Samráð fyrirhugað 24.01.2019—31.01.2019
Til umsagnar 24.01.2019—31.01.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 31.01.2019
Niðurstöður birtar 22.05.2019

Áform um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattlagning tekna af höfundarréttindum).

Mál nr. 26/2019 Birt: 24.01.2019 Síðast uppfært: 22.05.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Umsagnir umsagnaraðila gágu ekki tilefni til viðbragða af hálfu ráðuneytisins.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.01.2019–31.01.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.05.2019.

Málsefni

Áformað er að höfundagreiðslur sem viðurkennd rétthafasamtök innheimta verði skattlagðar sem eignatekjur/fjármagnstekjur.

Áformað er að leggja fram frumvarp sem felur í sér þær breytingar að gerður verður greinarmunur í skattalegu tilliti á höfundarlaunum annars vegar og tekjum af höfundaréttindum hins vegar þar sem lagt verður til að hvers konar endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir afnot af hugverki, að undanskildum höfundarlaunum, teljist til eignatekna/fjármagnstekna.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gunnar Guðmundsson - 31.01.2019

Umsögn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda(SFH) kt. 620976-0169 um áform um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattlagning tekna af höfundarréttinum).Mál nr. 35 á þingmálaskrá 149. löggjafarþings 2018-2019.

Reykjavík 31.janúar 2019

Eins og fram kemur í áðurnefndum áformum verður lagt til að hvers konar endurgjald til höfunda og rétthafa fyrir afnot af hugverki, að undanskildum höfundarlaunum, teljist til eignatekna/fjármagnstekna.

SFH styður heils hugar þessi áform ríkisstjórnarinnar um að lögfesta að greiðslur til höfunda og annarra rétthafa sem viðurkennd rétthafasamtök innheimta verði skattlagðar sem eignatekjur/fjármagnstekjur.

F.h. SFH

Gunnar Guðmundsson framkvæmdastjóri