Samráð fyrirhugað 05.02.2019—13.02.2019
Til umsagnar 05.02.2019—13.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 13.02.2019
Niðurstöður birtar 20.05.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um vátryggingasamstæður.

Mál nr. 39/2019 Birt: 05.02.2019 Síðast uppfært: 20.05.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var birt á samráðsgátt stjórnvalda 5. febrúar 2019. Frestur til umsagna var til 13. febrúar 2019 og bárust engar athugasemdir.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.02.2019–13.02.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 20.05.2019.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagt til að bæta við regluheimildum fyrir Fjármálaeftirlitið auk þess að gera tilteknar reglu- og reglugerðarheimildir skýrari.

Með lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 60/2017, um vátryggingasamstæður var megin efni tilskipunar 2009/138/EB, um stofnun og rekstur fyrirtækja á sviði vátrygginga og endurtrygginga, innleitt. Í báðum lögunum eru heimildir fyrir Fjármálaeftirlitið að setja reglur um afmarkaða þætti. Reglurnar byggjast á framkvæmdareglugerð framkvæmdastjórnar ESB.

Í frumvarpinu er Fjármálaeftirlitinu veitt heimild til að setja reglur og ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð sem byggjast á framkvæmdareglugerðum framkvæmdastjórnar ESB. Auk þess er útfærð nánar heimild ráðherra til að setja reglugerð um áhættulausan vaxtaferil vegna núvirðingar á vátryggingaskuld og heimild Fjármálaeftirlisins til að setja reglur vegna skýrslugerðar vátryggingasamstæðu.