Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.1.–1.2.2019

2

Í vinnslu

  • 2.2.–28.7.2019

3

Samráði lokið

  • 29.7.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-23/2019

Birt: 19.1.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga

Niðurstöður

Niðurstaða máls er í stuttu máli að 3 umsagnir bárust um frumvarpstextan. Gerð er grein fyrir viðbrögðum ráðuneytisins við umsögnum í skýrslu um samráð.

Málsefni

Um er að ræða drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga sem koma á í stað laga um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962 sem komin eru til ára sinna.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um skráningu einstaklinga sem koma á í stað laga um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.

Frumvarpið varðar helstu grunnskrá ríkisins, þjóðskrá, sem allt samfélagið byggir á. Markmið frumvarpsins er stuðla að réttri skráningu einstaklinga og skapa þannig grundvöll fyrir tiltekin réttindi og tilteknar skyldur einstaklinga. Enn fremur er það markmið að skráning upplýsinga í þjóðskrá byggi á bestu fáanlegu gögnum á hverjum tíma.

Ráðuneytið vill vekja athygli á að gert er ráð fyrir því að einstaklingar verði ábyrgir fyrir því að upplýsingar um þá séu réttar í þeim tilvikum þegar upplýsingarnar eru ekki komnar til Þjóðskrá Íslands fyrir tilstilli opinberrar stofnunar hér á landi. Þá er vakin athygli á ákvæði um útgáfu kerfiskennitalna, um miðlun upplýsinga og um vernd skráðra einstaklinga gegn afhendingu upplýsinga svo nokkur dæmi séu nefnd. Loks vill ráðuneytið vekja athygli á því að frumvarpið er enn í vinnslu en eftir á að ljúka við ákvæði um breytingar á öðrum lögum, bráðabirgðaákvæði og hluta greinargerðar.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 1. febrúar 2019 í samráðsgátt https://samradsgatt.island.is/

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skúli Þór Gunnsteinsson

srn@srn.is