Samráð fyrirhugað 05.02.2019—12.02.2019
Til umsagnar 05.02.2019—12.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 12.02.2019
Niðurstöður birtar

Áform um breytingu á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir

Mál nr. S-38/2019 Birt: 05.02.2019 Síðast uppfært: 06.02.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (05.02.2019-12.02.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um sigingavernd og lögum um loftferðir þar sem stefnt er að því að efla varnaðaráhrif þeirra ákvæða laganna sem snúa að flug- og siglingavernd og tryggja úrræði til að bregðast við brotum gegn þeim ákvæðum.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hyggst leggja frumvarp þar sem stefnt er að því að bæta við lög um siglingavernd ákvæðum sem heimila Samgöngustofu að beita dagsektum þegar aðilar sem hlotið hafa viðurkenningu á grundvelli laganna uppfylla ekki skyldur sínar skv. þeim. Þá er stefnt að því að tryggja í viðurlagaákvæði heimild til að dæma refsingu vegna brota á ákvæðum laganna. Loks stendur til að samræma ákvæði laga um siglingavernd og laga um loftferðir hvað varðar flug- og siglingavernd.

Frumvarpinu er ætlað að efla varnaðaráhrif þeirra ákvæða laganna sem snúa að flug- og siglingavernd og tryggja úrræði til að bregðast við brotum gegn þeim ákvæðum. Þannig er markmið frumvarpsins að efla öryggi við samgöngur á lofti og legi, takmarka hættu af völdum hvers konar ólöglegra aðgerða og treysta orðspor íslenskra hafna á alþjóðlegum vettvangi.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 12.02.2019

Í viðhengi má finna umsögn Samtaka atvinnulífsins

Viðhengi