Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.2.2019

2

Í vinnslu

  • 23.2.–14.8.2019

3

Samráði lokið

  • 15.8.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-44/2019

Birt: 8.2.2019

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á efnalögum.

Niðurstöður

Frumvarpið var sett fram til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins 8. febrúar 2019 og var umsagnarfrestur til 22. febrúar 2019. Alls bárust sjö umsagnir við frumvarpið í samráðsgátt. Í greinargerð frumvarps til laga um breytingu á efnalögum er gerð grein fyrir þeim. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 26. mars 2019 og varð að lögum nr. 57/2019 hinn 25. júní 2019.

Málsefni

Í frumvarpi þessu eru lagðar til ýmsar breytingar á efnalögum nr. 61/2013, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar, gera breytingar vegna Minamatasamningsins, styrkja lagastoð vegna innleiðingar á EES-löggjöf, kveða nánar á um frjálst flæði vara, gera lögin skýrari og einfaldari í framkvæmd sem og að tryggja jafnræði.

Nánari upplýsingar

Stefna stjórnvalda er að tryggja að meðferð efna valdi hvorki tjóni á heilsu manna og dýra né á umhverfi. Jafnframt er það stefna stjórnvalda að efna skuldbindingar Íslands um að tryggja frjálst flæði á vörum á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins að því er varðar efni og að koma í veg fyrir ólöglega markaðssetningu. Markmiðið með lagasetningunni er að bæta efnalöggjöfina og að tryggja sé eins og best verður að ákvæði í reglugerðum vegna innleiðingar á efnalöggjöf EES og alþjóðlegum samningum er varða efni eigi sér stoð í íslenskum lögum. Í frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á efnalögum nr. 61/2013. Farið var í heildarendurskoðun á íslenskri efnalöggjöf árið 2011 í þeim tilgangi að skoða frá grunni þáverandi eftirlits- og leyfisveitingakerfi auk þess að sameina lög um eiturefni og hættuleg efni og lög um efni og efnablöndur ásamt því að samræma íslenska löggjöf að evrópskri efnalöggjöf. Endurskoðun þessari lauk með setningu efnalaga í apríl 2013 þar sem sett var lagastoð fyrir fjölmörgum ákvæðum í gildandi EES löggjöf um efni og efnablöndur sem Ísland þarf að innleiða vegna aðildar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Lögunum hefur verið breytt tvisvar sinnum frá gildistöku. Að fenginni reynslu af beitingu efnalaga er ljóst að lagfæra þurfi nokkur ákvæði þeirra, svo sem að skýra einstök ákvæði nánar og breyta hugtakanotkun til að auka skýrleika, afnema ákvæði sem hindra frjálst flæði á vörum, styrkja lagastoð, m.a. fyrir kröfu um endurmenntun vegna notendaleyfa, vegna innleiðingar á EES-löggjöf, nánar til tekið reglugerð (ESB) 2017/852 um kvikasilfur og niðurfellingu á reglugerð 1102/2008 sem tengist nauðsynlegum breytingum í framhaldandi af fullgildingu á Minamata alþjóðsamningum um að draga úr notkun á kvikasilfri og síðari breytingar á EES-löggjöf sem innleidd er með efnalögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Sigurbjörg Sæmundsdóttir

postur@uar.is