Samráð fyrirhugað 01.02.2019—14.02.2019
Til umsagnar 01.02.2019—14.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 14.02.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012

Mál nr. 36/2019 Birt: 31.01.2019 Síðast uppfært: 11.03.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (01.02.2019–14.02.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um loftslagsmál með það að markmiði að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Nauðsynlegt er að uppfæra ýmis ákvæði laganna og setja ný ákvæði sem styrkja stjórnsýslu í loftslagsmálum og auðvelda stjórnvöldum að ná settum markmiðum í loftslagsmálum, s.s. um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi.

Frumvarpið er lagt fram til að styrkja stjórnsýslu loftslagsmála. Í frumvarpinu er því lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna en einnig ný ákvæði. Hér er um að ræða breytingar og uppfærslu á ákvæðum laganna um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, losunarbókhald og loftslagssjóð og ný ákvæði um aðlögun að loftslagsbreytingum, loftslagsstefnu stjórnvalda og skýrslugjöf um áhrif loftslagsbreytinga. Orðalag ákvæðis um aðgerðaáætlun er skýrt um það að aðgerðaáætlun sé helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái losunarmarkmiðum samkvæmt Parísarsamningnum og markmiðum um kolefnishlutleysi. Á eftir ákvæði um aðgerðaáætlun er lagt til að sett verði nýtt ákvæði um áætlun að aðlögun að loftslagsbreytingum en reiknað er með því að áætlun um aðlögun muni taka mið af ákvæðum Parísarsamningsins og áætlunum annarra ríkja um aðlögun að loftslagsbreytingum. Lagt er til að settur verði nýr kafli sem hafi að geyma þrjú ný ákvæði sem fjalla um:

1) loftslagsráð, í þeim tilgangi að gefa ráðinu og hlutverki þess aukið vægi.

2) loftslagsstefnu stjórnvalda þar sem sú skylda er lögfest að Stjórnarráðið og ríkisstofnanir setji sér loftslagsstefnu, og

3) skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga en eðlilegt þykir að festa í lög gerð slíkra skýrslna, sem ætlað er að aðstoða stjórnvöld og samfélag að búa sig undir afleiðingar loftslagsbreytinga.

Að auki eru lagðar til breytingar á ákvæði laganna um losunarbókhald Íslands og ábyrgð á gagnaskilum þar og ákvæðum um loftslagssjóð. Ákvæði um loftslagssjóð hefur verið í lögunum frá setningu þeirra en sjóðurinn hefur enn ekki verið stofnsettur. Nú er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa 2019 og er því ástæða til að skýra betur hlutverk hans í lögum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Valdimar Össurarson - 12.02.2019

Nauðsynlegt er að bæta úr alvarlegum göllum á þessu lagafrumvarpi, en sömu gallar eru á þeirri löggjöf sem því er ætlað að styrkja. Hér falla stjórnvöld í sömu gryfju og áður; að einblína á einn þátt Parísarsáttmálans, sem er losun innanlands, en gleyma öðrum, sem ekki eru þó síður mikilvægir og bindandi fyrir íslensk stjórnvöld. Í 10.grein Parísarsáttmálans skuldbinda aðildarríki sig til þess að styðja tækni sem stuðlar að markmiðum sáttmálans á heimsvísu og miðla henni. Ekkert í aðgerðaráætlun eða löggjöf íslenskra stjórnvalda gefur tilefni til að ætla að þau muni styðja við þessar skuldbindingar. Loftslagssjóður sem stjórnvöld hyggjast einhverntíma ætla að setja á fót verður einskisnýtur í þessu efni; honum eru einungis ætlaðar 50 milljónir árlega til að moka ofan í alla skurði landsins og kynna aðgerðir stjórnvalda. Hann mun því ekki styðja neina tækniþróun í samræmi við áðurnefndar skuldbindingar Íslendinga. Tækniþróunarsjóður er stærsti samkeppnissjóður landsins. Honum ber að styðja verkefni sem skilgreind eru af vísinda- og tækniráði, en í ályktunum vt-ráðs er ekki að finna stafkrók um Parísarsamkomulagið eða loftslagsmál. Valorka ehf vinnur að verkefni sem hefur beina skírskotun til Parísarsáttmálans; tækni til nýtingar umfangsmikilla orkulinda sjávarfalla á umhverfisvænan og hagkvæman hátt. Þrátt fyrir að verkefnið hafi staðið undir öllum væntingum í faglegum efnum og sé fremst á heimsvísu í sínum nýtingarflokki hafa stjórnvöld í raun brugðið fæti fyrir það á ýmsan hátt (sjá www.valorka.is) einkum með því að skapa því enga möguleika á stuðningi samkeppnissjóða. Þannig var Orkusjóði meinað að styðja nýsköpun í orkutækni með lagabreytingu árið 2014; þau mistök hafa ekki verið leiðrétt. Þetta verkefni, sem líklega er vænlegasta framlag Íslendinga til loftslagsmarkmiða og orkuskipta Parísarsáttmálans, hefur verið án alls opinbers stuðnings frá miðju ári 2018. Mun forræði þess flytjast úr landi ef stjórnvöld halda áfram að loka augum fyrir skuldbindingum sínum samkvæmt 10.gr Parísarsáttmálans. Með þessum lögum gefst stjórnvöldum færi á að breyta um stefnu og undirbyggja raunhæfan stuðning við þetta verkefni og önnur, í stað þess að kasta öllum tækifærum á glæ eins og verið hefur. Meðfylgjandi er skýrsla sem nýlega var samin í tilefni af því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skilaði villandi skýrslu til Alþingis. Þar er dregin fram staðan á heimsvísu varðandi sjávarfallavirkjanir; möguleika og tækifæri sem í þeim felast og hvernig Íslensk stjórnvöld hafa staðið í vegi fyrir þeirri þróun hérlendis.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 13.02.2019

Í viðhengi fylgir umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Landgræðsla ríkisins - 14.02.2019

Umsögn Landgræðslunnar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Sigurjón Norberg Kjærnested - 14.02.2019

Góðan daginn

Hér fylgir með umsögn Samorku um málið.

mbkv.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 14.02.2019

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Árni Finnsson - 14.02.2019

F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 ISAVIA - 19.02.2019

Umsögn Isavia

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samband íslenskra sveitarfélaga - 19.02.2019

Umsögn SIS

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Umhverfisstofnun - 11.03.2019

Umsögn Umhverfisstofnunar

Viðhengi