Samráð fyrirhugað 08.02.2019—10.03.2019
Til umsagnar 08.02.2019—10.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 10.03.2019
Niðurstöður birtar 18.01.2021

Þróun samfélags-, atvinnu-, umhverfis- og byggðaþátta og lýðfræðilegra þátta og áhrif á fjárhagsstöðu ríkisins

Mál nr. 43/2019 Birt: 08.02.2019 Síðast uppfært: 18.01.2021
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Æðsta stjórnsýsla
  • Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Umhverfismál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Niðurstöður birtar

Framtíðarnefnd forsætisráðherra setti fram ákveðnar spurningar til að draga fram ólíkar hugmyndir um þróun samfélagsþátta og hvernig þeir kunna að hafa áhrif á fjárhagsstöðu ríkisins í framtíðinni. Alls bárust fimm umsagnir í gegnum samráðsgáttina auk tíu umsagna sem bárust nefndinni beint.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.02.2019–10.03.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.01.2021.

Málsefni

Framtíðarnefnd forsætisráðherra setur fram ákveðnar spurningar til að draga fram ólíkar hugmyndir um þróun samfélagsþátta og hvernig þeir kunna að hafa áhrif á fjárhagsstöðu ríkisins í framtíðinni.

Lýsing á viðfangsefni var unnin af framtíðarnefnd forsætisráðherra og í henni eru dregnir fram ákveðnir þættir sem mikilvægt er að huga að við greiningu á framtíðarþróun helstu samfélagsþátta á Íslandi. Opinberir aðilar hafa að takmörkuðu leyti reynt að greina með skipulegum hætti líklega þróun til lengri tíma en slík greining er nauðsynleg til að skapa betri forsendur til að marka stefnu í mikilvægum málum.

Markmið framtíðarnefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Það gerir hún bæði með því að óska eftir viðbrögðum frá hagsmunaaðilum og almenningi. Til að afmarka verkefnið setur nefndin fram spurningar þar sem óskað er eftir rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni á tilteknu tímabili. Svo að stjórnvöld og aðrir geti brugðist við er nánar spurt um þær áskoranir sem Ísland mun standa frammi fyrir á þessum tíma og tillögur að viðbrögðum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#2 Jón Sigurgeirsson - 25.02.2019

Síðasta rúma áratuginn hefur Ísland lagt áherslu á ferðaiðnað. Hann var nauðsynlegur til að bjarga okkur út úr kreppu.

Galli við hann er:

1. Að megin stefnu láglaunastörf.

2. Mjög sveiflukenndur íðnaður.

3. Álag á innviði sem við höfum ekki mætt með framlögum.

4. Dreifing um landið ekki nægjanleg.

5. Vetrarferðir byggjasts á norðurljósum sem hverfa bráðum (þau eru í tíu ára sveiflu)

Orkkumálin.

Vangaveltur um að lækkandi verð á beislun sólarorku lækki verð á okkar orku held ég að sé óþarfa áhyggjur. Ég tel að þörf fyrir endunýjanlega orku vaxi hraðar en framleiðslan. Við höfum gert þjóðarsátt um nýtingu vatnsfalla og jarðhita og eigum örugglega eftir að gera rammaáætlun um nýtingu vindorku. Þó hef ég ekki trú á að við náum að tvöfalda orkuframleiðsluna eins og orkuspá gerir ráð fyrir vegna anstöðu svokallaðra umhverfissinna.

Varðandi framleiðslu annars staðar. Því er spáð að nýting sólarorku eigi enn eftir að lækka. Gallinn er sá að bestu svæðin í heiminum fyrir nýtingu sólarorku eru fjarri notkunarstöðunum. Mjög erfitt er að fullnægja orkuþörf Englands með vind- og sólarorku samkvæmt útreiknngum sem ég hef séð en ofgnót er af orku í Sahara. Þá eru mörg þeirra landa sem best eru fallin til slíkrar framleiðslu stjórnmálalega óstöðug. Hugsanlega breytist það á næstu 50 árum, aðallega ef efnahagur þeirra batnar. Það er hins vegar erfitt. Þau þurfa iðnfyrirtæki sem nýta þeirra kosti svo sem sólarorku til að efnast og iðnfyrirtækin koma ekki nema stöðugleikinn sé fyrir hendi.

Á íslandi er verið að breyta orku í flytjanlegt form þ.e. tréspíritus í Svartsengi. Mjög líklegt að einhver slík lausn finnist og orkan verði flytjanleg – breytt í kolefnissambönd sem nýta megi á orkusellur sem gefa frá sér rafmagn.

Í framtíðarspá þarf að velta því fyrir sér hvort við höldum áfram að virkja og selja til stóriðju eða ekki. Andstaðan við virkjanir og stóriðjustefnu er svo mikil að ég tel það ólíklegt nema eitthvað óvænt komi til. Það þýðir hækkandi verð, bæði til stórnotenda og almennings, því við þurfum gífurlega orku í orkuskiptin.

Fiskveiðar.

Við vitum lítið um þær breytingar sem geta orðið á fiskgengd næstu áratugina. Ólíklegt er að heildar hagnaður af sjávarútvegi aukist til muna, jafnvel þó verðmætari tegundir fari að veiðast hér í meira mæli svo sem Túnfiskur. Líklegt er að hitnun ef af verður flytji tegundir til þannig að með einni nýrri fari önnur. Líklegt er að enn frekari tæknivæðing sjávariðnaðarins kalli á færra fólk í framtíðinni.

Framtíðar atvinnuvegir.

Ég tel að framtíð Íslands sé ekki í stóriðju, fiskveiðum eða ferðamennsku þó þessar greinar verði líklega hluti af okkar efnahag áfram. Ég tel að framtíðin sé fyrsta og fremst í tæknþróun og þekkingariðnaði.

Fækkandi barnsfæðingara.

Eins og nú er háttað samfélaginu stefnir í fækkun fólks af upphaflegum stofni Íslendinga. Því er mætt í dag með miklum innflutningi fólks. Þá er hlutfall eldri borgar og yngra fólksins að skekkjast.

Það mikilvægasta í samfélaginu í dag er að nýta hvern ungan einstakling þannig að hann verði hamingjusamur heilbrigður og nýtur borgari.

Þetta má gera með því að vinna með einstaklingnum í skólakerfinu og vinna með hans hæfileikum en ekki einblína á takmarkanir og setja þröskulda fyrir hann vegna þeirra. Gott dæmi er um þetta þegar einhverfir voru fengnir til að gera ákveðnar rútínur sem þeir höfðu yfirburða hæfileika til að sinna.

Mjög mikilvægt er að grípa inn í ef hættumerki sjást hjá nemendum allt frá ungbarnaskóla upp í háskóla. Þá er mikilvægt að efla geðlæknisþjónustu og sálfræðistuðning við börn og unglinga.

Með hæfileika- og áhugasviðsprófum þarf að styðja við starfsval einstaklinga og beina ungu fólki í þá menntun sem mest er þörf fyrir.

Tækniþjóðfélag framtíðarinnar kallar á símenntun. Það er úrelt kerfi að menn læri fram til þrítugs og fari þá fyrst á vinnumarkað. Gefa þarf kost á að afla sér menntunar með vinnu í meir mæli. Þetta á ekki síst við í þeim greinum sem erfitt er að manna með öðrum hætti. Segjum svo að starfsmaður leikskóla hafi tækifæri að læra í vinnunni og geti hækkað sig í launum smátt oig smátt allt að háskólagráðu. Þannig mætti líka veita takmörkuð iðnréttindi í fyrstu og bæta síðan við sig.

Það er fáránlegt að léleg dönskukunnátta komi í veg fyrir að maður nái sveinsprófi. Annað hvort á að fella allar óþarfa bóklegar greinar út úr iðnnámi eða veita undanþágu fyrir fólk með sértæka námsörðugleika.

Iðngreinar eiga eftir að breytast. Þeir sem lærðu bílaviðgerðir fyrir nokkrum áratugum vita lítið um tölvustýringar nútímans. Rafmagnsbílar eru svo alveg ný grein. Svona breytingar eiga eftir að aukast og því rétt að laga skólakerfið að því.

Sjálfvirkni og gervigreind.

Menn binda miklar vonir við gervigreind. Það er tækni sem gusast ekki yfir okkur og gerir öll störf úrelt. Ég man þá tíð þegar tölvurnar áttu að eyða öllum störfum. Þær gerðu það ekki. Störfin bara breyttust. Þannig verður með gervigreindina. Hún kemur smátt og smátt og að 50 árum liðnum verður enn verið að vinna að því samfélagi sem við óttumst. Við höfum nægan tíma til að aðlagst því. Það er hins vegar mjög mikilvægt að við verðum í fremstu röð að þróa þessa tækni. Það hentar okkar litla og sveigjanlega samfélagi vel.

Afrita slóð á umsögn

#3 Trausti Valsson - 04.03.2019

Ég er prófessor emerítus í skipulagsfræði við HÍ. Allir skipulagsfræðingar starfa við að móta framtíðina. Í aðalskipulagi er t.d. sett upp sýn sveitarfélags um hvernig stefnt er að það þróist á 12-20 árum. Eftir því sem horft er til stærra svæðisskipulags, lengist tímaramminn.

Ég ákvað snemma að beina mínu starfi að stóru mælikvörðunum, og hef gefið út 14 bækur um þetta, og fjölda greina. Bækurnar er allar hægt að lesa á heimasíðu minni: https://notendur.hi.is/tv/ Hér á eftir segi ég frá þeim bókum sem fjalla mest um framtíðina í stórum mælikvarða.

Um 1975 setti ég fram það álit að vinna þyrfti Íslandsskipulag. Í því kæmu t.d. fram hugmyndir um vega-, hafna- og flugvallakerfi á landinu í framtíðinni. Einnig t.d. hugmyndir um þróunar- og verndunarsvæði framtíðarinnar. Skrifaði ég margar greinar um þetta.

Árið 1977 gaf ég út 143 bls. samantektarrit um þetta: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Hugmynd_ad_fyrsta_heildarskipulagi_Islands.pdf Hér koma dæmi um kaflaheiti: 1. Gagnasöfunin - og listi yfir helstu byggðaforsendur. 2. Kortin - og almennar niðurstöður. 3. Megináhrifaþættir um byggðarþróun. Hér kemur samantekt á umfjöllun í blöðum: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctHeilarskipulagIslands.pdf

Árið 1991 gaf ég út næstu bók: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Framtidarsyn_Island_a_21old.pdf Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctFramtidarsynIsland.pdf

Árið 1993 gaf ég út þriðju bókina um framtíðina: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Land_sem_audlind.pdf Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctLandAudlind.pdf

Fjórðu bókina um framtíðina gaf ég út 1993: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Land_sem_audlind.pdf

Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctLandAudlind.pdf

Fimmtu bókina um framtíðina gaf ég út með Birgi Jónssyni jarðverkfræðingi og dósent, 1995: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Island_hid_nyja.pdf

Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctIslHidNyja.pdf

Sjöttu bókina um framtíðina skrifaði ég með Albert Jónssyni deildarstjóra í fors.ráðun. 1995. Hún var fjármögnuð að ríkisstjórninni til að draga upp mynd til að meta stöðu Íslands, og draga upp mynd af framtíðinni: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Vid%20aldahvorf.pdf

Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctVidAldahvorf.pdf

Sjöunda bókin var fjármögnuð að Vegagerðinni, unnin í samstarfi við yfirmenn hennar, og gefin út af henni árið 2000: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Vegakerfid_og_ferdamalin.pdf

Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctVegakFerdamalin.pdf

Áttundu bókina gaf ég út 2004 á ensku og heitir: How the World will Change - with Global Warming: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/How%20the%20world%20will%20change%20-%20with%20global%20warming.pdf Fór m.a. í viðtöl hjá TIME og BBC, og var boðinn til 7 landa með erindi. Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctHowTheWorld.pdf

Níundu bókina gaf ég út 2015 og heitir hún: Mótun framtíðar. Þetta er starfsævisaga mín og hér er hægt að fá yfirlit um innihald allra hinna bókanna, plús greina, í knöppu formi:

https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Book.pdf Samantekt á umfjöllun: https://notendur.hi.is/tv/Content/Reviews/ReviewsEctShapMotun.pdf

Árið eftir gaf ég hana út á ensku: Shaping the Future: https://notendur.hi.is/tv/Content/Books/Shaping%20the%20Future%20by%20Trausti%20Valsson.pdf

ATH: Verið gæti að krækjurnar á bækurnar séu ekki virkar hér í gáttinni. Þá má afrita einstakar krækjur og setja inni vafraglugga, og þá opnast viðkomandi skjal.

ÁGÆTA NEFND: Er tilbúinn að koma á fund nefndarinnar til að ræða hvað sem er og tengist framtíðarmálum.

Mbk, Trausti Valsson PhD, prófessor emerítus í skipulagsfræðum við HÍ. S. 863 13 39, tv@hi.is

PS: Þessi texti hérna er líka sendur sem skrá í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtök atvinnulífsins - 08.03.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Virðingarfyllst,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Guðrún Sæmundsdóttir - 10.03.2019

Þróun samfélags-, atvinnu-, umhverfis- og byggðaþátta og lýðfræðilegra þátta og áhrif á fjárhagsstöðu ríkisins

1) Hvaða þróun er að eiga sér stað í samfélaginu og hver verða áhrif þess á fjárhagsstöðu ríkisins árin 2035-2040 ?

Baráttan gegn sýklalyfjaónæmi er töpuð með alvarlegum afleiðingum á samfélög hérlendis og erlendis.

Almenningur leitast við að verjast umgangspestum, inflúensum, berklum og öðrum smitsjúkdómum með því að flytja úr þéttbýli og forðast samkomur með margmenni. Fólk forðast flugferðir og því hefur ýmis fjárfesting í ferðamannaiðnaði tapast.

Veikindi og afleiðingar slysa sem sýklalyf unnu áður á, eru núna lífshættulegt ástand.

Sýklalyfjaónæmið ógnar matvælaöryggi og dregið hefur verulega úr framboði á kjöti og mjólkurvörum hér á landi sem í öðrum löndum.

Ræktun á ýmsu korni, ávöxtum og grænmeti hér á landi hefur því stóraukist og töluverð eftirspurn er erlendis frá, eftir þessum matvælum, þar sem loftlagsbreytingar hafa valdið uppskerubresti í mörgum löndum. Hér á landi er raforka, jarðhiti, landrými og nægilegt vatn mikilvægur þáttur matvælaframleiðslunnar og hafa tækniframfarir auðveldað alla ræktun og afurðavinnslu. Mikil atvinna hefur skapast í kringum ræktun, matvælaiðnað og viðskipta vegna matvælaframleiðslunnar sem skilar ríkissjóði tekjum.

2) Hvaða annars konar sviðsmyndir eru líklegar árið 2035-2040?

Raforka, landrými, jarðhiti og vatn er ekki lengur í þjóðareigu. Því hafa stjórnvöld ekki möguleika á að nýta þessar auðlindir í þágu allrar þjóðarinnar með þeim afleiðingum að matvælaöryggi er ekkert, atvinna er óörugg og tekjur til ríkissjóðs litlar.

Hvaða nýju stefnur og áætlanir þarf að setja svo að stuðla megi að framþróun Íslands og velmegun útfrá mismunandi sviðsmyndum?

• Tryggja þarf að auðlindir Íslands séu ávallt í eigu þjóðarinnar.

• Útbúa fræðsluefni til almennings á auðskildu máli um sýklalyfjaónæmi- orsök þess og

afleiðingar. Taka þarf tillit til þess að lesskilningur og orðaforði hjá ungu fólki er

lakari en áður og dæmi eru um að almenningur rugli saman sýklalyfjaónæmi við

sýklalyfjaofnæmi.

• Vinna þarf að áætlunum innan heilbrigðisgeirans um viðbrögð við auknu

sýklalyfjaónæmi með því markmiði að lágmarka manntjón.

• Vinna þarf að áætlunum innan landbúnaðarins um viðbrögð við auknu

sýklalyfjaónæmi með því markmiði að leita leiða við að verja bústofna.

• Efla þarf tilraunir við ræktun á korni, baunum, ávöxtum og grænmeti sem ekki eru

núna í ræktun hérlendis.

• Athuga þarf hvaða svæði henta best fyrir hverja ræktun fyrir sig.

• Skoða þarf hverskyns byggðaþróun má búast við og skipuleggja þarf samgöngur og

þjónustu með tilliti til þess að mögulega muni fólk flýja þéttbýli.

• Auka þarf framboð á öllu náms og fræðsluefni á íslensku sem yrði aðgengilegt á netinu

ókeypis og bjóða uppá ókeypis netskóla. Með því móti fær fólk möguleika á að

endurmennta sig stöðugt og eignast þar með möguleika á atvinnu í gjörbreyttu

þjóðfélagi. Eins og staðan er núna er símenntun ekki á færi íslenskumælandi efnalítils

fólks.

Hér hef ég aðeins nefnt helstu atriðin sem ég tel að munu hafa áhrif á þróun samfélagsins og þær aðgerðir sem þarf að grípa til, en ljóst er að við megum búast við gjörbreyttu samfélagi árin 2035-2040

Með kveðju

Guðrún Sæmundsdóttir.

Afrita slóð á umsögn

#6 Guðrún Sæmundsdóttir - 10.03.2019

Umsögn er í viðhengi.

Viðhengi