Samráð fyrirhugað 17.09.2018—24.09.2018
Til umsagnar 17.09.2018—24.09.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 24.09.2018
Niðurstöður birtar 28.11.2018

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu (ávísanaheimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra)

Mál nr. 130/2018 Birt: 17.09.2018 Síðast uppfært: 28.11.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður birtar

Alls bárust fimm umsagnir um frumvarpið og var tekið tillit til þeirra eftir atvikum eins og greint er frá í frumvarpinu sem er nú í vinnslu á Alþingi: https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=266

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.09.2018–24.09.2018. Umsagnir um þetta mál birtust ekki í gáttinni. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.11.2018.

Málsefni

Óskað er eftir athugasemdum við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu sem heimilar hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að ávísa hormónate

Með drögum þessum er lagt til að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái leyfi til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Markmið frumvarpsins er tvíþætt, Annars vegar að stuðla að betra aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu hér á landi ásamt því að efla þessa þjónustu og styrkja og hins vegar að nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra innan heilbrigðisþjónustunnar á sviði kynheilbrigðisþjónustu.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimild hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum verði bundin því skilyrði að viðkomandi starfi á heilbrigðisstofnun þar sem heilsugæsla, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt. Landlæknir mun veita hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum leyfi til lyfjaávísunar að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum sem fram koma í reglugerð sem ráðherra setur. Meðal þessara skilyrða verður að viðkomandi leyfisumsækjandi hafi sótt og staðist fræðilegt og klínískt námskeið um lyfjaávísanir. Ákvörðun um áherslur, innihald, fyrirkomulag og framkvæmd námskeiðsins verður hjá Embætti landlæknis. Embætti landlæknis mun síðan hafa eftirlit með lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra sem heimild hafa fengið til að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, sams konar eftirlit og embættið hefur með lyfjaávísunum lækna og tannlækna í samræmi við ákvæði laga um landlækni og lýðheilsu.