Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–14.2.2019

2

Í vinnslu

  • 15.2.–11.12.2019

3

Samráði lokið

  • 12.12.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-36/2019

Birt: 31.1.2019

Fjöldi umsagna: 9

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012

Niðurstöður

Athugasemdir voru gerðar við 2. gr. frumvarpsins um aðgerðaáætlun

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um loftslagsmál með það að markmiði að styrkja umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála og skerpa á ýmsum ákvæðum laganna. Nauðsynlegt er að uppfæra ýmis ákvæði laganna og setja ný ákvæði sem styrkja stjórnsýslu í loftslagsmálum og auðvelda stjórnvöldum að ná settum markmiðum í loftslagsmálum, s.s. um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnishlutleysi.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið er lagt fram til að styrkja stjórnsýslu loftslagsmála. Í frumvarpinu er því lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna en einnig ný ákvæði. Hér er um að ræða breytingar og uppfærslu á ákvæðum laganna um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, losunarbókhald og loftslagssjóð og ný ákvæði um aðlögun að loftslagsbreytingum, loftslagsstefnu stjórnvalda og skýrslugjöf um áhrif loftslagsbreytinga. Orðalag ákvæðis um aðgerðaáætlun er skýrt um það að aðgerðaáætlun sé helsta tæki stjórnvalda til að tryggja að Ísland nái losunarmarkmiðum samkvæmt Parísarsamningnum og markmiðum um kolefnishlutleysi. Á eftir ákvæði um aðgerðaáætlun er lagt til að sett verði nýtt ákvæði um áætlun að aðlögun að loftslagsbreytingum en reiknað er með því að áætlun um aðlögun muni taka mið af ákvæðum Parísarsamningsins og áætlunum annarra ríkja um aðlögun að loftslagsbreytingum. Lagt er til að settur verði nýr kafli sem hafi að geyma þrjú ný ákvæði sem fjalla um:

1) loftslagsráð, í þeim tilgangi að gefa ráðinu og hlutverki þess aukið vægi.

2) loftslagsstefnu stjórnvalda þar sem sú skylda er lögfest að Stjórnarráðið og ríkisstofnanir setji sér loftslagsstefnu, og

3) skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga en eðlilegt þykir að festa í lög gerð slíkra skýrslna, sem ætlað er að aðstoða stjórnvöld og samfélag að búa sig undir afleiðingar loftslagsbreytinga.

Að auki eru lagðar til breytingar á ákvæði laganna um losunarbókhald Íslands og ábyrgð á gagnaskilum þar og ákvæðum um loftslagssjóð. Ákvæði um loftslagssjóð hefur verið í lögunum frá setningu þeirra en sjóðurinn hefur enn ekki verið stofnsettur. Nú er gert ráð fyrir að sjóðurinn taki til starfa 2019 og er því ástæða til að skýra betur hlutverk hans í lögum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Helga Jónsdóttir

helga.jonsdottir@uar.is