Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 22.1.–1.2.2019

2

Í vinnslu

  • 2.2.–14.8.2019

3

Samráði lokið

  • 15.8.2019

Mál nr. S-24/2019

Birt: 22.1.2019

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting efnalaga

Niðurstöður

Frumvarpið var sett fram til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins 22. janúar 2019 og var umsagnarfrestur til 1. febrúar 2019. Alls bárust fimm umsagnir við frumvarpið í samráðsgátt. Í greinargerð frumvarps til laga um breytingu á efnalögum er gerð grein fyrir þeim. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 26. mars 2019 og varð að lögum nr. 57/2019 hinn 25. júní 2019.

Málsefni

Lagfæra þarf ýmis ákvæði efnalaga, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar, gera nauðsynlegar breytingar vegna Minamatasamningsins, styrkja lagastoð fyrir heimildum til setningar reglugerða vegna innleiðingar á EES-löggjöf og kveða nánar á um frjálst flæði á vörum til þess að gera lögin skýrari og einfaldari í framkvæmd sem og að tryggja jafnræði.

Nánari upplýsingar

Stefna stjórnvalda er að tryggja að meðferð efna valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi. Jafnframt er það stefna stjórnvalda að efna skuldbindingar Íslands um að tryggja frjálst flæði á vörum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar efni og að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu. Markmiðið með lagasetningunni er að bæta efnalöggjöfina og að tryggja sé eins og best verður að ákvæði í reglugerðum vegna innleiðingar á efnalöggjöf EES og Minamatasamningsins eigi sér stoð í íslenskum lögum. Efnalög voru sett árið 2013 þar sem sett var lagastoð fyrir fjölmörgum ákvæðum í gildandi löggjöf á EES um efni og efnablöndur. Að fenginni reynslu af beitingu laganna hefur komið í ljós að nokkur ákvæði efnalaga þarf að lagfæra, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar, gera nauðsynlegar breytingar vegna Minamatasamningsins, styrkja lagastoð fyrir heimildum til setningar reglugerða vegna innleiðingar á EES-löggjöf og kveða nánar á um frjálst flæði á vörum til þess að gera lögin skýrari og einfaldari í framkvæmd sem og að tryggja jafnræði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Sigurbjörg Sæmundsdóttir

postur@uar.is