Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–26.2.2019

2

Í vinnslu

  • 27.2.2019–24.1.2021

3

Samráði lokið

  • 25.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-29/2019

Birt: 25.1.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um skráningu gervihnattatíðna

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að aðeins ein umsögn barst um drög að reglugerðinni. Við lokafrágang hennar var litið til efnislegra athugasemda í þeirri umsögn einkum hvað varðar gildissvið, ábyrgð gervihnattarekenda, upplýsingaskyldu og eftirlit.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að nýrri reglugerð um skráningu gervihnattatíðna. Markmið reglugerðarinnar er að setja skýrar reglur um meðferð umsókna um skráningu gervihnattatíðna fyrir Íslands hönd hjá Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU).

Nánari upplýsingar

Í reglugerðardrögunum er m.a. kveðið á um málsmeðferð hér á landi, sem er undanfari skráningarbeiðni til Alþjóðafjarskiptasambandsins á skráningu tíðna og staðsetningar gervihnötts á sporbaug. Skráning tíðna og staðsetning á sporbaug fyrir gervihnetti fer fram á vettvangi Alþjóðafjarskiptasambandsins í samræmi við alþjóðlegu radíóreglugerðina. Aðildarríki að Alþjóðafjarskiptasambandinu geta sent inn beiðnir um skráningu tíðna fyrir hönd fyrirtækja. Annast Póst- og fjarskiptastofnun slík samskipti og hefur m.a. það hlutverk að hafa umsjón með notkun tíðnirófsins. Er reglugerðinni ætlað að vera nánari útfærsla á slíkum verkefnum hvað varðar gervihnetti og gera þar með Póst- og fjarskiptastofnun kleift að taka við skráningarbeiðnum frá fyrirtækjum sem vilja setja upp starfsstöðvar á Íslandi á sviði geimiðnaðar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa rafrænna samskipta