Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.1.2019

2

Í vinnslu

  • 26.1.2019–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-10/2019

Birt: 11.1.2019

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum (gjald vegna þinglýsingar með rafrænni færslu).

Niðurstöður

Frumvarpið varð að lögum, sbr. lög nr. 29 15. maí 2019.

Málsefni

Áformað er að leggja fram á vorþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum, nr. 88/1991 (gjald vegna þinglýsingar með rafrænni færslu).

Nánari upplýsingar

Með samþykkt laga um breytingu á þinglýsalögum, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu og lögum um aukatekjur ríkissjóðs, hinn 14. desember sl. var gert heimilt að þinglýsa með rafrænni færslu. Lögin öðlast gildi 1. mars 2019. Áður en að gildistöku laganna kemur er talið að laga þurfi orðalag 1. mgr. 8. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991, sem kveður á um að fyrir þinglýsingu skjala skuli greiða 2.000 kr., til þess að skýrt sé að þinglýsingu með rafrænni færslu muni einnig fylgja gjald að sömu fjárhæð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is