Samráð fyrirhugað 15.01.2019—05.02.2019
Til umsagnar 15.01.2019—05.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 05.02.2019
Niðurstöður birtar 06.02.2019

Drög að frumvarpi til laga um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur

Mál nr. 16/2019 Birt: 15.01.2019 Síðast uppfært: 03.02.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Samtök verslunar og þjónustu sendu umsögn þar sem lýst var þeirri skoðun að mikilvægt væri að málið yrði lagt sem fyrst fram á Alþingi. Umsögnin var ekki talin gefa tilefni til breytinga á frumvarpsdrögunum.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 15.01.2019–05.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.02.2019.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur þegar hún hefur verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga til að innleiða reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/751 um milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur þegar hún hefur verið tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Með reglugerðinni eru sett hámörk á milligjöld sem færsluhirðar greiða kortaútgefendum vegna notkunar neytendagreiðslukorta, 0,2% af fjárhæð greiðslu vegna debetkorta og 0,3% vegna kreditkorta. Auk þess er meðal annars kveðið á um bann við svæðisbundnum takmörkunum í leyfissamningum eða í reglum um greiðslukortakerfi og mælt fyrir um aðskilnað greiðslukortakerfa og vinnsluaðila, aukin úrræði korthafa og söluaðila til að ákveða greiðslumáta, sundurliðun þjónustugjalda færsluhirða og upplýsingagjöf færsluhirða til söluaðila. Reglugerðinni er ætlað að lækka kostnað söluaðila og neytenda, bæta samkeppni og stuðla að samþættingu greiðslukortamarkaða þvert á landamæri innan Evrópu.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu - 06.02.2019

Viðhengi