Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.1.–5.2.2019

2

Í vinnslu

  • 6.2.–20.3.2019

3

Samráði lokið

  • 21.3.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-15/2019

Birt: 15.1.2019

Fjöldi umsagna: 3

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um þjónustu stuðningsfjölskyldna

Niðurstöður

Alls bárust fjórar umsagnir um leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Leiðbeinandi reglurnar hafa verið birtar á vef félagsmálaráðuneytisins á slóðinni: https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/fatlad-folk/leidbeinandi-reglur-fyrir-sveitarfelog/

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að leiðbeinandi reglum fyrir sveitarfélög um framkvæmd þjónustu stuðningsfjölskyldna skv. lögum nr. 38/2018.

Nánari upplýsingar

Lög nr. 38/2018, 15. gr. Stuðningsfjölskyldur:

Fjölskyldur fatlaðra barna eiga rétt á stuðningsfjölskyldu eftir því sem þörf krefur. Dvöl fatlaðs barns hjá stuðningsfjölskyldu skal bundin í samningi og miðast við ákveðið tímabil.

Ráðherra skal gefa út leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélögin um framkvæmd þjónustunnar á grundvelli ákvæðis þessa. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is