Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.1.–4.2.2019

2

Í vinnslu

  • 5.2.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-21/2019

Birt: 18.1.2019

Fjöldi umsagna: 8

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um úrskurðarnefndir á sviði neytendamála

Niðurstöður

Sjá niðurstöðuskjal.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að setja umgjörð um lausn deilumála utan dómstóla vegna neytendaviðskipta og að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við lausn ágreinings við seljendur.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11/ESB frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB (ADR-tilskipunin). Markmið ADR-tilskipunarinnar er í meginatriðum að stuðla að vel starfandi innri markaði og bæta neytendavernd með því að tryggja aðgang neytenda að málsmeðferð til lausnar deilumála utan dómstóla þvert á landamæri.

Frumvarpið felur einnig í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 524/2013 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á Netinu og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004 og tilskipun 2009/22/EB, og gerðum settum á grundvelli ADR-tilskipunarinnar (ODR-reglugerðin). Markmið ODR-reglugerðarinnar er að koma á fót rafrænum vettvangi á netinu til lausnar deilumála neytenda utan dómstóla þvert á landamæri. Neytendur á EES svæðinu eiga að geta notað rafræna vettvanginn til þess að fá aðgang að úrskurðaraðilum utan dómstóla.

Frumvarpið felur auk þess í sér heildarendurskoðun á lagaúrræðum til lausnar á einkaréttarlegum ágreiningi á sviði neytendamála. Í fyrsta lagi er lagt til að komið verði á fót viðurkenningarferli fyrir úrskurðaraðila utan dómstóla. Úrskurðaraðilar sem uppfylla skilyrði laganna geta hlotið viðurkenningu ráðherra sem gerir þeim kleift að taka til meðferðar ágreiningsmál á afmörkuðum sviðum viðskipta. Í öðru lagi er lagt til að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa geti tekið til meðferðar ágreiningsmál þegar enginn viðurkenndur úrskurðaraðili er bær til að taka mál til meðferðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa iðnaðar og nýsköpunar

postur@anr.is