Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.–23.1.2019

2

Í vinnslu

  • 24.1.–4.3.2019

3

Samráði lokið

  • 5.3.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-6/2019

Birt: 9.1.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki

Niðurstöður

Reglugerðardrögin voru til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins um tveggja vikna skeið. Engar umsagnir bárust. Reglugerðin hefur nú verið birt í B-deild Stjórnartíðinda, nr. 121/2019, og tekið gildi.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að endurskoðaðri reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki sem veittir eru á grundvelli ákvæða laga um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar

Um áramótin síðustu tóku gildi lög nr. 125/2018 um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, nr. 160/2011, sem fólu í sér að gildistími laganna var framlengdur um fimm ár eða til ársloka 2025. Fólu þau einnig í sér tilteknar efnislegar breytingar á skilyrðum flutningsjöfnunarstyrkja.

Í fyrsta lagi var gildissvið laganna víkkað þannig að, auk þess að taka til framleiðsluvara í C-bálki í íslensku atvinnugreinaflokkuninni ÍSAT2008, taka þau einnig til framleiðslu garðyrkjubænda sem rækta ávexti, blóm eða grænmeti og fullvinna framleiðslu sína í söluhæfar umbúðir. Í öðru lagi var lágmarkslengd á flutningi styrkhæfrar framleiðslu stytt úr 245 km í 150 km. Í þriðja lagi er nú kveðið á um það í lögunum að fari styrkhæfar umsóknir fram úr fjárveitingu ársins sé Byggðastofnun heimilt að lækka hlutfall styrkja af flutningskostnaði sem því nemur en reynist styrkhæfar umsóknir lægri en fjárveitingin megi hún hækka þetta hlutfall.

Reglugerð um flutningsjöfnunarstyrki hefur nú verið endurskoðuð og gerðar á henni tilteknar breytingar, sbr. meðfylgjandi drög. Ef frá eru taldar breytingar sem varða uppfærslu á efni reglugerðarinnar snúa þær fyrst og fremst að því að tryggja að greint verði með skýrum hætti á milli flutningsjöfnunarstyrkja sem veittir eru til framleiðenda vöru sem fellur undir C-bálk ÍSAT2008 og styrkja sem veittir eru garðyrkjubændum. Er það mikilvægt þar sem aðeins fyrri styrkirnir falla undir gildissvið EES-samningsins og þar með ríkisstyrkjareglur Evrópusambandsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

postur@srn.is