Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.2.–2.3.2018

2

Í vinnslu

  • 3.–21.3.2018

3

Samráði lokið

  • 22.3.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-13/2018

Birt: 15.2.2018

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

Niðurstöður

Ein umsögn barst, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem mælir með því að frumvarpið nái fram að ganga. Frumvarpið hefur verið lagt fram á Alþingi, sjá: http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=148&mnr=389

Málsefni

Frumvarpið kveður á um lagabreytingar sem nauðsynlegar eru til að ná fram markmiðum um samræmda áætlanagerð í öllum málaflokkum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

Nánari upplýsingar

Til umsagnar eru nú hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum ráðuneytisins, en um að ræða samgönguáætlun, fjarskiptaáætlun og byggðaáætlun, sem og ný áætlun um stefnu ríkisins á málefnum sveitarfélaga. Unnt er að kynna sér drögin og senda inn umsagnir til 1. mars nk.

Vaxandi kröfur eru í stjórnsýslunni og samfélaginu öllu um gerð langtímaáætlana og samþættingu stefnumótunar á ýmsum sviðum. Kallað er eftir því að hagsmunaaðilar fái að taka þátt í ákvörðunum sem hafa áhrif á samfélagið en um leið verður ákvarðanataka sífellt flóknari. Þetta krefst meira gagnsæis í ákvarðanatöku með umfangsmeira samráði með þátttöku almennings, frjálsra félagasamtaka, þrýstihópa og stjórnsýslunnar. Aðkoma fjölda ólíkra hagsmunaaðila gerir stefnumótun flóknari en leiðir jafnframt í ljós þá kosti sem felast í samþættingu áætlana.

Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu eru þrjú meginsvið sem leggja grunn að innviðum og þjónustu í samfélaginu: sveitarstjórnar- og byggðamál, samgöngur og fjarskipti. Þessi svið mynda eina heild þar sem starfsemi á einu sviði hefur mikil áhrif á hin. Með samþættingu framangreindra áætlana verður því unnt að móta sameiginleg framtíðarsýn og meginmarkmið og hámarka þannig árangur og jákvæð áhrif. Þá verður stefnumótun og áætlanagerð einnig samhæfð þeirri stefnumörkun sem fram fer á grundvelli ákvæða laga um opinber fjármál, nr. 123/2015.

Nái frumvarpið fram að ganga verða því gerðar sambærilegar áætlanir á hverju framangreindra sviða til fimm og fimmtán ára í senn sem endurskoðaðar verði á þriggja ára fresti hið minnsta. Undirbúningur þeirra verður samræmdur, meðal annars með skipan sambærilegra ráða sem annast undirbúninginn á hverju sviði fyrir sig. Stefnumótandi áætlanir í málefnum sveitarstjórnarstigsins njóta þó ákveðinnar sérstöðu að þessu leyti vegna eðlis málaflokksins. Loks verða færð í viðkomandi lög sambærileg almenn ákvæði um samráð við bæði helstu hagsmunaaðila og almenning sem koma í stað ákvæða um tiltekið samráð á hverju sviði fyrir sig. Með er stefnt að auknu samráði og samtali við bæði hagsmunaaðila og almenning.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

postur@srn.is