Samráð fyrirhugað 01.02.2019—22.02.2019
Til umsagnar 01.02.2019—22.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 22.02.2019
Niðurstöður birtar 16.09.2021

Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Mál nr. 37/2019 Birt: 01.02.2019 Síðast uppfært: 16.09.2021
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Í samráðsgáttina bárust 8 umsagnir. Í kjölfar samráðs var talin þörf á frekari vinnu við reglurnar. Ný drög verða kynnt í samráðsgáttinni að lokinni þeirri vinnu.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.02.2019–22.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.09.2021.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.

Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017 er Samgöngustofu heimilt að gera sérkröfur vegna bifreiða sem notaðar eru til flutnings skólabarna. Slíkar kröfur skulu svo staðfestar af ráðherra samkvæmt 3. mgr. 12. gr. laganna.

Umboðsmaður barna sendi þann 25. júní sl. áskorun til Samgöngustofu og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um að nýta framangreinda heimild. Í kjölfarið samdi Samgöngustofa drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða sem ráðuneytið birtir hér í opnu samráði til umsagnar.

Í drögunum koma m.a. fram kröfur til merkinga skólabifreiða og um öryggisbúnað á borð við 3ja punkta öryggisbelti, upphækkunarsessur, sjúkrakassa og slökkvibúnað. Þá er gerð sú krafa að bifreið sem notuð er til flutnings skólabarna gangist árlega undir aðalskoðun, jafnvel þó um fólksbifreið sé að ræða, enda er ökutækið þá notað í atvinnuskyni til farþegaflutninga líkt og leigubifreið eða eðalvagn, en slíkar bifreiðar skal færa árlega til aðalskoðunar. Krafa um leyfisskoðun skólabifeiða helst óbreytt og skal hún fara fram árlega líkt og aðrar leyfisskoðanir.

Þá er gert ráð fyrir að reglurnar felli úr gildi reglur um merki á skólabifreiðum nr. 279/1989 með síðari breytingum.

Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt drögunum er gerð krafa um að skólabifreið sé ekki skráð fyrir standandi farþega. Slíkar bifreiðar eru þannig útilokaðar frá notkun sem skólabifreiðar. Þetta er lagt til þar sem flestar hópbifreiðar sem skráðar eru með standandi farþega eru ekki búnar öryggisbeltum í sætum. Með þessu er því leitast eftir því að hvert barn sem ferðast með skólabifreið eigi sitt sæti búið viðeigandi öryggisbúnaði.

Í drögunum er að finna heimild til handa Samgöngustofu til að veita undanþágu frá skilyrðum um 3ja punkta öryggisbelti fyrir hópbifreið í undirflokki III eða B sem fengið hefur leyfisskoðun sem skólabifreið fyrir gildistöku reglnanna, sé bifreiðin búin 2ja punkta beltum. Slíkar undanþágur má þó ekki veita eftir 31. desember 2020.

Opið verður fyrir umsagnir til 22. febrúar nk.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Móses Helgi Halldórsson - 14.02.2019

Legg til að áfengislás sé settur í skólabifreiðar, Finnar hafa farið þá leið að tæki sem sjá um skóla akstur séu ávalt með áfengismæli sem hefur þau áhrif að ekki er hægt að gangsetja bifreið nema bílstjóri sé alsgáður.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 19.02.2019

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Umboðsmaður barna - 20.02.2019

Meðfylgjandi er umsögn umboðsmanns barna

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Bóas Ævarsson - 21.02.2019

Í viðhengi er umsögn mín og skoðun á þessu máli.

Vinsamlega sendið mér ransóknir sem gerðar hafa verið á slysum barna í skólabifreiðum á Íslandi á 3 punkta beltum og 2 punkta beltum.

Ég spyr líka hvort að það sé til einhvers að senda þennan tölvupóst, því þið svarið ekki tölvupóstum?

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samtök ferðaþjónustunnar - 21.02.2019

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.

Með góðum kveðjum

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Björg Dan Róbertsdóttir - 21.02.2019

Umsögn um tillögu að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

Hópferðamiðstöðin -TREX ehf gerir eftirfarandi athugasemdir við uppkast að reglum um sérkröfur til bifreiða sem ætlaðar eru til aksturs skólabarna:

Hópferðabílar eru almennt útbúnir með tveggja punkta öryggisbeltum, en í uppkasti að reglum er gerð krafa um þriggja punkta belti í öllum sætum. Það er álit fyrirtækisins að nægjanlegt sé að hafa bílana með tveggja punkta beltum, en bílar sem koma frá Evrópu koma nærri allir með tveggja punkta öryggisbeltum samkvæmt Evrópu reglugerð. Það er vandséð að krafa um þriggja punkta öryggisbelti auki á öryggi barna í skólaakstri, þar sem að þriggja punkta belti geta lagst að hálsi barna við nauðhemlun eða akstur yfir hraðahindranir. Hraði við skólaakstur er lítill þar sem ekið er um götur þar sem leyfilegur hámarksakstur fer iðulega ekki yfir 50 km á klst. þar ættu tveggja punkta öryggisbelti að veita nægilegt öryggi.

Kostnaður við að útbúa allar bifreiðar með þriggja punkta öryggisbeltum og sessum fyrir börn lægri en 135 cm á hæð yrði gríðarlegur og myndi auka á kostnað sveitarfélagana við skólaakstur.

Varðandi kröfu um að dyr á vinstri hlið skólabifreiða sem eru hópbifreiðar þurfi að vera útbúnar þannig að ekki sé hægt að opna þær nema þegar bifreið er kyrrstæð, þá er það mjög erfitt og kostnaðarsamt að breyta bifreiðunum með þessum hætti.

Einnig viljum við benda á að það kemur okkur spánskt fyrir sjónir að á sama tíma og gerðar eru auknar kröfur til eigenda hópferðabíla þá er strætisvögnum heimilt að aka skólabörnum án þess að strætisvagnarnir séu búnir öryggisbeltum og heimilt sé að lát börnin standa í vögnunum á ferð.

Í drögunum koma fram auknar kröfur til merkinga sem að eru víðtækari en í okkar nágrannalöndum. Nýjar merkingar hvort sem er að tegund I eða II mun hafa í för með sér aukinn kostnað við skólaaksturinn.

Hvað varðar skoðun á bílunum þá eru allir hópferðabílar skoðaðir árlega og ættu því ekki að þurfa sérstaka leyfisskoðun enda uppfylla hópferðabílarnir þær kröfur sem að Reykjavíkurborg gerir í útboði sínu hverju sinni.

Björg Dan Róbertsdóttir

Framkvæmdastjóri

Afrita slóð á umsögn

#7 Haraldur Þór Teitsson - 21.02.2019

Umsögn fyrir hönd Teits Jónassonar ehf

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Björn Jón Bragason - 21.02.2019

Sjá viðhengi.

Viðhengi