Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.1.–13.2.2019

2

Í vinnslu

  • 14.2.–5.8.2019

3

Samráði lokið

  • 6.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-33/2019

Birt: 30.1.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum.

Niðurstöður

Þrjár umsagnir bárust, gerðar voru breytingar til að koma til móts við umsagnir og reglugerð birt: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/hrn/nr/0255-2019

Málsefni

Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum er birt til umsagnar.

Nánari upplýsingar

Reglugerð um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal rafrettum og áfyllingum er birt til umsagnar. Í reglugerðinni er fjallað um merkingar á umbúðum rafrettna og áfyllinga og efni upplýsingabæklings sem fylgja skal slíkum vörum. Lagastoð reglugerðarinnar er að finna í 2. mgr. 16. gr. laga nr. 87/2018, um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur.

Í reglugerðardrögunum sem upphaflega voru birt í samráðsgáttinni stóð að á umbúðum áfyllinga fyrir rafrettur skyldi birta staðlaðan texta þar sem segði að varan innihéldi nikótín. Fyrir mistök láðist að gera ráð fyrir áfyllingum sem eru án nikótíns og eiga því eðli málsins samkvæmt ekki að vera merktar með slíkum stöðluðum texta. Þetta hefur verið leiðrétt í meðfylgjandi reglugerðardrögum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Heilbrigðisráðuneytið

hrn@hrn.is