afrita slóð á umsögn

#83 Stefanía Katrín Karlsdóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Afrita slóð á umsögn

#84 Arnar Björnsson - 10.01.2019

Ég skil tilgang greinargerðarinnar, þó aðallega sem snýr að börnum.

Ef horft er til birtustunda eftir vinnu, þá er ég algjörlega ósammála þessari tillögu og tel það með engu bæta gæði landsmanna sem eru komin af grunnskólaaldri.

Því legg ég frekar til að unnið verði í að fá börn til að fara að sofa fyrr en rannsóknir sýna, enda sýnir það sig á mörgum heimilum að slíkt sé gerlegt með góðum vilja og aga.

Sá lúxus að geta nýtt sólarstundir eftir vinnu yfir sumartímann er gríðarlega mikill lúxus og í raun ætti frekar að færa klukkuna í öfuga átt til að við njótum hennar enn betur.

Af þremur afleitum valkostum, vel ég A.

Afrita slóð á umsögn

#85 Jón Valdimar Kristjánsson - 10.01.2019

Óbreytt staða

Afrita slóð á umsögn

#86 Guðný Kristleifsdóttir - 10.01.2019

Ég er á því að það eigi að færa klukkuna í samræmi við hnattstöðu og seinka henni um eina klukkustund og styð því valkost B.

Afrita slóð á umsögn

#87 Margrét Helga Guðmundsdóttir - 10.01.2019

Ég myndi vilja velja leið B.

Afrita slóð á umsögn

#88 Ragnheiður Ingimundardóttir - 10.01.2019

að mínu mata á að seinka klukkunni og hafa hana eins og á Norðurlöndunum ég sé bara hvað mín sonardóttir er rugluð í tímanau þegar hún kemur hér um jól frá Svíðþjóð, svo er líka allt þetta myrkur á morgnana kv Ragnheiður Ingimundardóttir kt 0210557199

Afrita slóð á umsögn

#89 Ingheiður Brá Mánadóttir Laxdal - 10.01.2019

Mér finnst að það eigi að samræma klukkuna okkar við Norðurlöndin. Þ.e vetrar og sumartíma, seinka klukkunni a veturnar um klukkustund en færa hana svo aftur fram um klukkustund á sumrin :)

Afrita slóð á umsögn

#90 Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir - 10.01.2019

Ég er kennari á sextugsaldri sem hef alla mína ævi þjáðst af skammdegisþunglyndi og hreinlega átt mjög erfitt yfir dimmasta tíma ársins. Sem kennari verð ég mjög mikið vör við svipaðan vanda, bæði hjá samstarfsfólki og enn fremur nemendum sem margir hverjir eiga erfitt á þessum dimma tíma og eru algerlega ófærir um að læra fyrstu klukkustundir skóladagsins. Síðast í dag voru hér miklar umræður um efnið og mjög margir á því máli að seinkun klukkunnar væri lang besta ráðið og ótrúlegt að ekki hafi verið farið í þær aðgerðir fyrr. Ég óska eindregið eftir að seinkun klukkunnar verði ofaná, okkur öllum til hagsbóta. Skammdegisþunglyndi er ekkert grín og tölur heilbrigðiskerfisins tala sínu máli.

Afrita slóð á umsögn

#91 Sigrún Erla Valdimarsdóttir - 10.01.2019

Ég styð tillögu B,

Afrita slóð á umsögn

#92 Atli Bergmann - 10.01.2019

Vegna þess hve mikilvægt er að njóta einhverjar sólar eða birtu eftir skóla eða vinnudag hér á landi er betra að hafa óbreitt fyrirkomulag á tíma kerfi. Þannig að ég styð eindreigið tillögu A,

kv

Atli Bergmann

Afrita slóð á umsögn

#93 Anna Sigríður Gunnarsdóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt staða

Afrita slóð á umsögn

#94 Sigurjón P Stefánsson - 10.01.2019

Ég vil A leiðina óbreytta klukku og þar með sólarstundir í lok dags og á kvöldin, auk þess sem meiri nýting verður á vinnudegi þeirra sem hafa viðskipti og samkipti við næstu Evrópulönd, sól kemur nú þegar nógu snemma upp á morgnana, ef þetta snýst um unglinga þá er einfaldast fyrir þá svefndrukknu að sleppa sjónvarps og tölvu glápi fram eftir kvöldi og nóttu, það lagast ekki við tilfærslu klukku verður bara eins og að pissa í skóinn.

Afrita slóð á umsögn

#95 Guðbjörg Marteinsdóttir - 10.01.2019

Ég er því alveg ósammála að klukkunni verði seinkað. Vinnandi fólk vill geta notið dagsins í birtu eftir vinnu. Betra væri að flýta klukkunni um klukkustund. Mér finnst þetta líkamsklukkutal ekki passa hér á Íslandi. Stór hluti ársins er þannig að það skiptir engu máli hvort þú vaknar klukkan 6 eða 8 á morgnana. Fólk sem fer ekki í rúmið fyrr en allt of seint þarf bara að breyta því. Ég vel leið A.

Afrita slóð á umsögn

#96 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir - 10.01.2019

Ég tel rétt að velja möguleika B og sé ég enga ókosti við slíka breytingu. Ég er hins vegar andvíg hugmyndum um að klukkunni sé breytt tvisvar á ári eins og tíðkast í mörgum löndum, en mér sýnist það ekki vera hluti af tillögunni í þetta sinn, svo ég segi B.

Kveðja,

Arndís

Afrita slóð á umsögn

#97 Bergþór Gunnlaugsson - 10.01.2019

A

Afrita slóð á umsögn

#98 Margrét Perla Kolka Leifsdóttir - 10.01.2019

Tillaga B hentar Austfirðingum mjög illa þar sem sólin hverfur bak við fjöllin nú þegar snemma. Þetta yrði talsvert skerðing á lífsgæðum þeirra sem þar búa.

Tillaga C ætti að vera talsvert auðveldari í framkvæmd.

Afrita slóð á umsögn

#99 Þorvarður Sigurbjörnsson - 10.01.2019

Ég leggst alfarið á móti því að klukkunni verði breytt eftir leið B og helst kysi ég leið A. Ef talin er nauðsyn að breyta einhverju öðru en að fólk fari bara aðeins fyrr að sofa þá gæti ég sætt mig við leið C.

Ég er búsettur í Neskaupstað og þar mun breytingin hafa þau áhrif að sólargangur verður styttri á vökutíma, einkum og sér í lagi að sumarlagi. Sólarupprás er hér um 4:00 að næturlagi og sól hættir að skína á bæinn um 20:30 vegna hárra fjalla í kringum bæinn. Myndi breytingin ná fram að ganga yrð hér sólarupprás um 3:00 og sól hætt að skína á bæinn um 19:30.

Ef litið er til vetrarins þá hefur þessi breyting engin áhrif á birtutíma. Hér birtir í dag um 9:30 samkvæmt vef veðurstofu og myrkur verður um 16:30. Sólris er klukkan 10:47 og sólarlag kl. 15:17. Breytingin þýðir þá að sólris yrði þá klukkan 9:47 og sólarlag kl. 14:17.

Af þessu má ljóst vera að birtustundum á vökutíma fjölgar ekki að vetrarlagi heldur færast til innan dagsins en hins vegar fækkar birtustundum á vökutíma að sumri og því leiðir þessi breyting til heildar fækkunar birtustunda á vökutíma.

Einnig mætti draga þá ályktun að sama gildi um allar byggðir sem eru staðsettar í fjörðum við þá norðanverða undir háum fjöllum. Sem sagt alla byggð á Austfjörðum og einnig marga firði á Vestfjörðum.

Með kveðju,

Þorvarður Sigurbjörnsson

Afrita slóð á umsögn

#100 Birna Sigrún Gunnarsdóttir - 10.01.2019

B. Ekki spurning.

Afrita slóð á umsögn

#101 Gunnar Sveinbjörn Ólafsson - 10.01.2019

Ég styð óbreytta stöðu að klukkan verði áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu verði fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. Ég leggst alfarið gegni tillögu B með eftirfarandi rökum.

Ef klukkunni verður breytt skv. B þá þýðir það að birtutíminn á vökutíma í Norðfirði styttist yfir sumarið. Hér er þröngur fjörður og sólin sest ekki heldur hverfur bakvið fjall. Þannig myndi hún hverfa klukkustund fyrr á kvöldin yfir sumarmánuðina.

Miðað við sólargang í dag 10. janúar, þá hefur þetta engin áhrif á lengd birtutímans. Birting er klukkan 9.30 en yrði 8.30 og sólris er í dag 10.47 (miðað við sjóndeildarhring, en hér er hún enn bakvið fjöll) en yrði 9,47. Þannig að birtutíminn færist til en styttist ekki.

Að sumri er sólarupprás hér um 4:00 að næturlagi og sól hættir að skína á bæinn um 20:30 vegna hárra fjalla í kringum bæinn. Næði breytingin fram að ganga myndi sólin hætta að skína á bæinn um kl. 19:30 þannig að birtutíminn skerðist hér.

Það má síðan leiða líkur að því að svipað geti átt við um byggðir sem eru að norðanverðu í þröngum fjörðum og dölum bæði á austurlandi og vestfjörðum.

Afrita slóð á umsögn

#102 Agnar Rúnar Agnarsson - 10.01.2019

Breyta klukkunni (B). Samræma hana líkamsklukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#103 Jón Ingvar Valdimarsson - 10.01.2019

Ég vil að klukkunni sé seinkað - einkum og sér í lagi vegan barna og unglinga sem ganga í skóla snemma á morgnana. þeir ganga í birtu tveim mánuðum lengur sé klukkunni seinkað

Afrita slóð á umsögn

#104 Björn Guðmundsson - 10.01.2019

Ég mæli með valkosti B.

Ég er með 40 ára reynslu sem framhaldsskólakennari og tel mikilvægt að stilla klukkuna á Íslandi betur eftir hnattstöðu Íslands. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir börn og ungmenni og þar með þjóðfélagið.

Afrita slóð á umsögn

#105 Skúli Jón Sigurðarson - 10.01.2019

Undirritaður ólst upp oglifði við það á langskólagönguárum, svo og árum sínum sem kennari í grunnskóla, að klukkunni var flýtt um eina stund á vorin og seinkað um eina stund á haustin. Þetta var ekkert þægilegt og gagnsemin var umdeilanleg.

Síðan var eitt hausið að ákveðið var að hætta þessu, en láta sumartímann halda sér. Þar með var tímasetningin sú sama á Íslandi og UTC eða GMT, allt árið.

Ég kynntist kostum þessa í áratuga starfi mínu við flugið og kynni af veðurþjónustunni.

Þetta fyrirkomulag hefur gríðarlegt hagræði í för með sér fyrir m.a. Þessar atvinnugreinar. Ekkert hringl með tíma og áreiðanlegri tímatöflur og einfaldari gerð og útgáfu áætlana og skýrslna.

Ef ég ætti að kjósa um fyrirkomulag á setningu klukkunnar, er ekki afi, að í fyrsta lagi alls ekki hringla og taka upp svokallaða sumartíma og vetrartíma (Daylight Savings Time) aftur. Halda þessu óbreyttu eins og það nú er, þó svo að við séum 1 klst “á undan” sólinni.

Takk fyrir.

Skúli Jón Sigurðarson, Sóltúni 9, 105 R.

Afrita slóð á umsögn

#106 Steinþór Bjarni Grímsson - 10.01.2019

1. Ef lesinn er úrdrátturinn af Nóbelsverðlaunarigerðinni sem þetta er réttlætt með, þá kemur í ljós að flugurnar þar kunna ekki á klukku en skynja morgunn, miðjan dag og kvöld en ekki tímann sem er. Skiptir þær sem sagt ekki hvort hádegi sé kl. 1, 2 eða 3. Ritgerðin talar um 9, 12 og 15.

2. Ísland spannar tvö tímabelti, sem ætti þá að gera það að það séu tvær klukkur, austurklukka og vesturklukka.

3. Ef það ætti að miðast við Reykjavík þá er hádegi hér kl. 13:30

4. Það eru þegar 38 tímabelti en „ættu“ að vera 24!

5. Ég gæti bent á ýmsar greinar sem t.d. Þorsteinn Sæmundsson hefur skrifað um klukkuna í ýmsum ritum þar á meðal Almanak Háskóla Íslands.

6. Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður hefur sex sinnum reynt að koma á sumartíma á sama tíma og flest ríkin sem eru með sumartíma eru að reyna að losna við hann.

7. Svona breyting mun taka áratugi að fara í gegn og kosta ómælda vinnu og peninga.

8. Nú þegar á síðustu öld er a.m.k. þrisvar sinnum búið að rugla með klukkuna og sumartíma. Fram og til baka.

9. Ef þetta yrði gert væru allar tölvur vitlausar næstu áratugi, t.d. enn halda Microsoft að það sé svæðisnúmer á símanúmerum á Íslandi!

10. Það væri viturlegra að taka upp UTC í öllum löndum, þ.e. einn tíma á jörðinni allri. Vegna þess að skiptir okkur ákkurat engu máli hvort klukkan sé 12 á hádegi eða 13:30, hvað þá flugurnar, sem sést best á því að við höfum haft þessa klukku svona frá því henni var síðast breytt.

11. Hver er tilgangurinn og er hægt að leysa það með öðrum hætti?

Afrita slóð á umsögn

#107 Kristinn Jónsson - 10.01.2019

Tillaga B virðist augljóslega besti kosturinn. Það er löngu kominn tími til að klukkan á Íslandi sé sem næst réttum sólartíma. Rannsóknir vísindamann benda einnig til þess að það muni efla heilsufar landans ef klukkan er færð nær líffræðilegri klukku.

Einnig má hugsa sér blöndu af B og C. Klukkan færð að sólartíma og jafnframt að skólar hefjist seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#108 Hulda Kolbrún Guðjónsdóttir - 10.01.2019

Ég er fylgjandi því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund, þannig að hún verði nær sólargangi og þar með nær líkamsklukkunni.

Við eigum viðskipti við lönd víðsvegar um hnöttinn, þannig að þörfin fyrir að fylgja GMT er ekki eins brýn og áður var.

Afrita slóð á umsögn

#109 Guðmundur Halldór Halldórsson - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Afrita slóð á umsögn

#110 Sigvaldi Elís Þórisson - 10.01.2019

Valkostur b) myndi vera valið fyrir mig. Held við ættum að fá tækifæri til að kjósa rafrænt um þetta mál

Afrita slóð á umsögn

#111 Ingibjörg Þ Sigurþórsdóttir - 10.01.2019

A fær mitt atkvæði

Mæli með óbreyttri klukku. Það skiptir ekki minna máli að hafa dagsbirtu seinnipartinn. Jafnvel að sumri til er gott að komat í birtu og yl eftir vinnu þá fáu daga sem sólar nýtur.

Afrita slóð á umsögn

#112 Ægir Örn Sveinsson - 10.01.2019

Kostur B

Afrita slóð á umsögn

#113 Ægir Örn Sveinsson - 10.01.2019

Kostur B held ég að sé eina raunhæfa leiðin. Tel mjög ólíklegt að A eða C virki í framkvæmd.

Afrita slóð á umsögn

#114 Sæþór Fannberg Jónsson - 10.01.2019

Ég tel að breyta eigi samkvæmt B. lið þ.e að seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#115 Baldur Kristjánsson - 10.01.2019

Valkostur B - seinka klukkunni um 1 klst stendur upp úr.

Valkostur A þýðir í raun óbreytt ástand, og valkostur C gæti verið tímabundið úrræði og mögulega valdið ruglingi.

Valkostur C hefur reyndar þann kost að hann nýtist best þeim sem þurfa mest á breytingu að halda (unglingar og ungmenni) og myndi dreifa morgunumferðinni á höfuðborgarsvæðinu á lengra tímabil.

Afrita slóð á umsögn

#116 Sara Stef. Hildardóttir - 10.01.2019

Veljum kost B því eðlilegast er að klukkan sé í samræmi við hnattstöðu Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#117 Hilmar Hjaltalín Jónsson - 10.01.2019

Ég vel að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund í sanræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#118 Jónbjörg Sesselja Hansen - 10.01.2019

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1263&uid=d711c548-c214-e911-944c-005056850474

1 eða 3

Afrita slóð á umsögn

#119 Sigurbjörg Friðriksdóttir - 10.01.2019

Ég vil ekki sjá neinar breytingar!

Afrita slóð á umsögn

#120 Ásta Steingerður Geirsdóttir - 10.01.2019

Í þessum kostum er B álitlegastur, tel löngu tímabært að rétta af þennan ruglaða tíma. Ég undrast reyndar að ekki sé fjórði kosturinn í boði, en það væri að taka upp sumar og vetrartíma einsog er víðast í nágrannalöndunum.

Afrita slóð á umsögn

#121 Agnes Björk Jóhannsdóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða. En Notabene fólk gerir það sem fólk vill og ef það vill vaka lengur getur enginn breitt þeirri hegðun sama hvað klukkan er allstaðar í heiminum. ;)

Afrita slóð á umsögn

#122 Rannveig Björk Gylfadóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu). Lýðheilsumál, sem ég tel að skipti miklu máli fyrir vellíðan okkar íslendinga.

Afrita slóð á umsögn

#123 Sigurgeir Þór Helgason - 10.01.2019

Góðann daginn.

Ég er gífulrega ánægður að það er byrjað að skoða þetta mál og löngu kominn tími til.

Eftir að ég eignaðist börn og sá hvernig þetta hefur áhrif á þau að vera ekki með klukku nær hnvattstöðu er ég mjög hlintur þvi að lagfær klukkuna enda sé ég engin rök fyrir því að hafa ranga klukku.

Ég sé rosalegan mikinn mun á börnunum mínum á sumrin og veturnar af því leiti að í mánuðum sem eru með mesta myrkrið þarf ég að draga þau á fætur með þegar líða fer að sumrinu snýst þetta algjörlega við. Mun auðveldara að hlusta á hlátur en grátur snemma á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#124 Kristín Óskarsdóttir - 10.01.2019

Halda klukkunni óbreyttri, er algjörlega sammála henni Aðalheiði #19 og honum Braga #27. Með því að stytta tímann um klukkustund þá er verið að hafa af manni þá litlu birtu sem maður sér í lok vinnudags. Myndi telja að það ýti enn frekar undir skammdegisþunglyndi að sjá enga birtu. Þegar að ég fór í skiptinám á til Svíþjóðar haustönnina 2016 var haldinn fræðslufundur fyrir nemendur hvaða afleiðingar skammdegið gæti haft á líðan fólks. Á Íslandi vantar alveg þessi fræðsla. Svefnvandamálin sem verið er að tala um tengjast ekki klukkunni heldur svefnvenjum fólks þannig þessi breyting myndi ekkert laga það ástand.

Afrita slóð á umsögn

#125 Borghildur Birgisdóttir - 10.01.2019

Ég vel B. Seinka þarf klukkunni um 1 klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#126 Eva Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Heil og sæl.

Ég undirrituð tel eðlilegt að kostur merktur B -seinkun á klukkunni um eina klukkustund verði valinn.

Virðingarfyllst,

Eva Þórarinsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#127 Hrefna Gissurardóttir - 10.01.2019

Myndi vilja sjá að leið B verði valin, að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#128 Guðrún Inga Hrefnudóttir - 10.01.2019

Seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#129 Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson - 10.01.2019

Mín skoðun er, eins og meirihluta landsmanna:

Klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Það er ótrúlegt að þetta hefur verið að veltast um í umræðunni í áratugi en nákvæmlega ekkert gert. Lýsir reyndar Íslenskri stjórnsýslu og stjórnmálamönnum vel.

Afrita slóð á umsögn

#130 Ingibjörg Haraldsdóttir - 10.01.2019

Mér finnst að það eigi að velja leið B. Held að það verði hollast fyrir alla.

Afrita slóð á umsögn

#131 Hilmar Halldórsson - 10.01.2019

Mín skoðun að seinka klukkunni um klst,að ætti að vera búið af því,það er nátturulega rugl að vera á sama tíma og Bretland á veturna þegar bjart er þar en dimmt hér en á sumrin skiptir ekki máli

Afrita slóð á umsögn

#132 Natan Kolbeinsson - 10.01.2019

Ef föður mínum tókst ekki að sannfæra 10 ára mig um það að fara fyrr að sofa þá efa ég það stórlega að ríkið geti sannfært mig og annað fullorðið fólk um það. Kostur B er eina vitið.

Afrita slóð á umsögn

#133 Þorlákur Karlsson - 10.01.2019

Ég er á því að það eigi að breyti klukkunni, ég styðja við þá skoðun.

Afrita slóð á umsögn

#134 Þórhallur Pálsson - 10.01.2019

Ég er mjög fylgjandi því að klukkunni verði breytt um eina klukkustund, þannig að Ísland færist nær réttum sólargangi.

Afrita slóð á umsögn

#135 Kristófer Ísak Hölluson - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#136 Logi Júlíusson - 10.01.2019

“Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla.” Vísindavefur HÍ.

Afrita slóð á umsögn

#137 Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Er algerlega á móti þessari breytingu. Sérstaklega yfir sumartiman. Þar sem ég bý er sólin farin milli 19 og 20 á sumrin má ekki við því að stytta það. Væri betra að hafa sumar og vetrartíma. Börn og unglingar eru ekki að vakna eins snemma á sumrin fyrir skóla. Sumir í vinnu þó. Að breyta þessu alveg yfir allt árið væri alger skandall.

Afrita slóð á umsögn

#138 Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Er algerlega á móti þessari breytingu. Sérstaklega yfir sumartiman. Þar sem ég bý er sólin farin milli 19 og 20 á sumrin má ekki við því að stytta það. Væri betra að hafa sumar og vetrartíma. Börn og unglingar eru ekki að vakna eins snemma á sumrin fyrir skóla. Sumir í vinnu þó. Að breyta þessu alveg yfir allt árið væri alger skandall.

Afrita slóð á umsögn

#139 Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Er algerlega á móti þessari breytingu. Sérstaklega yfir sumartiman. Þar sem ég bý er sólin farin milli 19 og 20 á sumrin má ekki við því að stytta það. Væri betra að hafa sumar og vetrartíma. Börn og unglingar eru ekki að vakna eins snemma á sumrin fyrir skóla. Sumir í vinnu þó. Að breyta þessu alveg yfir allt árið væri alger skandall.

Afrita slóð á umsögn

#140 Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Er algerlega á móti þessari breytingu. Sérstaklega yfir sumartiman. Þar sem ég bý er sólin farin milli 19 og 20 á sumrin má ekki við því að stytta það. Væri betra að hafa sumar og vetrartíma. Börn og unglingar eru ekki að vakna eins snemma á sumrin fyrir skóla. Sumir í vinnu þó. Að breyta þessu alveg yfir allt árið væri alger skandall.

Afrita slóð á umsögn

#141 Þóra Jónsdóttir - 10.01.2019

Ég styð möguleika A, óbreytt klukka. Alls ekki auka síðdegisskammdegið yfir vetrartímann.

Ef klukkunni á Íslandi væri breytt úr núverandi sumartíma í vetrartíma, þá myndi birta klukkutíma fyrr á morgnana í nokkrar vikur yfir háveturinn en á móti myndi dimma klukkutíma fyrr allt árið. Sólin væri lægra á lofti þegar við færum heim úr vinnunni og minna eftir af deginum, allt árið, semsé bæði sumar og vetur!

Til að fá nægjanlegan svefn, þarf að fara að sofa 8-9 tímum fyrir fyrirhugaðan fótaferðatíma, alveg óháð því hvað klukkan er stillt á þegar sól er hæst á lofti. Ætli unglingar sem fara nú að sofa kl 24 (og vakna kl 7) færu frekar að sofa kl 23 (og vakna kl 7) þótt klukkunni væri breytt? Þeir fá ekki lengri svefn við það að breyta klukkunni, aðeins ef þeir fara fyrr að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#142 Ólafur Sigurðsson - 10.01.2019

Í haust var lagt til í Evrópubandalaginu við aðildarríki að hætta við að breyta klukkunni og haft var eftir talsmönnum að líklegast yrði lagt til að allir notuðu sumartíma. Af hverju ættum við að haga okkur öðru vísi ? Þetta er sama jörðin og sama sólin. Legg til A) óbreytt ástand þótt C) komi einnig til greina.

Afrita slóð á umsögn

#143 Helgi Kristján Gunnarsson - 10.01.2019

Mæli með B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#144 Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Er algerlega á móti þessari breytingu. Sérstaklega yfir sumartiman. Þar sem ég bý er sólin farin milli 19 og 20 á sumrin má ekki við því að stytta það. Væri betra að hafa sumar og vetrartíma. Börn og unglingar eru ekki að vakna eins snemma á sumrin fyrir skóla. Sumir í vinnu þó. Að breyta þessu alveg yfir allt árið væri alger skandall.

Afrita slóð á umsögn

#145 Bryndís Emilsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Ég tel að það muni hafa mikil og góð áhrif á okkur þar sem líkamsklukkan er innstillt á hnattræna stöðu.

Afrita slóð á umsögn

#146 Steinunn Ingólfsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#147 Reynir Valdimarsson - 10.01.2019

Ég kýs A á veturna en B á sumrin.

Ég er sem sagt fylgjandi því að hafa sumar og vetrartíma (e. Daylight Saving Time DST) eins og hjá flestum vestrænum þjóðum.

Er mjög hissa á því að þessi valkostur sé ekki í boði hér.

Afrita slóð á umsögn

#148 Tryggvi Helgason - 10.01.2019

Ég er barnalæknir með mikinn áhuga á að auka svefn barna og unglinga sem er samfélagsmein. Af tvennu hefði ég samt áhyggjur við að færa klukkuna um klukkustund. Annað er frjáls leikur barna. Hann er nú þegar í harðri samkeppni um tíma barna við skjátengda afþreyingu og ég myndi óttast að við það að fjölga dimmum stundum eftir skóla og vinnu foreldra myndi leikurinn minnka. enn frekar Eins sameiginleg útivera fjölskyldunnar.

Hitt er að við það að færast nær Bandaríkjunum í tíma myndum við eiga það á hættu sem samfélag að færast nær þeirra samfélagsmynstri. Það er valkostur sem hugnast mér ekki. Frekar myndi ég vilja færast nær samfélagsmynstri evrópuþjóða.

Myndi því kjósa að halda klukkunni óbreyttri, valkostur A, ef mér gæfist kostur á að kjósa.

Ég starfa sem barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítalans en tekið skal fram að þessar skoðanir eru mínar persónulegu skoðanir og endurspegla ekki sjálfkrafa skoðun Barnspítalans eða Heilsuskólans.

Afrita slóð á umsögn

#149 Reynir Valdimarsson - 10.01.2019

Ég kýs B á veturna en A á sumrin.

Ég er sem sagt fylgjandi því að hafa sumar og vetrartíma (e. Daylight Saving Time DST) eins og hjá flestum vestrænum þjóðum.

Er mjög hissa á því að þessi valkostur sé ekki í boði hér.

Afrita slóð á umsögn

#150 Sæbjörg Freyja Gísladóttir - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#151 Jón Helgi Óskarsson - 10.01.2019

Ég er alfarið á móti því að klukkan verði færð. Hins vegar styð ég leið C þ.e. að klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana. Í allri umfjöllun er fyrst og fremst verið að horfa til þess að þetta skipti máli fyrir börn og ekki síst unglinga og það kann vel að vera að svo sé og dreg reyndar ekkert í efa rannsóknarniðurstöður um það. Við því má einfaldlega bregðast með því að hefja skólastarf síðar að morgni ekki síst yfir dimmasta tíma vetrarins. Hins vegar myndi tilfærsla á klukkunni litlu skila til þessa hóps sem einfaldlega myndi þá færa sína líkamsklukku enn frekar til og vaka lengur. Það hefði aftur á móti veruleg áhrif á vinnandi fullorðið fólk og myndi skerða umtalsvert þann birtutíma sem fólk hefur til að sinna fjölskyldu, útivist og áhugamálum tengt útiveru og hefði þar af leiðandi verulega skerðandi áhrif á heilsufar fólks á vinnumarkaðsaldri. Fólk í vissum atvinnugreinum myndi mun stærri hluta ársins nánast aldrei hafa tækifæri virka daga til að njóta birtu. Til viðbótar má svo nefna að fyrir aðila sem eiga viðskipti við Evrópulönd þá myndi tilfærsla klukkunnar skerða enn frekar þeirra viðskiptatíma og ætla má að flugfélög myndu þarfa að færa til brottfarartíma frá landinu sem þýddi þá að meiri hluti nætur færi í tíma tengdan ferðalagi frá landinu en nú er. Ég sé mikið frekar fyrir mér að fyrirtæki og stofnanir taki upp meiri sveigjanleika í vinnutíma og sínum starfstíma að deginum eftir árstíðum, teljist ástæða til þess og ef eitthvað er myndi ég kjósa að verslun og þjónusta í landinu hæfist mun fyrr á morgnana en nú er, í það minnsta yfir bjartasta tímann.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#152 Guðbjörg Þórey Gísladóttir - 10.01.2019

Breyta klukkunni í samræmi við Hnattstöðu þ.e. GMT - 1

Einnig þarf að breyta barnaskólum þ.e. Grunnskólum þannig að fyrsti tími byrji aldrei fyrr en kl. 10:00 miðað við núverandi klukku. Framhaldsskólar geta verið óbreyttir. Spurning með leikskólana... hafa hvíld frá 8:00 - 10:00 (núverandi klukku) Fylgjast síðan með hve margir krakkar koma til með að sofna þegar mæta og sofa í 2-3 klukkustundir ?

Afrita slóð á umsögn

#153 Daníel Freyr Gunnarsson - 10.01.2019

B seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#154 Þorvaldur Einarsson - 10.01.2019

Komið þið sæl, mín persónulega skoðun er að frà og með fyrsta vetrardegi eigi að flýta klukkunni um 2 klst. Í stað þess að fólk mæti til vinnu klukkan 08:00 à núverandi tíma þà mæti það klukkan 06:00 à núverandi tíma og fær þá fyrir vikið meiri birtu þegar að vinnu deginum er lokið. Og möguleika á að nota daginn í einhverja uppbyggjandi hluti í dagsbirtu yfir dimustu mànuði àrsins

Og frà og með fyrsta sumadegi er klukkunni flýtt um 1 klst eða vinnudagur byrji 07:00 í stað 08:00 miða við núverandi tíma. Og þá hafi fólk meiri til gera hluti í birtu eða sól.

Afrita slóð á umsögn

#155 Jóhanna P Björgvinsdóttir - 10.01.2019

Hef dreymt um réttan tíma síðan þessi vitleysa, sem átti að vera góð fyrir bissnes menn og bændur, var fest i sessi. Vona að tillaga B. Um að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins nái framm að ganga.

Afrita slóð á umsögn

#156 Íris Scheving Þórarinsdóttir - 10.01.2019

Ég styð þá tillögu að færa klukkuna fram um eina klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#157 Ragnheiður Bjarnadóttir - 10.01.2019

Ég er fylgjandi tillögu B!

Afrita slóð á umsögn

#158 Hildur Sigríður Hrafnkelsdóttir - 10.01.2019

Mér finnst B eða C besti kosturinn.

Afrita slóð á umsögn

#159 Gunnar Hauksson - 10.01.2019

Sólargangurinn er eðlisfræðileg staðreynd sem enginn breytir. Sól er hæst á lofti á hádegi. Það ætti ekki að svindla með því að færa landið í vestur með því í raun að færa til lengdargráðurnar. Hafa klukkuna rétta en færa frekar vinnutímann ef menn vilja.

Það væri miklu betra að færa breiddargráðurnar norðar. Þá gætum við talið okkur trú um að það sé hlýrra á landinu frekar en að trúa því að klukkan sé hálf tvö á hádegi.

Afrita slóð á umsögn

#160 Gunnar Sizemore - 10.01.2019

Að sjálfsögðu á að seinka klukkunni um 1klst í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#161 Þorvaldur Guðni Guðmundsson - 10.01.2019

Óbreytt ástand

Afrita slóð á umsögn

#162 Brynjólfur Gíslason - 10.01.2019

færa "klukkuna" nær hnattstöðu landsins, þ.e. seinka klukkunni um klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#163 Leó Kolbeinsson - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Afrita slóð á umsögn

#164 Bjarki Hilmarsson - 10.01.2019

Mörg góð rök hafa verið færð fyrir leið B og vil ég styðja þá leið. Eitt sem ég er ekki viss um að allir átti sig á er að þar sem hafgola er ríkjandi er oftast besta veðrið á kvöldin. Það þýðir að ef klukkuni er seinkað þá getur almenningur notið sín betur án þess að þurfa að vaka langt fram á nótt.

Afrita slóð á umsögn

#165 Haukur Arnar Árnason - 10.01.2019

Eitt mikilvægasta lýðheilsuverkefni okkar daga er að fá fólk út að hreyfa sig. Þar koma íþróttir eins og Golf og Frisbígolf sterkar til leiks. En, þær eru aðeins háðar dagsbirtu og ef klukkunni er seinkað, þá er tekinn einn mánuður af spilatímanum á vori, og annar mánuður að hausti. Ef við viljum huga að lýðheilsu og þunglyndi þjóðar, þá væri frekar rétt að flýta klukkunni, til að gefa fólki meiri birtu í frítíma til útivistar en ekki að hafa af okkur nauðsynlega útivist. Seinkun klukku breytir engu með nætursvefn og hvíld, fólk fer bara seinna að sofa. Að komast út að hreyfa sig eftir vinnu, það léttir lund og heilsu.

Afrita slóð á umsögn

#166 Guðný Nielsen - 10.01.2019

Sæl

Ég myndi kjósa B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Kveðja

Guðný Nielsen

Afrita slóð á umsögn

#167 Ragna Engilbertsdóttir - 10.01.2019

B. Seinka klukkunni í samræmi við hnattstöðu.

Afrita slóð á umsögn

#168 Þorsteinn Halldórsson - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#169 Reynir Kristófersson - 10.01.2019

B. Seinka klukkuni

Afrita slóð á umsögn

#170 Guðmundur Karl Karlsson - 10.01.2019

Ég bjó á Englandi í mörg ár. Það var töluverður munur á sálarlífið að vakna í birtu og erfitt að venjast aftur íslenskum vetri. Ég vil að við gerum breytingar á klukkunni þannig að við séum að vakna í birtu eins stóran hluta árs og hægt er.

Afrita slóð á umsögn

#171 Ingigerður Bjarnadóttir - 10.01.2019

Notkun á þunglyndislyfjum minnkar :)

Afrita slóð á umsögn

#172 Katrín Aðalheiður Magnúsdóttir - 10.01.2019

Ég tel eðlilegt og vil að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#173 Einar Örn Kristjánsson - 10.01.2019

Það er löngu kominn tími á að velja valkost B, sem er eini raunhæfi kosturinn að mínu mati. Ef að leið B. Þetta er löngu orðið tímabært þar sem að maður finnur klárlega fyrir því á morgnana hvað það er niðurdrepandi og erfitt að vakna í þessu svartnætti.

Afrita slóð á umsögn

#174 Helga Magnea Steinsson - 10.01.2019

Ágæti viðtakandi!

Mig langar að vekja athygli á því að sólargangur er ekki sá sami á öllu landinu. Það munar 50 mínútum á Austurlandi og Vesturlandi. Taka þarf tillit til þess þegar verið er hugsa um að færa til tímann og hafa þannig áhrif á hvenær landinn vaknar og við hvaða aðstæður. Getur það ekki gerst að eftir slíkar tímabreytingar að sólin lifi lengur á einum stað á meðan hún lifir styttra annars staðar? Er búið að skoða þetta miðað við landshlutanna?

Þá legg ég það til að ein hugmyndin verði sú sem var hér áður fyrr að einfaldlega breyta klukkunni í vetrartíma og sumartíma eins og mörg evrópuríki gera enn í dag.

Afrita slóð á umsögn

#175 Guðný Halldórsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#176 Sigurður R Guðjónsson - 10.01.2019

Vel valkost B!

Hinir eru óraunhæfir!

Afrita slóð á umsögn

#177 Magnús Þórsson - 10.01.2019

A óbreytt staða

Annars finnst mér að það ætti að flýta klukkunni um 1klst. til að hægt sé að njóta sumarsins eftir vinnu.

Þó að þessu verði breytt fyrir unglingana munu þeir verða áfram þreyttir því að þeirra vandamál er að vaka of lengi og fara of seint að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#178 Gyða Fanney Guðjónsdóttir - 10.01.2019

B kostur

Afrita slóð á umsögn

#179 Gunnar Magnús Scheving Thorsteinsson - 10.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#180 Lana Kolbrún Eddudóttir - 10.01.2019

Ég tel afar skynsamlegt að velja kost B, þ.e. seinka klukkunni á Íslandi um 1 klst. frá því sem nú er. Maðurinn skynjar birtu sólar eins og allar aðrar lifandi verur og lagar sitt innra gangverk að henni. Því liggur í augum uppi að stilla klukkuna eins „rétt” og hægt er, miðað við sólargang.

Afrita slóð á umsögn

#181 Kristbjörn Egilsson - 10.01.2019

Ég legg eindregið til að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund til frambúðar. Á þann hátt næst betur að stilla saman líkamsklukku mannsins og klukku jarðar.

Afrita slóð á umsögn

#182 Gunnar Birgir Sandholt - 10.01.2019

Staðreyndin er að allar svefn rannsóknir sýna að það eigi að seinka klukkunni. Valmöguleiki B.

Fólk á ekki að hafa skoðanir á staðreyndum. Staðreyndir hafa ekki tilfinningar.

Afrita slóð á umsögn

#183 Edda Guðbjörg Aradóttir - 10.01.2019

Ég styð eindregið valkost B en fræðslu mætti endilega beita með.

Afrita slóð á umsögn

#184 Andrés Þór Filippusson - 10.01.2019

Val B. Seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#185 Einar Ólafur Haraldsson - 10.01.2019

Það er eitt sem ég hef ekki séð í umræðunni, þ.e. ef klukkunni verður flýtt, þá njótum við sólar skemur en áður eftir vinnu. Sólbaðsunnendur geta jafnvel alveg misst af því að njóta sólar við heimili sín.

Afrita slóð á umsögn

#186 Dröfn Rafnsdóttir - 10.01.2019

Mín skoðun er að mikilvægt er að seinka klukkunni. Ég hef búið erlendis og hef því reynslu af því að hafa morgunbirtuna, sem mikilvægari er fyrir okkur, fyrr á morgnanna. Hef upplifað það sjálf hve mikið einfaldara er að vakna á morgnanna og þörfin fyrir því að vaka lengur frameftir var engin.

Afrita slóð á umsögn

#187 Garðar Valdimarsson - 10.01.2019

Styð leið B

Afrita slóð á umsögn

#188 Eiður Valgarðsson - 10.01.2019

Ég er hlynntur því að seinka klukkunni um eina klst. enda stuðlar það að bættri lýðheilsu landans.

Afrita slóð á umsögn

#189 Jóhanna Hildiberg Harðardóttir - 10.01.2019

Góðan dag.

Örnólfur Thorlacius talaði um í Nýjustu tækni og vísindum árið 1975, að mig minnir, að klukkan okkar væri röng. Ég var 12 ára og þá strax fannst mér góð hugmynd að breyta klukkunni svo ég fengi að sofa lengur á morgnanna. Mig hefur oft dreymt um að láta skóla barnanna minna og minn vinnustað vita af því að við myndum mæta klukkustund síðar þar sem það hefur alltaf verið augljóst að við vöknum mun hressari klukkan 8 en klukkan 7, algjörlega óháð háttatíma. Ég hef fagnað því gegnum tíðina þegar komið hefur fram frumvarp til breytingar á klukkunni í samræmi við þær upplýsingar sem komið hafa fram um áhrif þess á heilsufar landsmanna. Því miður hafa þau ekki fengið afgreiðslu á hinu háa alþingi en vonandi er það að breytast núna. Ég mæli eindregið með því að við eyðum ekki fleiri árum í lélegan svefn og eflum heilsufar landsmanna og kýs valmöguleika B hér að ofan.

Afrita slóð á umsögn

#190 Þórir Níels Kjartansson - 10.01.2019

Hiklaust velja kost B. Hinir kostirnir eru erfiðir í framkvæmd og munu engu skila.

Afrita slóð á umsögn

#191 Ágúst I Ágústsson - 10.01.2019

Eg vil að klukkunni verði flýtt um 1 klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#192 Garðar Hólm Stefánsson - 10.01.2019

Er ekki tilvalið að vinna tvö mál saman, breytingu á klukkunni og styttingu vinnuvikunar?

Afrita slóð á umsögn

#193 Nikulás Úlfar Másson - 10.01.2019

Seinka klukkunni um eina klukkustund - lífsspursmál!

Afrita slóð á umsögn

#194 Jón Skúli Skúlason - 10.01.2019

Ég vil halda óbreyttri klukku. Með því eru fleiri dagar með birtu eftir vinnu á veturna sem hægt er að nýta í útiveru.

Ég hef enga trú á að fólk sofi fleiri klukkustundir þótt klukkunni sé breytt. Það eru aðrar samfélagslegar aðstæður sem þurfa að breytast til þess.

Afrita slóð á umsögn

#195 Jóndís Einarsdóttir - 10.01.2019

Vil óbreyttan tíma, finnst mikilvægara að auka birtutíma fólks seinnipart þegar möguleiki er á útiveru og að nýta birtuna en ekki að morgni þegar flestir eru í skóla og vinnu innandyra. Að mínu mati er ekki rétt vanmeta áhrif þess á heilsu fólks að geta nýtt og notið sólar þegar hún lætur sjá sig, hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfi og geðheilsu líka...ekki bara svefn sem hefur þau áhrif.

Afrita slóð á umsögn

#196 Halldór Vilberg Ómarsson - 10.01.2019

Ég styð leið B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#197 Þór Elíasson Bachmann - 10.01.2019

Ég hef lengi beðið eftir alvöru umræðu um þetta mál. Samkvæmt rannsóknum er það bæði lýðheilsulegur ábati og ábati til framleiðni í efnahagslífinu að seinka klukkunni og þannig leiðrétta skekkju, sem þó er meiri en klukkustund fyrir meirihluta landsmanna. Ég tel þetta vera stóran þátt í að bæta andlega heilsu í samfélaginu og er fylgjandi því að klukkunni sé seinkað sem fyrst.

Afrita slóð á umsögn

#198 Hjörvar Moritz Sigurjónsson - 10.01.2019

Leið A en flýta klukkunni frá vori til hausts um 1klst 😎

Afrita slóð á umsögn

#199 Sigurbjörg Ísfeld Eggertsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað.

Afrita slóð á umsögn

#200 Geir Garðarsson - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#201 Hólmfríður Bjarnadóttir - 10.01.2019

Mín skoðun er sú að seinka eigi klukkunni hér á Íslandi um 1 klst - rannsóknir sína að slík breyting muni bæta heilsu þjóðarinnar - sterkari rök með seinkun klukkunar finnst vart

kv Hólmfríður

Afrita slóð á umsögn

#202 Ísleifur Gíslason - 10.01.2019

Ég mæli eindregið með seinkun klukkunnar um eina klukkustund, síðan ég hætti að vinna hef ég vaknað seint á morgnana, og ef ég dreg sjálfann mig á lappir fyr til að ganga með eldriborgurum kl. 10 er ég sifjaður allann daginn.

Ps. Tveggja stunda seinkun væri betra, samt hálftima villa á hvorn vegin sem farið er er.

Afrita slóð á umsögn

#203 Halldór Óli Hjálmarsson - 10.01.2019

Leið A. Held að klukkan sé ekki vandamálið.

Afrita slóð á umsögn

#204 Ágústa Valdís Svansdóttir - 10.01.2019

Klukkan á að vera sem næst réttum íslenkum tíma eða sólargangi, þess vegna kýs ég

B. Ég vil að klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#205 Ólafur Hlynsson - 10.01.2019

Ég vil að klukkinni verði seinkað.

Afrita slóð á umsögn

#206 Guðmundur Hreinsson - 10.01.2019

Það á að hlusta á fagfólk og taka tillit til vísindalegra rannsókna á þessu sviði sem benda eindregið til að það fari betur með heilsu fólks ef klukkunni er seinkað.

Það á að taka mark á málsmetandi aðilum eins og Örnu Sif Arnardóttir doktor í líf-og læknavísindum við HÍ sem bendir á að með því að flýta klukkunni um eina klukkustund þá muni það hafa veruleg áhrif á almenna líðheilsu og það eitt og sér réttlætir breytinguna.

Sjálfur er ég framhaldsskólakennari og sé verulegan mun á nemendum mínum sem eiga að mæta seinna en þeir sem mæta fyrstir á morgnanna. Það má segja að þeir sem mæta klukkustund seinna hafi allt annan og meiri kraft inn í daginn en þeir sem mæta kl: 08:30

Eindregið á að fara leið B ásamt fræðslu um mikilvægi á góðum nætursvefni.

Virðingarfyllst;

Afrita slóð á umsögn

#207 Sveinn M Sveinsson - 10.01.2019

Ég vil ekki láta seinka klukkunni en það myndi þýða ca 230 færri sólarstundir á ári. Allir sem hafa útivist sem áhugamál eru á móti þessu. Núna telur maður mínúturnar sem maður getur verið úti eftir vinnu hvort sem það er að skokka eða fara á hestbak. Melantonin kemur í líkamann við það að vera úti en ekki inni. Við að seinka klukkunni er verið að ræna manni birtunni sem við bíðum eftir og þráum. Því miður er mikið af fólki sem hefur ekki þessi áhugamál og finnur ekki hve birtan er mikilvæg eftir vinnu.

Svefntími unglinga hefur minnkað þó að engin breyting hafi orðið á klukkunni. Það er tölvunotkunni um að kenna og endalausir tölvuleikir og snjallsíma/ipada fíkn. En eins og komið hefur fram hjá barnageðlæknum hafa foreldrar þessara barna ekki verið góð fyrirmynd og eru lélegir uppalendur. Þetta breytist ekkert þó að klukkunni sé seinkað. Það er líka afstætt að bera saman staði á landinu eins og Grímsey og Keflavík þar sem munur á sólarlagi og myrkvun getur verið 40 mín. Ennþá meiri munur er á Norðulöndunum Svíþjóð, Noregi, Finnlandi.

Afrita slóð á umsögn

#208 Sigþór Hjartarson - 10.01.2019

Ég vel kost B og vil því seinka klukkunni um 1 klst. Ég tel þetta bæta andlega heilsu landsmanna.

Afrita slóð á umsögn

#209 Bjarni Sigtryggsson - 10.01.2019

Lýðheilsurök - einkum velferð barna og ungmenna - mæla með því að farin verði leið B. Engin ástæða er til þess að klukkan á Íslandi sé einum tíma á undan hnattrænum tíma. Það eru leifar frá því hér gilti sumartími. Í raun væri eðlilegt að færa klukkuna tvo tíma til baka, en þar sem það er ekki valkostur í þessu samráði legg ég til leið B.

Afrita slóð á umsögn

#210 Ólafur Sigurður Halldórsson - 10.01.2019

Vísindalegar ransóknir sýna fram á mikilvægi þess að breyta klukkunni. Önnur sjónarmið eiga ekki að hafa vægi í þessu máli. Auk þess er eðlilegt að klukka landsmanna sé nokkurn veginn rétt: að hádegi sé á hádegi, en ekki einhverjumn öðrum tíma.

Afrita slóð á umsögn

#211 Magnús Kjartansson - 10.01.2019

EKKI fara að rugla með klukkuna.Vil óbreytt ástand.

Afrita slóð á umsögn

#212 Hjalti Sæmundsson - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#213 Eðvarð Ingi Hreiðarsson - 10.01.2019

Algerlega hlynntur leið : B. Ég hef þráð þessa breytingu frá því ég var táningur, og þrái enn, ég er að verða 59 ára og er ekki bjartsýnn á að ég lifi nógu lengi til að upplifa þessa breytingu, ekki frekar en ég eigi eftir að aka teigskógaleið, enda öll stjörnsýsla í þessu landi stöðugt að þyngjast.

Eðvarð Hreiðarsson.

Afrita slóð á umsögn

#214 Skapti Benjamín Jónsson - 10.01.2019

B. Hafa þetta rétt bara

Afrita slóð á umsögn

#215 Oddný Guðmundsdóttir - 10.01.2019

Valkostur B, seinkum klukkunni um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#216 Sigurður Valur Rafnsson - 10.01.2019

Þetta er mjög einfalt.

Höfum klukkuna bara rétta hér á Íslandi, eins og hún er hjá flestum öðrum þjóðum.

Kjósum því valkost B og seinkum klukkunni um 1 klukkustund.

Það kemur til með að verða flestum til heilla.

Back to 68 !

Afrita slóð á umsögn

#217 Friðrik Rokk Kristinsson - 10.01.2019

Það á ekki að breyta kirkjunni. Það á að skoða lið c, mjög vel

Afrita slóð á umsögn

#218 Rakel Fríða Thoroddsen - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#219 Steinunn Snædal - 10.01.2019

Leið B, ekki spurning.

Afrita slóð á umsögn

#220 Elísabet Bjarnadóttir - 10.01.2019

Tel tvímælalaust að seinka þurfi klukkunni til samræmis við sólargang.Öllum liði betur.Hef þráð þetta alla ævi.

Afrita slóð á umsögn

#221 Gunnar Rúnar Kristinsson - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#222 Hildur María Sveinsdóttir - 10.01.2019

Ég vel valkostinn B

Afrita slóð á umsögn

#223 Stephen Albert Björnsson - 10.01.2019

Valkostur B

Afrita slóð á umsögn

#224 Héðinn Svavarsson - 10.01.2019

Styð það af heilum hug að kirkjunni verði seinkað um 1 klst. Tel það lýðheilsusjónarmið.

Afrita slóð á umsögn

#225 Guðrún Þórdís Axelsdóttir - 10.01.2019

Ég vel B liðinn

Afrita slóð á umsögn

#226 Sigurjón Kjartansson - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Ef sólarstaða ætti að ráða för og ef líkamsklukkan stjórnast af sólarstöðu þá er eðlilegast að sólin sé í hæstu stöðu um miðjan dag. Að helmingur vökustunda sé liðinn þegar sól fer að lækka aftur, að dagurinn sé hálfnaður. Þannig er það hjá dýrunum, en þau stjórnast ekki af menningu og siðum, og þannig var það þegar við komum niður úr trjánum. Það ætti því frekar að flýta klukkunni um tvær stundir frekar en að auka á skekkjuna með því að seinka henni um klukkustund. Það er eini valkosturinn sem byggir á náttúrulegri líkamsklukku sem stjórnast af sólargangi, sé eitthvað þannig til.

Borgarmenningin færði hæstu sólarstöðu frá miðjum degi. Atvinnurekendur seinkuðu klukkunni um nokkra klukkutíma svo dagsbirtu nyti við vinnu. Að vakna og fara að vinna klukkan fimm hætti að vera eðlilegt eins og það hafði verið meðal safnara og bænda.

Stjórnist líkamsklukkan af menningu og venjum en ekki sólargangi þá breytir engu hvernig við hringlum með klukkuna, svefntími verður sá sami. Þá hefur sjónvarpsdagskráin á kvöldin meiri áhrif á svefn en sólargangur. Spyrja má hvers vegna við fáum kvölddagskrá klukkan ellefu meðan annarstaðar eru sjónvarpsstöðvar komnar í næturham á þeim tíma. Hvers vegna félagasamtök eru með fundi klukkan níu en ekki sjö eins og tíðkast í öðrum löndum. Og hvort færsla á sólstöðu sé líkleg til að breyta þeim venjum og öðrum svipuðum. Hvort unglingurinn fari frekar að sofa á miðnætti en eitt ef sólin settist fjögur en ekki fimm.

Það er lítið mál að breyta klukkunni. Og árangurinn verður í samræmi við erfiðið. Allt verður komið í sama horf á innan við viku.

Afrita slóð á umsögn

#227 Kristín Guðrún Jónsdóttir - 10.01.2019

Ég vil breyta klukkunni!

Afrita slóð á umsögn

#228 Sólrún Ósk Unnsteinsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#229 Jón Valdimarsson - 10.01.2019

Mín skoðun er að það eigi að sjáfsögðu að hafa klukkuna sem réttasta miðað við okkar hnattrænu stöðu. Tel það hafa mun fleiri jákvæð áhrif en möguleg neikvæð. Eins finnst mér það segja sig sjálft að ef það væri kostur að hliðra henni eins og við höfum haft það þá hefðu aðrar þjóðir tekið það upp.

Ég vill lifa eftir réttri klukku takk.

Afrita slóð á umsögn

#230 Atli Kristinsson - 10.01.2019

Ótrúlega mikilvægt lýðheilsumál. Ættum að vera löngu búin að þessu. Öllu vísindi styðja það að breyta klukkunni og hef ég ekki séð nein haldbær rök fyrir því að færa hana ekki. Eina sem heyrist er frá einhverjum sem skilur þetta ekki og vill þess vegna ekki breyta eða einhverjir sem vilja alls ekki missa birtuna seinnipartin afþví bara.

Hlustum á fagfólk og færum klukkuna!

Afrita slóð á umsögn

#231 Snæbjörn Þór Snæbjörnsson - 10.01.2019

Ég styð tillögu B um breytingu klukku af heilum hug verandi með skammdegisþunglyndi sem snemmbúinn hàttatími hefur engin áhrif á. Sé fram á stórlega bætt lífsgæði ef af seinkun klukku verður líkt og marg oft hefur verið bent á. Núverandi klukkustaða er í andstöðu við legu landsins

Afrita slóð á umsögn

#232 Bragi Baldursson - 10.01.2019

B. Seinka klukkunni um 1 klst. Einnig að vera með vetrar og sumartíma og breyta klukkunni um klukkutíma að vori og vetri.

Afrita slóð á umsögn

#233 Þórný Hlynsdóttir - 10.01.2019

Mér finnst ekkert vit í öðru en að leiðrétta tímann á Íslandi og hugnast valkostur B best

Afrita slóð á umsögn

#234 Anna Sigurlaug Magnúsdóttir - 10.01.2019

Færa klukkuna aftur um klst. þar sem allar rannsóknir þar um stiðja það einróma. Það hlýtur að vera jákvætt fyrir fyrirtæki að starfa á svipuðum tíma og þar sem mest er samvinnan er. Persónulega tel ég þó skipta mestu máli jákvæð lýðheilsuáhrif sem sem áynnist við það.

Afrita slóð á umsögn

#235 Laila Ingvarsdóttir - 10.01.2019

Ég vil tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#236 Þórunn Gísladóttir - 10.01.2019

Mín skoðun er sú að við eigum að seinka klukkunni um 1 klst. B

Afrita slóð á umsögn

#237 Geir Sigurðsson - 10.01.2019

Ég styð kost B. Seinka klukkunni um 1 klst. Ég væri líka meðmæltur að vera með með vetrar og sumartíma og breyta klukkunni um klukkutíma að vori og vetri.

Afrita slóð á umsögn

#238 Anna Soffía Óskarsdóttir - 10.01.2019

Ég myndi velja óbreytt ástand. Birtan síðdegis skiptir mig miklu máli. Ég fer hvort sem er í myrkri í vinnu svo og svo lengi vetrar og dvel í rafmagnsljósum allan daginn. Mér finnst gríðar mikil lífsgæði bundin því að komast úr vinnunni með dagskímu á himni sem lengstan tíma vetrarins, auk þess sem björt löng kvöld bæði síðvetrar og síðsumars eru mikilvæg lífsgæði að mínu mati

Afrita slóð á umsögn

#239 Anna Dóra Garðarsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá þvís em nú er, í samræmi við hnattstöu landsins( td. kl 11:00 nú, verður kl 10:00 eftir breytingar)

Afrita slóð á umsögn

#240 Rafn Herlufsen - 10.01.2019

Möguleiki "B"

Afrita slóð á umsögn

#241 Margrét Þóra Jónsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#242 Eiríkur V Kristvinsson - 10.01.2019

Seinka klukkunni um eina klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#243 Sigurður Arnar Friðriksson - 10.01.2019

Valkostur A. Hafa klukkuna óbreytta. Hörmulegt ef sólartímum eftir vinnu fækkar.

Afrita slóð á umsögn

#244 Emilía Guðrún K. Valgarðsdóttir - 10.01.2019

ég er 100% sammála að það eigi að seinka klukkunni. ætti að vera um 2 tíma en klukkutími er fin byrjun. ég finn mikið fyrir því hvað klukkan er i ósamræmi við sólina og restina af heiminum.

þetta hefur mikil áhrif á svefn hjá mér og þunglyndið líka

Afrita slóð á umsögn

#245 Ólína Björg Einarsdóttir - 10.01.2019

B seinka um 1 klst að vetri

Afrita slóð á umsögn

#246 Erla Gunnarsdóttir - 10.01.2019

Við þurfum að breyta klukkunni okkar ef ekki hér hvar þá? Öll lýðheilsurök styðja það. Dimmustu vikur ársins í myrkri fram að hádegi er engum hollt. Ungt fólk unglingar og börn eru viðkvæmust, líkaminn er fullkomin og við eigum að leiðrétta klukkuna til að líkamsklukkan verði réttari og við heilbrigðari. Krakkarnir ná fyrstu frímínútum í birtu. Í Florida er sólin sest kl 17:30 og komið myrkur þar kvarta ekki golfarar. Látum ekki golfáhugamenn á Íslandi standa gegn því að við leiðréttum þessa skekkju okkur öllum til hagsbóta. Ég styð B

Afrita slóð á umsögn

#247 Margrét Milla Sigurjónsdóttir - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#248 Grétar Ottó Róbertsson - 10.01.2019

Eftir að hafa í 18 ár unnið nokkrar vikur til skiptis á Íslandi og í Svíþjóð bæði á vetrum (með klst tímamun) og sumrum (með 2 tíma mun) er það staðföst sannfæring mín að það sé miklu betra fyrir geðheilsuna (minna þunglyndi) að hafa bjartara þegar vinnu lýkur en þegar vinna hefst. Þessvegna er ég einlægur stuðningsmaður valkosts A.

Afrita slóð á umsögn

#249 Gunnar Sigurjón Steingrímsson - 10.01.2019

Ísland liggur á mill 13° 30´vestur lengdar og 24° 30´ vestur lengdar.. Hvert tímabelti er 15° sem setur okkur ca. 60 til 90 mínútur vestan við Greenwich. Því er það í rauninni rétt að seinka klukkunni um klukkustund. Þá verður sól í hádegi um 1230 í stað 1330.

Afrita slóð á umsögn

#250 Sigrún Eldjárn - 10.01.2019

Ég vil hafa klukkuna óbreytta. Vel kost A

Afrita slóð á umsögn

#251 Sigrún Bryndís Gunnarsdóttir - 10.01.2019

Leið B tel ég vera best. Ég er hlynnt því að seinka klukkunni um 1 klst. Ég tel það muni hafa góð heilsufarsleg áhrif og ég trúi því að okkur líði best þegar við erum tengd við rétt tímabelti. Þegar klukkunni var breytt á Íslandi 1968, þá held ég að það hafi frekar verið fjárhagslegar ástæður fyrir því en heilusfarslegar.

Afrita slóð á umsögn

#252 Ævar H Sigdórsson - 10.01.2019

Ég tel það mikla afturför, ef breyta á klukkunni þannig að henni verði seinkað. Ef fólk heldur, að "lífsklukkan" rétti sig af og allt þjóðfélagið lagist, held ég að það sama fólk ætti að finna segularbönd forfeðra sinna og vita hvort það jafni sig ekki. mikið hefur verið talað um birtutíma v. unglinga á leið í skólann. Ég man ekki betur en unglingar væru jafn syfjaðir á minum skólaárum, og gilti þá engu hvað klukkan var, en á þeim tíma var stundað tímaflakk eins enn er gert víða. Danir breyta klukkunni, en greiða unglingunum stórfé, til að vakna og mæta í skólann, er engin "lífsklukka" í Danmörku? Hvað með sjómenn, verksmiðjufólk, flugmenn og flugliða? Er þetta fólk ekki að standa sig sæmilega? Svona væll er tilkominn vegna landlægrar leti og sjálfsvorkunnar við að koma sér úr bælinu. Skemmtilegt eða hitt þó heldur að fara með börnin í tónlistartíma og aðra tómstund á kvöldin, og láta þau svo labba heim í myrkri, af því að einhverjir "lífsklukkufræðingar" sluppu í fjölmiðla og vantar eitthvað að gera. Farið fyrr að sofa, slökkvið á "Rádernum" kl. 10 og þá sofna unglingarnir :-)

Afrita slóð á umsögn

#253 Anna Lísa Þorbergsdóttir - 10.01.2019

Valkostur B er málið, rannsóknir benda ótvírætt til þess.

Afrita slóð á umsögn

#254 Aníta Róbertsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#255 Gísli Óskarsson - 10.01.2019

B. Að sjálfsögðu

Annað mál. Umferðarteppur í Reykjavík. Á tímabilinu frá 7:00 til 7:30 og 8:00 til 8:30 og 15:00 til 15:30 og 16:00 til 16:30 aki eingöngu einkabílar með oddatölu í enda skráningarnúmers, hinn helming stundarinnar verði þeir í banni

Afrita slóð á umsögn

#256 Auðbjörg Erlingsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#257 Gísli Baldvinsson - 10.01.2019

Blandaða leið B+C enda benda vísindin til þá leið. Rannsóknir benda til að slíkt sé heilsueflandi.

Afrita slóð á umsögn

#258 Helen Símonardóttir - 10.01.2019

B - seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#259 Hrafnhildur Ýr Þrastardóttir - 10.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#260 Benjamín Baldursson - 10.01.2019

Sammála því að seinka klukkunni um eina klukkustund. Hefur góð áhrif á heilsu fólks sérstaklega ungmenna. Það er vísindalega sannað!

Afrita slóð á umsögn

#261 Rúna Íris Gizurarson - 10.01.2019

Vinsamlegast breytið klukkunni sem allra fyrst!

Afrita slóð á umsögn

#262 Gunnar Theodór Gunnarsson - 10.01.2019

Góðan dag.

Ég vil alls ekki breyta klukkunni því ég vil geta notið sólar eftir vinnu og jafnvel borðað kvölmatinn úti á veröndinni þegar sólar nýtur.

Á vísindavefnum.is segir eftirfarandi um seinkun klukkunnar:

"Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári."

("Þetta svar er stytt og aðlöguð útgáfa af pistli Þorsteins Sæmundssonar og Gunnlaugs Björnssonar Um seinkun klukkunnar á vef Almanaks Háskóla Íslands og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér pistilinn í heild.")

Afrita slóð á umsögn

#263 Sveinn Rúnarsson - 10.01.2019

A. óbreytt staða.

Afrita slóð á umsögn

#264 Halldór Heiðar Agnarsson - 10.01.2019

Ég vel C.

Birtustundir eftir vinnudag eru mér mun mikilvægari en fyrir vinnu. Hef ekki trú á að þetta sé að fara ílla með okkur. Fólk og þá sérstaklega unglingar fara bara of seint í rúmið alveg eins og ég gerði á sínum tíma. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að grunnskólar og þá sérstaklega á unglingastigi byrji seinna. Þeir eru minna háðir foreldrum en yngri börn. Kennarar í dag vinna eftir að kennslu líkur í skólum geta breytt því og unnið þá vinnu áður en kennsla hefst.

Afrita slóð á umsögn

#265 Ingibjörg Kristjánsdóttir - 10.01.2019

B: eðlilegt að hafa tíma réttann miðað við hnattstöðu. Betra að fá bjartari morgna á veturna, sérstaklega í ljósi þess að "Global warming" mun valda því að hér mun líklega hlýna og rigna meira. Sérfræðingar mæla með þessum kosti.

Afrita slóð á umsögn

#266 Árni Sólon Steinarsson - 10.01.2019

b

Afrita slóð á umsögn

#267 Liv Aase Skarstad - 10.01.2019

Ég kýs valkost B

Afrita slóð á umsögn

#268 Jón Ingi Einarsson - 10.01.2019

Finnst persónulega að það ætti frekar að seinka klukkunni þannig valkostur B

Afrita slóð á umsögn

#269 Jón Bergsson - 10.01.2019

Það á hiklaust að færa klukkuna aftur um 1 klst ! Núna er "hádegi" kl 13:30 en kl 12:30 væri nær raunveruleikanum. Allar rannsóknir benda líka til að þetta sé "hollara" öllum, sérstaklega ungu fólki.

bkv/jonb

Afrita slóð á umsögn

#270 Sólrún Helga Birgisdóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Tel það engu breyta að seinka klukkunni, það svæfi enginn lengur fyrir það...margt þarfara til að eyða tíma og peningum í í þessu þjóðfélagi,

Afrita slóð á umsögn

#271 Gunnar Sigurfinnsson - 10.01.2019

Ég kýs leið B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Einnig væri æskilegt að auka svegjanleika í sambandi við vinnu- og skólatíma.

v.f. Gunnar

Afrita slóð á umsögn

#272 Guðjón Heiðar Pálsson - 10.01.2019

Kýs tillögu B um að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#273 Sólveig F Hallgrímsdóttir - 10.01.2019

Ég tel svefnvenjur íslendinga ekki klukkunni háðar heldur vana.

Ég hef búið víða um heim og held alltaf óbreyttum hætti fer ekki í háttinn fyrr en um eða upp úr miðnætti, sama hevernig staðarklukkan er.

Ég vel því að halda klukkunni eins og hún er núna, það er þá eitthvað eftir af sólarglætu þegar dagvinnu líkur, megnhluta ársins.

Sólveig Hallgrímsdóttir.

Afrita slóð á umsögn

#274 Lilja Dóra Harðardóttir - 10.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Ef klukkunni yrði seinkað væri hér myrkur í svartasta skammdeginu um þrjúleytið sem mér finnst hræðilegt tilhugsun.

Ég stórefa líka að ungmenni myndu sofa lengur þó svo klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#275 Hildur Jónsdóttir - 10.01.2019

Komið sæl. Ég greiði tillögu B atkvæði mitt.

Afrita slóð á umsögn

#276 Guðrún Björk Emilsdóttir - 10.01.2019

Ég kýs tillögu B

Afrita slóð á umsögn

#277 Harpa Rún Helgadóttir - 10.01.2019

Breyta klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#278 Halldór Fannar Halldórsson - 10.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst. Afhverju þurfa Íslendingar alltaf að finna upp hjólið og gera hlutina öðruvísi en þjóðirnar í kringum okkur.

Hrikalega ánægður með minn mann Guðmund Steingrimsson að koma þessu á dagskrá fyrir nokkrum árum og vona að mín kona, Katrín Jakobs klári þetta mál og keyri þetta í gegn. Löngu tímabært!

Afrita slóð á umsögn

#279 Elín Sigríður Agnarsdóttir - 10.01.2019

Mér finnst að klukkunni eigi að verða seinkað um klukkutíma svo B.

Afrita slóð á umsögn

#280 Páll Jörgen Ammendrup - 10.01.2019

Mitt val er hiklaust A

Þegar maður er í vinnu í skammdeginu við rafmagnsljós, skiptir ekki máli hvort birtir 1 klst fyrr eða síðar.

Hins vegar er birtutíminn eftir vinnu dýrmætur. Þann tíma má nota til margs konar útivistaathhafna, t.d. golfs, hestamennsku, gönguferða o.fl. Þetta þarf að gera í birtu og seinkun á klukkunni mun stytta þennan tíma.

Afrita slóð á umsögn

#281 Kristín Sigurjónsdóttir - 10.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#282 Gunnar Smári Helgason - 10.01.2019

Mér finnst þetta engin spurning, það á að seinka klukkunni skv. B lið, og hefði átt að vera löngu búið. Það er mín skoðun að þetta sé mikilvægt heilsufarsmál fyrir alla þjóðina.

kkv.

GSm.

Afrita slóð á umsögn

#283 Júlíus Ragnar Pétursson - 10.01.2019

Endilega seinka um 1 tima á erfittt með að vakna í skammdeginu og eigum að vera í þvi tímabili lika vegna vestur Evropu viðskiftalega séð

Afrita slóð á umsögn

#284 Reynir Már Samúelsson - 10.01.2019

Ég vel leið B. Takk.

Afrita slóð á umsögn

#285 Justyna Irena Wegierska - 10.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst. Þetta er borðleggjandi. Klára þetta mál Katrín.

Afrita slóð á umsögn

#286 Júlíus Sigurjón Guðmundsson - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#287 Jóhannes Ari Jónsson - 10.01.2019

Ég vil hafa óbreyttan tíma á klukkunni og vel því kost " A ". Með því að seinka klukkunni að þá er verið að stytta frítímann á kvöldin í staðinn. Ég vel að nota birtuna seinnipartinn til að sinna eigin áhugasviði.

Afrita slóð á umsögn

#288 Thelma Sjöfn Hannesdóttir Snæfeld - 10.01.2019

Ég er mjög hlynnt því að breyta klukkunni. Styð tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#289 Stefanía Marta Katarínusdóttir - 10.01.2019

Leið B. Tel það hafa marg sannað sig.

Afrita slóð á umsögn

#290 Jón Vilberg Guðgeirsson - 10.01.2019

Nokkrir punktar varðandi færslu á klukku?

Hefur einhver rannsókn farið fram sem sýnir áhrif líkamsklukku á norðlægum slóðum þar sem bjart er allt sumarið og dimmt á veturna?

Hefur verið sýnt fram á að þeir sem búi á austurlandi sé minna viðkvæmir fyrir skammtímaþunglind þar sem minni skekkja á líkamsklukku er þar heldur en á höfuðborgarsvæðinu?

Skýrslur um líkamsklukku tala um að gott sé að vakna þegar sólin er að koma upp. Slíkt er að gerast c.a. 15 daga 2x á ári, hvort sem við færum tímann eða ekki. Er hugsanlegt að samstilling sólar og tíma skipti meira máli þar sem minna flökt er á sólinni.

Er til skýrsla um það hver áhrif af því að seinka fyrsta tíma hjá unglingum þannig að þeir geti t.d. vaknað 1klst seinna í skólann. Slíkir einstaklingar færu þá í rúmið á svipuðum tíma og foreldrarnir, en myndu ná 1klst lengri svefn með því að þurfa að vakna klukkutíma seinna en fullarna fólkið.

Hefur verið skoðað hver áhrifin verðu varðandi viðskipt við Evrópu þar sem tímamunur þar á milli lengist um 1klst?

Hefur verið skoðað hvaða áhrif þetta hefur á tómstundaiðkun, þar sem það dimmir 1klst fyrr og því ekki hægt að nota útiveru eins lengi.

Miðað við austurland, þá verður færsla á klukku til þess að starfsmenn fara í og úr vinnu í myrkri í mun lengri tíma. Núverandi tíma verður til þess að það er ekki nema c.a. 1 mánuður þar sem farið er að dimma þegar farið er heim úr vinnu. Það er því hægt að nýta þann tíma til að stunda útiveru í birtu. Á móti kemur að dimmt er þegar farið í vinnu í c.a. 4 mánuði, en þá eru ekki margir að nýta tímann í útiveru.

Að öllu þessu athuguð, þá er ekki að sjá að mörg rök styðji það klukkan sé færð, en það er þó ekkert að því að gera tilfærslur til að hægt sé að lengja svefn unglinga. Að því sögðu myndi ég mæla með tillögu C, en vara eindregið gegn tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#291 Hrefna Sif Heiðarsdóttir - 10.01.2019

Ég styð heilshugar leið B, að seinka klukkunni. Ég vísa í rök Ernu Sifjar Arnarsdóttur doktors í lýðheilsufræðum máli mínu til stuðnings.

Afrita slóð á umsögn

#292 Jónas Pétursson - 10.01.2019

Ég á við mikil svefnvandamál að stríða, allt frá því ég var í grunnskóla (er 25 ára í dag)vaknaði ég alltaf gríðarlega þreyttur á morgnana og þá sérstaklega á veturna. Staðan er eins í dag og búið að finna orsökina sem er vefjagigt, hún veldur því að ég næ ekki djúpsvefni á næturna. Ég hef tekið eftir að það er mikill munur fyrir mig að vakna á frídögum t.d kl 11 heldur en 9 leytið(er í vaktavinnu og byrja að vinna annað hvort kl 9 eða 11. Og munurinn er ekki einungis sá að þá hef ég sofið lengur, heldur á ég það til að fara örlítið seinna að sofa þegar ég á að mæta í vinnu kl 11 um morguninn. Margar rannsóknir hafa verið birtar undanfarið um breytingu á klukkunni og hvaða áhrif það hefði. Ég tel að þetta muni hafa í för með sér mjög jákvæðar breytingar á heilsu fólks.

Valkostur B væri að mínu mati sá besti í stöðunni, valkostur C væri ekki slæmur en tel valkost B þann besta.

Afrita slóð á umsögn

#293 Ársæll Þorsteinsson - 10.01.2019

Reykjavík er á 22° vestur sem þýðir að rauntími miðað við hnattstöðu er 1,5 klst á eftir Greenwich. Ég styð valkost B, þ.e. að seinka klukkunni um 1 klst. Munar þá aðeins 0,5 klst á rauntíma m.v. hnattstöðu í stað 1,5 klst. Þetta tel ég nauðsynlegt og þýðir meiri birtu fyrr á morgnana á veturna, eins og æskilegt er. Það mætti svo skoða upptöku á sumartíma, því það skiptir minna máli þegar bjart er lungann úr sólarhringnum hvort sem er. Þannig yrði tímamunur milli Íslands og Evrópu sá sami og milli Íslands og N-Ameríku næstum því einnig.

Afrita slóð á umsögn

#294 Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir - 10.01.2019

Ég tel leið B vera eina rétta lausnin.

Það að velja C kemur niður á starfsfólki skóla ef það á að mæta seinna á daginn verður það líklega líka búið seinna í vinnunni.

Persónulega finn ég mikið fyrir þvi að klukkan er ekki rétt á Íslandi og er mun hressari á morgnana þegar ég dvel erlendis og þau ár sem ég bjó erlendis fann eg ekki fyrir þessum þyngslum við að vakna á morgnana né erfiðleikum með að sofna á kvöldin.

Afrita slóð á umsögn

#295 Eydís Eyjólfsdóttir - 10.01.2019

Leið B þar sem seinkun klukkunnar myndi hafa jákvæð heilsufarsleg áhrif, sérstaklega á ungmenni.

Afrita slóð á umsögn

#296 Anna Kristín Ólafsdóttir - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#297 Ólöf Árnný Þorkelsdóttir Öfjörð - 10.01.2019

B kostur er svo sem ágætis lausn.

Hafa þarf þó í huga bæjarstæði í fjörðum hvenær er sumarsólin farin á kvöldin ? Sum staðar er sólin sest kl 18 það væri best þar að klukkan væri orðin 19 þegar sólin sest

Afrita slóð á umsögn

#298 Daði Geir Samúelsson - 10.01.2019

Mæli með óbreyttum ástandi. Miklu betra að geta notið sólar og birtu að loknum skóla/vinnidegi. Varð sérstaklega var við þetta í vetur við dvöl mína í Bandaríkjunum þegar breitt var yfir í vetrartíma. Maður hafði alltaf góðan tíma til að njóta birtunnar og stunda útivist að loknum skóla. Þegar vetrartíminn tók gildi var byrjað að dimma fljótlega eftir skóla og tímin mjög knappur til að njóta birtunnar. Mér fannst þetta breyting sem leiddi til minni lífsgæða.

Afrita slóð á umsögn

#299 Hermann Guðmundsson - 10.01.2019

Víðast hvar í heiminum er hádegi (hæst staða sólar) sem næst 12:00. Það er þó ekki algilt. Alþýðulýðveldið Kína er eitt tímabelti og þar eru að finna borgir þar sem hæst sól er kl. 15:00. Í Reykjavík rís sól hæst á tímabilinu frá kl. 13.11 - 13.42 (þ.e. nær síðdegiskaffi en hádegi, líkt og í vestur-Kína). Við þurfum ekki að flækja þetta mikið. Það er nóg að skoða kort af tímabeltum jarðar til að sjá hvað við erum mikið á skjön við það sem væri eðlilegt hér. Seinkum klukkunni um klukkutíma og höfum hádegi í hádeginu. Við verðum fljót að aðlagast. Valkostur B, ekki spurning.

Afrita slóð á umsögn

#300 Aðalbjörg Anna Stefánsdóttir - 10.01.2019

A - ekki spurning!

Afrita slóð á umsögn

#301 Guðni Már Gilbert - 10.01.2019

B. Ég er þeirri skoðunar að láta breyta klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#302 Ómar Runólfsson - 10.01.2019

Styð lið B. að klukkan verði færð nær raunverulegum sólartíma miðað við okkar hnattstöðu.

Afrita slóð á umsögn

#303 Markús Sveinn Markússon - 10.01.2019

Verði klukkunni breytt gerist þetta örugglega, á sumrin:

1. Sólríkum lognmorgnum fækkar, því hafgolan og skýin verða komin fyrr á kreik.

2. Hlýjasta og besta klukkustund hins vinnandi manns í dag, strax eftir vinnu, verður frátekin fyrir vinnuveitanda.

3. Kvöldin verða dimmari og kaldari sem bitnar m.a. á kærkominni útivist margra.

"Rannsóknir" sem vitnað er í vegna breytingu klukkunnar ku varða betri líðan vegna líkamsklukku eða álíka. En hvað um þessar staðreyndir hér að ofan, sem myndu hafa afgerandi slæm áhrif á þá sem vilja njóta þessara stunda?!

Hættum þessari vitleysu og látum klukkuna í friði. Á sumrin hið minnsta.

Afrita slóð á umsögn

#304 Sólrún Héðinsdóttir - 10.01.2019

Ég vil að klukkunni verði breytt til samræmis við hnattræna stöðu Íslands. Ég tel að hér sé um mjög mikilvægt lýðheilsumál að ræða fyrir alla Íslendinga. Ég held að þetta sé sérstaklega áríðandi varðandi unga fólkið okkar. Of lítill svefn er orsök ýmissa erfiðleika sem margt ungt fólk er að glíma við í samfélaginu í dag.

Afrita slóð á umsögn

#305 Sigmar Hlynur Sigurðsson - 10.01.2019

Ég tel að valkostur B sé réttu leiðina, hef lengi verið þessarar skoðunar, treysti fagaðilum varðandi lýðheilsu.

Afrita slóð á umsögn

#306 Gísli Sigurðsson - 10.01.2019

Mér sýnist að gömlu klukkuútreikningar Þorsteins Sæmundssonar hafi miðast við að hafa sem flestar bjartar stundir á vökutíma fólks milli 7 og 23. Við fyrstu sýn er það prýðisgott markmið. Nýju rannsóknirnar sýna svo að það sé morgunbirta sem skipti heilsuna mestu máli. Með réttri sólarklukku mun björtum vetrarmorgnum fjölga um 64 (miðað við kl. 9). Það má einu gilda fyrir líkamsklukkuna og þá heilsu sem stillist eftir henni hvort það sé dimmt á kvöldin. Það virðist ekki þurfa neina skoðanakönnun til að ákveða þetta. Hagræðið af 64 björtum morgnum til viðbótar handa öllum landsmönnum vegur upp óhagræði flugfélaganna af því að þurfa að semja um nýja lendingartíma í útlöndum. Gömlu forsendurnar um sem mest sólarljós á ársvísu milli 7 og 23 eiga ekki við rök að styðjast í ljósi líkamsklukkufræðanna.

Afrita slóð á umsögn

#307 Atli Freyr Þorvaldsson - 10.01.2019

*Veit ekki hvort umsögn mín náði í gegn; vinsamlegast hunsið, ef hin fór inn

Valmöguleiki B er hyggilegasti kosturinn, enda er hann bestur fyrir líkama okkar. Það er alltaf hægt að stjórna því hvenær er farið í háttinn, en erfiðara er að vakna.

Einning mætti tvinna valmöguleika C við B, eftir smá reynslutíma á þeim síðarnefnda.

Aukavalmöguleikar:

Fordæmi eru fyrir því að staðartími landa sé heilum og hálfum tímum frá GMT. T. a. m. Indland, Íran, Norður-Ástralía og Nýfundnaland. Því legg ég til valkost B2, Reykjavíkurtíma, sem væri (UTC-1:30). Hádegi yrði í Reykjavík klukkan 12:00. Þessi valkostur gætti jafnræðis flestra íbúa landsins.

Valkostur B3: Breiddarmiðja þéttbýlisstaða (milli Patreksfjarðar og Neskaupsstað) er 18.85°V. Þar liggur Siglufjörður næstur. Til hægðarauka þá er lögð til 75 mínútna seinkun á klukkunni jafngild 18.5°V, en Dalvík liggur þar. Nýtt tímabelti væri (UTC-1:15). Þessi valkostur gætti jafnræðis allra íbúa landsins.

Afrita slóð á umsögn

#308 Finnbogi Gunnlaugsson - 10.01.2019

Fyrir fólk sem vinnur frá 8 - 16 er best að hafa klukkuna eins og hún er. Í dag, 10. janúar, þegar vinnu lauk gat ég notið dagsbirtu í tæpan klukkutíma eftir vinnu en ef henni væri seinkað um klukkutíma þá hefði ekki verið nein dagsbirta til að njóta hvorki fyrir né eftir vinnu því það skiptir ekki máli hvort það birtir 9.30 eða 10.30 því að í báðum tilfellum væri ég kominn ínn á vinnustaðinn og færi í vinnu í myrkri og kæmi út í myrkrið. Það yrði hvort eð er nokkrar vikur í að það yrði bjart á morgnana og því yrði lengri tími sem fólk sem vinnur venjulegan vinnutíma nyti engrar birtu.

Ég er kennari og hef prófað að seinka tímum til kl. 9 og 10 á morgnana og það er sama fólkið sem kemur of seint hvenær sem það á að mæta. Mætingin er ekkert betri þó að fólk eigi að mæta kl. 10.

Afrita slóð á umsögn

#309 Hrönn Árnadóttir - 10.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#310 Hlynur Jónsson Arndal - 10.01.2019

Ég vil seinka klukkunni til þess að hún verði íslenskum náttúrulegum tíma. Að ætlast til að fólk og fyrirtæki fari að breyta svefntíma eða opununartíma og eyða fjármunum skattborgar í einhver áróður eða auglýsingar er sóun á fjármunum. Gerum þetta einfalt og seinkum klukkunni.

Vil Valkost B

Afrita slóð á umsögn

#311 Ingibjörg Pétursdóttir - 10.01.2019

Ég er mjög hlynnt lið B - að seinka klukkunni um eina klukkustund.

Samkvæmt minni reynslu aukast vandræði með að ná fullum svefni með aldrinum - svo það eru ekki bara unglingarnir sem líða mikið fyrir vitlausa klukku, heldur líka margir vinnandi sem eru komnir yfir miðjan aldur.

Afrita slóð á umsögn

#312 Rut Jóhannsdóttir - 10.01.2019

Klukkunni seinkað um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#313 Hafsteinn Auðunn Hafsteinsson - 10.01.2019

Ég vel "B" sem er nær réttu tímabelti og þar með okkar líkamsklukku !

Afrita slóð á umsögn

#314 Þráinn Skarphéðinsson - 10.01.2019

Ég vel að halda óbreyttum tíma

Afrita slóð á umsögn

#315 Úlfar Árnason - 10.01.2019

Leið A, láta klukkuna í friði. Vinnuvikan verður hvort eð er stytt um þennan tíma í áföngum.

Afrita slóð á umsögn

#316 Alexander Friðriksson - 10.01.2019

Leið B er málið.

Afrita slóð á umsögn

#317 Einar Gíslason - 10.01.2019

Valmöguleiki B er vænlegasti kosturinn að mínu áliti, eftir að hafa fylgst með þessu máli nokkuð lengi. Sem næst réttu tímabelti.

Afrita slóð á umsögn

#318 Jóhann Júlíus Jóhannsson - 10.01.2019

Verið ekki að þessu rugli farið bara að sofa kl 10.

Afrita slóð á umsögn

#319 Stefán Snær Grétarsson - 10.01.2019

B. Eins og staðan er núna er klukkan á hádegi 13:35 en ekki 12:00 á vesturhluta landsins. Að sjálfsögðu á að leiðrétta þessa skekkju. Eins og staðan er núna þá vaknar meginþorri landsmanna seinni hluta nætur þó líkamsklukkan segi annað. Leið B er ágætis málamiðlun, þ.e. að færa hádegi til 12:35. Kostirnir eru m.a. að birtustundum að morgni í svartasta skammdeginu fjölgar og skólabörnum líður betur. Annar ávinningur – og alls ekki sá ómerkilegasti – er að Super Bowl hefst klukkan 22:30 en ekki 23:30 hér á Íslandi.

Afrita slóð á umsögn

#320 Þráinn Skarphéðinsson - 10.01.2019

Góðan dag, ég vakna kl. 7.30 og fer að sofa 11.30, ég sé ekki vandamálið! Stundum er sól stundum ekki.

Góðar sólskinsstundir.

Afrita slóð á umsögn

#321 Brynjar Gústafsson - 10.01.2019

leið A.

Afrita slóð á umsögn

#322 Heiðdís Rós Svavarsdóttir - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#323 Guðni Sigþórsson - 11.01.2019

Leið b takk

Afrita slóð á umsögn

#324 Guðjón Júlíus Halldórsson - 11.01.2019

FJÓRÐA LEIÐIN - TÖKUM UPP SUMAR OG VETRARTÍMA

Með því að seinka klukkunni um eina klst verðum við þremur tímum eftir norðurlöndunum og Evrópu á sumrin og tveimur tímum á veturna.

Vandinn er ekki ljósið hér á sumrin heldur myrkrið um vetur.

Lausnin gæti þá einfaldlega verið að við skiptum á vetrartíma með því að seinka klukkunni á sama tíma og Norðurlöndin og Evrópa skipta á vetrartíma hjá sér (GMT-1) hjá sér og UK fer á GMT - þ.e. þegar klukkunni er seinkað í löndunum austan við okkur þá seinkum við klukkunni hjá okkur að sama skapi á (GMT+1). Þetta leiðréttist síðan á vorin og þegar löndin austan við okkur færa yfir á sumartíma og flýta klukkunni hjá sér á (GMT-2) þá flýtum við klukkunni okkar aftur á (GMT + 0).

Þannig bregðumst við skammdeginu og náum ljósi fyrr á morgnana yfir vetrartímann - þ.e. erum á réttum tíma á veturna. 'Á sumrin skiptir þetta minna máli og þá getum við verið á þeim tíma sem við eru í dag - GMT + 0.

Stóri ávinningurinn er að ekki skapast enn meiri munur, upp til 3ja tíma mismunur, milli okkar (GMT+1) og norðulanda, Evrópu á sumrin (GMT-2) á sumrin. Það er síðan líka kostur að með þessari aðferð er tímamunur milli 'Islands og landanna kringum okkur, norðurlanda, UK, Evrópu sá sami árið um kring, 2 tímar á sama tíma og við vinnum svolítið á móti skammdeginu.

Að skipta milli vetrar og sumartíma er mjög einfalt í framkvæmd og hefur verið gert lengi í löndum viða um heim.

Afrita slóð á umsögn

#325 Jóhannes Ragnar Jensson - 11.01.2019

Klukkan hér í Reykjavík er einni og hálfri klukkustund á undan sem verður til þess sólin sest seinna á daginn.

Þannig að þegar skólinn er búinn á daginn fá börnin smá birtu, meira segja á dimmasta degi þegar sólin sest 15:29, 21.desember. Eftir breytingu sest hún 14:29 og orðið skuggsýnt klukkan 15:00

Það á ekki að mínu mati að breyta klukkunn . Það er ekki henni að kenna að fólk fer of seint að sofa, Það er hnattstaða okkar sem veldur því að sólin er einungis á lofti fjóra tíma þegar dimmast er, við verðum bara að lifa með því.. Þetta er meira spurning um forgangsröðun og svefnvenjur.

Að breyta klukkunni væri það vitauasta sem hægt væri að gera og algjörlega tilgangslaust hvað varðar svefn og svefnvenjur. Líkamsklukka er mest það sem fólk venur sig á, þess vegna vel ég kost ( A ) og einnig( C )

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 1/2 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#326 Ásdís Bergþórsdóttir - 11.01.2019

Mér finnst vanta umræðu um rannsóknir sem sýna fram á það að breiddargráðan hefur áhrif á svefn. Hér á landi er talað eins og aðeins lengdargráða/klukkumunur hafi áhrif á svefn og dægurgerð.

Í Bartel o.fl. 2017 kom í ljós að lengd dagsbirtu hefur áhrif á svefn unglinga. Stuttur dagur spáði fyrir um að þeir færu seinna og sofa og svæfi minna.

Úr alherjagreiningu Randler & Rahafar 2017: "Morningness-eveningness (M/E) is an individual trait related to a person’s sleep-wake cycle and preference for morning or evening hours." Niðurstaða þeirra: "Sunrise was unrelated to M/E. Further detailed analyses, however, showed that it is the sunset time on the longest day of the year that showed the highest statistical influence." og "Evening orientation was related to higher latitude, longer photoperiod and later sunset." Það er skiptir sem sagt meira máli hvenær sólin sest á lengsta degi ársins en sólarupprás upp á það hvort við erum kvöldtýpan eða morguntýpan. Sé þetta rétt samtekt á þessum mörgum rannsóknum þá verður meirihluti Íslendinga áfram kvöldtýpan við þessa breytingu en bara í meira í myrkri að meðaltali.

Nær allar svefnrannsóknir eru gerðar á stöðum nær miðbaug en við erum og það er því óvíst að hvaða leyti við getum yfirfært þær rannsóknarniðurstöður yfir á Íslendinga úr því að breiddargráða hefur svona mikil áhrif. Ég hef ekki séð þessa sérfræðinefnd fjalla um það.

Ég verð einnig að benda á að allar ályktanir um hversu mikið þetta muni bæta lífsgæði þjóðarinnar eru aðeins getgátur. Það er engin tilraun gerð til að reikna út lengri svefntíma, minnkun á sykursýkistilfellum og minnkaða áfengisneyslu, færri hjartáföll, aukna framleiðni eða færri slys. Enda eru ekki mér vitanlega til rannsóknir sem hægt að byggja á í slíkum útreikningu. Þannig yrði breyting á klukkunni aðeins tilraun sem gæti skilað betri hag fólks eða nú eða verri.

Það væri eðlilegra að skoða þetta betur og leita til virtra sérfræðinga erlendis. Þeir gætu mögulega svarað hlutum eins og: Getur breyting á klukku skilað fækkun á sykursýkistilfellum á Íslandi eins og gefið er í skyn? Hversu mikil yrði sú fækkun? 1-2 tilfelli eða kannski fækkun um 500 manns? Og mögulega svarað því hvort að fylgnin skýrist að einhverju leyti vegna fjarlægðar frá miðbaug eins og sumir vísindamenn hafa stungið upp. Hvað varðar áfengið þá mun það vera þó nokkur fylgni við áfengisneyslu við fjarlægð frá miðbaug.

Það er ákveðin hætta að almenningur muni vilja seinkun á þeirri forsendu að þá verði allt eins og í útlöndum og átti sig ekki á því að vandinn er að einhverju leyti sá að við erum mjög norðarlega. Það væri æskilegt að reyna að greina í sundur áhrif vegna klukkumunar og áhrif vegna norðlægrar legu landsins. Æskilegt væri að leita til þeirra erlendu sérfræðinga sem hafa rannsakað áhrif fjarlægðar frá miðbaug á ssvefn og dægursveiflu fólks og fá að heyra álit þeirra.

Afrita slóð á umsögn

#327 Thorben Jósef Lund - 11.01.2019

Valkostur B er auðvitað málið. Að byrja daginn í sem mestri birtu er mjög mikilvægt. Það er ekki að ástæðulausu að Evrópubúar færa klukkuna til baka á veturnar. Það er gott og blessað að byrja daginn fyrr ef birtir fyrr, líkt og Evrópubúar gera. En Það er enn mikilvægara að byrja daginn í birtu. Það er erfitt að koma með vísindalegar útskýringar fyrir þessu, en eftir að hafa komið börnunum af stað í skólan í um 20 ár, þá er það mín reynsla að það er mun auðveldara og árangurinn betri á þeim dögum sem farið er af stað í birtu.

Reyndar er mjög ákveðin umræða um það í mörgum löndum Evrópu að hætta með svokallaðan sumartíma og halda sig sem mest við staðartíma.

Afrita slóð á umsögn

#328 Ragnar Þ Þóroddsson - 11.01.2019

Ég styð að seinka klukkunni um eina klukkustund. Og hafa hana þannig óbreytta um ókomna tíð en ekki vera að færa hana fram og til baka um vetur og sumar. Ég styð þessi lýðheilsurök sem hafa komið fram. Verðum nær Ameríkutíma en fjær Evróputíma. Gott mál.

Afrita slóð á umsögn

#329 Magnús Jónsson - 11.01.2019

Líkamsklukkan og geðheilbrigði

Enn einu sinni eru menn búnir að ýta af stað þeirri umræðu að samband sé milli svefnvenja fólks og geðheilsu annars vegar og stillingu klukkunnar hins vegar. Þannig sé það heilbrigðismál að færa klukkuna hjá okkur aftur um 1 klst og taka þannig upp um svokallaðan vetrartíma allt árið í stað sumartíma. Stundum er vísað í einhverjar rannsóknir sem eiga að styðja þetta. Þá er því stundum einnig haldið fram að hver og einn einstaklingur sé með einhverja innbyggða líkamsklukku sem að einhverju leyti taki af fæðingarstað viðkomandi sem aftur taki mið af sólarsuðrinu.

Þrjár vísindalegar spurningar um geðheilsu og svefnvenjur

Reykjavík stendur á um 22°V en Egilsstaðir á um 15°V. Þannig munar um 7 lengdargráðum á þessum tveimur stöðum sem jafngildir u.þ.b. hálfri klst. Fyrsta spurning mín er því: Hefur verið sýnt fram á vísindalegan marktækan mun á svefnvenjum og geðheilsu Héraðsbúa og Austfirðinga annars vegar og þeirra sem búa á suðvesturhorni landsins hins vegar?

Bergen í Noregi stendur á um 5°A en Stokkhólmur er á 18°A. Þannig munar um 13 lengdar-gráðum eða tæplega einu tímabelti á þessum tveimur borgum sem eru þó á svipaðri breiddargráðu. Báðar þessar borgir eru með sömu klukkustillingu allt árið, þótt klukkunni sé breytt á báðum stöðum á vori og hausti. Önnur spurning: Hefur tekist með rannsóknum að sýna fram á að munur sé á geðheilsu almennings eða svefnvenjum ungmenna milli þessara tveggja norrænu borga?

Berlín höfuðborg Þýskalands stendur á 13°A en Brest í Vestur-Frakklandi er á 4°V. Þarna munar um 17 lengdargráðum, þ.e. meiru en einu tímabelti og eru þó báðar borgirnar á innbyrðis sama tíma allt árið. Þriðja spurning: Hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna að Berlínarbúar séu geðhraustari eða hafi betri svefnvenjur en þeir sem búa á Bretagne-skaganum?

Breytt umhverfi og aukin firring

Stór hluti þjóðarinnar vinnur vaktavinnu eða býr við mismunandi óreglulegan vinnutíma. Sýnt hefur verið fram á að vaktavinna getur verið heilsuspillandi, bæði líkamlega og andlega. Seinkun á klukkunni myndi í engu breyta aðstöðu þeirra sem stunda slíka vinnu. Sömuleiðis hef ég ekki séð nein haldbær rök fyrir því að svefnvenjur fólks eða geðheilsa fari eftir því hvenær nákvæmlega sólin sé hæst á lofti. Þegar Íslendingar ákváðu fyrir rúmlega hálfri öld að festa klukkuna á sumartíma bjuggum við í allt öðru samfélagi og umhverfi en nú er. Farsími og internet var ekki til, sjónvarpi lauk kl. 11 að kvöldi ef það var þá á annað borð komið inn á heimili hjá fólki hér á landi, skemmtanir stóðu ekki lengur en til kl.1-2 eftir miðnætti um helgar og þannig mætti lengi telja. Í dag rúllar slík afþreying allan sólahringinn alla daga, allt árið, alls staðar, hvor sem maður er heima eða í skóla, á vinnustað eða í fríi, úti eða inni auk þess sem margir sækja skemmtistaði sem eru opnir allar nætur. Allt þetta veldur örugglega mikilli firringu sem engar líkur eru á að taki mið af sólarsuðrinu en sannarlega getur þetta breytta umhverfi haft áhrif á svefnvenjur og geðheilsu fólks, ekki síst ungmenna. Þegar ég var unglingur var í gildi hér á landi vetrartími frá október og fram í apríl. Ekki man ég eftir að hafa nokkru sinni verið morgunhress og vel útsofinn í skólanum á þessum unglingsárum, frekar en flestir jafnaldrar mínir, enda fór ég seint að sofa.

Að mínu áliti er stærsti kosturinn við sumartímann sá að þá fæst bæði meiri birta og hærri hiti lengra fram eftir degi. Slíkt hlýtur að vera eftirsóknarvert, einkum yfir sumarhelming ársins. Miðað við vinnutíma margra er væntanlega æskilegt að vinnudegi sé lokið tiltölulega fyrr til að geta notið útiveru, birtu og yls í þeim frítíma sem gefst eftir að hefðbundnum vinnutíma líkur. Mikið gæfuspor var stigið fyrir liðlega hálfri öld þegar við einir þjóða í Evrópu hættum að hringla í klukkunni tvisvar á ári. Þá fór fram ítarleg skoðun á því hvort við ættum að velja sumartíma eða vetrartíma. Niðurstaða þeirrar greiningar var þá að það hefði fleiri kosti að vera á sumartíma en vetrartíma. Ekkert bendir til þess að sú greining hafi verið röng. Ég legg því eindregið til að við höldum okkur við óbreytt kerfi í þessum klukkumálum.

Magnús Jónsson veðurfræðingur

Afrita slóð á umsögn

#330 Arnar Þór Ægisson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#331 Hjálmur Gunnarsson - 11.01.2019

Valkostur A óbreytt ástand með fræðsluúrræði, er illskársti kosturinn.

Af þremur hörmulegum valkostum, hallast ég að A.

Ég er algjörlega ósammála þessum tillögum og tel þær með engu bæta gæði landsmanna.

Ég er því alveg ósammála að klukkunni verði seinkað. Fólk, ungt og eldra vill geta notið dagsins í birtu eftir vinnu og skóla. Best væri að flýta klukkunni um klukkustund. Mér finnst þetta líkamsklukkutal ekki passa hér á Íslandi. Stór hluti ársins er þannig að það skiptir engu máli hvort þú vaknar klukkan 6 eða 8 á morgnana. Það er jafn mikið myrkur, eða alltaf bjart.

Til að hvílast vel, þarf að fara að sofa 8-9 tímum áður en fara á á fætur, alveg óháð því hvað klukkan er stillt á þegar sól er hæst á lofti. Ætli fólk sem fer núna að sofa klukkan 24 og vaknar klukkan 7 sé líklegra að fara að sofa klukkan 23 og vakna svo klukkan 7 þótt klukkan sé færð til ? mjög ólíklegt.

Maður fær ekki meiri svefn við að breyta klukkunni, eingöngu ef maður fer að sofa tímanlega.

Að breyta tímanum er leysir ekki slæmar svefnvenjur.

Því legg ég frekar til að unnið verði í að fá fólk til að fara að sofa fyrr en rannsóknir sýna, enda sýnir það sig að slíkt er gerlegt með góðum vilja og aga.

Ef horft er til birtustunda eftir vinnu og skóla, og með tilliti til frístunda þá eru þessar tillögur í ranga átt, ég er á því að flýta klukkunni til að eiga meira eftir af deginum eftir vinnu.

Stærstur hluti vinnu og skóla fer fram innandyra, þar af leiðir að birta úti við skiptir litlu máli.

Sá munaður að geta nýtt sólarstundir eftir vinnu, yfir vor, sumar og síðsumar er gríðarlega mikill lúxus og í raun ætti frekar að færa klukkuna í öfuga átt til að bæta við bjartar síðdegisstundir, þegar samvera fólks, vina og fjölskyldna á sér stað.

Birtutími fólks og barna er nú þegar í harðri samkeppni um tíma við skjátengda afþreyingu og ég sé frekar fyrir mér að við það að fjölga dimmum stundum síðdegis eftir skóla barna og vinnu fólks myndi leikurinn minnka enn frekar. Eins sameiginleg útivera fjölskyldunnar.

Fjórði kosturinn sem ekki er minnst á er að breyta jarðfræðilegri stöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#332 Magnus Joensen - 11.01.2019

Ég er á því að breyta eigi klukkunni og velja leið B.

Afrita slóð á umsögn

#333 Soffía Guðrún Þorsteinsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B. Að seinka klukkunni um 1 klst. = betra fyrir líkamsklukkuna

Afrita slóð á umsögn

#334 Styrmir Bjartur Karlsson - 11.01.2019

B. Þetta væri ekki til umræðu nema að það væri gott yfir alla.

Hinsvegar skil ég ekki af hverju það er ekki verið að athuga líka hvort um er að ræða sumar og vetrartíma eins og í flestum löndum okkur til Austurs?

Afrita slóð á umsögn

#335 Arna Sigurðardóttir - 11.01.2019

Ég er fylgjandi því að kukkunni verði seinkað um eina klukkustund. Þetta myrkur er erfitt yfir vetrarmánuðina, skammdegisþunglyndi getur verið lífshættulegt.

Afrita slóð á umsögn

#336 Halldór B Kristjánsson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#337 Snorri Valsson - 11.01.2019

B.

Afrita slóð á umsögn

#338 Kristín Vala Ragnarsdóttir - 11.01.2019

Að mínu mati á að halda klukkunni á Íslandi skv hnattstöðu (val B). Komið hefur í ljós sl ár (margar rannsóknir birtar í ritrýndum tímaritum) að lífsklukku okkar er stjórnað af dagsljósi. Þannig að dagsljós þarf til þess að vakna og hefja daginn og þúsindir efnahvarfa fari af stað, og sama á sér stað þegar farið er að sofa - þá þarf myrkur. Þegar litið er á lýðheilsu og líðan landsmanna almennt, þar sem þunglyndi og alls kyns kvillar eru algengir, er ekki spurning að það þurfi að breyta klukkunni. Viðskiptaáhrif skipta hér ekki máli, enda fara viðskipti ekki lengur fram í síma, heldur í tölvupóstum.

Afrita slóð á umsögn

#339 Hafliði Baldursson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#340 Vilhjálmur Pálsson - 11.01.2019

Ég hef alltaf verið fylgjandi því að seinka klukkunni. Spurningin er bara hvenær og hversu lengi. Hnattstaða Íslands er mjög öfgakennd í samanburði við flest önnur lönd í heiminum. Mér finnst réttast að seinka klukkunni yfir dimmustu mánuði ársins. T.d frá miðjum Nóvember og fram í byrjun Apríl eða um 137 daga. Ég sé enga ástæðu til að skipta árinu til helminga.

Mér finnst sú tillaga að breyta ekki tímanum og reyna að fræða landann um breyttar svefnvenjur algjörlega glórulaus. Þetta er engin ný vitneskja. Afhverju eru þá ekki allir löngu búnir að breyta svefnvenjum sýnum? Kannski vegna þess að líkamsklukkan leyfir það ekki? Maður spyr sig 😉

Afrita slóð á umsögn

#341 Linda Björk Sigurðardóttir - 11.01.2019

Breyta klukkunni það er ótrúlegt hvað klst birta gerir mikið fyrir serótínmagn í okkur.

Afrita slóð á umsögn

#342 Sigurlaug G Kristjánsdóttir - 11.01.2019

Val : B , Klukkunni seinkað um 1 klst, í samræmi við hnattstöðu landsins. Bætt lífsgæði og lýðheilsa.

Afrita slóð á umsögn

#343 Aron Sigurbjörnsson - 11.01.2019

Mer fynst ætti breyta Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu.

Nafn. Aron sigurbjörnsson

Afrita slóð á umsögn

#344 Jóhannes Laxdal Baldvinsson - 11.01.2019

A. Almennt talað þá tel ég að líkamsklukka einstaklinga sé ólík. Í öðru lagi þá er ég á móti forræðishyggju og "fræðslu" fyrir fullorðið fólk. Þess vegna vel ég ekki A.

B. Að seinka klukkunni um 1 klst til að unglingarnir okkar fái meiri svefn eru ekki nægileg rök í mínum huga. Lausnin á því vandamáli er að fara fyrr að sofa. Þarna kemur mismunandi líkamsklukka líka inní. Á Íslandi er skammdegið ekki þrúgandi fyrir meirihluta Íslendinga. Þar spila aðrir þættir stærra hlutverk eins og meðfætt þunglyndi. Að seinka klukkunni til að leiðrétta fyrir rangri hnattstöðu eru gild rök en breyta engu fyrir lýðheilsuna. Hringl með tímann er ekki nauðsynlegt. Get ekki valið B.

C. Með útilokunaraðferðinni er C eini rétti valkosturinn. Ég vel C.

En svo er líka hægt að hætta að vera þræll klukkunnar. Hefur það ekki hvarflað að neinu af þessu góða fólki sem yfir okkur vakir!

Afrita slóð á umsögn

#345 Sveinn Dal Björnsson - 11.01.2019

B. Seinka klukkunni um klst. Sem væri í rauninni leiðrétting.

Afrita slóð á umsögn

#346 Hólmfríður Eysteinsdóttir - 11.01.2019

Ég styð seinkun klukkunnar um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#347 Guðmundur J Hafsteinsson - 11.01.2019

´Eg vel tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#348 Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#349 Ástrós Óskarsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Það ætti að fylgja Bretlandi sem er á sama time zone.

Afrita slóð á umsögn

#350 Svava Gunnarsdóttir - 11.01.2019

Skammdegið fer illa í flesta. Eftir að hafa verið búsett í Svíþjóð í 10 ár þá finnst mér nauðsynlegt að breyta klukkunni. Mjög skynsamleg rök sem að lýðheilsufræðingur talaði um í Kastljósi í gærkvöldi sem var hreinlega blanda af öllum þremur valkostunum: a) breyta klukkunni b) leyfa unglingum og ungmennum að byrja seinna í skólanum c) vera með fræðslu um svefn og líkamsklukkuna.

Kær kveðja Svava

Afrita slóð á umsögn

#351 Gísli Trausti Jóhannesson - 11.01.2019

Mér finnst að velja ætti leið B. til að vera á réttum tíma miðað við hnattræna stöðu íslands.

Afrita slóð á umsögn

#352 Elfa Björk Björnsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B. Ég er fylgjandi því að kukkunni verði seinkað um eina klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#353 Helga Benediktsdóttir - 11.01.2019

Ég styð tillögu A og til vara tillögu C.

Ég get ekki skilið að það sé eitthvað erfiðara fyrir unglinga að vakna á morgnanna í dag en áður fyrr. Ef snjalltækin eru að trufla þá þarf að bregðast við því með öðrum hætti en að breyta klukkunni.

Við sem búum hérna á hjara veraldar þurfum að geta nýtt allt það sólarljós sem okkur býðst og því er okkur mikilvægt að það sé sem lengst bjart hjá okkur eftir vinnu og skóla en ekki á morgnanna þegar við erum að fara beint til vinnu eða skóla.

Það að geta sest út eftir vinnu á sumrin er ómetanlegt eða stundað frístundir úti í birtu í fleiri daga en ella er ómetanlegt.

Afrita slóð á umsögn

#354 Helga Benediktsdóttir - 11.01.2019

Ég styð tillögu A og til vara tillögu C.

Ég get ekki skilið að það sé eitthvað erfiðara fyrir unglinga að vakna á morgnanna í dag en áður fyrr. Ef snjalltækin eru að trufla þá þarf að bregðast við því með öðrum hætti en að breyta klukkunni.

Við sem búum hérna á hjara veraldar þurfum að geta nýtt allt það sólarljós sem okkur býðst og því er okkur mikilvægt að það sé sem lengst bjart hjá okkur eftir vinnu og skóla en ekki á morgnanna þegar við erum að fara beint til vinnu eða skóla.

Það að geta sest út eftir vinnu á sumrin er ómetanlegt eða stundað frístundir úti í birtu í fleiri daga en ella er ómetanlegt.

Afrita slóð á umsögn

#355 Jón Sigurðarson - 11.01.2019

Góðan dag,

Ég vel kost B því ég tel rétt að hafa klukkuna í sem mestu samræmi við hnattræna stöðu landsins. Því ætti í raun að seinka henni um 90 mínútur en allar rannsóknir sérfræðinga hníga í þá átt að klukkan eigi að vera í samræmi við hnattræna stöðu Íslands.

Bestu kveðjur

Jón Sigurðarson

Afrita slóð á umsögn

#356 Guðrún Ásdís Einarsdóttir - 11.01.2019

Ég óska eftir, að hádegi sé á sínum stað, þ.e. B leiðin þá er hádegi næstum á réttum tíma varðandi tímabelti/hnattstöðu Íslands,

já hádegið á hádegi!! klukkuna aftur um eina klukkustund. Best væri, að færa klukkuna aftur um eina og hálfa klukkustund.

BK Guðrún Ásdís

Afrita slóð á umsögn

#357 Þór Harðarson - 11.01.2019

Ég styð það að nýta vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir til að bæta lífs­gæði og vel þar af leiðandi kost B

Afrita slóð á umsögn

#358 Anna Pálína Kristjánsdóttir - 11.01.2019

Ég vel kost A.

Ég sé ekki tilganginn í því að fjölga birtustundum á morgnana þegar allir eru hvort eð er í vinnu eða skóla. Mér findist nær að fjölga birtustundum þegar fólk er að koma úr vinnu eða skóla, því það er tíminn sem fólk er meira útivið.

Ég held að svefnvenjur fólks myndu ekki breytast þótt að klukkunni yrði seinkað, þetta er bara slæmur ávani hjá okkur að fara seint að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#359 Edda Kristín Hauksdóttir - 11.01.2019

Ég vel númer B - eenda er hnattstaða Íslands í samræmi við það

Afrita slóð á umsögn

#360 Ingibjörg Guðný Marisdóttir - 11.01.2019

Ég vil breita klukkuni seinka um klukkutima

Afrita slóð á umsögn

#361 Sigfús Bergmann Svavarsson - 11.01.2019

Í dag er hádegi um klukkan 13:30 þannig að mér finnst sjálfsagt að seinka klukkunni til að hádegi verði nær klukkan 12.

Afrita slóð á umsögn

#362 Margrét S Kristjánsdóttir - 11.01.2019

Þetta snýst ekki um að breyta tímanum heldur þarf fólk að bera ábyrgð á sínum svefni og foreldrar svefni sinna barna. Við breytingu bætast örfáir bjartari morgnar við en munum við í staðin tapa talsvert meira af björtum eftirmiðdögum. Eftirmiðdagurinn er tíminn sem fólk notar í ýmsa útiveru og mun hún skerðast mikið við þetta. Ég er alfarið á móti þessu og ætti að halda klukkunni óbreyttri. Ef fara á út í breytingu ætti að breyta henni til baka þegar við á. En ég vel leið A. Hinar leiðarnir munu bara valda meiri vandamálum.

Afrita slóð á umsögn

#363 Ásgeir Eiríksson - 11.01.2019

Úrið mitt bilaði fyrir nokkru og ætlaði ég að notast bara við líkamsklukkuna, en komst að því að hún er mjög ónákvæm eða bara ekki til. Sennilega falsvísindi að þessi klukka sé til eða svo nákvæm að hún geti sagt mér hvort liðin sé ein klukkustund eða tvær. Ef ekki tekst að sefa þessa móðursýki sem farin er af stað um að breyta klukkunni legg ég til að samið verði um þetta í kjarasamningum þannig að vinnutími í nóvember til febrúar verði styttur um eina klukkustund að morgni. Þá fá allir sitt og ég ætla að fá mér nýtt úr.

Afrita slóð á umsögn

#364 Ægir Már Jónsson - 11.01.2019

Breyta á klukkunni, hún er ekki rétt og úr því þarf að leysa

Afrita slóð á umsögn

#365 Ingibjörg Bjarnadóttir - 11.01.2019

Vel leið B. Seinka klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#366 Pétur Bjarni Gíslason - 11.01.2019

Kostur B. Eigum að vera í samræmi við hnattstöðu. Sérstaklega ef rannsóknir sýna bætta heilsu almennings þá á að breyta klukkunni sem fyrst.

Afrita slóð á umsögn

#367 Jóhann Sigurðsson - 11.01.2019

Klukkunni seinkað um 1 klst. í samræmi við hnattstöðu og um leið dagsbirtu.

Afrita slóð á umsögn

#368 Skúli Bergmann - 11.01.2019

A. óbreytt staða.

Afrita slóð á umsögn

#369 Stefán Guðnason - 11.01.2019

Fullkomlega glórulaust. Tökum B valkostinn.

Laga þetta, koma svo.

Afrita slóð á umsögn

#370 Viðar Gunnarsson - 11.01.2019

A. Engin ástæða til að breyta klukkunni, held að fólk breyti ekki svefnvenjum þó klukkunni sé breytt.

Afrita slóð á umsögn

#371 Hafliði Örn Ólafsson - 11.01.2019

Ég held það vandamálið liggi ekki hjá klukkunni, heldur hjá almennri hugsun. Ég held að þrátt fyrir breytingu á klukkuni, muni fólk áfram fara að sofa um eða uppúr miðnætti.

Ef við seinkum klukkunni, þá mun það hafa ennþá verri áhrif en það hefur nú þegar. Fólk sem færi að sofa á miðnætti, færi núna að sofa klukkan 1, miðað við óbreytta stöðu.

Einnig vil ég frekar að krakkar hafi dagsbirtu eftir skóla, frekar en að ég fái morgunbirtu á meðan ég keyri í vinnuna.

Afrita slóð á umsögn

#372 Kristján Sveinsson - 11.01.2019

Ég tel ekkert unnið við það að breyta viðmiðun staðartíma. Hluta ársins er birtutími á Íslandi einfaldlega afar skammur, um helmingur venjulegs vinnudags. Það mun ekki breytast neitt þótt viðmiðun staðartíma yrði færð til um eina klukkustund. Kostirnir við núverandi fyrirkomulag eru vel þekktir. Munurinn á klukkunni milli Íslands og nálægra Evrópulanda er minni en hann væri ella. Það skiptir máli. Einnig er birtutíminn síðdegis, að loknum vinnudegi, lengri en hann væri annars. Þetta skiptir máli fyrir alla sem stunda útiveru. Í raun má segja að launþeginn eða skólaneminn eigi þessar björtu stundir fyrir sig nú, en væri klukkunni seinkað (tillaga B) féllu þær í hlut atvinnurekandans eða skólans. Ég styð því tillögu A end fæ ég með engu móti séð að breytingin sem tillaga B gerir ráð fyrir leysi vanda þeirra sem eiga við vandkvæði vegna skammdegismyrkursins að etja. Ég lít því svo á að tillaga B sé vond og óheiðarleg því með henni séu þeim sem stríða við skammdegismyrkursvanda gefin fyrirheit um að unnt sé að bæta úr með breytingunni. Ég er sannfærður um að svo er ekki. Leita verður annarra leiða til að bregðast við vanda þeirra sem eiga erfitt með skammdegismyrkrið.

Afrita slóð á umsögn

#373 Þórdís G Stephensen - 11.01.2019

Vil alls ekki breyta klukkunni. Get ekki hugsað mér að tapa dagsbirtunni seinni part dags. Unglingar fara bara seinna að sofa því það hefur ekkert með birtu að gera heldur hvað klukkan segir þeim. Einnig þurfa þá börnin að ganga heim úr skólanum í myrkrinu. Eftirmiðdagurinn finnst mér skipta meira máli en fyrri parturinn.

Afrita slóð á umsögn

#374 Helgi Þórisson - 11.01.2019

Að tapa 6 - 8 vikur af birtutíma í dagslok skiftir mig meira máli en fá þennan birtutíma þegar ég er lokaður innandyra á vinnustað.

Afrita slóð á umsögn

#375 Erla Ósk Wissler Pétursdóttir - 11.01.2019

Ég er sammála því að breyta eigi klukkunni og velja leið B.

Afrita slóð á umsögn

#376 Stefán Örn Stefánsson - 11.01.2019

Ég kýs, A-Óbreytt staða.

Allt tal um breytingu klukkunnar er hjóm eitt, ef rýnt er í hin ýmsu rök fyrir breytingu eða ekki breytingu,

má finna gögn sem virðast eingöngu vera tilfinningalegs eðlis pökkuð inní gervi- vísindi, frá öllum aðilum.

Skamdegis þunglyndi - Norðmenn hafa ekki getað fundið áþreifanlegan mun á notkun þunglyndislyfja, miðað við

búsetu, sem sagt þeir sem búa nyrst í Noregi ,stystur dagur að vetri, nota engu meiri lyf en þeir sem búa syðst.

Svefn - Fáránleg hugsun að breyting klukkunnar hafi einhver áhrif þar á. Það hlýtur öllum að vera ljóst að það

er lengd svefnsins sem ræður hvíldinni, burtséð frá klukkuslætti.

Ekki að það myndi pirra mig neitt þó að klukkunni yrði breytt, ég þyrfti eftir sem áður 6,5-7,5 klst í svefn.

Afrita slóð á umsögn

#377 Valgerður F Baldursdóttir - 11.01.2019

Ég hefði kosið að ganga lengra í að nálgast rétta klukku og færa til um 2 tíma yfir dimmustu vetrarmánuðina, til þess að eiga þess kost að vakna með birtunni. Hefði viljað sjá þann valkost að hafa sumar og vetrartíma, en vel B úr þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#378 Sighvatur Fannar Nathanaelsson - 11.01.2019

Það er ekki tekið út með sældinni að vera ungmenni á Íslandi, alla vega ekki hvað svefn varðar. Leið B er rétta leiðin til að koma til móts við það.

Sól er hæst á lofti hér yfir Hveragerði, hvar ég bý, kl. 13:37, 97 mínútum eftir "hádegi klukkunnar". Afleiðingin er sú að við rífum okkur framúr klukkustund fyrr en ef klukkan fylgdi sólargangi. Klukkustund sem líkamsklukkan í okkur gerir ekki ráð fyrir og enn síður í ungmennum en vegna hormónabreytinga sem fylgja aldursskeiðinu er þeim tamt að fara seinna að sofa en fólk á öðrum aldursskeiðum, og þar af leiðandi að vakna seinna. (https://www.sleepfoundation.org/sleep-topics/sleep-drive-and-your-body-clock). Þetta klukkurugl þjóðarinnar kemur því verst niður á þessum aldurshópi. Snjallt væri því einnig að seinka mætingu í skóla um klukkustund eða tvær fyrir þennan aldurshóp, leið C, auk auðvitað leiðréttingar á klukkunni, en slíkt hefur gefið góða raun þar sem það hefur verið reynt. Sjá Kastljós 10. janúar 2019.

Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 2017 hlutu Bandaríkjamennirnir Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young fyrir uppgötvanir þeirra á gangverki sameinda sem stjórna líkamsklukku manna. Uppgötvanir þeirra varpa ljósi á það hvernig plöntur, dýr og menn aðlaga líffræðilega klukku sína svo hún sé í takt við snúning jarðar. Líffræðileg klukka manna hjálpar til við það að stjórna svefnmynstri, matarvenjum, losun hormóna, blóðþrýstingi og líkamshita.

Það má því leiða líkum að því að leiðrétting klukkunar samanber leið B, auk leiðar C fyrir ungmenni landsins þar sem því verður viðkomið, muni bæta heilsu landsmanna til mikilla muna með tilheyrandi sparnaði í okkar dýrasta kerfi, heilbrigðiskerfinu og leiða til betri framlegðar vinnandi fólks þar sem við verðum betur sofin og sjaldnar veik.

Rök fyrir því að leiðrétta ekki klukkuna á borð við þau að það sé svo næs að komast í síðdegisgolf, að vetri vel að merkja, blikna í samanburði við að ógna lýðheilsu Íslendinga!

Afrita slóð á umsögn

#379 Vilhjálmur Ólafsson - 11.01.2019

Leið B

Það virðist gleymast hjá sumum að klukkan er einfaldlega mælitæki á tíma. Sólarhringurinn er mældur við hvenær sólin er hæst á lofti svo það að breyta klukkunni breytir ekki sólarhringnum.

Stytting vinnuvikunnar er mjög líkleg og mun slá út neikvæðar afleiðingar þess að seinka klukkunni. Morgnar verði bjartari og vinnulok margra munu hafa sömu birtu og með núverandi klukkuskipulagi.

Margur heldur mig sig og fjölmargir geta bent á skammdegisþunglyndið. Það er skelfilegur fylgikvilli núverandi skipulags. Einnig hefur verið bent á nemendur sem eru algjörlega úr samræmi við eigin lífsklukku. Aðrir geta bent á viðskipti við útlönd og íþróttaiðkun um eftirmiðdegið. Það virðist sem svo að það gleymist að fyrirtæki í viðskiptum geta breytt vinnutíma sínum sem og að mikil tómstundaiðkun fer fram innanhús og yfirbyggðir knattspyrnuvellir eru hvorteðer nauðsynlegir til þess að hægt sé að stunda fótbolta allan ársins hring.

Gúrkutíð ríkir hjá fjölmiðlum sem geta atað hvorum hópnum gegn hinum og misgáfulegum fullyrðingum er gefin full athygli. Ég vil sérstaklega þakka fyrir að leið C hafi verið bætt inní, til þess eins að gera umræðuna fáránlegri.

Það er hinsvegar lofsvert að stjórnvöld spyrji pöpullinn um skoðun sína, þrátt fyrir að við séum enn að bíða eftir lýðræðislegri kosinni stjórnarskrá.

Staðreynd málsins er sú að leið B hefur jákvæð áhrif á mun fleiri en núverandi skipulag. Það er engin að segja að neikvæð áhrif séu engin, slíkt væri vitleysa, en við höfum lifað alla okkar ævi við núverandi skipulag sem hefur hagnast minni hópnum. Við getum því sagt að þeirra tími sé liðinn, þeir hafa fengið sitt. Skv. nytjastefnu John Stuart Mill er augljóst hvor leiðin ætti að verða fyrir valinueða svo maður vitni í hin góðu orð Spock: „Þarfir fjöldans vega meir en þarfir þeirra fáu“.

Afrita slóð á umsögn

#380 Matthías Svavar Alfreðsson - 11.01.2019

Val B!

Mikilvægt er að seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#381 Tryggvi G Guðmundsson - 11.01.2019

Á Íslandi er það bara þannig að við vöknum í myrkri á veturna en í birtu á sumrin algerlega óháð því hvort klukkunni er flýtt eða seinkað. Það eru um 6 vikur á ári sem þetta skiptir einhverju máli og vandséð að þær vikur breyti miklu um líðheilsu þjóðarinnar, enda rannsóknir sem vísað er í ekki gerðar við íslensk birtuskilyrði.

Flestir eru bundnir í vinnu til kl. 5 sem þýðir að ef klukkunni er seinkað þá jafngildir það því að þetta fólk væri að koma heim milli 6 og 7 á kvöldin og missir þannig klukkutíma af gæðastund í sól eftir vinnu. Hefur einhver rannsakað hvaða áhrif þessi fækkun gæðastunda á okkar stutta sumri hefur á líðheilsuna?

Afrita slóð á umsögn

#382 Auður Helgadóttir - 11.01.2019

Góðan daginn

Ég ætla að óska eftir því að klukkunni verði seinkað um klst.

Takk fyrir

Auður

Afrita slóð á umsögn

#383 Helena Björk Rúnarsdóttir - 11.01.2019

Ég sé engan tilgang að stytta eða lengja í klukkunni, það mun ekki hafa neinar breytingar vegna þess að við búum svo norðarlega á Jörðinni að það myndi ekki skipta neinu máli. Á veturna ER dimmt alveg til jafnvel 11-12 á daginn og stundum er dimmt allan daginn og hvað myndi það breyta að breyta klukkunni um kl. tíma, ekki neitt og á sumrin ER bjart allan sólahringinn og myndi það hafa einhver áhrif að breyta klukkunni, það held ég ekki. Við þurfum að sætta okkur bara við það að við búum á Íslandi sem er norðanlega á Jörðinni. Þetta virkar fyrir hin löndin en þetta mun ekki virka fyrir okkur

Afrita slóð á umsögn

#384 Sólrún Viðarsdóttir - 11.01.2019

Eg mæli með leið B og að klukkunni verði seinkað um 1 klst. frá því sem nú er. Bætt heilsa ætti alltaf að vera í forgangi.

Afrita slóð á umsögn

#385 Guðbjörg Jóna Jónsdóttir - 11.01.2019

Valkostur A, óbreytt staða.

Afrita slóð á umsögn

#386 Óttar Guðjónsson - 11.01.2019

Sæl(l)

Ég tel afar mikilvægt að Ísland haldi tengslum við Evrópu. Í því samhengi er gagnlegt að halda sig við GMT. Þú við séum á eftir Bretlandi hluta ársins og meginlandi Evrópu allt árið er mikilvægt að fara ekki lengra en nú þegar er. Ef við færum klukkuna þá þurfa bankar og önnur fyrirtæki bar að opna fyrr á morgnana, ekkert unnið með því.

Því myndi ég vilja að við förum blandaða leið og framkvæma A) og C). Ekki fara leið B).

Ottar

Afrita slóð á umsögn

#387 Guðrún Björk Kristmundsdóttir - 11.01.2019

Styð leið B, seinka klukkunni um 1 klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#388 Íris Stefánsdóttir - 11.01.2019

Miðað við þær tillögur sem lagðar eru fram myndi ég velja óbreytta stöðu klukkunnar (A). Margir staðir á Íslandi eru byggðir í þröngum fjörðum með háum fjöllum og þegar sólar nýtur við á sumrin hverfur hún snemma bakvið fjöllinn. Ég er ekki tilbúin í að fjölga birtustundum snemma á morgnanna þegar fólk er í vinnu og skóla á kostnað birtustunda/sólarstunda eftir vinnu, í frítímanum. T.d. þar sem ég bý er sólin farin bakvið fjöllin kl.18 um miðjan ágúst. Ef klukkunni yrði breytt skv. leið B væri hún farin kl.17 og ég næði klukkutíma eftir vinnu (þarna væri ég miklu frekar til í að skoða þann kost að flýta klukkunni um klukkutíma, en það er annað mál). Takmörkun fólks til að njóta sólarinnar vegna hárra fjalla á Íslandi er nógu mikil nú þegar. Ég væri hinsvegar alveg til í að skoða þann möguleika að vera með vetrar og sumartíma því strax í byrjun mars er orðið bjart kl.08 þegar flestir fara á stjá í sitt daglega amstur og það er bjart kl. 8 á morgnanna alveg fram á haust, þeim tíma væri því ekki nauðsynlegt að breyta. Það væri þá frekar lag að breyta klukkunni yfir vetrartímann ef það þarf að breyta henni yfir höfuð því í mesta skammdeginu skiptir klukkutími til eða frá ekki miklu máli þar sem það er myrkur hvort sem er langt framm á morgun og jafnvel til hádegis.

Afrita slóð á umsögn

#389 Hjörtur Sigurðsson - 11.01.2019

Leið A. Seinkun á klukkunni mundi hafa mjög neikvæð áhrif á tíma til útivistar og íþrótta vor og haust.

Það er leiða til þess, að maður færi í og úr vinnuni í ljósaskiftunum,

Afrita slóð á umsögn

#390 Karen Nótt Halldórsdóttir - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#391 Ragna Sif Þórarinsdóttir - 11.01.2019

A. Fyrir mér er dagsbirtan seinni hluta dags dýrmætari en á morgnanna.

Afrita slóð á umsögn

#392 Stefán Haraldsson - 11.01.2019

Ég vel kost A.

Óbreytt staða, höldum áfram að vera á GMT og nærri Evróputíma. Vandamál með ónógan svefn er ekki tæknilegs eðlis heldur snýr að mannlegri hegðun. Tæknilausn sem snýr að stillingu klukku dugar ekki til að leysa það - tæknilegar lausnir á vanda sem er mannlegs eðlis eru ekki vænlegar til árangurs. Fræðsla um svefn væri af hinu góða - förum fyrr að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#393 Martin Jóel Ríkharðsson - 11.01.2019

Ég vil valkost B. Seinna meir vil ég fá styttri vinnustundir.

Afrita slóð á umsögn

#394 Guðrún Júlíusdóttir - 11.01.2019

Ég vil láta seinka klukknni um lágmark eina klukkustund og jafnvel meira, Ég sem alltaf var A manneskja hér áður fyrr er orðin alger B. Þarf samt að mæta í vinnu og finnst ég ekki vel upplögð svona snemma.

Afrita slóð á umsögn

#395 Guðmundur Hallgrímsson - 11.01.2019

Kostur A. Það er lang best að hafa óbreytta stöðu á klukkunni. Þar sem sumarið er svo bjart og veturinn svo dimmur þá eru bara tvö stutt tímabil á vorin og haustin sem það mundi breyta nokkru að flýta klukkunni. Það er ekki þess virði að breyta bara til að dekka einhverjar 6 vikur sem einhverju mundi breyta, sérstaklega þar sem breytingin væri til vansa.

Það að seinka klukkunni mundi þíða að það dimmir fyrr á daginn, sem er mikill ókostur. Ég vil miklu frekar hafa einhverja dagsbirtu eftir þegar ég kem heim úr vinnunni og vil því mun frekar óbreytta klukku. Það er einnig mun betra fyrir íþróttastarf og tómstundastarf barna og unglinga í lok dags að hafa einhverja dagsbirtu. Flestir sinna erindum og umferð er miklu meiri seinnipart dags. Það yrði því mun hættulegra í skammdeginu fyrir börn að ganga heim úr skóla og tómstundastarfi er klukkinni yrði seinkað.

Það að breyta klukkunni mundi valda vandræðum í flestum tölvukerfum og farsímakerfum og gæti tekið langan tíma að leiðreitta öll slík kerfi og leysa ófyrirsjáanleg vandræði, því er betra að hafa óbreytta klukku.

Í ýmsu samstarfi við erlend fyrirtæki, erlendar stofnanir, NATO og erlendan herafla er miðað við GMT / ZULU tíma. Það einfaldar verulega slík samskipti að Ísland sé alltaf á GMT / ZULU tíma. Einnig einfaldara fyrir ferðaþjónustuna.

Rökin um að svefnvenjur barna og unglinga og annarra mundi sjálfkrafa bætast við að breyta klukkunni er alger rökleysa. Unglingar sem sofa út alla morgna og vakna ekki fyrr en í fullbjörtu, eru ekkert að fara að sofa fyrr á kvöldin alveg sama hversu bjart er úti þegar þeir vakna. Það þarf að halda að þeim fræðslu um betra matarræði, aukna og góða hreyfingu og betri svefnvenjur. Það geta allir sem vilja fengið sér dagsbirtuljósavekjaraklukkur sem auka birtu smátt og smátt í herberginu til að auðvelda það að vakna. En fyrir flesta er samt betra að hafa einhverja dagsbirtu í lok dags þegar útivera er stunduð, göngutúrar og slíkt.

Í mörgum öðrum löndum sem eru með klukkuna nær hádegisstöðu, til dæmis í Noregi, þá eru mjög margir samt með dagsrútínu svipaða og í raun á Íslandi. Í Noregi er algengt, sérstaklega meðal iðnaðar og verkamanna, að byrja í vinnunni klukkan sjö. Það er meðal annars gert til að geta hætt klukkan þrjú og geta notið útivistar með einhverri dagsbirtu í lok dags. Í mörgum löndum hefur einmitt klukkunni verið flýtt um einn til þrjá tíma til að meiri dagsbirtu njóti í lok dags. Enn fleiri rök fyrir því að seinka ekki klukkunni frá því sem nú er.

Allavega mæli ég með óbreyttu ástandi og vill alls ekki breyta klukkunni frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#396 Aron Sigurbjörnsson - 11.01.2019

Ég tel að breyta eigi samkvæmt B. lið til þess að seinka klukkunni um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#397 Rannveig Hlíðar Guðmundsdóttir - 11.01.2019

B. held ég að hafi bezt áhrif á Íslendinga.

Afrita slóð á umsögn

#398 Ragnheiður Sverrisdóttir - 11.01.2019

A. Óbreytt staða.

Afrita slóð á umsögn

#399 Sindri Sveinsson - 11.01.2019

Oftast kemur fram að klukkan á Íslandi sé 1. klst. of fljót. Staðreyndin er reyndar að hér á S.V. horninu þar sem flestir landsmenn búa er þessi munur nær 1,5 klst. Ég styð því niðurstöður

flestra rannsókna um svefn og tímamun að lagfæra klukkuna að náttúrulegum sólargangi.

Sindri Sveinsson

kt. 101262-3409

Afrita slóð á umsögn

#400 Douglas Alexander Brotchie - 11.01.2019

Leið A.

Dæmigerð gervivísindi.

Mannlegur hegðunarmynstur verður ekki breytt með því að hringla í tímaskala, ekki einu sinni svefnvenjur unglinga. Dagurinn og sólskinsstundir verða þeir sama hvernig sem farið verður.

Í staðinn hvetja stofnanir, fyrirtæki, verslanir, skólar, allir að taka til athugunar – og „hugsa út fyrir kassann“ – um meira sveigjanleiki

Afrita slóð á umsögn

#401 Matthías Sigurbjörnsson - 11.01.2019

Ég kýs B. Eina vitið

Afrita slóð á umsögn

#402 Sigurður Pálmason - 11.01.2019

Fráleitt að breyta stöðu klukkunar og mun engu breyta um svefnvenjur fólks heldur einungis riðla öllu því kerfi sem Ísland hefur búið við alla tíða að vera á UTC/0 tíma sem er ákvörðunar gildi fyrir allt flug um allan heim.

Einnig mun tími allra minnka í dagsbirtu síðdegis þar sem fólk vill frekar auka samverustundir á daginn í birtu eftir vinnu heldur en að sofa lengur og eyða þeim fáum björtu dögum við vinnu. Ég skora á forsætisráðherra að eyða kröftum sínum í þarfari verkefni og stilla af verðtryggingu og vexti í stað þess að endurstilla klukkuna sem er hárrétt á UTC/-+0

Hér er einungis um háværan minnihlutahóp sem á ekki að hafa möguleika á umturna heilli þjóð nema þá með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Afrita slóð á umsögn

#403 Ívar Örn Arnarsson - 11.01.2019

Mér þykir kostur B vænlegastur, eða þá að hafa "daylight saving time". Ókosturinn við B er þó að tímamismunur við t.d. önnur norðurlönd mun aukast og fara úr 1-2 tíma mismun í 2-3 mismun (eftir því hvað "daylight saving" er á það eða ekki) sem mun leiða til verri samskiptatíma.

Afrita slóð á umsögn

#404 Anna Sigurborg Ólafsdóttir - 11.01.2019

Ég tel að lýðheilsusjónarmið eigi að stjórna ferðinni og fylgja eigi niðurstöðum lýðheilsurannsókna. Mitt val er því valkostur B., þ.e. að klukkunni verði seinkað um 1 klst. í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#405 Sólveig Ómarsdóttir - 11.01.2019

B. Seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#406 Magnús Ásgeirsson - 11.01.2019

A af því að sólar tímar hér á landi eru svo breytilegir að það skiptir engu máli. Ef fólk vill jafnari sólarstöðu þarf það að flytja sunnar nær miðbaug.

Afrita slóð á umsögn

#407 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B væri að mínu mati besti valkosturinn og eina leiðin til að innleiða raunverulegar breytingar.

Afrita slóð á umsögn

#408 Berglind Klara Daníelsdóttir - 11.01.2019

Ég myndi kjósa valkost B. seinka klukku um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#409 Óskar Elvar Óskarsson - 11.01.2019

B. Eðlilegt að hafa klukkuna stillta í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#410 Ingólfur Sveinsson - 11.01.2019

„B“ af því það skiptir meira máli að börnin komist í skólann í birtu heldur en að amma og afi geti spilað gólf seinni partinn í birtu.

Afrita slóð á umsögn

#411 Rósa María Sigurðardóttir - 11.01.2019

Mér finnst einfaldlega eðlilegast að fylgja hnattstöðutíma. Sem sagt kostur B.

Afrita slóð á umsögn

#412 Ingibjörg H Sigurðardóttir - 11.01.2019

Ég vil alls ekki breyta klukkunni, búum á Íslandi og erum því aðlöguð, hluta af árinu erum við hvort eða er í mirkri :)

Afrita slóð á umsögn

#413 Kristín Finndís Jónsdóttir - 11.01.2019

Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#414 Valberg Áslaugur Kristjánsson - 11.01.2019

Í tilefni af hugmyndum um breytingum á klukkunni hér á landi langar mig til að leggja orð í belg. Til að byrja með tek ég fram að ég er mjög mótfallinn breytingunni. Þetta er best eins og er.

Hér skal ég nú tiltaka nokkur rök fyrir máli mínu en ég hefi nokkra persónulega reynslu frá því fyrir 1968 en þá var ég tvítugur þegar þessu hringli var hætt á sínum tíma.

Ég minnist þess að þessi breyting haust og vor hafði mjög slæm áhrif á mig sem ungling. Ég kveið því alltaf á hverju hausti þegar klukkan var færð til og myrkur skall skyndilega á klukkutíma fyrr en venjulega og vetrarkvöldin lengdust að sama skapi samfara vesnarndi veðri og kulda, það var ekki gott fyrir sálartetrið. Hafi ég nokkru sinni verið nær því að fá skammdegisþunglyndi þá var það á haustin þegar myrkrið skall skyndilega á og dimman tók sér bólfestu í sálinni.

Þessi skyndilega breyting hafði slæm áhrif en langtum heppilegra er að láta skammdegið koma hægt og sígandi og vera laus við þessa snöggu breytingu.

Að sama skapi hlakkaði ég til vorsins þegar dagurinn lengdist fram á kvöldið og hægt var að njóta dagsbirtunnar lengur í batnandi veðri og hlýju vorsins.

Morgnarnir höfðu hins vegar engin áhrif á mig að ég muni. Álíka auðvelt eða erfitt var að vakna á morgnana og lengd svefntímans breyttist ekki. Ég fór í skóla og vinnu og þá jafnan í myrkri yfir dimmasta tímann. Ekki saknaði ég birtunnar á morgnana og engu skipti hvort dagsbirtan kom klukkutímanum fyrr eða seinna. Maður var hvort sem var niðursokkinn í nám eða vinnu og birtan hafði þar engin áhrif.

Kannski fann maður fyrir smá breytingu fyrstu dagana eftir breytingu en aðlögunin tók mjög skamman tíma líkt og þeir þekkja þeir sem fara tímabundið til Evópu og þurfa að aðlagast breyttum tíma þar.

Þetta hafði hins vegar mun meiri áhrif síðdegis þegar dagsbirtunnar naut og hægt var að nýta tímann til leikja eða annarar útivistar í björtu frameftir kvöldi og ekki veitti af á okkar norðlægu slóðum.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér áþreifanlega í haust þar sem ég er þennan veturinn búsettur á Spáni. Þegar við komum hingað á haustdögum var klukkan á sumartíma en síðustu helgina í október var þessu breytt svo sem gerist í allri Evrópu. Við þessa breytingu færðist sólsetrið frá kl um 6 síðdegis til kl 5. Þar með styttist sá tími sem hægt var að njóta útivistar í björtu sem fyrir breytingu.

Ég minnist líka hversu feginn ég var þegar þessu var hætt og sumartíminn var látinn gilda allt árið. Nú hef ég notið þess blessunarlega í 50 ár og mig kvíðir fyrir ef taka á upp sama fyrirkomulag og fyrir hálfri öld eða breyta þessu til verri vegar. Ég vona því að stjórnmálamenn taki til skoðunar rök okkar sem eru þessu mótfallin. Ég ítreka í lokin, þetta er best eins og það er.

Góðar stundir. Valberg Kristjánsson.

Afrita slóð á umsögn

#415 Gunnur Ringsted - 11.01.2019

Ég er fylgjandi valkosti B, að klukkan sé í sem mestu samræmi við hnattræna legu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#416 Pála Marie Einarsdóttir - 11.01.2019

B)

Afrita slóð á umsögn

#417 Elín Hanna Sigurðardóttir - 11.01.2019

A er mitt val. Unglingarnir eiga ekkert auðveldara með að vakna þó svo klukkunni sé breytt og við erum alltaf að vakna í myrkri t.d. er klukkan núna rúmlega 10 og svara myrkur úti. Við þurfum að breyta venjum okkar og fara fyrr að sofa til að fá nægan svefn. Það breytist ekkert með að breyta klukkunni bara.

Afrita slóð á umsögn

#418 Jón Ingvar Gunnarsson - 11.01.2019

A. Óbreytt staða

Afrita slóð á umsögn

#419 Páll Magnús Skúlason - 11.01.2019

Mér sýnist að þær rannsóknir á svefni og líkamsklukku sem fram hafa komið undanfarna dag ættu að duga til að huga alvarlega að því að breyta klukkunni til samræmis við það tímabelti sem við búum á. Ég hef engin rök heyrt eða séð, sem mér finnst geta vegið þyngra.

Þar sem ég er búinn að eyða starfsævinni í kennslu unglinga, þekki ég allvel til þeirra vandkvæða sem afar oft fylgja því hjá þessum ræflum, að koma sér á fætur á morgnana og þessi vandkvæði hafa verið fyrir hendi óháð snjalltækunum sem nú er dálítið kennt um ástandið. Þau skipta auðvitað heilmiklu máli, en ekki því sem skýrir þessa morgunþreytu alla saman.

Afrita slóð á umsögn

#420 Arna Rut Emilsdóttir - 11.01.2019

Sem læknanemi á 6. ári finnst mér eðlilegast að byggja þessa ákvörðun á gagnreyndum vísindum og seinka því klukkunni um 1 klst.

Hlutfall landsmanna (og þar með talið barna) á Íslandi sem nota svefnlyf að staðaldri er það hæsta sem gerist á Norðurlöndum og finnst mér sú staðreynd ein og sér þess virði að prófa seinkun klukkunnar.

Einnig er flestir af okkar helstu vísindamönnum sem þekkja til lífeðlisfræði svefns sammála um seinkun klukkunnar.

Afrita slóð á umsögn

#421 Skúli Ágústsson - 11.01.2019

Hættið að eyða almanna fé í þessa vitleysu. Höfum sama tíma og engar breytingar. Hvernig lifa Íslendingar þegar þeir fara á önnur tímabelti?

Afrita slóð á umsögn

#422 Birna Aronsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#423 Freygerður Ólafsdóttir - 11.01.2019

Ég styð það að seinka klukkunni um klukkustund fara leið B. Ég tel það hefði góð áhrif á andlega líðan margra, sér í lagi í skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#424 Inga Birna Guðsteinsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B.

Ég vil að klukkunni verði seinkað um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#425 Ástríður Sigþórsdóttir - 11.01.2019

Ekki spurning um að færa klukkuna, óheilbrigt að fara á fætur áður en líkaminn vaknar.

Afrita slóð á umsögn

#426 Páll Ólafsson - 11.01.2019

Ég vil seinka klukkunni í samræmi viđ hnattstöđu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#427 Már Karlsson - 11.01.2019

Ekki í fyrsta skipti sem þessi tillaga kemur fram.

Hvort viljum við að það sé lengur bjart á morgnanna eða á eftirmiðdaginn (eða kvöldin)? Rökin með þessari breytingu eru:

1. Að miðað við núverandi ástand búum við við viðvarandi þotuþreytu (jet lag) sem veldur svefnskerðingu og auki þar með áhættuna á heilsufarsvanda.

2. Rangt skráð klukka getur haft mikil áhrif í þá átt að minnka einbeitingu skólanema og annarra.

3. Skammdegið hafi slæm áhrif á árstíðabundið þunglyndi.

4. Bæta líðan okkar og laga svefnvenjur. Það gæti jafnvel orðið til þess að spara útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Í því sambandi má benda á að Íslendingar nota margfalt meira af svefn- og þunglyndislyfjum en nágrannaþjóðir.

5. Nöpur tilfinning að þurfa að vakna til vinnu eða skóla í svartamyrkri stóran hluta ársins

6. Börnin okkar þurfi að ganga til skóla í myrkri.

Er ekki alveg sannfærður.

1. Íslendingar verða hvað elstir í heiminum og eru almennt heilsuhraustir, heilsuhraustari en margar aðrar þjóðir annars gætum við varla lifað svona lengi.

2. Hef ekki séð neinar rannsóknir eða sannanir um að rangt skráð klukka uppá ca. klst hafi þau áhrif að minnka einbeitingu.

3. Skammdegið kemur hvort sem klukkunni verður seinkað eður ei. Ef að fólk verður einungis þunglynt út af dimmum morgnum þá gæti þetta jú stytt þunglyndistímabilið.

4. Góðar svefnvenjur snúast um að fara að fara að sofa tímanlega og helst ná 7-8 tímum í svefni. Veit ekki um neinar rannsóknir eða sannanir sem gefa til kynna að við munum spara útgjöld með því að seinka klukkunni og ekki heldur neinar sem tengja meiri notkun íslendinga af svefn- og þunglyndislyfjum við rangt skráða klukku uppá ca. klst, líklegra verður að telja að það tengist öðrum þáttum, eins og t.d. mögulega hversu norðarlega við erum.

5. Að seinka klukkunni þýðir að morgnanir verða bjartir eitthvað lengur. Ég kýs frekar að það sé myrkur á morgnanna þegar ég fer í vinnuna og sé þá lengur bjart frameftir þegar ég fer að sinna mínum áhugamálum eftir vinnu. Það þarf ekki að vera nöpur tilfinning að fara í skóla eða vinnu í myrkri, sérstaklega þegar það er gaman í vinnunni eða skólanum.

6. Börnin okkar koma til með að þurfa að labba í skólann í myrkri hvort sem er, eins gott að þau læri það sem fyrst.

Út frá viðskiptalegu sjónarmiði hefur þetta væntanlega lítil sem engin áhrif, þó mögulega eilítið neikvæð þar sem við erum nánari Evrópu þegar það kemur að viðskiptum.

Þetta hefur verið óbreytt í 46 ár án þess að valda neinum sérstökum vandræðum. Alþingismenn notið tímann ykkar í að sinna mikilvægari málefnum.

Afrita slóð á umsögn

#428 Þórir Stefánsson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Viðbót mætti seinka klukkunni um 1,5 klst.

Afrita slóð á umsögn

#429 Önundur Jónsson - 11.01.2019

Mér er nokk sama hvað klukkan er, myrkrið hefur aldrei ruflað mig. Mundi halda áfram að fara í rúmið klukkan 21:30 lesa þar til klukkan slær 23:00, breiði þá yfir mig og sofna.

Hlutlaus.

Afrita slóð á umsögn

#430 Davíð Þór Bragason - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#431 Einar Þórir Árnason - 11.01.2019

Frá því ég var yngri hefur verið óeðlilega erfitt að fara af stað á morgnana og núna í dag þá þarf ég að draga 6 ára dóttur mína úr rúminu til að koma henni í skólann. Það er ekkert deilumál að við erum á röngum tíma. Við notum tíma frá öðrum svæðum til að snýkja fríðindi. Við erum ekki í alvörunni sjálfstæð þjóð þar til við gerum hlutina sem gagnast fólkinu í landinu, en ekki einhverjum lötum samningum.

Vegna þess að þetta hefur verið í gildi það lengi, þá er þetta rótgróið í tæknina sem er búin að þróast lengi og yrði mikið verk að breyta. Svo það yrði ásættanlegt að fara milliveginn og seinka starfsemi á morgnana. En óbreytt staða er óásættanleg.

Afrita slóð á umsögn

#432 Ásgerður Á Jóhannsdóttir - 11.01.2019

Undirrituð styður afdráttarlaust tillögu B um að breyta klukkunni og þannig bæta lýðheilsu Íslendinga.

Ásgerður Jóhannsdóttir

1103684029

Afrita slóð á umsögn

#433 Védís Sigurðardóttir - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#434 Gyða Hrönn Gerðarsdóttir - 11.01.2019

Tvímælalaust að færa klukkuna fram um 1 klst. Við komum til með að sjá morgunskímuna miklu fyrr yfir vetrartímann og þetta hentar betur líkamsklukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#435 Jón Einarsson - 11.01.2019

Ég styð valkost A (óbreytt staða).

Breyting á klukkunni mun ekki breyta hinum undirliggjandi vanda varðandi svefnleysi barna og unglinga, sem tengist m.a. tölvuleikjum og snjalltækjum, orkudrykkjum, og ýmiskonar álagi sem á nútímaungmennum er.

Jón Einarsson

Afrita slóð á umsögn

#436 Guðmundur Jónsson - 11.01.2019

Ágæti forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir,

Það eru fleiri möguleikar en þrír þegar kemur að staðartíma á Íslandi.

Til dæmis að flýta klukkunni um einn tíma á sumrin. Þannig að við vöknum klukkutíma fyrr en við gerum í dag, sólin er löngu komin á loft og við höfum sólina lengur fram eftir kvöldi ( þeir sem eru að vinna allan daginn njóta sólar klukkutíma lengur með fjölskyldu og vinum ).

Á veturna væri síðan hægt að seinka klukkunni um tvo tíma ( miðað við að hafa flýtt klukkunni um einn tíma ) og slá tvær flugur í einu höggi sem sagt tillögu B og C.

Kær Kveðja

Guðmundur Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#437 Katrín Erna Gunnarsdóttir - 11.01.2019

B. Seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#438 Óskar Þór Ármannsson - 11.01.2019

Tel rétt að hlusta á rannsóknir sem greinilega styðja breytingar á tíma. Hagsmunamatið hlýtur að felast í því hvernig fólki líður. Það leysir ekki öll mál þessu tengdu en væri mjög mikilvæg breyting til þess að stuðla að réttari takti í samfélaginu og betri líðan. Tel veigamikil rök vera betri lýðheilsa sem ætti að auka vilja atvinnulífsins í að vilja breyta þessu. Betri líðan skilar sér einnig í betra starfsfólki. Tel almennt að við þurfum að temja okkur í ríkari mæli að taka ákvarðanir út frá þekkingu.

Afrita slóð á umsögn

#439 Iðunn Gestsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#440 Egill Helgason - 11.01.2019

Styð eindregið óbreytta stöðu, þar sem hún gefur okkur í raun betri nýtingu á birtutíma. Aukin birta eftir að vinnutíma lýkur styður við aukna möguleika á útivistartengdri hreyfingu, t.a.m. hjólreiðum, göngum og fleira. Einnig aukinn tími fyrir aðra útivistartengda þætti t.d. garðvinnu og fleira. Lengri birtutími stuðlar þar með að bætri lýðheilsu, hvort sem er líkamlegri eða andlegri. Það væri tjón að breyta núnverandi fyrirkomulagi. Svefnvenjur fólks helgast mun fremur af sjálfsaga, en hnatttöðu. Breyting klukkunnar mun ekki hafa minniháttar ef þá yfirhöfuð nokkrar breytingar í för með sér.

Afrita slóð á umsögn

#441 Guðjón Björn Haraldsson - 11.01.2019

Valkostur A, er að mínu áliti bestur.

Talað er um að valkostur B stuðli að betri lýðheilsu vegna betri samsvörunar við

líkamsklukku.

Hinsvegar myndi valkostur B þýða 6 vikna styttingu á möguleikum fólks eins og mín sem

studa golf sem sína líkamsrækt til að spila 18 holu hring eftir vinnu á virkum degi, og er

ég viss um að það gerir meira en að yfirvinna kostina við valkost B.

Afrita slóð á umsögn

#442 Þráinn Guðbjörnsson - 11.01.2019

Hér er verið að tala um aðgerð sem hefur fjölmargar, misalvarlegar afleiðingar. Skammtímaáhrifin verða alltaf fyrst og fremst neikvæð. Þau ættu þó að hverfa að mestu á innan við viku.

Hverjar yrðu jákvæðu afleiðingarnar? Möguleg leiðrétting á svefnvenjum þess fólks sem sefur of lítið? Mögulegt bætt geðslag fólks sem verður fyrir neikvæðum áhrifum núverandi fyrirkomulags? Þessar jákvæðu afleiðingar vega auðveldlega uppi neikvæðar skammtímaafleiðingar.

Áður en ég kem að minni persónulegu niðurstöðu vil ég halda eftirfarandi til haga. Mín skoðun er sú að fólk þurfi að taka persónulega ábyrgð á því að fara tímalega í rúmið. Foreldrar þurfa ennfremur að gera sér grein fyrir eigin ábyrgð þegar kemur að svefni ólögráða. Lausn vandans sýnist mér liggja í breytni einstaklingsins í lífsmynstri. Gjarnan má ræða þessi jákvæðu og neikvæðu lífsmynstur (sjá lausn A)?

Eftir að hafa lesið yfir minnisblað frá 31.jan 2018 þá sýnist mér að þessi aðgerð muni óvéfengjanlega hafa jákvæð áhrif á meirihluta fólks til framtíðar.

Ég er hlynntur tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#443 Sverrir Hjaltason - 11.01.2019

Kostur B er einfalt og skilvirkt úrræði. Gæti verið skynsamlegt að gera breytinguna jafnhliða að klukkuhringl verði lagt niður í EB.

Afrita slóð á umsögn

#444 Stefanía Valgeirsdóttir - 11.01.2019

Ég er fylgjandi því að klukkunni verði seinkað um klukkustund á Íslandi. Klukkan okkar er vitlaus, það er vitað. Alltof margir þjást af þunglyndi og vanlíðan í svartasta skammdeginu vegna þessa. Breytum klukkunni og seinkum henni, þá verður hún næstum því rétt miðað við hnattstöðu landsins. Ég spái því að unga fólkinu muni líða betur svo ekki sé talað um okkur sem höfum lifað við vitlausa klukku áratugum saman. Góðar stundir.

Afrita slóð á umsögn

#445 Jónas Andrés Þór Jónsson - 11.01.2019

Ekki spurning um að breyta klukkunni um amk 1 klst. Betra að hafa myrkur fyrr síðdegis en á morguntíma. Hef búið mikið erlendis og það er mikill munur á því hve birtir snemma. Birta fyrri hluta dags skiptir meira máli að mínu mati heldur en hvenær dimmt verður síðdegis. Þetta er löngu orðið tímabært. Leið 3 er ekki til neins, ekki annað en fróm ósk að fólk breytti háttum sínum sem er erfitt í óbreyttu ástandi.

Afrita slóð á umsögn

#446 Hildur Guðjónsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B hugnast mér best enda er það leiðrétting á rangri klukku miðað við hnattstöðu. Þó það vanti hálftíma upp á til að það verði fullkomin leiðrétting þá tel ég að þetta muni hafa góð áhrif á líkamsklukkuna hjá fólki en í versta falli breyta engu þar um. Helsti kosturinn sem ég sé er þó að með því að laga klukkuna er styttri tími sem börn labba í skólann í kolniðamyrkri.

Afrita slóð á umsögn

#447 Andri Freyr Þórðarson - 11.01.2019

Leið B.

Afrita slóð á umsögn

#448 Guðríður S Hermannsdóttir - 11.01.2019

Valkostur B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#449 Sigrún Erla Sigurðardóttir - 11.01.2019

B. Seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#450 Kristín Jónsdóttir - 11.01.2019

Ég styð tillögu B. Er það ekki síst vegna unga fólksins sem látlaust er vansvefta.

Afrita slóð á umsögn

#451 Ólafur Gunnar Long - 11.01.2019

C. + eða bara +

Skólar, fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi 1 klst. síðar á morgnana og (+) vinnudagurinn verður styttur í hinn endann svo fólk fer seinna á fætur en kemur samt heim á sama tíma og áður.

Það mun aldrei vera sátt við að að allir séu að skila sér 1 klst. seinna heim og mun bara skila sér í því að fólk fer ennþá seinna að sofa. Stytting vinnudagsins er alltaf lausnin og mögulega felst lausnin bara í því að stytta vinnudaginnn yfir dimmustu mánuðina til að skila fólki heim 1 klst fyrr heim og jafnvel enn fyrr heim yfir allra dimmustu mánuðina.

Afrita slóð á umsögn

#452 Ingibjörg Gunnlaugsdóttir - 11.01.2019

Ég vel leið B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Þar sem ég tek mark á rannsóknum fagaðila, sem uppeldis- og menntunarfræðingur og starfa sem deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskóla. Vísa hér í texta í greinagerð frá forsætisráðuneytinu. "Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins."

Afrita slóð á umsögn

#453 Dóra Hjálmarsdóttir - 11.01.2019

Ég tel eðlilegt að halda sig við hnattstöðutímann, sem þýðir að klukkunni verði seinkað um 1klst.

Á sínum tíma var þessu trúlega breytt til að auðvelda viðskipti við Evrópu.

Afrita slóð á umsögn

#454 Friðrik Már Baldursson - 11.01.2019

- Það á ekki að breyta klukkunni. Fjöldi birtustunda í heild breytist ekki við það, en birtustundir verða færri í skammdeginu á þeim tíma sem flestir hafa til útivistar og geta notið birtunnar, þ.e. eftir kl 16. Möguleikar á útivist í birtu í desember-febrúar yrðu nánast eyðilagðir með seinkun klukkunnar.

- Ekki er að efa að börn og ungmenni á Íslandi þurfa meiri svefn, en það er vandséð að breyting klukkunnar hefði marktæk áhrif á það: Á veturna breytir þetta engu því það er dimmt kl 7 þegar nemendur (og foreldrar) þurfa yfirleitt að vakna til að mæta kl 8 í skóla. Á sumrin breytir þetta heldur engu því að það er bjart hvort heldur klukkunni yrði seinkað eður ei. Það eru örfáar vikur á ári þar sem þetta skiptir einhverju varðandi það hvort það er bjart eða ekki þegar vaknað er kl 7.

- Það er hins vegar mikilvægt að fræða fólk um mikilvægi svefns og jafnframt veita ráðgjöf varðandi það hvernig er hægt að stuðla að betri svefni. Sömuleiðis er sjálfsagt mál að kanna það hvort hægt er að byrja skólastarfið seinna.

Afrita slóð á umsögn

#455 Birgir Björnsson - 11.01.2019

Ég mæli með að fara eftir valkosti B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Rök. Það hefur verið sýnt fram á í viðurkenndum vísindarannsóknum að það er lífsnauðsynlegt andlegri og líkamlegri heilsu að stilling klukkunnar fari sem næst saman við sólargang. Þetta snertir svokallaða líkamsklukku.

Búast má við að heilbrigði og hamingja íslendinga batni við að taka ákvörðun um seinkun klukkunnar. Á endanum getur orðið fjárhagslegur ávinningur fyrir skattgreiðendur og ríkissjóð - miðað við núverandi ákvörðun um stillingu klukkunnar.

Afrita slóð á umsögn

#456 Finnur A P Fróðason - 11.01.2019

að seinka klukkuna er ekki góð hugmynd þar sem við erum mjög norðarlega á hnettunum. Áhrif mun aðeins gæti u.þ.b. 6 vikur að vori og 6 vikur að hausti. Á öðrum tíma er dagurinn annað hvor mun lengri eða styttri. Þetta er einnig afar slæmt vegna samskipta við útlönd

Afrita slóð á umsögn

#457 Hallgrímur Magnús Sigurjónsson - 11.01.2019

Ég vel leið B.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að klukkan eigi að vera í samræmi við hnattræna stöðu landsins. Vísindalegar rannsóknir styðja það einnig.

Afrita slóð á umsögn

#458 Baldur Helgi Möller - 11.01.2019

Held hljóti að vera best að færa klukkuna þannig að hún sé á réttu tímabelti.

Einnig væri spennandi að sjá hvort þetta myndi hafa í för með sér minnkun á notkun ADHD-lyfja og kvíðalyfja; adhd-lyfin byggja oft á upplifun kennarra á fyrstu mánuðum skólaárs, eða á mánuðunum upp að prófum; bæði byrjun haustannar sem og þessir 1-3 mánuðir upp að vorprófum eru á þeim tíma ársins þar sem munurinn á breytingu klukkunar væri hvað mestur. Einnig er þetta sá tími þar sem oft er hvað mest álag í vinnu eftir og fyrir sumarfrí sem og í fjölskyldulífi. Spurning jafnvel ef þið breytið þessu (sem mér finnst réttast að gera), hvort þið mynduð biðja landlæknisembættið um að fylgjast með breytingu í nýjum notendum (sú tala breytist sennilega mun hraðar heldur en heildarnotkun lyfjanna; það er erfiðara að taka fólk af lyfjum heldur en að ákveða að setja þau ekki á lyfið í fyrstu atrennu).

Með kærri kveðju, Baldur H. Möller, heimilislæknir.

Afrita slóð á umsögn

#459 Hrefna Marín Gunnarsdóttir - 11.01.2019

Ég styð valkost B. Vísindarannsóknir hafa sýnt fram á að þetta skipti miklu máli, sem ættu að vera nægjanleg rök. Mín persónulega reynsla er einnig sú að minn svefntími seinkast sjálfkrafa um rúma klukkustund í fríum, líka yfir hávetur.

Afrita slóð á umsögn

#460 Berunes farfuglaheimili ehf. - 11.01.2019

Einfaldast og skilvirkast er að seinka klukkunni um klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#461 Sigurdór Guðmundsson - 11.01.2019

Leiðrétta kl. um amk. 1 klst. og seinka starti á skólum og atvinnulífi um 30 mín ... já og stytta svo um viðveru um 30-90 mín hvern dag :) #ekkertrugl

Afrita slóð á umsögn

#462 Erlendur Magnússon - 11.01.2019

Ég styð leið B.

Hugmyndir um að bæta svefnvenjur landsmanna með aukinni fræðslu, sbr. leið A, eru með öllu óraunhæfar. Líffræðileg klukka fólks ræður mestu um hvenær svefnhöfgi sækir að því. Það skiptir engu hversu vel upplýst fólk kann að vera, það festir ekki svefn skv. pólitískum fyrirmælum, sbr. klukka sem er í engu samræmi við hnattræna stöðu landsins.

En hvort sem leið A eða B verður valin þá er afar mikilvægt að seinka skólastarfi unglinga þannig að skólar á unglingastigi hefjist ekki fyrr en eftir kl. 8:30 m.v. sólarklukku (þ.e. eftir kl. 10:00 miðað við núverandi staðartíma í Reykjavík, eða eftir kl. 9:00 verði leið B farin). Náttúrulegar svefnvenjur unglinga eru aðrar en barna og fullorðinna og það myndi bæta námsárangur svo og líkamlega og andlega vellíðan ungmenna að hefja skólastarf síðar til að tryggja þeim nægan svefn.

Afrita slóð á umsögn

#463 Árni Árnason - 11.01.2019

Hafa klukkuna eins og hún er núna .....!

Afrita slóð á umsögn

#464 Bergljót Pétursdóttir - 11.01.2019

Styð tillögu B

Afrita slóð á umsögn

#465 Sigurður Eiríksson - 11.01.2019

Mikilvægt að leiðrétta að líkamsklukkunni. Ekki líklegt að það sé hægt að beita fræðslu eða áróðri til að fá fram breytingar á svefn eða opnunartíma.

Þess vegna er val B líklega eini kosturinn sem bætir lýðheilsu þjóðarinnar. Engir áþreifanlegir gallar við þessa framkvæmd sem er einföld og hefur varanleg áhrif.

Afrita slóð á umsögn

#466 Dröfn Hulda Friðriksdóttir - 11.01.2019

A

Afrita slóð á umsögn

#467 Jón Kristinn Jónsson - 11.01.2019

Seinka klukkunni um eina klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#468 Gunnsteinn Björnsson - 11.01.2019

Ég tel að halda eigi óbreyttum tíma þ.e. leið A. Á Íslandi er einungis tillölulega stuttur tími það sem hnattræn staða tíma hefur verulega áhrif, Skammdegið er styttra en vinnudagur hvort sem er og jafnframt er tíminn þar sem dagur er lengri en nótt líka langur. seinkun á klukku hefur jafnframt neikvæð áhirf á þann tíma sem hægt er að njóta sólar að lokinni vinnu.

Afrita slóð á umsögn

#469 Helgi S Þorsteinsson - 11.01.2019

Góðan dag.

Ísland er fyrir vestan Greenwich, það er milli 17˚ og 22˚ vestlægrar lengdar.

Hnattstaðan segir til um að hér eigi að vera GMT -1 (jafnvel -1:30)

Á hádegi á sól að vera sem hæst á lofti (ekki klukkan 13:20 eins og nú í Reykjavík).

Fólk mundi fara fyrr að sofa og vera tilbúið að vakna fyrr; og sofa lengur á hverri nóttu.

Dagurinn lengist ekki, en það myndi birta fyrr og þar af leiðandi dimma fyrr.

Eini gallinn sem ég sé er að Icelandair/WOW þyrftu að fara klukkutíma fyrr frá landinu nema takist að semja um ný slott á öllum flugvöllum erlendis.

Virðingafyllst

Helgi S Þorsteinsson

Afrita slóð á umsögn

#470 Gyða Hrönn Gerðarsdóttir - 11.01.2019

Leið B.

Ég er á því að það eigi að breyta klukkunni seinka henni um klukkustund.

Afrita slóð á umsögn

#471 Kristján Karl Aðalsteinsson - 11.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Afrita slóð á umsögn

#472 Sigfríður Sigurðardóttir - 11.01.2019

Ég tel æskilegt að halda óbreyttri stöðu, og þá fyrst og fremst vegna þess að við styttum síðsumardagana eftir vinnu með því að seinka klukkunni. Þá dimmir fyrr á daginn og síðsumar björtu dagarnir verða mun styttra fyrir vikið.

Afrita slóð á umsögn

#473 Einar Karlsson - 11.01.2019

B er rétta aðgerðin. Það er alveg út í hött að sólin sé í hádegisstað um kl. er um 2:00 vestast á landinu.

Þetta nafn HÁDEGI á að þýða það að klukkan er ca 12:00 þegar sólin virðist hæst á lofti.

Þá erum við á sama tíma og austasti hluti Grænlands eins og vera ber.

Afrita slóð á umsögn

#474 Sigurður Kristinn Sigurðsson - 11.01.2019

Að sjálfsögðu á að taka mark á vísindamönnum og lýðheilsusjónarmiðum og breyta klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#475 Björg Elín Finnsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu). 'ar er mín tillaga.

Afrita slóð á umsögn

#476 Ása Guðmundardóttir - 11.01.2019

Styð eindregið þessa tillögu :)

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#477 Björn Jón Níelsson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Það sem ávinnst með að seinka klukkunni er:

1. Lífsklukkan verður rétt.

2. Mjög sennilega mun fólk nota minna af þunglyndislyfjum.

3. Ef þetta stuðlar að meiri skilvirkni meðal yngra fólksins þá er bráðnauðsynlegt að seinka klukkunni.

4. Íslendingar verða glaðari og framleiðni eykst.

Góðar kveðjur,

Björn Jón Níelsson

Afrita slóð á umsögn

#478 Katrín Sigurðardóttir - 11.01.2019

B seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#479 Elísabet Brynjarsdóttir - 11.01.2019

Ég kýs:

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#480 Tomasz Zbigniew Piech - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#481 Bjarni Gunnarsson - 11.01.2019

Góðan daginn !

Sendandi upplifir það að við Íslendingar séum vor og haust að breyta klukkunni og er alltaf óviss hvort við séum 0, 1 eða 2 tímum á eftir Evrópu.

Jafnframt er sendandi mjög hlyntur því að seinka klukkunni um eina klst.

Sendandi leggur því til að beðið verði eftir ákvörðun ESB um klukkuna, þ.e. hvort þar verði hætt að breyta henni vor og haust og alltaf notast við vetrartíma.

Ef ESB hættir að breyta klukkunni er hið besta mál að við seinkum klukkunni og allur klukkuruglingur er úr sögunni.

Ef aftur á móti að ESB ákveður að halda áfram með klukkubreytingar vor og haust, þá leggur sendandi til að Íslendingar seinki klukkunni um einn tíma að vetri til en taki svo upp "vitleysuna" í Evrópu og breyti klukkunni vor og haust.

Sendandi getur þá munað að klukka hans sé alltaf einni klst. á eftir Englandi og 2 tímum á efir Norðurlöndunum.

Afrita slóð á umsögn

#482 Kristín Gunnarsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#483 Helga Magnúsdóttir - 11.01.2019

Ég vil gjarnan að klukkan verði færð um eina klukkustund svo við séum í landfræðilega réttu tímabelti.

Bestu kveðjur,

Helga Magnúsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#484 Aron Reynisson - 11.01.2019

Það er alveg ljóst að vísindamenn hafa sýnt fram á að góð og gild rök eru til staðar með að seinka klukkunni um eina klukkustund til samræmis við hnattræna stöðu Íslands. Þetta er lýðheilsumál og ekki nokkur spurning að við eigum að fylgja þessum ráðleggingum.

Afrita slóð á umsögn

#485 Ásgeir Halldórsson - 11.01.2019

Óbreytt klukka. Takk.

Afrita slóð á umsögn

#486 Sigurður G Þorsteinsson - 11.01.2019

seinka um klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#487 Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir - 11.01.2019

Valkostur C er líklegast bestur

Afrita slóð á umsögn

#488 Valgeir Ingólfsson - 11.01.2019

Styð lið B

Afrita slóð á umsögn

#489 Elva Dröfn Adolfsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#490 Tryggvi Ásmundsson - 11.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst. fra þvi sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#491 Björg Elín Finnsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins. Það er mín tillaga.

Afrita slóð á umsögn

#492 Hrafnhildur Harðardóttir - 11.01.2019

Mér finnst þetta ekki vera spurning! Það á að breyta klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#493 Aron Arnbjörnsson - 11.01.2019

Það á ekki að breyta því sem er í lagi. Að breyta klukkunni er heimska að mínu mati

Afrita slóð á umsögn

#494 Guðmundur Bjarni Hólmsteinsson - 11.01.2019

Mitt innlegg er að fylgja Evrópulöndum þannig að tímamunurinn sé ávallt 1 klst.

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Kk GH

Afrita slóð á umsögn

#495 Brynja Björk Gunnarsdóttir - 11.01.2019

Vel B, að klukku sé seinkað um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#496 Oddrún Ásta Sverrisdóttir - 11.01.2019

Það á að mínu mati að færa klukkuna aftur um 1 klukkustund til samræmis við hnattstöðu Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#497 Salvar Andri Jóhannsson - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#498 Jón Trausti - 11.01.2019

Valkostur B.

Afrita slóð á umsögn

#499 Lísa Dögg Helgadóttir - 11.01.2019

Seinka klukkunni um klukkutíma

Afrita slóð á umsögn

#500 Gunnar Kristinn Sigurjónsson - 11.01.2019

Langflestir eru í skóla, eða vinnu, á tímabilinu kl. 8-9 til 16-17. Þeir dvelja langflestir í raflýstum byggingum á þeim tíma, en að því loknu er gott að fara út, t.d. í gönguferð, stunda útiíþróttir, eða annað. Þá er gott að fá dagsbirtu klukkustund lengur, svo það að seinka klukkunni er glórulaust! Í okt. nóv. og í jan. feb. munar mest um þetta. Ekki hringla með þetta! Ekki taka af okkur dagsbirtuna að loknum vinnudegi!

Afrita slóð á umsögn

#501 Ásta Birgisdóttir - 11.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=68760

"Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári.

Seinkun klukkunnar hefði þau áhrif að bjartara yrði á morgnana þegar börn fara í skóla og menn til vinnu. Þetta er tvímælalaust sterkasta röksemd þeirra sem vilja fara þessa leið. Á hinn bóginn eru bjartari morgnar keyptir því verði að fyrr dimmir síðdegis þegar umferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn getur greint á um það hvort þeir kjósi fremur bjartari morgna eða bjartara síðdegi. En umferðarþunginn bendir til þess að menn nýti almennt síðdegið fremur en morgnana til að sinna erindum sínum. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórnast því ekki af birtunni einni saman."

Afrita slóð á umsögn

#502 Ingólfur Guðnason - 11.01.2019

Seinka klukkunni um eina klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#503 Helgi Agnarsson - 11.01.2019

Seinka klukkunni um klukkutíma

Afrita slóð á umsögn

#504 Hrefna Kap Gunnarsdóttir - 11.01.2019

Klárlega B og að hluta til C.

Klukkan er ekki í neinu samræmi við líkamsklukkuna.

Á sama tíma fyndist mér fínt að skólar hefjist seinna, hafandi reynslu af grunnskóla- og framhaldsskólanemum.

Afrita slóð á umsögn

#505 Heiða Hilmarsdóttir - 11.01.2019

„Ég styð það að nýta vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir til að bæta lífs­gæði og vel þar af leiðandi kost B“.

Afrita slóð á umsögn

#506 Andri Freyr Stefánsson - 11.01.2019

Á Íslandi eru almennt meiri samskipti við Evrópu en Bandaríkin. Það að seinka klukkunni um 1 klst frá því sem nú er myndi t.a.m. gera samskipti við Evrópu erfiðari en þau þegar eru sérstaklega á sumrin þar sem núverandi 2 klst tímamismunur yrði 3 klst ef miðað er við mið-Evrópu.

Ég get ekki séð að það að seinka klukkunni um 1 klst muni veita meiri birtu í lífið á miðjum vetri þar sem eina tækifærið til þess er í kringum hádegið.

Ég hallast því að A og C, þ.e. að skólar hefji starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#507 Davíð Pálsson - 11.01.2019

Yfir sumartímann neyðumst við til að sofa af okkur mikið af björtum klukkutímum. Ef klukkunni yrði seinkað myndum við sofa enn meira af þessum dýrmætu björtu klukkutímum af okkur. Því er ég algjörlega mótfallinn breytingu á klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#508 Valþór Druzin Halldórsson - 11.01.2019

B. Miðað við fyrirliggjandi niðurstöður greiningar svefnsérfræðinga er erfitt annað en að hallast að kosti B.

Afrita slóð á umsögn

#509 Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir - 11.01.2019

f ég stjórnast af sólargangi þá er lausnin ekki að fara fyrr að sofa því birtan segir mér hvenær ég á að fara að sofa og stjórnar því hvenær ég er nógu þreytt til að sofna í stað þess að liggja andvaka. Hvað er þá rangt? Það er klukkan, við náum ekki að breyta sólarganginum. Það að það rökkvi fyrr ætti að hjálpa fólki að fara að sofa fyrr og ná þannig vonandi lengri svefni en mikilvægi góðs svefns verður seint ofmetinn og er af mörgum í dag vanmetinn og margir hafa brennt sig á því að venmeta mikilvægi hans.

Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Það er góð heilsa en hvað er hún dýrmæt ef við verðmetum hana? Ég hugsa að flestir telji hana ómetanlega eða mjög dýrmæta þannig að tímabundinn kostnaður og óþægindi atvinnulífsins vegna tímabreytingar á einum tímapunkti stenst ekki samanburð ef við erum að stuðla að bættri lýðheilsu um ókomna tíð.

Íþróttafélög og fleiri tala um að það rökkvi fyrr ef klukkunni seinkar og því styttist sá tími sem þeir geta nýtt fram á kvöld. Er kannski lausnin að stytta vinnudaginn í 7 klst. úr 8 klst. á sama tíma og klukkunni er seinkað og taka þannig upp 35 klst. vinnuviku? Með þessu geta þau byrjað 1 klst. fyrr og nýtt sömu birtu og áður.

Það eru margar rannsóknir sem stiðja það að best sé að klukkan sé höfð á rétum tíma miðað við hnattstöðu og að óæskilegt sé að breyta milli sumar og vetrartíma og því hefur EB ákveðið að afnema þá skildu að aðildarlönd þess skuli hafa sumar og vetrartíma. Eigum við ekki líka að taka mark á rannsóknum og hafa klukkuna okkar rétta miðað við hnattstöðu? Ég held að það sé það eina rétta og muni spara okkur ýmsan kostnað í framtíðinni vegna bærttar lýðheilsu og bíð því spennt eftir því að klukkan verði loksins leiðrétt.

Það er yfirleitt til lausn á öllum vandamálum og mig grunar að það verði léttara en margir halda að breyta klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#510 Úlfar Guðmundsson - 11.01.2019

Ég tel eðlilegt að klukkan fylgi réttum tíma sólarinnar.

Afrita slóð á umsögn

#511 Jón Jónsson - 11.01.2019

Fara að niðurstöður vísindafólks og seinka klukkunni.

Ekki nokkur vafi af minni hálfu. Ég er ekkert barn lengur, fæddur 1955 og það er alltaf að verða verra og verra að vakna á morgnana í svartasta skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#512 Kristín Þóra Ólafsdóttir - 11.01.2019

Ég er á þeirri skoðun að það eigi að breyta klukkunni og seinka henni um 1 klst eins og lagt er til í tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#513 Steingrímur Kristinsson - 11.01.2019

Mér persónulega er sama hvort klukkunni er breytt eða ekki. Hér áður fyrr var síflet verið að breyta klukkunni eftir því sem kallað var sumar og vetrartími, svona eins og enn er gert í Bretlandi (held ég) sem er með „sama tíma“ og okkar í dag. En mér finnst vanta upplýsingar um það hvers vegna klukkan var fest, eins og hún er í dag. Eru meintir sérfræðingar skinsamari í dag en samsvarandi sérfræðingar voru hér áður. Ég fer að sofa þegar ég er syfjaður, það er á kvöldin yfirleitt um miðnættið og fer á fætur þegar ég vakna, samkvæmt „innri klukku“ minni, en hefi þó vekjaraklukkuna til vara og öryggis, til að mæta hér eða þar á RÉTTUM tíma. Þeir mega breyta klukkunni mín vegna, ef þeir geta lofað að það yrði ekki gert oftar. Undirritaður er 84 ára gamall

Afrita slóð á umsögn

#514 Högni Jóhann Sigurjónsson - 11.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#515 Sigurjón Kjartansson - 11.01.2019

Ég vel B. Löngu tímabært.

Afrita slóð á umsögn

#516 Álfur Birkir Bjarnason - 11.01.2019

Ég tel farsælla að breyta klukkunni sjálfri en að gera tilraun til að breyta venjum fólks, sérstaklega unglinga.

Í vinnu minni við þróun snjalllausna hef ég reynt á eigin skinni að erfitt getur verið að fá hvern og einn einstakling til að breyta rétt eða haga sér skynsamlega. Við mína vinnu hefur reynst mun betur að breyta kerfinu sjálfu, frekar en að höfða til skynsemi fólks.

Þá hef ég einnig kynnst því að þótt það felist flækjustig í því fyrir hugbúnaðarfyrirtæki að breyta lausnum sínum til að gera ráð fyrir breyttu tímabelti, er það lítil flækja samanborið við ávinninginn. Þjóðin og fyrirtæki landsins munu óhjákvæmilega rekast á veggi vegna breytinganna en skv. greinagerðinni sem fylgir þessari tillögu höfum við þegar rekið okkur á mun fleiri og stærri veggi vegna þessa ósamræmis milli klukku og hnattstöðu sem liggur fyrir að leiðrétta.

Ég tel því að leiðrétting klukkunnar með seinkun hennar sé einfaldasta leiðin til að ná fram þeim markmiðum sem greinagerð tillögunnar mælir fyrir um og sé vænlegust til vinnings.

Afrita slóð á umsögn

#517 Sverrir Jónsson - 11.01.2019

Styð heilshugar seinkunn á klukkunni. Löngu komin tími til að við stillum klukkuna m.t.t. hnattræna stöðu landsins og lífsklukku landsmanna. Hagur atvinnulífs og þjóðar í heild hlýtur að vera bætt heilsa landsmanna sem myndi koma fram í aukinni framlegð og minni fjarveru vegna veikinda, sparnað í heilsbrigðiskerfi og ekki síst almennt betri líðan. Núverandi kerfi er algjörlega úrelt fyrirkomulag og þær upplýsingar sem lágu til grundvallar þeirri ákvörðun eiga ekki við lengur, enda var hún eingöngu tekin með þarfir atvinnulífs í huga þá en ekki heilsu landsmanna. Nútíma tækni gera það að verkum að hægt er að stunda viðskipti á öllum tíma sólahrings. Vinn hjá fyrirtæki með starfsemi í þremur mismunandi löndum sem eru öll á mismunandi tímabeltum og þetta er ekki mikið tiltökumál.

Afrita slóð á umsögn

#518 Sigurður H Runólfsson - 11.01.2019

Leið A. láta klukkuna vera. Klukkan hefur ekkert með það að gera, hvort við förum seint eða snemma að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#519 Ásgerður Fríða Vigfúsdóttir - 11.01.2019

A. Óbreytt staða er vænlegust.

Íslendingar virðast fara alltof seint að sofa og vanmeta hversu svefninn er mikilvægur okkur öllum.

Vandamálið myndi ekki leysast upp þó klukkunni yrði breytt.

Morgunþreytan tengist snjalltækjum og birtunni frá þeim, tel ég.

Afrita slóð á umsögn

#520 Guðlaugur Guðmundsson - 11.01.2019

Ég mæli með valkosti B.

Ég hef dvalið nokkuð erlendis, einkum á Spáni, en einnig í Brasilíu. Á Spáni er klukkan nokkuð rétt miðað við sólargang (örlítið mismunandi eftir landssvæðum). Samt láta þeir barnaskólana ekki hefjast fyrr en um klukkan 10, allavega á því svæði sem ég dvaldi á.

Ég held að það sé mikilvægt að klukkan sé nokkurn veginn í samræmi við sólargang. Hér á landi (Reykjavík) er klukkan um 13,30 þegar sólin er í hádegisstað. Miðnætti er því um 1,30 að nóttu. Þetta hefur vafalaust truflandi áhrif á marga, einkum okkur B-fólkið, en við erum ca. 75%-80% af mannkyni er mér sagt.

Afrita slóð á umsögn

#521 Þórunn Sigurðardóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#522 Þóra Guðrún Gunnarsdóttir - 11.01.2019

Ég tel að það sé best að tími á Íslandi sé sem næstur hnattrænni legu þess

Afrita slóð á umsögn

#523 Anna Björnsdóttir - 11.01.2019

C er mitt val

Afrita slóð á umsögn

#524 Kristján Gauti Karlsson - 11.01.2019

Ég er eindregið fylgjandi því að klukkunni verði seinkað til samræmis við hnattstöðu landsins, skv. tillögu B í greinargerðinni og samkvæmt niðurstöðum þeirra vísindarannsókna sem þar er vísað til.

Langar mig þó að benda á að tillögur A og C í greinargerðinni þykja mér báðar mjög undarlegar. Bæði í A og C er í raun verið að leggja til að klukkunni verði seinkað, s.s. með því að hvetja fólk til að færa kvöldmatar- og háttatíma framar (tillaga A) eða láta skóla og stofnanir hefja störf seinna að morgni (tillaga C), en samt án þess að breyta staðartímanum. Mér finnst þetta mjög óeðlilegir kostir að stilla upp til samanburðar við tillögu B. Það vantar í tillögukaflann þá tillögu að breyta klukkunni ekki og fara yfir kosti þess og kalla svo fólk hafi almennilegan samanburð milli ríkjandi ástands og tillagna að breyttri stöðu.

Ég ætla að leyfa mér að reifa aðeins um tillögur A og C og taka dæmi um hvers vegna þær eru að mínum dómi óraunhæfar:

Ímyndum okkur að farið yrði eftir tillögu C. Rík hefð fyrir upphafi vinnudags kl. 8-9, bæði hjá stofnunum og atvinnulífinu, eins og segir í greinagerðinni. Nú á ég ekki börn, en ímynda mér að mikil óþægindi hljótist af ef stærstur hluti foreldra í landinu þyrfti að vera mættur til vinnu áður en börnin þeirra byrja í skólanum á morgnana. Það skapar þrýsting á atvinnulífið að fylgja á eftir og hefja störf seinna. Búast má við að atvinnulífið vilji eðlilega bara halda sínu striki, byrja vinnudag á sama tíma og alltaf. En þá myndast ósamræmi á milli upphafs skóla og stofnana og vinnudags í atvinnulífinu, þangað til annað hvort hið opinbera eða atvinnulíf lúffar og lagar sig að hinum. Af hverju ekki að breyta þá bara klukkunni og sleppa því að skapa mögulega þetta ósamræmi sem væri engum til góðs?

Það sama gerist í tillögu A, ef á að þrýsta á fólk með fræðslu að færa t.d. kvöldmatinn framar og háttatímann. Þar er ekki gert ráð fyrir að breyta klukkunni og fólk mætir til vinnu á sama tíma og áður en er samt þrýst á að færa til sínar daglegu athafnir sem falla utan vinnutíma. M.v. það sem fram kemur í greinagerðinni að morgunbirtan sé mikilvægasti liður í að stilla líkamsklukkuna af, má ætla að það verði til lítils gagns fyrir fólk að færa kvöldmatartímann og aðrar daglegar athafnir fram ef klukkan verður ekki færð. Ef hinn hefðbundni vinnudagur er sá sami (8-16 eða 9-15) en daglegar athafnir fólks eftir vinnu færast fram, virðist mér það til þess fallið að skapa aukið stress, því daglega rútínan eftir vinnu er kannski klukkutíma fyrr en áður og því klukkustund minni tími til að huga að kvöldmat fyrir sig og sína, fara með börn á æfingar sem byrja X miklum tíma fyrr en áður var o.s.frv. Þetta er eins og að flýta klukkunni síðdegis, en ekki að morgni. Er það ekki dálítið skrýtið?

Að mínu mati hefði verið eðlilegra að hafa tillögurnar tvær: að leiðrétta klukkuna til samræmis við hnattstöðu landsins eða einfaldlega að gera það ekki og halda áfram sama staðartíma á Íslandi. Þessar hálfkveðnu vísur sem kveðnar eru í tillögum A og C tel ég ekki gæfulegar. Þá væri betur heima setið en af stað farið.

Að því sögðu ítreka ég þá afstöðu mína að seinka eigi klukkunni til samræmis við hnattstöðu Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#525 Hallur Guðmundsson - 11.01.2019

Það hefur mikið verið rætt um svefmtímann í tengslum við tímafærsluna. Það má ekki gleyma því að bændur, verkamenn utandyra og ferðamenn hefja iðju sína snemma og því fyrr sem dagsbirtan laumast fram, því betra. Leið B er því að mínu mati hengugust.

Afrita slóð á umsögn

#526 Solveig Lára Guðmundsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#527 Dalla Þórðardóttir - 11.01.2019

Kostur c.

Afrita slóð á umsögn

#528 Magnús Magnus Magnússon - 11.01.2019

A eða C... en alls ekki B.

Afrita slóð á umsögn

#529 Steinvör Laufey Jónsdóttir - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#530 Halldór Árnason - 11.01.2019

Leiðréttum klukkuna til samræmis við gang sólar því það hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks á öllum aldri. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir börn og unglinga. Látum skynsemia ráða.

Afrita slóð á umsögn

#531 Dagur Funi Brynjarsson - 11.01.2019

Mér finnst það rosalega órökrétt miðað við staðsetningu landsins að við skulum vera í GMT, ég tel það vera lang náttúrulegast að seinka klukkunni um klukkutíma.

Afrita slóð á umsögn

#532 Björg Jóna Sveinsdóttir - 11.01.2019

Alls ekki að breyta klukkunni í sumar og vetrartíma

Jafndægur eru sept og mars. Þetta eru kannski 30 dagar annarsvegar í okt/nóv eða feb/mars þar sem breyting um klukkustund getur skipt máli að morgni.

Út í hött að vera að hringla með klukkuna fyrir það eitt hvort sé ljós eða myrkur á himni á leið í vinnuna. Gott að hafa frekar birtuna á heimleið þegar verið að útrétta og fara í gönguferðir.

Í desember og janúar er óraunhæft að vera nokkuð að hugsa um þetta.

Hitt er annað mál að það er sniðugt að bjóða launþegum upp á sveigjanlegan vinnutíma, bjóða upp á sumar og vetrartíma oþl. Einhverjir skólar hafa verið að bjóða nemum að mæta síðar en kl. 8 í nóv til febrúar en þá getur komið upp flækja með far í skólann oþl. ef ekki er sveigjanleiki á vinnustöðum einnig.

En

Láta klukkuna vera.

Afrita slóð á umsögn

#533 Kristján Gauti Karlsson - 11.01.2019

Í fyrri umsögn minni (nr. 524), í niðurlagi efnisgreinarinnar þar sem fjallað er um tilögu C, átti að sjálfsögðu að standa: „Þetta er eins og að breyta klukkunni síðdegis, en ekki að morgni.“

Afrita slóð á umsögn

#534 Helga Svanlaug Bjarnadóttir - 11.01.2019

Ég kýs óbreytt ástand meðan ekki er í boði valkosturinn að seinka klukkunni aðeins á vetrartíma. Það væri mitt val.

Afrita slóð á umsögn

#535 Emma Þ Blomsterberg - 11.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#536 Steinar Valdimar Pálsson - 11.01.2019

Ég kýs lausn B; Er ekki átt við aðeins tilfærslu á vetrurna?

Afrita slóð á umsögn

#537 Halldóra Brynjólfsdóttir - 11.01.2019

Ekki spurning - leið B - að leiðrétta klukkuna.

Afrita slóð á umsögn

#538 Hjörvar O Jensson - 11.01.2019

Styð eindregið að klukkunni verði seinkað enda frekar skrítið að við skulum vera á sama tíma og London stóran part af árinu og þannig farið á svig við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#539 Sigurósk Hulda Svanhólm - 11.01.2019

Ég vil klukkutíma seinkun. Takk

Afrita slóð á umsögn

#540 Björgvin Ólafsson - 11.01.2019

Við erum að gera okkar að athlæi allstaðar í heiminum með þessu klukkufakki.

Þegar klukkan var fest fyrir ekki mörgum árum þá var það að tillögu sér Íslenskra svokallaðra vísindamanna?

Ekki sóttust önnur lönd eftir að fá þessa vísindamenn til að aðstoða við klukkuflakk?

Þetta klukkuflakk er sér Íslenskt fyrirbryggði sem verður að stoppa?

Ekki hvarlað að Norðmönnum að breyta klukkuni í Norður Noregi þó eru þeir mun norðar en Ísland?

Í mesta lagi breyta tímanum 2 á ári í samræmi við önnur Evrópulönd.

Afrita slóð á umsögn

#541 Rúnar Ármann Arthúrsson - 11.01.2019

Miða ber við sólargang í höfuðborg Íslands, Reykjavík, og seinka klukkunni um eina og hálfa klukkustund svo tími verði réttur miðað við lengdargráðu.

Við þurfum ekki frekar en Indverjar að miða okkur við meðaltíma fyrrum nýlenduherra en yrðum í staðinn réttum sjö klukkustundum á eftir Nýju-Delí.

Afrita slóð á umsögn

#542 Emilía Baldursdóttir - 11.01.2019

Tímælalaust að seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#543 Páll Ásmar Guðmundsson - 11.01.2019

Ég bjó í Stokkhólmi í 12 ár við "rétta" klukku. Ég þekki því báðar hliðar.

Þar birtir óneitanlega fyrr á morgnanna en myrkrið skellur líka á allt of snemma stóran hluta vetrar, þrátt

fyrir að Stokkhólmur sé mun sunnar og dagarnir því lengri þar en hér. Börnin mín voru að koma heim eða fara í aukatíma í svarta myrkri og lítið hægt gera eftir vinnu enda löngu orðið dimmt.

Haldi menn að myrkir morgnar auki á þunglyndi þá hafa þeir hinir sömu svo sannarlega ekki prófað svört síðdegi.

Það er nákvæmlega ekkert merkilegt eða "rangt" við klukkuna á Íslandi og engin þörf á að breyta einu né neinu.

Næstum öll Evrópa er með sömu klukku en nær þó yfir um 3 tímabelti. Þannig er klukkan það sama vestast á Spáni og austast í Póllandi. Einnig eru 3 tímabelti á mill Chile og Brasilíu samt er sama klukka í báðum löndum og löndunum þar á milli. Ekki má heldur gleyma Kína sem nær yfir 5 tímabelti en þó er þó er sama klukkan í öllu landinu!! Ekki hefur þótt ástæða til að breyta þessu í þessum löndum.

Svo má nefna að samskipti við ástvini og vinnufélaga í Evrópu verður erfiðari. Ég persónulega þarf að hafa mikil

samskipti við Svíþjóð og það er nógu erfitt við 2 tíma mun eins og hann er í dag og það mun svo sannarlega ekki

lagast við 3ja tíma mun.

Önnur rök eru að unglingar muni fara fyrr að sofa. Ég verð að segja að ég skil ekki þessi rök. Ég held að allir

þeir sem eiga unglinga eða hafa verið unglingar viti það að unglingar fara seint að sofa. Það skiptir nákvæmlega

engu máli hvernig klukkan er stillt.

Mitt val er því A) (eða C) )Klukkan ætti því að vera óbreytt á Íslandi. Tel það langfarsælast.

Kostur við C) er líka sá að það myndi væntanlega dreifa umferðarálaginu.

Afrita slóð á umsögn

#544 Kristjana Guðrún Guðmundsdóttir Motzfeldt - 11.01.2019

Valkostur B takk.

Bjó í Nuuk á Grænlandi í 25 ár. Nuuk er á sömu breiddargráðu og Reykjavík. Mér fannst mikill léttir þegar farið var á vetrartíma í Nuuk í október, við það fékkst auka birtutími að morgni. Fann sérstaklega fyrir birtuleysi að morgni þegar ég átti leið um Reykjavík á tímabilinu nóvember-janúar enda sumartími. Árið 1968 hefði betur farið ef Ísland hefði haldið sig við óbreyttan vetrartíma og ekki sumartíma eins og valið var.

Kristjana G Guðmundsdóttir Motzfeldt

Afrita slóð á umsögn

#545 Guðmundur Ingi Björnsson - 11.01.2019

Ég styð valkost A og til vara valkost C.

Birta síðdegis er mikilvæg m.a. vegna útiveru vinnandi fólks. Sérstaklega síðari hluta sumars.

Afrita slóð á umsögn

#546 Kristján V Kristjánsson - 11.01.2019

Ég ætla að velja A þar sem ég sé ekki að það skipti máli hvort unglingar fari fyrr eða seinna að sofa ef þeir sofa bara 6 tíma,þegar þau þurfa 8tíma,og á ferðum mínum erlendis hef ég ekki getað merkt stórkostlega breytingu nema síður sé

Afrita slóð á umsögn

#547 Hafsteinn Hrannar Ásgrímsson - 11.01.2019

Ég fagna þessu og upplýstri umræðu.

Mín skoðun er að það eigi að breyta klukkunni.

Rannsóknir styðja það ásamt landfræðilegri legu.

Ef það að breyta klukkunni hjálpar í Íslendingum með sína andlegu líðan þá er þetta algjörlega auðsótt mál og sjálfsagt.

Ef svo ólíklega vildi til að þetta yrði neikvæð breyting þá hljótum við að geta breytt aftur.

Afrita slóð á umsögn

#548 Helga Ingólfsdóttir - 11.01.2019

Staðartími á Íslandi

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#549 Þórey Helena Guðbrandsdóttir - 11.01.2019

Það er emgun spurning að breyta á klukkunni aftur í sitt rétta horf.

Afrita slóð á umsögn

#550 Oddný Elínborg Bergsdóttir - 11.01.2019

Það á að seinka klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#551 Jón Marinó Birgisson - 11.01.2019

Ég styð valkost B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#552 Colin Arnold Dalrymple - 11.01.2019

I support option B. Iceland is far too west to be in the same time zone as the UK. It would lesson the impact of seasonal affective disorder and it's associated costs. There would be a healthier level of morning sunlight for more of the year.

Afrita slóð á umsögn

#553 Sigurður Torfi Sigurðsson - 11.01.2019

Ég tel að ekki eigi að breyta klukkunni og halda óbreyttri stöðu:

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða

Íslendingar hafa aðlagað sig þessari tímaskekkju og þetta hefur ekki áhrif nema yfir hávetur þegar skammdegið er mest, með núverandi fyrirkomulagi má nýta daginn betur eftir vinnu eða skóla til útiveru og tómstunda. Til mótvægis við tímaskekju mætti athuga hvort ekki væri ráðlegt að stytta lögboðinn vinnutíma a.m.k. yfir vetrarmánuði og ættu yfirvöld frekar að eyða tíma og fjármunum í að halda uppi áróðri fyrir heilsusamlegt líferni og góðum svefni.

Annað sem mælir með núverandi fyrirkomulagi er að með því erum við nær tímasetningu annarra Evrópuþjóða sem auðveldar öll samskipti þar á milli.

Afrita slóð á umsögn

#554 Valdimar Össurarson - 11.01.2019

Algerlega fráleitt og ástæðulaust að fikta í klukkunni. Burt með puttana! Furðuleg falsvísindi að halda því fram að allir hafi sömu líkamsklukku og að hún kalli eftir þessu upphlaupi. Það eru gömul sannindi og ný að sumum hentar að vaka frameftir og vakna seint en aðrir sofna snemma og vakna snemma; stundum kallað a- og b-manneskjur. Snjalltæki og tölvur hafa svo gert mörgum erfitt fyrir um eðlilegan svefn, en það á ekki að bitna á okkur hinum. Ef einhver er ósáttur við óbreytt fyrirkomulag er honum auðvitað frjálst að flytja annað; eins ef menn eru ósáttir við íslenska veðráttu. Ég held að stjórnmálamönnum væri nær að snúa sér að brýnni málum en þessu!

Afrita slóð á umsögn

#555 Freyja Kristinsdóttir - 11.01.2019

B.

Ég er hjartanlega sammála því að það eigi að breyta klukkunni. Það sýnir sig að vera best fyrir lýðheilsu Íslendinga. Allar rannsóknir styðja það. Ég hef sjálf átt við svefnvandamál að stríða, en á þó yfirleitt ekki erfitt með að vakna á morgnana. En mögulega er þessi brenglun á líkamsklukkunni samt að hafa áhrif á gæði nætursvefns hjá mér. Svo á ég börn og eiginmann sem virðast eiga mjög erfitt með að sofna á skikkanlegum tíma, og það er þrautinni þyngri að vekja þau öll á morgnana. Ég furða mig á þessu því ég er ekki svona. En mögulega tengist það líka þessum ranga tíma hjá okkur.

Ég fylgdist með Kastljósi í gær og skildi öll rökin sem Erna Sif kom með. En mér fannst málflutningurinn hjá Davíði Þorlákssyni frekar innihaldslítill. T.d. þau rök að það yrði erfitt fyrir flugfélög að breyta tímaslotti hjá sér útaf samningum við erlenda flugvelli. Flugfélögin þurfa ekkert að breyta neinu tímaslotti. Flugin yrðu á nákvæmlega sama tíma, en það sem áður var morgunflug kl.8:00 yrði eftir breytingu morgunflug kl.7:00.

Svo mætti auðvitað líka bæta við leið C. og seinka skólabyrjun aðeins hjá skólabörnum, og í menntaskóla og jafnvel háskóla.

Afrita slóð á umsögn

#556 Ólafur Hjörtur Sigurjónsson - 11.01.2019

Klukkan á Íslandi er verulega röng miðað við sólargang. Þess vegna er æskilegt að færa klukkuna nær sólargangi. Seinkun um eina klst. er því góð hugmynd.

Afrita slóð á umsögn

#557 Kristján Orri Helgason - 11.01.2019

Ég styð eindregið óbreytta stöðu, kostur A (eða mögulega C).

Að stytta sólarstundir og birtutíma eftir vinnu mun skerða lífsgæði margra. Aukin birta í lok dags eftir að vinnutíma lýkur styður við aukna möguleika á útivistartengdri hreyfingu (t.d. hjólreiðum, göngum, garðvinnu og fleira).

Kostur B (að seinka klukkunni) er afar slæmur að mínu mati því hann felur í sig aukið síðdegisskammdegi á veturna, færri sólarstundir eftir vinnu á sumrin og færri heildar sólarstundir á vökutíma yfir allt árið. Auk þess fjarlægumst við enn frekar í tíma nágrannalöndum okkar í Evrópu.

Afrita slóð á umsögn

#558 Jóhann Jóhannsson - 11.01.2019

Valkostur B. Seinka klukkunni um klukkustund frá því sem nú er..

Virðingarfyllst, Jóhann Jóhannsson

Vallargerði 4. Akureyri,

Afrita slóð á umsögn

#559 Björn Búi Jónsson - 11.01.2019

B. Sjálfsagt er að rétta klukkuna. Það finnst vel hvað hún er skökk þegar maður þarf að fara út á flugvöll kl. 4:30 að nóttu enda er klukkan þá ekki orðin 3. Erlendu fólki finnst ótrúlega dimmt hér, það fer ekki að birta fyrr en upp úr ellefu í mesta skammdeginu, því finnst morgnarnir mjög drungalegir.

Afrita slóð á umsögn

#560 Bergljót Kristín Ingvadóttir - 11.01.2019

Breyta tíma í samræmi við hnattstöðu Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#561 Lárus Pétur Ragnarsson - 11.01.2019

Mér finnst að valkostur B eigi best við

Afrita slóð á umsögn

#562 Þorkell Hjörleifsson - 11.01.2019

Ekki spurning um að seinka klukkunni. Það er bókstaflega allt sem mælir með því.

Afrita slóð á umsögn

#563 Sigurrós Sigurðardóttir - 11.01.2019

Ég mundi vilja seinka klukkunni. Vel valkost B.

Kær Kveðja,

Sigurrós

Afrita slóð á umsögn

#564 Ómar Svavar Leví Jakobsson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er

Afrita slóð á umsögn

#565 Gunnlaugur Helgason - 11.01.2019

Valkostur A er lang bestur. Viðbótar klst. birtu í lok dags nýtist flestum mun betur en í dagsbyrjun. ´Við erum búin að venjast þessu síðan 1968 og frekari skýringar óþarfar. Ég mæli eindregið með valkosti A

Afrita slóð á umsögn

#566 Sigrún Erla Guðjónsdóttir - 11.01.2019

Fara leið B.seinka klukkunni um 1 klst.frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#567 Sara Regína Valdimarsdóttir - 11.01.2019

Ég tel valkost B bestan og er því eindregið fylgjandi að klukkunni verði seinkað til samræmis við hnattstöðu landsins og okkar eigin líkamsklukku. Nýjustu rannsóknir benda til þess að líkamsklukkan hafi mikil áhrif á heilsufar okkar og mér finnst ekki hægt að skella skollaeyrum við þeim niðurstöðum. Eftir að hafa, til fjölda ára, notað ljósalampa til að hjálpa mér að vakna í svartasta skammdeginu mundi ég fagna þessari breytingu.

Afrita slóð á umsögn

#568 Þórunn Kristín Kjærbo - 11.01.2019

B. Ég vil að klukkunni sé seinkað vegna lýðheilsusjónarmiða. Rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess.

Afrita slóð á umsögn

#569 Árni Erlendsson - 11.01.2019

óbreyttur tími

Afrita slóð á umsögn

#570 Sigurbjörg Gísladóttir - 11.01.2019

B. Seinka um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#571 Björn Elvar Þorleifsson - 11.01.2019

Valkostur B. SPORPS.

Afrita slóð á umsögn

#572 Inga Hrönn Pétursdóttir - 11.01.2019

Óbreyttan tíma.

Afrita slóð á umsögn

#573 Guðný Sigurðardóttir - 11.01.2019

A. Óbreytt staða. Það er ekki hægt að fórna birtunni seinnipartinn fyrir unglinga sem hanga í tölvum og símum fram undir morgun og geta því ekki vaknað á réttum tíma. Fullt af fólki sem er að njóta þessara örfáu mínútna eftir vinnu á daginn við ýmis áhugamál, skelfileg tilhugsun að það þurfi að vera í mirkri frá september fram á vor.

Afrita slóð á umsögn

#574 Sveinn Snævar Þorsteinsson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#575 Gunnar Kristinn Sigurðsson - 11.01.2019

Alls ekki breyta klukkunni! Þeir sem vinna inni allan daginn allt árið um kring missa með því dýrmætan tíma í lok vinnudags til að njóta birtunnar á vorin og sumrin og stunda útiveru og hreyfingu. Þetta mun líka hafa þau áhrif að leiktími barna útivið minnkar þar sem birtustig er klukkustund skemur í lok dags og því geta börn verið skemur úti t.d. á vorin og haustin. Við fáum ekki mikinn tíma hér á landi til að njóta veðurblíðu og að stytta þann tíma um klukkustund er fráleitt. Frekar væri þá að hafa sumar og vetrartíma eins og önnur lönd í evrópu ef fólk vill hafa birtu lengur á morgnana í skammdeginu.

Í svartasta skammdeginu er hvort eð er nánast dimmt allan sólarhringinn og því hefur þetta engin áhrif þar.

Leið A er best.

Afrita slóð á umsögn

#576 Guðrún Íris Þorleiksdóttir - 11.01.2019

B. Seinka klukkuni um 1 klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#577 Björg Júlíana Árnadóttir - 11.01.2019

Ég tek mark á áliti virtra sérfræðinga og vil seinka klukkunni til hagsbóta fyrir fólkið í landinu.

Afrita slóð á umsögn

#578 Bryndís Eva Sigurðardóttir - 11.01.2019

Persónulega finnst mer að það þurfi að seinnka um 1 klukkustund. Fólk sem talar um það að það vill ekki að það verður myrkur fyrr mætti aðeins skoða þetta frá sjonarhorni leikskólabarna. Nú er eg starfsmaður a leikskóla. Felst börn á aldrinum 1 árs til 4 ára fara í hvíld yfir daginn. Nú mætir barn a leikskóla í myrkri kl 8 um morgunnin. Þegar klukkan er orðin 9:30 er farið inn i fataklefa til að gera sig tilbúnna fyrir komandi utiveru. (Væri moguleiki að fara fyrr ut en það er bara svo ogeðslega dimmt úti) Kl 10 fer barnið út að leika í myrrkri. Loks þegar fer að birtast til kl 10:45 er barnið tekið inn. Skippt um bleyju farið í samverustund og byrjar að borða kl 11:30. Kl 12 (þegar það er vel bjart úti) er barnið lagt niður til að fara að sofa. Barnið sefur til 14:00 sum til 14:30 (fer eftir aldur) en þá þarf það að borða aftur. Jú, oftast er farið út milli 15:00 - 16:00 ef það er ekkert starf í gangi en þá er farið að dimma aftur. Þannig í raun fær barnið um 30 mín kannski 40 mín almennilega dagsbirtu á einum degi.

Afrita slóð á umsögn

#579 Sigríður Sía Jónsdóttir - 11.01.2019

Seinkum klukkunni STRAX. Valmöguleiki B er það eina rétta! A. er algjörlega fáránlegur - peningum væri illar varið í fræðslu því við vitum þetta ekki nú þegar. C skilar því sama og B. Ef við byrjum seinna að vinna - vinnum við lengur fram á daginn og þá verður líka orðið styttra í myrkur.

Afrita slóð á umsögn

#580 Bjarni Jens Kristinsson - 11.01.2019

Tilgangurinn með leið C er að seinka vinnu- og skólatímum um eina klukkustund. Til að ná fram þeim markmiðum væri mun auðveldara að breyta klukkunni í staðinn fyrir að endurskilgreina "staðlaðar tímasetningar" (t.d. að kvöldfréttir RÚV séu kl. 19:00, hádegismatur kl. 12-13, bankar loki kl. 16:00, amma taki lyfin sín klukkan 17 o.s.frv.). Að breyta klukkunni frekar en að hringla í þessum tímasetningum kemur jafnframt í veg fyrir misskilning og rugling sem getur átt sér stað ef sumir einstaklingar eða stofnanir hafi breytt sínum tímasetningum en aðrar ekki. Hugrænt gætum við því áfram tengt sömu tölur (tímasetningar) við sömu atburði og venjur. Þetta útilokar möguleika C að mínu mati.

Svipað má segja um möguleika A, því auðveldara væri hreinlega að breyta klukkunni en að leggjast í dýra og líklega árangurslitla herferð um að breyta venjum fólks. Það að breyta klukkunni hefði tilætlaðan árangur sjálfkrafa í för með sér, með lágmarks kostnaði og þeim auka kosti að ekki væri hringlað við þær "stöðluðu tímasetningar" sem fólk hefur vanist. Því er möguleiki A líka útilokaður að mínu mati.

Oft heyrst þau rök gegn möguleika B að hann fækki birtustundum á vökutíma. Slíkum rökum ber þó að taka með ákveðnum fyrirvara. Annars vegar hefur seinkun klukkunnar engin hamlandi áhrif fyrir fólk sem vill halda í sama fjölda birtustunda á vökutíma, því það getur enn farið að sofa á sama tíma (m.t.t. stöðu sólar) og vaknað á sama tíma (m.t.t. stöðu sólar). Einnig má benda á að ef þessu fólki er alvara um að hámarka fjölda birtustunda á vökutíma, að þá myndi það haga svefntíma sínum m.t.t. stöðu sólarinnar eða um frá kl. 21 á kvöldin til 5 á morgnana þegar mesta myrkrið er.

Þvert á móti hefur óbreytt ástand hamlandi áhrif á íslensku þjóðina því miðað við sólartíma þurfum við að vakna klukkutíma fyrr en nágrannaþjóðir okkar. Þetta staðfestir greinargerðin sem sýnir að við sofum styttra en nágrannaþjóðir okkar þar sem staðartími sé í betra samræmi við sólartíma.

Loks vil ég benda á að Rússland breytti árið 2011 frá því að vera með sérstaka sumar- og vetrartíma yfir í að vera með varanlegan sumartíma (eins og er á Íslandi núna) en það mældist illa fyrir, olli heilsufarsvandamálum og fleiri slysum á morgnana og endaði á því að árið 2014 breyttu Rússar yfir í að vera með varanlegan vetrartíma (sem samsvarar möguleika B í þessari tillögu). Lærum af öðrum og gerum ekki sömu mistökin.

[1]: https://www.bbc.com/news/blogs-news-from-elsewhere-28423647

Afrita slóð á umsögn

#581 Þórunn Árnadóttir - 11.01.2019

Ég mæli með A.

Afrita slóð á umsögn

#582 Filippía Þóra Guðbrandsdóttir - 11.01.2019

Vil leið B

Man þann tíma þegar var hringlað með klukkuna. En að festa hana á eilífum "sumartíma" er ekki gott. Vil komast nær réttri tímaklukku og þeirri sem stjórnar takti samfélagsins.

Engum hollt að vera á skjön við líkamsklukkuna.

Afrita slóð á umsögn

#583 Lilja Ásdís Þormar - 11.01.2019

Vel kost B, þ.e. að klukkunni sé seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#584 Robert Peter Thorne - 11.01.2019

Valkostur B

Afrita slóð á umsögn

#585 Hólmfríður María Bjarnveig Þorsteinsdóttir - 11.01.2019

Ég vil endilega prófa valkost B og seinka klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#586 Sigrún Sigurðardóttir - 11.01.2019

A: Ekki breyta.

Afrita slóð á umsögn

#587 Anna Lilja Pétursdóttir - 11.01.2019

Ég vil halda klukkunni óbreyttri. Ástæðan er sú að ég og mín fjölskylda bjuggum í svíþjóð um nokkurra ára skeið þar sem tíminn er einmitt stilltur þannig að það er bjartara á morgnanna en myrkur seinnipartinn og ég hef aldrei upplifað eins mikið myrkur á ævi minni. Það er mjög erfitt bæði fyrir börn og fullorðna að koma heim úr vinnu/skóla stóran tíma ársins í myrkri. Þegar það er myrkur seinnipartinn virkar það þannig á flesta að minna verður úr verki og börnin þurfa að taka strætó í frístundir í myrkir eftir skóla og stunda útiæfingar í myrkri stóran hluta ársins. Þetta verður til þess að þá daga sem ekki eru frístundir fara börnin frekar heim og beint í tölvur eða aðra skjánotkun í stað þess að leika úti við vinina. Ef stuðla á að aukinni útivist fyrir börn og unglinga sem ég tel vera mikið vandamál er ekki góð leið að minnka eftirmiðdagsbirtuna. Börnin munu fara út í frímínútum í skólanum og leika sér hvort sem það er myrkur á morgnanna eða ekki, það eru eftirmiðdagarnir sem þarf að virkja. Ég á sjálf unglinga og ég get ómögulega séð þau rök að það sé auðveldara fyrir þá að vakna ef það birtir 1 klst fyrr á morgnanna og að það muni auka við svefn yfir nóttina. Flestir unglingar eru með dregið fyrir alla glugga og munu ekki vakna upp við morgunsól auk þess sem myrkrið á Íslandi er það mikið að stóran hluta ársins birtir hvort eð er eftir að skólinn hefst. Eins er ég ósammála því að láta skólana byrja seinna því þegar unglingar eiga mjög erftitt með að vakna á morgnanna er betra að allir á heimilinu séu að vakan á sama tíma og fara af stað. Mín reynsla er að börn/unglingar sofa frekar yfir sig ef enginn er á heimilinu til að vekja. Vandamálið með svefn í dag er tengdur tölvum og öðrum skjátíma sem börn/unglingar/fullorðnir ná ekki nógu góðum tökum á vegna agaleysis/slæmrar menningar.

Afrita slóð á umsögn

#588 Hulda Magnea Jónsdóttir - 11.01.2019

Kostur B að seinka klukkunni um eina klukkustund frá því sem nú er.

Afrita slóð á umsögn

#589 Tómas Ryan Margrétarson - 11.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#590 Júlíus Már Baldursson - 11.01.2019

Við eigum að breyta tímanum í takt við aðrar Evrópuþjóðir og hafa sama tíma hér og þær hafa.

Vel leið B.

Afrita slóð á umsögn

#591 Sigurður Hreinn Sigurðsson - 11.01.2019

Tilvalið væri að efna til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mikilvæga mál. Niðurstöðuna mætti svo leggja á ís í nokkur ár en skipa svo nefnd til að yfirfara málið í áföngum. Starf nefndarinnar yrði gagnsætt og haft víðtækt samráð við almenning. Leitað yrði leiða til að virkja almenning til þátttöku, meðal annars með rökræðukönnunum.

Afrita slóð á umsögn

#592 Ómar R. Valdimarsson - 11.01.2019

Á að breyta tímareikningi á Íslandi? Jà, leið B hugnast mér best.

Afrita slóð á umsögn

#593 Ragnhildur Guðný Hermannsdóttir - 11.01.2019

Ég myndi velja kost B, þ.e. að seinka klukkunni um einn tíma. Ennfremur legg ég til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími og klukkunni flýtt á sumrin þannig að við höfum sólina lengur á kvöldin. Sem sagt að tekið verði upp sama form á klukkunni og var fyrir 1968. Það mætti einnig skoða kost C hvað varðar unglinga og skóla.

Afrita slóð á umsögn

#594 Kathleen Valborg Clifford - 11.01.2019

B klukkunni seinkað um 1 kl. Var álin upp í USA þar sem klukkurnar eru seinkað um 1kl. Skipti miklu bæði andlega og líkamlega að vera í birtu þó það sé litið í skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#595 Kathleen Valborg Clifford - 11.01.2019

B klukkunni seinkað um 1 kl. Var álin upp í USA þar sem klukkurnar eru seinkað um 1kl. Skipti miklu bæði andlega og líkamlega að vera í birtu þó það sé litið í skammdeginu.

Afrita slóð á umsögn

#596 Gréta Ingþórsdóttir - 11.01.2019

Ég tel að það eigi að fara að ráðleggingum sérfræðinga og velja leið B.

Afrita slóð á umsögn

#597 Vilhjálmur Egilsson - 11.01.2019

Ég leggst alfarið gegn því að klukkunni sé seinkað á Íslandi og tel reyndar ríka ástæðu til að flýta henni yfir sumartímann. Ég tel sjálfsagt að' hvetja fólk til að hvetja fólk til að fara að sofa nægilega snemma til að ná viðunandi svefni. Meginrök mín í þessu máli snúast um að fólki hentar almennt best að njóta útivistar síðdegis og á kvöldin að loknum vinnutíma. Með því að seinka klukkunni er verið að takmarka verulega útvistarmöguleika almennings og þeim þætti málsins eru ekki gerð teljandi skil. Þegar þetta er skrifað hinn 11. janúar er daginn farið að lengja en samt eru ennþá nokkrar vikur í að fólk sem lýkur vinnu kl 16:00 geti farið heim, skipt um föt og farið í gönguferðir eða notið annarrar útivistar í birtu. Á haustin myndu möguleikar fólks til að stunda t.d. golf eða aðrar íþróttagreinar úti við mjög takmarkast. Ennfremur vil ég benda á að á nokkrum stöðum á landinu standa bæir í skjóli hárra fjalla þar sem sól gengur snemma til viðar. Seinkun klukkunnar skerðir mjög lífsgæði íbúa þessarra bæja.

Ég bendi ennfremur á að fyrir nokkrum áratugum var algengt að skrifstofur og ýmsir vinnustaðir opnuðu ekki fyrr en kl 9:00 á morgnana. Þá var ennfremur algengt að skipuleggja kvöldfundi ekki fyrr en eftir kl 20:30 (eftir kvöldfréttir) og reiknað var með því að fólk færi almennt ekki að sofa fyrr en undir miðnætti. Aðal bíótíminn var t.d. kl 21:00. Síðan fóru einstakir vinnustaðir að taka upp sumartíma með því að byrja vinnutímann kl 8:00 á morgnana á sumrin að ósk starfsfólks til þess að fólk gæti átt þægilegan tíma úti við eftir að vinnudeginum lyki. Smám saman óskaði starfsfólk eftir því að vinnutími hæfist kl 8:00 allt árið til þess að vera búið fyrr og geta notið birtu eftir lok vinnudags. Þessi þróun hefur síðan leitt til þess að vinna hefst víðast hvar á skrifstofum og sambærilegum vinnustöðum á bilinu 8:00 - 8:30. Hætt er við því að með seinkaðri klukku færi fljótt að bera á því að fólk vildi hefja vinnu kl 7:00 og vera búið að vinna t.d. kl 15:00. Þeir vinnustaðir eru nú til þar sem starfsfólk hefur óskað eftir því að hefja störf enn fyrr til þess að losna enn fyrr úr vinnunni. Opnun leikskóla hefur verið helsti þröskuldurinn í þeim tilvikum. Nú þýðir ekki að bjóða uppá að skipuleggja kvöldfundi sem byrja seinna en 20:00 og tónleikar eða leiksýningar byrja oftast kl. 19:30. Fólk er þannig almennt að reyna að fara fyrr í háttinn. Hætt er við því að viðburðir á kvöldi til væru færðir seinna fram á kvöld ef klukkunni yrði seinkað.

Hér er ekki fjallað um að rannsóknir á þessu máli eru yfirleitt takmarkaðar. Ef það er rétt að heilsufar skaðist við það fyrirkomulag sem hér gildir ætti það að gilda almennt að heilsufar sé lakara í vesturhluta tímabelta en í austurhluta þeirra (og þá sérstaklega á okkar breiddargráðu). Ég veit ekki til þess að heilsufar Austfirðinga sé betra en þeirra sem búa á vesturhluta landsins þrátt fyrir að marktækur munur sé á stöðu þessara landshluta innan tímabeltisins.

Margt fleira mætti segja um þetta mál en ég læt hér staðar numið.

Afrita slóð á umsögn

#598 Kristín Rós Steindórsdóttir - 12.01.2019

Seinka klukku um klukkutíma.

Á mjög erfitt með sefn og að vakna að morgni og mín líkamsklukka rímar betur við kl,stund seinna.

Afrita slóð á umsögn

#599 Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir - 12.01.2019

Breytum klukkunni og höfum heilsu barna okkar (og auðvitað eigin) í fyrirrúmi.

Afrita slóð á umsögn

#600 Linda Björg Friðriksdóttir - 12.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#601 Eyjólfur G Guðmundsson - 12.01.2019

Á þessu kalda landi veitir okkur ekki af því að fá örlítið meiri birtu inn í frítíma fólks síðdegis sem helst er notaður til útivistar. Stærstur hluti þjóðarinnar eyðir deginum hvort eð er innandyra í vinnu og skóla. Tímasetning sólarlags hefur ekki áhrif hvenær farið er að sofa nema tvisvar á ári, vor og haust. Það eru aðrir hlutir eins og skjánotkun sem hafa meiri áhrif á svefnvenjur en birtan úti. Höldum klukkunni því óbreyttri (A).

Afrita slóð á umsögn

#602 Hafþór Helgi Helgason - 12.01.2019

A)

Afrita slóð á umsögn

#603 Hrönn Elísabet Pálsdóttir - 12.01.2019

Tillaga B. Breyta klukkunni til samræmis við rauntíma.

Afrita slóð á umsögn

#604 Örn Arnarson - 12.01.2019

Hér hafa vísindin talað og mælt með leið B. Þetta snýst ekki lengur um hvað hverjum finnst, heldur hvað er lýðheilsulega best fyrir þjóðina, rökstutt af vísindum. Hví ættum við að hundsa þessi vísindi en trúa öllu sem vísindin segja um t.d. hlýnun jarðar? Hvaða skilaboð eru send út í þjóðfélagið varðandi vísindalegar ráðleggingar ef þessar eru hundsaðar? Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að þetta sé mikilvæg leiðrétting á tímatali okkar. Við erum eftir allt hluti af náttúrunni og náttúran segir okkur að við séum á kolröngum tíma, með slæmum afleiðingum.

Breytum klukkunni! Legg til að það verði gert í sumar, þegar bjart er allan sólarhringinn, því þá verður breytingin varla merkjanleg.

Afrita slóð á umsögn

#605 Svandís Edda Ragnarsdóttir - 12.01.2019

Leið C gengur ekki að augljósum ástæðum. Leið B er spennandi en mér finnst ekki koma til greina að seinka sumardögunum. Það væri hægt að seinka klukkunni yfir ákveðið tímabil, t.d. nóv, des og jan en færa hana svo til baka. Við höfum stutt sumar og því áríðandi að geta notið þess í botn. Þegar vinnudegi líkur viljum við geta notið dagsins og sólarinnar sem mest sérstaklega því hún er svo sjaldgæfur gestur. Af þessum ástæðum kemur leið B aðeins til greina ef klukkan er færð til baka þegar dimmasta tímabilinu líkur. Það væri auðvitað æði að færa klukkuna fram um 2 tíma yfir sumarið (frá núverandi tíma) því þá myndum við nýta daginn í botn. Sá sem hættir að vinna klukkan 16:00 getur farið út í sólina (sem er eins og klukkan sé 14).

Ef við breytum tímanum þá á sú breyting eingöngu að snúa að því hvernig hún sé best fyrir okkur sem erum íbúar landsins, þ.e. snúa að fólki. Að mínu mati eiga hagsmunir fyrirtækja ekki að skipta neinu máli, þau laga sig að því sem ákveðið verður. Við getum breytt klukkunni eins og við viljum. Þurfum ekkert endilega að horfa til hvernig aðrar þjóðir gera það. Við getum líka prufað eitthvað og svo skipt um skoðun. Okkar tími sem við eigum að ráða yfir

Afrita slóð á umsögn

#606 Guðlaugur Ingi Harðarson - 12.01.2019

Valkostur B. Seinka klukkunni um klst. Ekki er hægt að treysta á það fólk og fyrirtæki fari eftir tilmælælum og þ.a.l. myndi ekkert gerast nema klukkan verði færð.

Afrita slóð á umsögn

#607 Þórunn Helgadóttir - 12.01.2019

Þegar klukkan er 07 að morgni í Reykjavík þá er hún í raun 5.30 samkvæmt hnattstöðunni. Ég er ein af þeim sem hef alla ævi liðið fyrir þetta, get ekki sofnað snemma og finnst það helvíti að vakna á morgnana þegar klukkan er í raun bara 5.30. Þetta hefur haft gríðarlega mikil áhrif á allt mitt líf og hefur mig lengi dreymt um að klukkunni verði breytt til samræmis við réttan tíma. Sumir finna kannski ekki mikið fyrir þessu en eflaust eru margir eins og ég sem þjást fyrir þessa tímaskekkju. Ég styð því hiklaust kost B að seinka klukkunni um eina klukkustund og vona innilega að þetta verði loksins að veruleika! :-)

Afrita slóð á umsögn

#608 Sævar Þórsson - 12.01.2019

Mikilvægt er að tíminn á Íslandi sé í samræmi við stöðu landsins á hnettinum. Verði klukkunni seinkað verður hádegi 12.30 en ekki 13.30. Fórnarkostnaðurinn er að á veturnar styttist birtutíminn á morgnanna um 190 klukkutíma en morgnarnir verða bjartir langt fram í nóvember og byrja að vera bjartir í síðara hluta janúar.

Svo er annað mál við Íslendingar notum mun meira af svefn og þunglyndislyfjum en á hinum norðurlöndunum. Er ekki komin tenging þarna, léleg svefngæði og aukning á svefn og þunglyndislyfjum.

Afrita slóð á umsögn

#609 Borghildur G Hertervig - 12.01.2019

B seinka klukkuni.

Afrita slóð á umsögn

#610 Hermann Gunnar Sigurðsson - 12.01.2019

Eftir að hafa búið í Noregi í þrettán ár þar sem klukkuni er breytt tvisvar á ári, þá get ég alveg sagt að ég er algerlega á móti öllum klukkubreytingum. Við mannfólkið erum orðin svo háð þessu apparati sem klukkan er til að segja okkur hvað tímanum líður að við virkilega göbbum okkur til að halda að við höfum breytt einhverju bara með því að segja að núna er klukkan níu í staðin fyrir átta þegar raunin er sú að við höfum engu í raun breytt, sólinn er ekkert allt í einu að koma upp fyrr á deginum, það erum við sem erum bara að vakna seinna. Eða ef við förum í öfuga átt, og göbbum okkur til að segja að klukkan er núna átta í staðin fyrir níu, nei við höfum engu ennþá breytt, við erum bara að vakna fyrr sama hvað lítil tifandi maskína er að segja.

Það gat tekið mig eina eða tvær vikur að jafna mig á klukkubreytiningnum úti í Noregi, því líkamin minn vissi mun betur hver rauntíminn væri heldur en þessi apparöt sem við erum nú orðin svo háð. Ég tel því að besti kosturinn sé að halda klukkunni óbreyttri og frekar skólar byrji bara seinna á mognanna og jafnvel fyrirtæki líka.

Afrita slóð á umsögn

#611 Petrína Bachmann - 12.01.2019

Valkostur B

Afrita slóð á umsögn

#612 Þorvaldur Böðvarsson - 12.01.2019

Tvímælalaust á að seinka klukkunni um eina klukkustund. Eftir að hafa búið erlendis í áratug, í Danmörku nánar til tekið, þar sem klukkan var og er stillt nálægt sólarganginum, þá fann maður mikið fyrir þvi hve erfitt það er að lifa með þeirri skekkju sem uppi er höfð hér varðandi tímann. Ég vel sem sagt valkost B í þessu samhengi.

Afrita slóð á umsögn

#613 Guðrún Þóra Magnúsdóttir - 12.01.2019

Ég vil óbreytta stöðu (A). Birtan í lok dags eftir vinnu er mjög mikilvæg til útivistar. Í því felast mikil lífsgæði

Afrita slóð á umsögn

#614 Ólöf Kristín Einarsdóttir - 12.01.2019

Ég tel eindregið að það eigi að seinka klukkunni til móts við rétta sólarklukku og finnst þar lýðheilsumál vera sterkustu rökinn. Að klukkan sé sem næst sólarklukkunni og þar með líkamsklukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#615 Jóhann Friðrik Kristjánsson - 12.01.2019

Íslendingar hafa reynt sumar og vertratíma.

Höfum reynt mismunandi tíma eftir svæðum.

En við höfum ekki reynt á tækniöld að færa klukkuna að hnattsöðu til lengdar.

Er ekki timi kominn á að reyna það?

Ef aðrar þjóðir geta fært klukkun til að vild, af hverju þá ekki við?

Hvaða skaði gæti orðið af þeirri tilraun?

Afrita slóð á umsögn

#616 Unnur Edda Müller - 12.01.2019

Ekki spurning, ég vel B:

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#617 Davíð Hjálmar Haraldsson - 12.01.2019

Nauðsynlegt er næturhúmið.

Náttúran þitt bætti geð

ef þú færir fyrr í rúmið

og frúnni þinni byðir með.

DHH

Afrita slóð á umsögn

#618 Valdimar Bjarnason - 12.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#619 Sigríður Eysteinsdóttir - 12.01.2019

Góðan dag,

Ég vel kost B því ég tel rétt að hafa klukkuna í sem mestu samræmi við hnattræna stöðu Íslands. Allar rannsóknir sérfræðinga renna stoðum undir þá niðurstöðu og það skiptir öllu máli þegar heilsa og vellíðan íbúa landsins er annars vegar. Alla ævi hef ég átt erfitt með að vakna til vinnu þegar líkaminn segir mér að það sé ennþá nótt. Tel einnig að viðskiptalegir hagsmunir standi því ekki í vegi að breyta klukkunni þar sem internetið er alltaf opið.

Virðingarfyllst

Sigríður Eysteinsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#620 Ágústa Mikaelsdóttir - 12.01.2019

A. Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.

Ég vil ekki breyta klukkunni þar sem að þótt að klukkunni væri seinkað um klukkustund þá myndi ég enn þá vakna í myrkri og þá væri ennþá meira myrkur þegar ég kæmi heim seinni part dags.

Afrita slóð á umsögn

#621 Bjarni Eggertsson - 12.01.2019

Ég vel.

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#622 Rut Bjarnadóttir - 12.01.2019

Ég vel B

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Ég trúi því að þetta sé leiðin til að við getum séð meiri sólarbirtu og þurfum ekki alltaf að vakna í myrkri. Við unglingarnir eigum alltaf erfiðara með að vakna á morgnana og ég veit að það er alltaf skemmtilegra að vakna með birtu. Það skiptir minna máli hvort sólin fer klukkan 17 eða 18 en það skiptir miklu á morgnanna þegar allt samfélagið er að vakna.

Afrita slóð á umsögn

#623 Ásgrímur Geirs Gunnarsson - 12.01.2019

Mæli með leið B, seinka klukkunni un eina klukkustund til samræmis við sólargang.

Afrita slóð á umsögn

#624 Jón Eiríksson - 12.01.2019

Að sjálfssögðu á að breyta klukkunni til samræmis við hnattstöðu þ.e. seinka um klukkutíma og hringla svo ekki með hana meir.

Afrita slóð á umsögn

#625 Ásta Kristín Hauksdóttir Wiium - 12.01.2019

Ég styð B-kostinn. Langflestar rannsóknir á líkamsklukkunni benda til þess að lífeðlisfræðileg áhrif birtu á líkamann séu margskonar og sennilega vanmetin. Best væri að koma á bæði B- og C-kostunum og gefa færi á sveigjanlegum vinnutíma alls staðar þar sem það er hægt. Þannig mætti tryggja að fleiri fengju næga hvíld og skiluðu betri vinnu (og koma í veg fyrir daglega umferðaröngþveitið í Reykjavík.)

Afrita slóð á umsögn

#626 Margrét Pétursdóttir - 12.01.2019

Finnst að megi víkka umræðuna. Ef C þá er frístund fólks meira í birtu en ella OG ef við bætum við styttingu vinnuvikunnar getur bæði C og B gengið en C enn haft vinninginn. Stytting vinnuviku og hækkun lágmarkslauna er framar á forgangslista. Ríkið á bara að splæsa á meðan þau mál eru tekin fyrir í dagsljósa lampa fyrir æskuna.

Afrita slóð á umsögn

#627 Gunnar Héðinn Stefánsson - 12.01.2019

B að sjálfsögðu

Afrita slóð á umsögn

#628 Orri Vésteinsson - 12.01.2019

Sú hugmynd að festa klukkuna við eitthvað annað en sólargang er afleiðing fjarskiptatækninnar og þó vísindamenn og sæfarar hafi verið farnir að stilla klukkur eftir Greenwich á 18. öld var það ekki fyrr en með uppbyggingu lestarsamgangna á 19. öld sem byrjað var að samræma klukkur á ólíkum stöðum. Ritsíminn og síðar talsíminn og útvarpstæknin bæði kölluðu á og gerðu mögulega samstillingu klukkunnar og á fyrri hluta 20. aldar undirgekkst allur heimurinn smátt og smátt að stilla klukkur eftir hnattrænu kerfi sem miðar 0 við Greenwich í Englandi. Langvíðast er tíminn stilltur á heila klukkustund út frá Greenwich en á nokkrum stöðum eru tímabelti hálftíma eða jafnvel kortéri á undan eða eftir heila tímanum, yfirleitt í viðleitni til að hafa klukkuna sem næst sólargangi fyrir sem flesta innan tímabeltisins. Önnur sjónarmið um stillingu klukkunnar byggjast á hagsmunamati sem getur verið af ýmsum toga en felur alltaf í sér kúgun þeirra sem hafa hagsmunina, á þeim sem hafa þá ekki. Dæmi um vanstillingu klukkunnar sem kúgunartæki er í Kína, sem er aðeins eitt tímabelti þrátt fyrir að ná yfir svæði sem alla jafna myndi skiptast á fjögur. Þar er klukkan miðuð við sólargang í austasta hluta landsins sem þýðir að hún er 2-3 klukkustundum frá sólargangi í vesturhlutanum, Tíbet og Sinkiang. Það eru augljóslega hagsmunir stjórnarherranna í Bejing að hafa þetta svona - ekki fólksins sem býr í vesturhéruðunum. Ég nefni þetta dæmi til að sýna að stilling klukkunnar er mannréttindamál. Eina sjónarmiðið sem er sanngjarnt er að stilla klukkuna sem næst sólargangi fyrir sem flesta innan tímabeltis. Öll önnur sjónarmið hygla einhverjum hagsmunum á kostnað annara.

Orri Vésteinsson

prófessor í fornleifafræði, Háskóla Íslands

Afrita slóð á umsögn

#629 Hulda Ósk Jónsdóttir - 12.01.2019

B.

Afrita slóð á umsögn

#630 Andrea Símonardóttir - 12.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#631 Andrea Símonardóttir - 12.01.2019

breyta öllum tímum, byrja seinna á daginn færa daginn um 2 tíma,

ég er 34 í dag og ég á enni í vandræðum með þetta síðan ég var unglingur

Afrita slóð á umsögn

#632 Ásdís Kristín Eiðsdóttir - 12.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#633 Anna Kristmundsdóttir - 12.01.2019

A - ekki spurning, þá höldum við birtutímanum eftir vinnu.

En aðalmálið er að allir, hvort sem er börn eða fullorðnir séu meðvitaðir um að fá nógu langann nætursvefn. Það á ekki að vera flókið að reikna út hvenær þarf að fara að sofa á kvöldin. Sá sem þarf að vakna kl.7:00 og þarf 8 tíma svefn þarf að sofna kl.23:00. Sá sem þarf 10 tíma svefn þarf að sofna kl.21:00. Þegar þú ert mættur í vinnuna, skiptir þig ekki máli hvort sólin kemur upp kl.10 eða 11.

Afrita slóð á umsögn

#634 Marta B Helgadóttir - 12.01.2019

B. Seinka klukkunni um eina klukkustund til að fá morgunbirtu fyrr.

Afrita slóð á umsögn

#635 Gísli Sigurðsson - 12.01.2019

Sólin kemur upp að morgni og sest að kvöldi. Um það er óþarft að deila. Notkun tækninýunga eins og klukku breytir hér engu um. Enda hafa þjóðir heims að jafnaði stillt klukkuna eftir sólinn, þannig að hádegi á klukkunni sé þegar sólin er hæst á lofti. Til einföldunar er þó jörðinni skipt í nokkur tímabelti svo nágrannar séu ekki með nokkurra sekúndna mun á sínum klukkum. Ísland er á einu þessara tímabelta og sjálfsagt að klukkan hér sé stillt miðað við tímabeltið. Að stilla klukkuna vitlaust eins og gert hefur verið hefur engan tilgang, þó vel megi lifa við það. Það er því sjálfsagt að leiðrétta og þarf engar umræður um það.

Nær væri að eyða tímanum í að ræða eitthvað sem skiptir raunverulega máli. Til dæmis 3. orkupakkann, einkavæðingu landsbankans, afnám verðtryggingarinnar, lækkun vaxta, staðsetningu þjóðarsjúkrahúss eða byggingu höfuðstöðva Landsbankans svo eitthvað sé nefnt.

Ríkisstjórninni væri sæmra að leyfa þjóðinni að taka þátt í þeim ákvörðunum í stað þess að spyrja hana hvað klukkan er.

Afrita slóð á umsögn

#636 Jón Gunnar Axelsson - 12.01.2019

Ég hef verið þeirrar skoðunar í mörg ár að klukkan á Íslandi eigi að fylgja hnattstöðu. Átti erfitt með að berja mig í svefn fyrir miðnætti í mörg ár, en það hefur breyst með hækkandi aldri. Þá kenndi ég í framhaldsskóla i mörg ár og sá þá greinilega á mörgum nemendum að þeir mættu vansvefta og illa upp lagðir (eða mættu hreinlega ekki í fyrstu tíma dagsins). Náttúran veit alltaf betur enda hefur hún haft þúsundir ára til að hanna okkur.

Afrita slóð á umsögn

#637 Áróra Hlín Helgadóttir - 12.01.2019

Leið B.

Afrita slóð á umsögn

#638 Gígja Sigurðardóttir - 12.01.2019

Mér líst best á kost C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana, af þeim ágætu tillögum sem hér eru birtar. Ekki er víst að seinkunn klukkunar bæti svefnvenjur enda fer fólk á misjöfnum tímum í hátinn og þarf að vakna missnemma til að sinna sínum verkum og myndi líklega lítið breytast með færslu tímasn einum saman.

Valmöguleiki C gefur kost á að unglingar, sem sýnt hefur verið fram á að hafi annað svefn minstur og fái mesta hvíld seint á nóttunni og snemma á morgnana, geti mætt seinna í skóla og ví verið úthvíldir. Tilraunir með seinkunn skóla tíma unglinga hafa reynst ágættlega þar sem það hefur verið prófað, nánar tiltekið í einstaka skólum í Bandaríkjunum.

Helsta ástæða þess að ég vil ekki seinka klukkunni er að minni birtu myndi njóta við seinnipart dags í skammdeiginu og finnst mér það mikill ókostur. Í mesta skammdeginu munar ekki svo mikið um myrkur að morgni þegar maður er í vinnu en mikið munar um þegar fer að birta að komast heim í birtu og njóta ljósaskiptanna sem eru svo falleg yfir vetrar tímann.

Þá held ég líka að færing klukkunar hefði óþarfa ruglning í för með sér, ekki síst vegna þess að við myndum þá færast fjær tíma í Evrópu og í Skandinavíu.

Afrita slóð á umsögn

#639 Sigríður Ásta Olgeirsdóttir - 12.01.2019

Valkostur A finnst mér fýsilegastur þar sem þetta svefnvandamál liggur frekar hjá einstaklingum sem kjósa að ganga seint til náða. Ísland liggur þannig að dagsbirtan er af mjög skornum skammti á veturna og myndi það lítið breytast þó klukkan yrði færð framar og dagsbirtan tæplega orðin nokkur þegar hinn almenni borgari vakna þarf.

Það er unglingum eðlislægt að vera þreyttir - enda mikið í gangi í líkamsstarfsemi þeirra.

Verð ég að bæta við að valkostur C er gjörsamlega út í hött. Hann myndi bara verða til þess að fólk fari seinna að sofa og minna væri eftir af deginum að vinnu lokinni.

Ég kýs ss valkost A

Afrita slóð á umsögn

#640 Theodóra Þorsteinsdóttir - 12.01.2019

Góðan daginn.

Ég er á móti því að klukkunni verði breytt. Sé ekki að það breyti þreytu unglinganna, unglingar hafa verið og eru alltaf þreyttir og það breytist ekki þó klukkunni verði breytt.

Það breytist heldur ekki neitt þessa dimmu daga, maður mætir í vinnuna í myrkri og fer heim úr vinnunni í myrkri. Einn klukkutími breytir engu og bjargar engu.

Semsagt, ég kýs valkost A.

Virðingarfyllst,

Theodóra Þorsteinsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#641 Helga Einarsdóttir - 12.01.2019

Það eru nokkrar kynslóðir sem hafa alist upp við seinkun á klukkunni. Ef við færum tímann aftur þá er komið myrkur kl 15 yfir mesta skammdegið. Og fyrir austan er komið myrkur kl 14:30. Það er nokkuð snemmt. Óbreytt eins og staðan er í dag er góður kostur.

Afrita slóð á umsögn

#642 Reynir Guðjónsson - 12.01.2019

Ég vel B seinka um eina klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#643 Einarína Einarsdóttir - 12.01.2019

Ekki spurning, færa klukkuna. Hafa birtuna lengur og að hun komi aðeins fyrr til okkar a morgnana. Mun hafa gríðaleg andleg áhrif á okkur Islendinga til batnaðar.

Afrita slóð á umsögn

#644 Sonja Björg Guðfinnsdóttir - 12.01.2019

Legg til að skoðaður verði sá möguleiki að valkostur B verði prófaður í 5-8 ár og sömu rannsóknir gerðar við lok þess tímabils eins og til eru núna. Þannig verður hægt að sjá hvort geðheilbrigði batnar, versnar eða er það sama fyrir og eftir breytingar. Að 'tilraun' lokinni verður hægt að taka endanlega ákvörðun í þessu máli og við eyðum því ekki næstu áratugum í að rífast um þessi mál aftur og aftur.

Afrita slóð á umsögn

#645 Fannar Hjálmarsson - 12.01.2019

Góðan daginn.

Ég myndi vilja að klukkunni yrði seinkað um klukkustund að lágmarki, eins og tillaga B felur í sér. Frá því ég var barn, þá hefur það truflað mig að það sé ekki hádegi, þegar sól er hæðst á lofti. Á utanverðu Snæfellsnesi var klukkan orðin hálf tvö þegar sólin var loks í hæðstu stöðu í suðri. Ég vona að þetta verði loksins lagað og við færð úr eylífum sumar tíma sem við þurfum ekki. Það er sól allan sólarhringinn á sumrin. Klukkustund í sumartíma breytir ekki miklu um hvernig við njótum þess.

Afrita slóð á umsögn

#646 Sigmundur Valgeirsson - 13.01.2019

Ég er íslendingur sem býr erlendis, nánar tiltekið í Ástralíu.. Hér er klukkunni flýtt um eina klukkustund í október og síðan seinkað aftur um eina klukkustund í Apríl. Það þýðir að það er ýmist 10 eða 11 tíma munur á milli mín og Íslands. Ástralía hefur 5 tímabelti þannig að málið flækist mjög þegar ég er á ferðalagi um landið. Ef Ísland tekur upp breytingu í tíma líka, þá flækjast málin töluvert meira. Ég vil bend á að flest samskipti, bæði viðskiptalegs, menningarlegs og persónuleg eiga sér stað í gegnum tölvur þar sem fólk notar skype og annarskonar fjarskipatforrit. Ef ísland fer að hringla með tíman líka þá hefur það áhrif á öll þessi samskipti. Einnig kemur þetta til með að hafa áhrif á rauntíma útsendingar til og frá íslandi og annarstaðar. Þetta getur virkað mjög neikvætt á þessi samskipti. Núna þarf maður bara að hafa í huga tímabeltið sem maður er í, en breyti ísland klukkuni þarf að hafa í huga tvö tímabelti við öll samskipti. Mörg tölvuforrit nota tíma til að reikna út allskyns hluti, stundum niður á klukkutíma og mínotur. Ef þessi breyting á sér stað, þá getur verið kostnaður sem hlýst af því að gera breytingar á þeim. Ég myndi benda á leið 1 eða 3 frekar en að fara að hringla með tímabreytingar sem koma til með að hafa óvissu afleiðingar í för með sér..

Afrita slóð á umsögn

#647 Sigurður Pálsson - 13.01.2019

B finnst mér vera gáfulegasti valkosturinn miðað við öll þau áhrif sem vitað er að sólarhringurinn hefur á okkur. Það að fylgja náttúrulegum sólarhring mun að sjálfsögðu auðvelda okkur að fylgja stöðugum svefntakti og að koma börnum og unglingum í háttinn á gáfulegum tíma.

Svo tel ég að við ættum að taka þetta skrefinu lengra og bæta valkosti C við líka. Þ.e.a.s. byrjum skóla o.fl seinna á morgnanna.

Afrita slóð á umsögn

#648 Davíð Orri Ágústsson - 13.01.2019

Valkostur B. Klukku skal seinka um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (miðað við hnattstöðu ætti reyndar að seinka klukkunni um 1 1/2 klukkustund, sjá viðhengi sem sýnir tímabelti.)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#649 Svanberg Hreinsson - 13.01.2019

Ég tel rétt að klukku verði seinkað um eina klst. Sem er einn af valkostunum þremur sem unnið er útfrá.

Virðingarfyllst.

Svanberg Hreinsson.

2305653179.

Afrita slóð á umsögn

#650 Eric Jean Emile Vanhuffel - 13.01.2019

Avsakyð at eg ekki talar islensku .

The time difference ( summer/wintertime) does not matter.

I have been living in several countries with this , and it is an inconvenience , to say the least.

It takes about a week to readjust your inner clock , but even after that it does not feel right.

The sun comes up , and goes under . That is all that matters.

Time is a human invention . and it is typical for the human race to become a slave of it´s own inventions.

Although i am not an indigeneous icelandic , this country is in my heart , and i wish nothing less than the best for it´s inhabitants.

Please don´t follow in the footsteps of other countries. Stay with your own identity.

P.s. There is an ongoing debate in the european union about the time difference.

In the coming years ( i know , its slow) they will decide , each separate country , if they want to continue or abolish the summer/winter time schedule

Med vennlig hilsen

Eric Vanhuffel

Afrita slóð á umsögn

#651 Jóhanna Þorsteinsdóttir - 13.01.2019

Eg styð valkost B vegna þess að eg bý i Danmörku þar sem staðartími er nær líkamsklukkunni og eg finn mikinn mun a svefnvenjum miðað við þegar eg hef buið a Íslandi. Það er t.d. mikið auðveldara að vakna a morgnana og finn orku aukast i takt við sólarupprás.

Afrita slóð á umsögn

#652 Oddný Guðrún Guðmundsdóttir - 13.01.2019

Ég vel valkost A. Birtustundum sólarhringsins fjölgar ekki þó klukkunni sé breytt. Ég vel frekar að fara heim í björtu og stunda mínar tómstundir í björtu en hafa birtu á vinnutíma. Með breytingu á klukkunni fækkar þeim dögum sem það er mögulegt. Að fá svartamyrkur milli 14 og 15 þegar skammdegið nær hámarki finnst mér ekki fýsilegur kostur.

Afrita slóð á umsögn

#653 Ingibjörg Lilja Zoéga - 13.01.2019

C.

Afrita slóð á umsögn

#654 Sif Bjarnadóttir - 13.01.2019

Ég vel óbreyttan tíma. Sólarhringurinn lengist ekki við að færa klukkuna um eina klukkustund líkt og ætla mætti að sumir halda.

Mér finnst mun mikilvægara að það sé bjart eftir skóla og vinnu svo hægt sé að taka þátt í tómstundum og útiveru. Samfélagið á ekki bara að snúast um vinnu, skilvirkni og afköst heldur líka um samveru og fólk geti sinnt áhugamálum. Það hlýtur að stuðla að betri líðan fólks.

Afrita slóð á umsögn

#655 Svava Einarsdóttir - 13.01.2019

Ég vel A til að geta notið síðdegisbirtunar. Ef klukkuni væri breytt værum við samt stóran hluta árs að vakna í myrkri.

Afrita slóð á umsögn

#656 Stefanía Vigfúsdóttir - 13.01.2019

Ég er samþykk að breyta klukkunni og vel B

Afrita slóð á umsögn

#657 Páll Björnsson - 13.01.2019

Almennt þá er ég sammála því að gott sé að njóta birtunnar betur á þeim tímum árs sem það er hægt. Ég lít hins vegar á þessar tillögur sem tvö aðskilin en tengd mál. Annars vegar er um að ræða að fylgja "sólarklukkunni" eða "líkamsklukkunni" og hitt málið varðar hvaða tákn eða tölur standa á klukkunum þegar þú vaknar eða ferð til vinnu.

Í mínum hug eru táknin sem standa á klukkum og tækjum bara til samræmingar til að tryggja að allir séu að gera hlutina á samræmdum / sama tíma s.s. að fara með barn í leikskóla á ákveðnum tíma, vitandi það að þar sé mannskapur til staðar á sama tíma. Hvort það stendur 08 eitthvað eða 09 eitthvað er algert aukaatriði, bara að allir fylgi sama tímaplani.

Það er líka ágætt að líta á þetta í víðara samhengi og hugleiða hvaða áhrif þetta hefur á allan þann aragrúa tækja (tölvur og önnur smátæki t.d. "Internet of Things"), sem á einn eða annan hátt byggja á, stýrast af eða nýta sér ákveðin tímabelti í einhverjum hluta virkninnar. Fyrir sum þessi tæki myndi breyting á klukku eða tímabelti Íslands truflast (mismikið) ef klukkunni yrði breytt. Mörg þessi tæki eru orðin það gömul að það er ekki hægt að stilla þau á nýtt tímabelti og sum einfaldlega bjóða ekki upp á breytingu á því.

Ég man vel þá tíð þegar við íslendingar þurftum að berjast fyrir því að okkar tímabelti (og lyklaborð) væri með í algengustu stýrikerfum og nú þegar það er orðið sjálfsagt mál, af hverju þá að breyta aftur?

Með því að velja leið A eða einhverja útfærslu af leið C, þá erum við að halda málinu við Ísland eingöngu, en með því að velja leið B erum við að gera breytingu sem hefur mun víðtækari áhrif en bara hér á Íslandi og verðum því hugsanlega að taka aftur til við að berjast fyrir því að fá okkar stillingar uppfærðar á heimsvísu. Til hvers að rugga þeim bát ?

Með öðrum orðum, hvað klukkuvísar sýna, eða hvaða tákn eru á tölvuklukkum, þegar menn mæta til vinnu er bara viðmið til samræmingar. Ég styð því leið A eða einhverja útgáfu af leið C.

Afrita slóð á umsögn

#658 Hjörtur Hjartarson - 13.01.2019

Óbreytt staða á klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#659 Agnar Heiðar Runólfsson - 13.01.2019

EKKI breyta klukkunni á Íslandi.Hér er heimstími sem er rétti tíminn um allan hnöttinn.Klukkan færir ekki landið í austur,vestur eða suður og hún ræður ekki birtu.

Afrita slóð á umsögn

#660 Hilmar Örn Þorsteinsson - 13.01.2019

B. Seinka klukkunni um 1 klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#661 Herdís Eiríksdóttir - 13.01.2019

B. Seinka klukku um eina klst.

Afrita slóð á umsögn

#662 Kolbrún Mist Pálsdóttir - 13.01.2019

Ég styð tillögu A.

Það að færa klukkuna fækkar sólarstundum eftir vinnu bæði á vor og hausti, og dregur mikið úr möguleikum til útivistar eftir vinnu.

Það að fólk sé að sofa of lítið hefur því miður lítið með sólarstöðu að gera heldur meira við samfélagsgerðina eins og hún hefur þróast á seinustu árum.

Flestir eru innandyra næstum allan veturinn og í litlum tengslum við sólina vegna vinnu og skóla og því myndi breytt klukka hafa hverfandi áhrif til bóta fyrir fólk vegna líkamsklukku þess.

Afrita slóð á umsögn

#663 Gustav Magnús Ásbjörnsson - 13.01.2019

Góðan daginn

Með því að seinka klukkunni um eina klst þá hefði það þau áhrif að maður eyddi lengri tíma birtunnar í vinnunni en hefði styttri birtutíma til tómstunda eða annarrar ráðstöfunar að eigin geðþótta, yfir háveturinn þ.e. Ég leggst því alfarið gegn því að núverandi kerfi verði breytt og tel að sú breyting sem hér er kynnt myndi skerða lífsgæðin sem felast í því að geta notið birtunnar eftir að vinnudegi líkur yfir háveturinn.

Virðingarfyllst,

Gústav M. Ásbjörnsson

Afrita slóð á umsögn

#664 Dagur Páll Ammendrup - 13.01.2019

Ég legg til að klukkan haldist óbreytt. Það skiptir mig mestu að geta notið útiveru eftir vinnu og mér finnst breytingar á klukkunni ekki hafa áhrif nema svo lítinn hluta á árinu.

Kveðja

Dagur

Afrita slóð á umsögn

#665 Sigrún Kristinsdóttir - 13.01.2019

Leið B í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#666 Kolbrún Hauksdóttir - 13.01.2019

Styð leið A, hægt að njóta dagsins eftir vinnu.

Afrita slóð á umsögn

#667 Ólöf Elfa Leifsdóttir - 13.01.2019

Velja leið C. Reyna að gá fyrirtæki og sérsaklega framhaldsskóla til að byrja seinna og þar með dreifa umferðarþunga.

Prófa í tvö ár.

Afrita slóð á umsögn

#668 Ólöf Elfa Leifsdóttir - 13.01.2019

Velja leið C. Reyna að gá fyrirtæki og sérsaklega framhaldsskóla til að byrja seinna og þar með dreifa umferðarþunga.

Prófa í tvö ár.

Afrita slóð á umsögn

#669 Ásdís Ómarsdóttir - 13.01.2019

Ég treysti umsögnum vísindamanna og vil seinkun á klukkunni um 1 klukkutíma, leið B.

Afrita slóð á umsögn

#670 Guðmundur Búason - 13.01.2019

B: Ekki spurning að fylgja ber ráðum sérfræðinga hvað þetta varðar.

Afrita slóð á umsögn

#671 Brynjólfur Árnason - 13.01.2019

Ég er fylgjandi lið B að breyta klukkuni og nýta þessa fáeinu klukktíma í dagsbirtu betur

Afrita slóð á umsögn

#672 Þórdís Halla Sigmarsdóttir - 13.01.2019

A vegna þess að hinar tillögurnar leysa ekki stuttan nætursvefn. Breyta heldur ekki birtustigi á vökutíma svo neinu skipti.

Afrita slóð á umsögn

#673 Anna Hansdóttir Jensen - 13.01.2019

B

Engin spurning að hlusta á allar okkar svefn- og lýðheilsusérfræðinga

Það er óráð að búa við ranga klukku - vona innilega að B verði innleitt

Afrita slóð á umsögn

#674 Stefán Ólafsson - 13.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er

Afrita slóð á umsögn

#675 Gísli Sveinsson - 13.01.2019

Ég styð leið B þar sem það er náttúrulegt tímasvæði landsins.

Afrita slóð á umsögn

#676 Bára Björk Lárusdóttir - 13.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er

Afrita slóð á umsögn

#677 Gunnar Ólafur Eiríksson - 13.01.2019

Ég tel best að klukkunni verði frestað um 1 til 1,5 klukkutíma, enda styðja rannsóknir við þá aðgerð.

Afrita slóð á umsögn

#678 Guðlaugur Pálsson - 13.01.2019

Ég vil láta breyta klukkunni og vel því leið B.

Afrita slóð á umsögn

#679 Guðbjörg Bjarnadóttir - 13.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#680 Heiðar Örn Arnarson - 13.01.2019

Sæl

Einfaldast væri að seinka klukkunni, við erum að vakna alltof snemma og líkamsklukkan röng sem hefur sérstaklega áhrif á börnin, sé það ljóslifandi á mínum börnum.

Styð þá tillögu heilshugar.

Afrita slóð á umsögn

#681 Jóhanna Á. Zoega Sigmundsdóttir - 13.01.2019

Ég vil breyta klukkunni. Er sannfærð um aukinn svefn unglinga í kjölfarið og minnkun á þunglyndi. Það er gífurlega margir sem búa á Íslandi sem þjást af þessum vanda. Alls staðar í kringum okkur er tímanum breytt og af hverju skyldi það vera ? Ég spyr.

Afrita slóð á umsögn

#682 Kristjana Ósk Hauksdóttir - 13.01.2019

Ég vel C lið, vill alls ekki að klukkunni verði breytt, skólar geta byrjað seinna ef það er málið. Ég sé ekki að það muni verða þannig að svefnvenjur unglinga breytis við að breyta klukkunni þau munu halda áfram að vaka frameftir. ÉG við halda þessu óbreytt, ég vil vera komin heim úr minni vinu og eiga eftir gæðatímann sem ég hef nú til að jóta með mínu fólki. ER MJÖG Á MÓTI ÞESSU.

Afrita slóð á umsögn

#683 Auður Gústafsdóttir - 13.01.2019

Ég vil tillögu B - seinka klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#684 Arnar Gíslason - 13.01.2019

Ég styð tillögu B, að klukkunni verði seinkað um klukkustund, þar sem mjög erfitt reynist að vakna á morgnana á veturna, og að lýðheilsa muni batna.

Afrita slóð á umsögn

#685 Eygló Pétursdóttir - 13.01.2019

Ég vel lið B..og seinka klukkunni um eina klukkustund

Afrita slóð á umsögn

#686 Hjörtur Gunnarsson - 13.01.2019

Valkost B. Núverandi skekkja er of mikil.

Afrita slóð á umsögn

#687 Eygló Jónsdóttir - 13.01.2019

Ég starfa sem framhaldsskólakennari. Mín reynsla er sú að það er engin spurning að við þurfum að breyta klukkunni í samræmi við hnattstöðu landsins. Við erum á skjön við líkamsklukkuna þetta getur haft og hefur án efa áhrif á líðan og heilsu fjölmargra Íslendingar

Afrita slóð á umsögn

#688 Eygló Jónsdóttir - 13.01.2019

Ég starfa sem framhaldsskólakennari. Mín reynsla er sú að það er engin spurning að við þurfum að breyta klukkunni í samræmi við hnattstöðu landsins. Við erum á skjön við líkamsklukkuna þetta getur haft og hefur án efa áhrif á líðan og heilsu fjölmargra Íslendingar

Afrita slóð á umsögn

#689 Ingvi Kristinn Skjaldarson - 13.01.2019

Ég tel að vert sé að prófa b og seinka klukkunni um eina klst

Afrita slóð á umsögn

#690 Björn Sigtryggsson - 13.01.2019

Óbreytt staða, bjarti tíminn er alltaf jafn langur , ef klukkunni er seinkað þá dimmir bara fyrr á daginn,þannig að þetta breytir engu.Það er algert rugl að vera að eyða tíma í þessa umræðu.

Afrita slóð á umsögn

#691 Linda E Pehrsson - 13.01.2019

Ég er á þvì að breyta klukkunni, styð tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#692 Lilja Guðlaugsdóttir - 13.01.2019

Valkostur B. Núverandi tími er of langt frá "líkamsklukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#693 Jacqueline Clare Mallett - 13.01.2019

Mig langar að styðja B.

Afrita slóð á umsögn

#694 Þóra Kristinsdóttir - 13.01.2019

Mæli eindregið með að klukkunni verði seinkað, þ.e. tillögu B

Afrita slóð á umsögn

#695 Helena Pálsdóttir - 13.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#696 Karl Jón Brainard - 13.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Afrita slóð á umsögn

#697 Sigrún Finnsdóttir - 13.01.2019

B. - Seinka klukkunni. Kominn tími til, ég er búin að bíða eftir þessu í áratugi. Ég hef reynt þetta á eigin skinni. Þegar ég er í löndum þar sem klukkan er í samræmi við hnattstöðu, þá fer ég fyrr að sofa þó ég þurfi þess ekki (er í fríi), ég vakna þegar sólin er að koma upp og er ekkert þung á fætur eins og hér heima. Hvað mig varðar og vafalaust flesta - þó margir vilji ekki viðurkenna það - þá skiptir máli að vakna í birtu, maður funkerar betur allan daginn.

Afrita slóð á umsögn

#698 Sigurður Einarsson - 13.01.2019

Eina skynsemin í þessu máli er að klukkan fylgi sólarstöðu, veljum leið B og seinkun klukkunni um 1 klst.

Afrita slóð á umsögn

#699 Þorvaldur Karl Helgason - 13.01.2019

Er eindregið fylgjandi því að klukkunni verði seinkað, skv. tillögu (b). Löngu tímabært. Seinkun klukkunnar snýst ekki bara um skólabörn, heldur allt samfélagið. Okkur fullorðna ekki síður.

Afrita slóð á umsögn

#700 Birna Björg Gunnarsdóttir - 13.01.2019

ég vel B því ég segi að klukkan verður að vera rétt miða við hnattstöðu okkar

ég veit ekki alveg ég er að pæla í unglingunum okkar og krökkunum

kanski byrja á B og skoða eftir kanski hálfa önn senst hvernig staðan er hjá krökkunum og unglingunum

þetta ætti að bæta eitkvað andlega líðan krakkana og unglingana en það er auðvita meira sem þarf að gera varðandi þetta samfélag eins og draga niður hraðan og meira

en B það ætti að bæta andlega líðan hjá öllum eitkvað

svo eru náttúrulega komnar framm ransóknir varðandi það að það þurfi að seinka klukkuni

Afrita slóð á umsögn

#701 Einar Mathiesen - 13.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#702 Haukur Hafsteinn Guðmundsson - 13.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#703 Haraldur Jónasson - 13.01.2019

Ég vil að klukkunni verði seinkað um 1 klukkustund þ.e. að leið B verði fyrir valinu, því það er lýðheilsumál.

Afrita slóð á umsögn

#704 Eyþór Eggertsson - 13.01.2019

leið A það er engin spurning börn og unglingar verða bara fara fyr að sofa. með þessari leið fáum við meirri og betri tíma með fjölskyldu og vinum í birtu

Afrita slóð á umsögn

#705 Rúnar Árnason - 13.01.2019

Eg tel æskilegast að fólk fólk fari eifaldlega fyrað sofa og hafa klukkuna óbreytta.

Afrita slóð á umsögn

#706 Aðalheiður Ingvadóttir - 13.01.2019

Eg kýs leið B. Að seinka klukkunni um 1 klst

Þetta eru niðurstöður sérfræðinga að se rétt leið

Afrita slóð á umsögn

#707 Sigríður Lára Andrésdóttir - 13.01.2019

Seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#708 Hörður Einarsson - 13.01.2019

Seinka um 1 Klst.

Afrita slóð á umsögn

#709 Aldís Unnur Guðmundsdóttir - 13.01.2019

Ég er hlynnt því að klukkunni sé seinkað á Íslandi, þ.e. kosti B:

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Þetta byggi ég m.a. á reynslu minni sem kennari í framhaldsskóla. Einnig á reynslu minni af því að sjá ung börn mæta í sund snemma á morgnana í skammdeginu. Það þarf ekki annað en að horfa á börnin til að sjá að það er allt of snemmt fyrir þau að sækja sund fyrir kl. 9 á núverandi tíma.

Samtímis þætti mér kjörið að hefja átak í þá veru að fá einkum ungt fólk til að fara fyrr að sofa og að foreldrar taki höndum saman og loki fyrir skjánotkun t.d. eftir kl. 21 á kvöldin.

Afrita slóð á umsögn

#710 Þorgeir Ómarsson - 13.01.2019

Að breyta klukkunni mun skapa allskonar vandamál í tölvukerfum í langan tíma eftir breytingu. Ef það þarf að breyta einhverju þá er leið C að seinka skólum einföldust.

Afrita slóð á umsögn

#711 Jóhanna Kristín Elfarsdóttir - 13.01.2019

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#712 Birgir Örn Thoroddsen - 13.01.2019

RÉTT LÍKAMSKLUKKA ERU MANNRÉTTINDI

Ég er kennari og finnst alveg hræðilegt hvernig er verið að pína börn og sérstaklega unglinga að vakna á óeðlilegum tíma.

Ég styð valkost B og þykir það langeðlilegasta leiðin til að rétta þetta skekkju. Þetta er nefninlega skekkja á náttúrunni sem engin rök eru fyrir í dag. En þegar við vorum aðallega tengd Evrópu þá var þetta kannski að einhverju leiti skiljanlegt. Nú erum við alveg jafn mikið í sambandi við Ameríku og Evrópu.

Ég hlustaði á langt viðtal við svefnsérfræðing fyrir mörgum árum þar sem að hún sagði að þetta væri ekki bara vegna hvenær birtan byrjaði á morgnana heldur stilti líkamsklukkan sig eftir hvenær sólin væri hæst á lofti. Semsagt á hádegi. Þannig að byrja skóla seinna er ekki endilega nógu mikilbreyting til að koma þessari skekkju á réttan kjöl. Bíóhús og sjónvarpsdagskrá væru t.d. á sama tíma og áður.

Á unglingsárunum er líkamlega mun erfiðara fyrir unglingana að vakna því að hormónastarfseminn er að rugla í þeim. Mér fyndist að það sé algjört grundvallar atriði að breyta klukkunni. En svo væri jafnvel ekki verra að seinka líka framhaldsskólum um eina klukkustund. Ég er að kenna í framhaldsskóla og það vantar mikið upp á einbeitinguna hjá nemendunum einmitt fyrstu tvo tímana. Þannig að það er algjört waste á tíma þeirra að láta þau mæta í kennslu þegar þau geta illa tekið við námsefninu.

Ég er svokölluð "B-manneskja" og á ennþá erfitt með að vakna á morgnana. Það var alveg hræðilegt að vakna þegar ég var í framhaldsskóla og þar sem að ég átti erfiðara með það en "A-manneskjur" þá gekk mér verr í skóla en þær og upplifði mig sem ekki-eins-góðan-einstakling og það hefur haft áhrif á mig inn í fullorðinsárin.

Þannig að fyrir mér snýst málið ekki bara um einhvern bissness (óbreytt ástand) og lýðheilsu heldur um mannréttindi. Það er í raun verið að mismuna og pína áfram þá einstaklinga sem eru meira í takt við náttúruna (B-manneskjum) en þeim sem eru meira úr tengslum við náttúruna eiga auðveldara með að vakna á morgnana (A-manneskjum).

Allir munu græða á því að stilla klukkuna nær því náttúrlega tímabelti sem að við eigum að vera á til að byrja með.

Afrita slóð á umsögn

#713 Gunnlaugur Sigmarsson - 13.01.2019

Ég er fylgjandi lið A að hafa klukkuna óbreytta. Það er betra að hafa birtutímann síðdegis og á kvöldin heldur en á morgnana þegar miklu færri geta notið birtunnar.

Afrita slóð á umsögn

#714 Bernhard Jóhannesson - 13.01.2019

Fara fyrr að sofa. Hafa götuljósin lengur kveikt

Afrita slóð á umsögn

#715 Guðrún Hrönn Smáradóttir - 13.01.2019

Mér hugnast kostur B að seinka klukkunni. Tel að það gæti orðið einn liður í því að koma andlegri líðan okkar íslendinga í betra jafnvægi.

Afrita slóð á umsögn

#716 Monika Abendroth - 13.01.2019

Ég styð valkostinn B, að klukkunni er seinkað um 1 kl í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#717 Vilberg Rambau Guðnason - 13.01.2019

Ég vel A lið því ég er vanur þeim tíma þó væri hægt að láta skóla byrja seina

Afrita slóð á umsögn

#718 Sveinn Óskar Sigurðsson - 13.01.2019

Óbreyttan tíma

Afrita slóð á umsögn

#719 Guðmundur Víkingsson - 13.01.2019

Seinka klukkunni um amk.eina klst.

og ath. um að seinka skólabyrjun eitthvað.

Afrita slóð á umsögn

#720 Steinn Kárason - 13.01.2019

Ég vel kost B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins.

Kv.steinn

Afrita slóð á umsögn

#721 Þórir Indriðason - 13.01.2019

Seinkið klukkuni um 1 kls

Afrita slóð á umsögn

#722 Hildur Rögnvaldsdóttir - 13.01.2019

Tel það mun betra fyrir heilsu landsmanna og þá sérstaklega barna, að færa klukkuna aftur um 1 klst. og fylgja þannig réttum staðartíma.

Afrita slóð á umsögn

#723 Jóhann Hinriksson - 13.01.2019

B klukkutímaseinkun

Afrita slóð á umsögn

#724 Jón G Snædal - 13.01.2019

Eini kosturinn sem er líklegur til að ná því markmiði að lengja nætursvefn Íslendinga er kostur B, að seinka klukkunni um 1 klukkustund. Þetta er lýðheilsumál með ótrúlega einfaldri lausn og það liggja fyrir vísindaleg gögn sem styðja að lausnin muni hafa jákvæð áhrif.

Afrita slóð á umsögn

#725 Örn Johnson - 13.01.2019

Óbreytt

Afrita slóð á umsögn

#726 Magnús Jóhannesson - 13.01.2019

Ég styð eindregið að klukkunni verði seinkað um eina klst og farin leið B í þessu máli.

Afrita slóð á umsögn

#727 Ingvar Þór Þorsteinsson - 13.01.2019

B- ekki spurning, seinka klukkunni um 1 klukkustund. Hlustum á niðurstöður rannsókna.

Afrita slóð á umsögn

#728 Þórunn Arnardóttir - 13.01.2019

B allar ransóknir sýna fram á að það sé betra fyrir lýðheilsu okkar

Afrita slóð á umsögn

#729 Jóhanna Bára Hallgrímsdóttir - 14.01.2019

A

Afrita slóð á umsögn

#730 Örn Sigurðsson - 14.01.2019

Ef klukkuni verður seinkað fer fólk bara seinna að sofa og vaknar jafnþreytt.

Í staðinn þarf fólk að vinna fram í myrkur á lengra tímabili í skammdeginu og enginn möguleiki til útivistar í dagsbirtu fyrir þá sem hugsanlega vildu fara útúr húsi.

Þetta væri verulega óheillavænlegt skref að mínu mati.

Nær væri að flýta klukkunni en seinka.

Einmitt var verið að fjalla um depurð ungmenna í fréttum í gær. Er það ekki nokkuð ljóst að það mun auka enn á depurðina ef krakkarnir eru lokaðir inni i skóla allan þennan stutta tíma sem dagsbirtu nýtur í skammdeginu.

Sum þeirra eru því betur enn til í að líta af skjánum njóta útivistar.

Ef leið eitt væri farin, mætti flýta sjónvarpsdagskránni um klukkustund og þá öðru því sem fólk vill aðhafast á kvöldin, einnig kvöldmatnum, og auðvelda fólki þannig að fara fyrr að sofa.

Látum klukkuna vera, og förum fyrr að sofa.

Afrita slóð á umsögn

#731 Ásta Ólafsdóttir - 14.01.2019

Seinka klukkunni um 1 klst

Afrita slóð á umsögn

#732 Valdimar Jónsson - 14.01.2019

Vil seinka klukkunni um einn klukkutíma

Afrita slóð á umsögn

#733 Lucy Winston Jóhannsdóttir - 14.01.2019

Best væri að klukkan fylgdi líkamsklukku, sem sagt, að 12 á hádegi væri sem næst hæstu stöðu sólar

Afrita slóð á umsögn

#734 Bryndís Elsa Ásgeirsdóttir - 14.01.2019

Kostur B er klárlega besti kosturinn í stöðunni. Þetta hefur verið í umræðunni síðan ég man eftir mér sem er hálf öld rúmlega. Hættum þessu málþófi og klárum þetta núna.

Afrita slóð á umsögn

#735 Ævar H Sigdórsson - 14.01.2019

https://is.wikipedia.org/wiki/T%C3%ADmabelti

Flest öll lönd jarðarinnar eru með frávik frá "réttum tíma", sem er auðvitað bara viðmið sem sett var fyrir löngu. Þannig að "réttur tími" er því ekki til, "réttur tími" er sá tími sem við ákveðum, hverju sinni. Núverandi tími er fínn :-)

Afrita slóð á umsögn

#736 María Titia Ásgeirsdóttir - 14.01.2019

Ég vel leið B, semsagt að breyta eigi klukkunni.

Afrita slóð á umsögn

#737 Einar Bjarndal Jónsson - 14.01.2019

Ég vil að klukkunni verði breytt. Ég vel leið B.

Afrita slóð á umsögn

#738 Guðný Arndís Olgeirsdóttir - 14.01.2019

Ég kýs B.

Afrita slóð á umsögn

#739 Hugrún Björnsdóttir - 14.01.2019

Hlustum á þá vísindamenn sem hafa varið stórum hluta starfsævi sinnar í rannsóknir á þessu viðfangsefni og þekkja því málið manna best. Breytum staðartíma miðað við hnattræna stöðu landsins. Það er: Leið B. Rökin útskýra sig sjálf.

Afrita slóð á umsögn

#740 Helgi Óskar Óskarsson - 14.01.2019

Meiri vellíðan og betra geðheilbrigði fólks, sérstaklega unglinga, á að vera í fyrirrúmi. Með því að seinka klukkuni til samræmis við hnattstöðu er tekið löngu tímabært skref í þá átt. Veljið tillögu B.

Afrita slóð á umsögn

#741 Björn Óttarr Jónsson - 14.01.2019

Leið B. Seinka klukkunni um 1klst.

Afrita slóð á umsögn

#742 Stefán Sólmundur Kristmannsson - 14.01.2019

Ég vel kost B, að tíminn verði sem næst náttúrulegum tíma í okkar landi ljóss og myrkurs. Þá verður sólin í hádegisstað kl 12:30 í Reykjavík og kl 12:00 á Bakkafirði og á Höfn í Hornafirði (í stað klukkutíma seinna eins og er nú).

Morguntímar geta nýst fólki til tómstunda jafnt og kvöldtímar, þ.m.t. golf

Flugfélög þurfa varla að breyta komu/brottfarartímum erlendis en geta auðveldlega breytt þeim hér heima

Afrita slóð á umsögn

#743 Guðmundur Björnsson - 14.01.2019

Mæli með að seinka klukkunni um eina klst

Afrita slóð á umsögn

#744 Ásta Björg Valdimarsdóttir - 14.01.2019

Ég kýs B: að klukkunni verði seinkað um 1 klukkustund svo að við vöknum fleiri daga í birtu en við gerum núna.

kv

Ásta

Afrita slóð á umsögn

#745 Þórarinn Torfi Finnbogason - 14.01.2019

Ég er á móti breytingu klukkunar sökum þess að þetta skerðir frítíma flestra íslendinga sem vinna dagvinnu. Maður bíður eftir birtunni og svo er þetta hættulegra fyrir hlaupara hestamenn og alla þá sem eru í útisporti. Svo eru þessar rannsóknir ekki alveg marktækar á íslandi öfgarnar eru svo svakalegar hér miklu minni td í Danmörku. Svo eru evrópuþjóðirnar að tala um að hverfa frá því að breyta klukkunni í sumar og vetrartíma.

Sem sagt ég er á móti breytingu vegna þess að þetta mun skerða frítíma minn mér er alveg sama þótt það sé myrkur á morgnana meðan ég er í vinnunni.

MBK Þórarinn Torfi Finnbogason

Afrita slóð á umsögn

#746 Rósa Mýrdal Einarsdóttir - 14.01.2019

Greiði atkvæði með öllum öðrum valkostum en B, þ.e. vil alls ekki láta seinka klukkunni. Við þurfum líka að hugsa til þess hve sumarið okkar er stutt og okkur veitir ekki af því að geta nýtt okkur síðdegið, þ.e. eftir vinnu til útiveru á sumrin. Vil því óbreytt ástand og að skólar geti haft val um að byrja seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#747 Halldór Jónsson - 14.01.2019

Allt óbreytt sem hefur gefist vel í áratugi án vandamála

Afrita slóð á umsögn

#748 Steinar Sigurgeirsson - 14.01.2019

B.

Afrita slóð á umsögn

#749 Halldór Jónsson - 14.01.2019

allt óbreytt

Afrita slóð á umsögn

#750 Orri Hilmarsson - 14.01.2019

sæll ég vel C

Afrita slóð á umsögn

#751 Þröstur Guðmundsson - 14.01.2019

A. Óbreytt staða, hefur gefist vel.

Afrita slóð á umsögn

#752 Níels Bjarki Finsen - 14.01.2019

A, óbreytt staða.

Afrita slóð á umsögn

#753 Steinn Másson - 14.01.2019

Kostur A hafa óbreytt njóta byrtunar á kvöldin

Afrita slóð á umsögn

#754 Þorsteinn Jónasson - 14.01.2019

Ég vel leið A

Afrita slóð á umsögn

#755 Ingibjörg Sigtryggsdóttir - 14.01.2019

Seinka á klukkunni um eina klukkustund því þá yrði hún í meira samræmi við lífsklukku okkar en lífsklukkan gengnir lykilhlutverki í svefnvenjum fólks og vellíðan.

Afrita slóð á umsögn

#756 Sigríður Ása Guðmundsdóttir - 14.01.2019

Ég vil alls ekki breyta klukkunni. Því mér finnst dásamlegt þegar fer að birta seinnipartinn og maður getur nýtt tímann í útiveru eftir vinnu í birtu. Ef klukkunni verður seinkað, fer maður að hætta að geta sinnt áhugmálum eftir vinnu í björtu. Þetta er bara spurning um að fara fyrr að sofa, hefur ekkert með klukkuna að gera eða hnattstöðu.

Afrita slóð á umsögn

#757 Aðalbjörn Þorsteinsson - 14.01.2019

Mikilvægt að endurstilla lífsklukkuna. Bætir bæði líkamlegt og andlegt ástand okkar. Það er óþarfi að við séum með Norðurlandamet í notkun þunglyndislyfja.

Afrita slóð á umsögn

#758 María Sólbergsdóttir - 14.01.2019

B. Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).

Afrita slóð á umsögn

#759 Hafdís Þóra Ragnarsdóttir - 14.01.2019

Seinka klukkunni

Afrita slóð á umsögn

#760 Helga Guðjónsdóttir - 14.01.2019

Ég vísa í rannsóknir sem nýverið fengu Nóbelsverðlaun. Þar kemur fram að miklu máli skiptir að opinbera klukkan sé í samræmi við sólargang og líkamsklukkuna vegna þess að sé opinbera klukkan vanstillt hefur það slæm líkamleg og andleg áhrif.

Þó að áhrif vanstilltrar klukku sé ekki öllum sýnileg finnst mér mikilvægt að bregðast við.

Því mæli ég með valkosti B, þ.e. Að klukkunni verði seinkað um 1 klukkustund frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins

Afrita slóð á umsögn

#761 Jón Halldór Ásbjörnsson - 14.01.2019

Mig langar til að vekja athygli á öllum þeim fjölda fólks sem stundar útivist eftir að vinnudegi lýkur, má þar nefna t.d. knattspyrnufólk, skokkara, göngufólk,hestamenn og golfara. Hvað erum við að gera "lífsklukku" alls þessa fólks þegar við tökum frá því klukkutíma í dagsbirtu seinni part dagsins, þegar það þarf mest á henni að halda. Er þetta rétt stefna í heilsurækt ? Hvað kostar það að þurfa að kveikja á raflýsingu fyrir þetta fólk klukkutíma fyrr á daginn eða jafnvel að þurfa að setja upp nýja raflýsingu til að gera því kleift að stunda sína líkamsrækt?

Með kveðju

Jón H. Ásbjörnsson

Afrita slóð á umsögn

#762 Guðmundur Jónsson - 14.01.2019

Ofmetnar klukkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#763 Ívar Magnússon - 14.01.2019

Ég tel að það sé betra að seinka klukkunni um eina klst. á Íslandi.

Afrita slóð á umsögn

#764 Randver Ármannsson - 14.01.2019

Valkostur 2

Afrita slóð á umsögn

#765 Sigurveig Pálmadóttir - 14.01.2019

Ég er á því að við eigum að fara eftir því sem líkaminn segir okkur og vel þess vegna að klukkunni sé seinkað um 1klst.

Afrita slóð á umsögn

#766 Guðjón Torfi Sigurðsson - 14.01.2019

Mér líst vel á þá hugmynd að seinka klukkunni á Íslandi til samræmis við hnattstöðu landsins. Mín skoðun byggist á þeim rannsóknum sem sýna fram á að þetta sé betra út frá lýðheilsulegu sjónarmiði. Ég myndi því velja kost B. En að því sögðu skil ég vel sjónarmið þeirra sem líst ekki vel á það að hætta seinna í vinnu / skóla og missa þar með af birtutíma að loknum vinnudegi.

Til þess að koma til móts við bæði sjónarmið myndi ég því vilja þetta yrði skoðað út frá stóru samhengi. Í ljósi þess að verkalýðsfélög hafa sett fram óskir um styttingu vinnuvikunnar, þá væri upplagt að sæta lagi og sameina þessi tvö mál. Þannig væri hægt að seinka klukkunni um einn klukkutíma en á sama tíma væri vinnutíminn styttur um klukkustund á dag (niður í 35 stunda vinnuviku). Þá gæti fólk komist heim að loknum vinnutíma í sama birtustigi og nú er, en klukkan væri nær réttri hnattstöðu.

Afrita slóð á umsögn

#767 Íris Gefnardóttir - 14.01.2019

B

Afrita slóð á umsögn

#768 Þórhallur Sigtryggsson - 14.01.2019

Ég vel valkost A. Óbreytta stöðu sem hefur gefist mjög vel.

Afrita slóð á umsögn

#769 Helen Hreiðarsdóttir - 14.01.2019

Ég vil halda klukkunni óbreyttri, þetta eru einungis 2 mánuðir eða þ.u.b. þar sem myrkrið er mest og alger óþarfi að breyta tímanum fyrir það enda myndi þá myrkva kl 15:00 í stað 16:00 og það væri alveg ömurlegt

Ég vel því kost c

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#770 Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir - 14.01.2019

B valkostur vænlegastur

Afrita slóð á umsögn

#771 Stefanía Hjaltested - 14.01.2019

Núna þarf að fara að taka tillit til barna og ungs fólks á Íslandi.

Það er búið að staðfesta þetta með rannsóknum.

Hagsmuna hópar sem eru á móti þessu, eiga ekki að stjórna heilsu okkar.

Ég er alveg viss um að það væru ekki svona margir í vandræðum með andlega kvilla ef þessu væri breytt.

Það hefði átt að vera búið að breyta þessu fyrir löngu.

Ég segi eins og í greininni á vísi börn og fullorðnir náðu að rétta sig af um jólin með meiri svefn, og vöknuðu flestir í birtingu eða já á réttum tíma.

En svo ruglast allt aftur hver dagur er barátta fólk getur ekki vaknað og sleppir jafnvel skóla eða vinnu vegna þess að það getur illa vaknað í þessu myrkri.

Að færa klukkuna myndi breyta öllu !

Það hefur aldrei skemmt neinn að prufa.

Afrita slóð á umsögn

#772 Bjarmi Guðlaugsson - 14.01.2019

Það á alls ekki að breyta klukkunni!

Ísland ekki samanburðarhæft

Víða í Evrópu er klukkunni breytt haustin og sem þýðir að allan ársins hring er orðið bjart um klukkan átta á morgnanna eins og t.d. í Danmörku – þetta skiptir máli. Hér á Íslandi er hins vegar mun meira myrkur og breyting klukkunnar myndi aðeins hafa áhrif á örfá daga ársins þar sem birtir fyrir þegar flestir landsmenn eru að fara til vinnu eða skóla. Það skiptir engu máli hvort það birti klukkan 10 eða 11 í skammdeginu.

Á að dimma fyrr á daginn?

Persónulega afber ég ekki þá tilhugsun að það dimmi fyrr á daginn – sérstaklega í skammdeginu. Í Stokkhólmmi dimmir t.d. mun fyrr í desember en á Íslandi. Þar er orðið dimmt um kl. 15:00 og það þykir mér afar óþægilegt. Í svartasta skammdeginu mun því verða bjart milli klukkan 10 og 11 og fara að dimma klukkan 14 ef klukkunni verður breytt. Skelfileg tilhugsun.

Minni tími til útiveru

Breyting á klukkunni myndi hafa þau áhrif að landsmenn geta varið skemmri tíma til útivistar þegar vinnudegi lýkur. Það hlýtur líka að vera lýðheilsusamlegt að landinn nýti bjarta tímann til t.d. gönguferða, hjólreiða, hlaupa, hestamennsku eða golfiðkunnar.

Einhliða umræða

Það er endalaust verið að vísa í rannsóknir sem sýna að birta hafi áhrif á lýðheilsu. Ég hef engar forsendur til að rengja þær rannsóknir en mér finnst fréttaflutningur litast mjög af þessum rannsóknum og fá eða engin önnur sjónarmið hafa komið fram í fjölmiðlum.

Afrita slóð á umsögn

#773 Ólafur Þór Þorláksson - 14.01.2019

Vel hiklaust leið B: Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins, einfaldasta breytingin

Afrita slóð á umsögn

#774 Kristján Sigurðsson - 14.01.2019

A ekki rugla með tímann

Afrita slóð á umsögn

#775 Ingibjörg R Hjálmarsdóttir - 14.01.2019

C. Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.

Afrita slóð á umsögn

#776 Valgerður Baldursdóttir - 14.01.2019

Ég tel leið A. og C. óraunhæfar í framkvæmd þannig að ég mæli með seinkun staðartíma um klukkustund.