Samráð fyrirhugað 22.01.2019—01.02.2019
Til umsagnar 22.01.2019—01.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 01.02.2019
Niðurstöður birtar 15.08.2019

Breyting efnalaga

Mál nr. 24/2019 Birt: 22.01.2019 Síðast uppfært: 15.08.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var sett fram til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins 22. janúar 2019 og var umsagnarfrestur til 1. febrúar 2019. Alls bárust fimm umsagnir við frumvarpið í samráðsgátt. Í greinargerð frumvarps til laga um breytingu á efnalögum er gerð grein fyrir þeim. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 26. mars 2019 og varð að lögum nr. 57/2019 hinn 25. júní 2019.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.01.2019–01.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.08.2019.

Málsefni

Lagfæra þarf ýmis ákvæði efnalaga, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar, gera nauðsynlegar breytingar vegna Minamatasamningsins, styrkja lagastoð fyrir heimildum til setningar reglugerða vegna innleiðingar á EES-löggjöf og kveða nánar á um frjálst flæði á vörum til þess að gera lögin skýrari og einfaldari í framkvæmd sem og að tryggja jafnræði.

Stefna stjórnvalda er að tryggja að meðferð efna valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi. Jafnframt er það stefna stjórnvalda að efna skuldbindingar Íslands um að tryggja frjálst flæði á vörum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar efni og að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu. Markmiðið með lagasetningunni er að bæta efnalöggjöfina og að tryggja sé eins og best verður að ákvæði í reglugerðum vegna innleiðingar á efnalöggjöf EES og Minamatasamningsins eigi sér stoð í íslenskum lögum. Efnalög voru sett árið 2013 þar sem sett var lagastoð fyrir fjölmörgum ákvæðum í gildandi löggjöf á EES um efni og efnablöndur. Að fenginni reynslu af beitingu laganna hefur komið í ljós að nokkur ákvæði efnalaga þarf að lagfæra, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar, gera nauðsynlegar breytingar vegna Minamatasamningsins, styrkja lagastoð fyrir heimildum til setningar reglugerða vegna innleiðingar á EES-löggjöf og kveða nánar á um frjálst flæði á vörum til þess að gera lögin skýrari og einfaldari í framkvæmd sem og að tryggja jafnræði.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Örn Guðleifsson - 28.01.2019

Hjálagðar eru ábendingar ráðgjafarnefndar um eftirlit á vegum hins opinbera, skv. lögum nr. 27/1999 um opinberar eftirlitsreglur.

Fyrir hönd nefndarinnar,

Sigurður Örn Guðleifsson, formaður.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Kjartan Kjartansson - 29.01.2019

Það virðist sem að engin lög nái til geymslu á efnum. Í lögum má finna skýr ákvæði um innflutning efna, pökkun efna í flutningi, förgun efna, notkun efna, hlífðarfatnað við notkun o.s.f.rv. en ekekrt er að finna um hvernig skuli geyma efni í verslunum eða vöruhúsum.

Það eru ekki skilgreindar kröfur um loftræstingu eða annan aðbúnað sem þarf að vera til að geymsla efna teljist örugg. Þá mætti jafnvel hafa í huga að flutningur og geymsla ýmissa efna er ekki æskilegur á ýmsum svæðum t.d. vatnsverndarsvæðum.

Lögin ættu að úthluta/skilgreina hvaða lagasetning nái til framleiðslu, pökkunar, flutgnings, geymslu, notkunar, eyðingar og viðbragða vegna slysa á efnum.

Þá þarf að skilgreina hverjir hafa eftirlit með hverjum þætti, t.d. vegagerð, lögregla, vinnueftirlit o.þ.h.

Reyna ætti eftir megni að styðjast við alþjóða reglugerðir og viðmið.

Það er ekki eðlilegt að hvaða efni sem er sé geymt í sama vöruhúsi og matvæli eða heilbrigðisvörur, því lítið rof á umbúðum efnis getur mengað matvælin eða heilbrigðisvörurnar.

Afrita slóð á umsögn

#3 Árný Sigurðardóttir - 31.01.2019

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Íris Lind Sæmundsdóttir - 31.01.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn OR samstæðunnar við áformaðar breytingar á efnalögum.

Bestu kveðjur, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Elísabet Pálmadóttir - 01.02.2019

Meðfylgjandi eru ábendingar varðandi skráningu hættulegra efna til að auka öryggi viðbragðsaðila og um aukna áherslu á notkun óháðra skoðunarstofa við eftirlit.

Viðhengi