Samráð fyrirhugað 18.01.2019—04.02.2019
Til umsagnar 18.01.2019—04.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 04.02.2019
Niðurstöður birtar 06.01.2020

Frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála

Mál nr. 21/2019 Birt: 18.01.2019 Síðast uppfært: 06.01.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Sjá niðurstöðuskjal.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.01.2019–04.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.01.2020.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að setja umgjörð um lausn deilumála utan dómstóla vegna neytendaviðskipta og að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við lausn ágreinings við seljendur.

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11/ESB frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (ADR-tilskipunin). Markmið ADR-tilskipunarinnar er í meginatriðum að stuðla að vel starfandi innri markaði og bæta neytendavernd með því að tryggja aðgang neytenda að málsmeðferð til lausnar deilumála utan dómstóla þvert á landamæri.

Frumvarpið felur einnig í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 524/2013 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á Netinu og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB, og gerðum settum á grundvelli ADR-tilskipunarinnar (ODR-reglugerðin). Markmið ODR-reglugerðarinnar er að koma á fót rafrænum vettvangi á netinu til lausnar deilumála neytenda utan dómstóla þvert á landamæri. Neytendur á EES svæðinu eiga að geta notað rafræna vettvanginn til þess að fá aðgang að úrskurðaraðilum utan dómstóla.

Frumvarpið felur auk þess í sér heildarendurskoðun á lagaúrræðum til lausnar á einkaréttarlegum ágreiningi á sviði neytendamála. Í fyrsta lagi er lagt til að komið verði á fót viðurkenningarferli fyrir úrskurðaraðila utan dómstóla. Úrskurðaraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta hlotið viðurkenningu ráðherra sem gerir þeim kleift að taka til meðferðar ágreiningsmál á afmörkuðum sviðum viðskipta. Í öðru lagi er lagt til að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa geti tekið til meðferðar ágreiningsmál þegar enginn viðurkenndur úrskurðaraðili er bær til að taka mál til meðferðar.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Örn Guðleifsson - 04.02.2019

Hjálagðar eru ábendingar ráðgjafarnefndar um eftirlit á vegum hins opinbera, sem starfar á grundvelli laga nr. 27/1999 um opinberar eftirlitsreglur.

Fyrir hönd nefndarinnar,

Sigurður Örn Guðleifsson, formaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 04.02.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fjármálafyrirtækja og Samtaka ferðaþjónustunnar um fyrirliggjandi frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Neytendastofa - 04.02.2019

Neytendastofa vekur athygli á að umsögn hennar í PDF formi er 11 mb og er því send inn í tveimur hlutum. Hér meðfylgjandi er að finna fyrri helming umsagnarinnar.

Afrita slóð á umsögn

#4 Neytendastofa - 04.02.2019

Neytendastofa vekur athygli á að umsögn hennar í PDF formi er 11 mb og er því send inn í tveimur hlutum. Hér meðfylgjandi er að finna seinni helming umsagnarinnar.

Afrita slóð á umsögn

#5 Neytendasamtökin - 04.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn Neytendasamtakanna um fyrirliggjandi frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála.

F.h. Neytendasamtakanna,

Breki Karlsson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Neytendastofa - 04.02.2019

Svo virðist sem að skrá Neytendastofu hafi ekki komið inn sem viðhengi. Sent nú aftur og aftur í 2 hlutum þar sem að pósthólf samráðsgáttar tekur ekki við sem einni heild 11 mb skrá.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Neytendastofa - 04.02.2019

Sbr. fyrri póst þá kemur hér seinni hluti umsagnar Neytendastofu þar sem ekki var hægt að hlaða inn skjalinu í heild sinni þar sem magntakmörkun samráðsgáttar er 10 mb en skjalið er 11 mb.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Hagsmunasamtök heimilanna - 04.02.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi