Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–22.2.2019

2

Í vinnslu

  • 23.2.2019–15.9.2021

3

Samráði lokið

  • 16.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-37/2019

Birt: 1.2.2019

Fjöldi umsagna: 8

Annað

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Niðurstöður

Í samráðsgáttina bárust 8 umsagnir. Í kjölfar samráðs var talin þörf á frekari vinnu við reglurnar. Ný drög verða kynnt í samráðsgáttinni að lokinni þeirri vinnu.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 er Samgöngustofu heimilt að gera sérkröfur vegna bifreiða sem notaðar eru til flutnings skólabarna. Slíkar kröfur skulu svo staðfestar af ráðherra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laganna.

Umboðsmaður barna sendi þann 25. júní sl. áskorun til Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um að nýta framangreinda heimild. Í kjölfarið samdi Samgöngustofa drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða sem ráðuneytið birtir hér í opnu samráði til umsagnar.

Í drögunum koma m.a. fram kröfur til merkinga skólabifreiða og um öryggisbúnað á borð við 3ja punkta öryggisbelti, upphækkunarsessur, sjúkrakassa og slökkvibúnað. Þá er gerð sú krafa að bifreið sem notuð er til flutnings skólabarna gangist árlega undir aðalskoðun, jafnvel þó um fólksbifreið sé að ræða, enda er ökutækið þá notað í atvinnuskyni til farþegaflutninga líkt og leigubifreið eða eðalvagn, en slíkar bifreiðar skal færa árlega til aðalskoðunar. Krafa um leyfisskoðun skólabifeiða helst óbreytt og skal hún fara fram árlega líkt og aðrar leyfisskoðanir.

Þá er gert ráð fyrir að reglurnar felli úr gildi reglur um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989 með síðari breytingum.

Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt drögunum er gerð krafa um að skólabifreið sé ekki skráð fyrir standandi farþega. Slíkar bifreiðar eru þannig útilokaðar frá notkun sem skólabifreiðar. Þetta er lagt til þar sem flestar hópbifreiðar sem skráðar eru með standandi farþega eru ekki búnar öryggisbeltum í sætum. Með þessu er því leitast eftir því að hvert barn sem ferðast með skólabifreið eigi sitt sæti búið viðeigandi öryggisbúnaði.

Í drögunum er að finna heimild til handa Samgöngustofu til að veita undanþágu frá skilyrðum um 3ja punkta öryggisbelti fyrir hópbifreið í undirflokki III eða B sem fengið hefur leyfisskoðun sem skólabifreið fyrir gildistöku reglnanna, sé bifreiðin búin 2ja punkta beltum. Slíkar undanþágur má þó ekki veita eftir 31. desember 2020.

Opið verður fyrir umsagnir til 22. febrúar nk.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is