Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.1.–1.2.2019

2

Í vinnslu

  • 2.2.2019–3.12.2020

3

Samráði lokið

  • 4.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-19/2019

Birt: 17.1.2019

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins

Niðurstöður

Lög um Seðlabanka Íslands voru samþykkt á Alþingi í júlí 2019. Sjá hlekk á framhald málsins á Alþingi. Sjá einnig mál nr. 83/2019 í samráðsgátt.

Málsefni

Áform um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands og frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Nánari upplýsingar

Forsætisráðuneytið (vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um Seðlabanka Íslands) og fjármála- og efnahagsráðuneytið (vegna fyrirhugaðs frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins) áforma að leggja fram frumvörp til laga til að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun undir heitinu Seðlabanki Íslands. Hlutverk hinnar sameinuðu stofnunar mun, fyrir utan hina hefðbundnu seðlabankastarfsemi svo sem varðveislu gjaldeyrisvaraforða, útgáfu seðla og mynta og starfrækslu greiðslukerfa, skiptast í þrjár meginstoðir: a) peningastefnu, b) fjármálastöðugleika og c) fjármálaeftirlit.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumála

postur@for.is