Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.–31.1.2019

2

Í vinnslu

  • 1.2.–5.5.2019

3

Samráði lokið

  • 6.5.2019

Mál nr. S-27/2019

Birt: 24.1.2019

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Áform um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald (ráðstöfun tryggingagjalds).

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust vegna áformanna.

Málsefni

Áformað er að fjárveitingu sem samsvarar tekjum af tryggingagjaldi verði ráðstafað til Tryggingastofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar almannatrygginga en um aðra ráðstöfun samkvæmt gildandi lögum verði kveðið á um í sérlögum.

Nánari upplýsingar

Áformað er að leggja fram frumvarp þar sem tryggingagjald verður endurskoðað, m.a. með tilliti til samspils atvinnutryggingagjalds og almenna tryggingagjaldsins og framkvæmdaraðilar verði fjármála- og efnahagsráðuneytið í samráði við velferðarráðuneytið og hagsmunaaðila. Með frumvarpinu verður lagt til að fjárveitingu sem samsvarar tekjum af tryggingagjaldi verði ráðstafað til Tryggingastofnunar ríkisins til að fjármagna lífeyris- og slysatryggingar almannatrygginga en um aðra ráðstöfun samkvæmt gildandi lögum verði kveðið á um í sérlögum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

postur@fjr.is