Samráð fyrirhugað 24.01.2019—31.01.2019
Til umsagnar 24.01.2019—31.01.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 31.01.2019
Niðurstöður birtar 06.05.2019

Áform um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald (ráðstöfun tryggingagjalds).

Mál nr. 27/2019 Birt: 24.01.2019 Síðast uppfært: 06.05.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Engar umsagnir bárust vegna áformanna.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 24.01.2019–31.01.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 06.05.2019.

Málsefni

Áformað er að fjárveitingu sem samsvarar tekjum af tryggingagjaldi verði ráðstafað til Tryggingastofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar almannatrygginga en um aðra ráðstöfun samkvæmt gildandi lögum verði kveðið á um í sérlögum.

Áformað er að leggja fram frumvarp þar sem tryggingagjald verður endurskoðað, m.a. með tilliti til samspils atvinnutryggingagjalds og almenna tryggingagjaldsins og framkvæmdaraðilar verði fjármála- og efnahagsráðuneytið í samráði við velferðarráðuneytið og hagsmunaaðila. Með frumvarpinu verður lagt til að fjárveitingu sem samsvarar tekjum af tryggingagjaldi verði ráðstafað til Tryggingastofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar almannatrygginga en um aðra ráðstöfun samkvæmt gildandi lögum verði kveðið á um í sérlögum.