Samráð fyrirhugað 17.01.2019—01.02.2019
Til umsagnar 17.01.2019—01.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 01.02.2019
Niðurstöður birtar

Sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins

Mál nr. 19/2019 Birt: 17.01.2019
  • Forsætisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (17.01.2019–01.02.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Áform um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands og frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Forsætisráðuneytið (vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um Seðlabanka Íslands) og fjármála- og efnahagsráðuneytið (vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins) áforma að leggja fram frumvörp til laga til að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun undir heitinu Seðlabanki Íslands. Hlutverk hinnar sameinuðu stofnunar mun, fyrir utan hina hefðbundnu seðlabankastarfsemi svo sem varðveislu gjaldeyrisvaraforða, útgáfu seðla og mynta og starfrækslu greiðslukerfa, skiptast í þrjár meginstoðir: a) peningastefnu, b) fjármálastöðugleika og c) fjármálaeftirlit.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 01.02.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hagsmunasamtök heimilanna - 01.02.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi