Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 11.01.2019 - 25.01.2019
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003 (ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil)

Mál nr. S-9/2019 Stofnað: 11.01.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Æðsta stjórnsýsla

Samráð stendur yfir

Umsagnarfrestur er 11.01.2019 - 25.01.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Áformað er að leggja fram á vorþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt (ríki-fyrir-ríki skýrsla um skattskil).

Með breytingu á tekjuskattslögum nr. 90/2003 (breytingarlög nr. 112/2016) var ákvæði um ríki-fyrir-ríki skýrslur tekið upp í 91. gr. a. tekjuskattslaga. Efni ákvæðisins var byggt á leiðbeiningum OECD en þann 12. maí 2016 undirritaði Ísland samkomulag á vegum OECD um skipti á svokölluðum ríki-fyrir-ríki skýrslum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna. Skýrslunum er ætlað að auðvelda skattyfirvöldum að ákvarða skatta fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna, m.a. með því að gera þeim kleift að greina milliverðlagningu innan samstæðna.

Ákvæði um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum byggja á mikilli samvinnu milli skattyfirvalda þvert á landamæri og því er mikilvægt að regluverk um skil sé samræmt. OECD hefur haft eftirlit með því að reglur þeirra ríkja sem undirritað samkomulag um skipti á ríki- fyrir- ríki skýrslum fullnægi þeim viðmiðum sem sett hafa verið. OECD hefur nú gert athugasemdir við íslensku reglurnar og telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum, s.s. ákvæðum um fjárhæðarmörk og skilgreiningum hugtaka. Markmið þessa frumvarps er að bregðast við athugasemdum OECD með breytingum á núgildandi ákvæði tekjuskattslaga um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.