Samráð fyrirhugað 06.02.2019—26.02.2019
Til umsagnar 06.02.2019—26.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.02.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um skráningu gervihnattatíðna

Mál nr. 29/2019 Birt: 25.01.2019 Síðast uppfært: 21.02.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.02.2019–26.02.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um skráningu gervihnattatíðna. Markmið reglugerðarinnar er að setja skýrar reglur um meðferð umsókna um skráningu gervihnattatíðna fyrir Íslands hönd hjá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU).

Í reglugerðardrögunum er m.a. kveðið á um málsmeðferð hér á landi, sem er undanfari skráningarbeiðni til Alþjóðafjarskiptasambandsins á skráningu tíðna og staðsetningar gervihnötts á sporbaug. Skráning tíðna og staðsetning á sporbaug fyrir gervihnetti fer fram á vettvangi Alþjóðafjarskiptasambandsins í samræmi við alþjóðlegu radíóreglugerðina. Aðildarríki að Alþjóðafjarskiptasambandinu geta sent inn beiðnir um skráningu tíðna fyrir hönd fyrirtækja. Annast Póst- og fjarskiptastofnun slík samskipti og hefur m.a. það hlutverk að hafa umsjón með notkun tíðnirófsins. Er reglugerðinni ætlað að vera nánari útfærsla á slíkum verkefnum hvað varðar gervihnetti og gera þar með Póst- og fjarskiptastofnun kleift að taka við skráningarbeiðnum frá fyrirtækjum sem vilja setja upp starfsstöðvar á Íslandi á sviði geimiðnaðar.