Samráð fyrirhugað 30.01.2019—20.02.2019
Til umsagnar 30.01.2019—20.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 20.02.2019
Niðurstöður birtar 07.05.2019

Áform um frumvarp til breytinga á tollalögum, nr. 88/2005 (persónu­upplýs­ing­ar, aðstaða til tolleftirlits, rafræn skil upplýsinga o.fl.)

Mál nr. 31/2019 Birt: 30.01.2019 Síðast uppfært: 07.05.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Frumvarp var ekki lagt fram.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 30.01.2019–20.02.2019. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.05.2019.

Málsefni

Frumvarpið mun innhalda tillögur um ýmsar breytingar sem ætlað að gera embætti tollstjóra betur í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem því ber að annast.

Heimildir til vinnslu persónuupplýsinga: Gert er ráð fyrir að frumvarpið innihaldi tillögu um breytingu á ákvæðum 40. og 45. gr. tollalaga en þar er kveðið á um hlutverk tollstjóra og samvinnu embættisins við önnur stjórnvöld og stofnanir. Tilgangurinn verður að skýra hlutverk og skyldu tollstjóra til að safna upplýsingum, m.a. vegna áhættustjórnunar, og miðla þeim til annarra stjórnvalda sem fara með lögbundin verkefni sem tengjast eftirlitssviði embættisins. Þá má gera ráð fyrir að frumvarpið innihaldi tillögu þess efnis að nýrri grein verði bætt við lögin þar sem kveðið verði á um almennar heimildir tollstjóra til að vinna persónuupplýsingar þannig að þær gagnist á skilvirkan hátt í starfseminni.

Aðstaða til tolleftirlits: Frumvarpið mun m.a. innihalda tillögur um breytingu á 43., 66. og 91. gr. tollalaga. Í tillögunum verður m.a. kveðið á um aðgengi tollstjóra að myndavélakerfum og aðgang tollstjóra að fullnægjandi húsrými og búnaði í eigu á eftirlitsstað.

Rafræn afgreiðsla fara: Í frumvarpinu verður a.ö.l. lögð til breyting á reglugerðarheimild í 31. gr. tollalaga. Með breytingunni verður þannig tryggð nægileg stoð til setningar reglugerðarákvæða um fyrirkomulag tolleftirlits vegna varnings sem farmenn taka með sér til landsins. Þá verður grundvöllur rafræns eftirlits tryggður. Þá er líklegt að gera þurfi breytingar á heimildum tollstjóra til gjaldtöku.

Móðurmjólk: Í frumvarpinu verður lagt til að tilstrik tollskrárnúmersins 0401.2008 í tollskrá í viðauka I við tollalög verði tvö í stað þriggja.