Samráð fyrirhugað 08.02.2019—22.02.2019
Til umsagnar 08.02.2019—22.02.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 22.02.2019
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum.

Mál nr. 45/2019 Birt: 08.02.2019
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (08.02.2019–22.02.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Með drögum þessum er lagt til að sett verði reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á íslenskum skipum.

Lög nr. 82/2018 um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna færði í íslenskan rétt tiltekin ákvæði samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnuskilyrði farmanna frá árinu 2006 með síðari breytingum frá árunum 2014 og 2016 (e. "Maritime Labour Convention"). Gert var ráð fyrir að hluti efnisreglna hennar yrði færður í reglugerð og er hún nú birt til umsagnar.

Reglugerðin gildir um öll íslensk skip nema herskip, fiskiskip, skemmtibáta og skip hefðbundinna gerða. Þá nær hún að hluta til erlendra skipa. Kveðið er á um margvísleg réttindi sem farmönnum skuli tryggð. Nær það m.a. til skilyrða sem uppfylla þarf varðandi skráningu og ráðningu farmanna sem og innihaldi og frágangi ráðningasamninga. Þá eru settar reglur um næturvinnu, aðgengi að mat og heimferðir farmanna við lok ráðningarsambandands farmanna og útgerða.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hilmar Snorrason - 21.02.2019

Við yfirferð á þessari reglugerð legg ég til að röðun greinanna verði breytt til samræmis við innihald þeirra og MLC samþykktarinnar þannig að auðveldara verði að tengja saman reglugerðina og samþykktina. Grein 3 (A1.1) og 6 (A1.4) falla undir 1. kafla, grein 2 (A2.1) og 5 (A2.5) undir 2. kafla, grein 4 (regla 3.1) undir 3. kaflann og grein 7 undir 4. kafla. Eins og reglugerðin er sett upp þá er hún einn hrærigrautur á milli ákvæða MLC sem vanhagar um í lögum, reglugerðum og reglum landsins.

Aðrar athugasemdir eru eftirfarandi:

5 gr.

Viðmið A2.5

Í annarri málsgrei segir „Rétturinn til heimsendingar fellur úr gildi ef skipverjarnir sem um er að ræða nýta sér hann ekki innan hæfilegra tímamarka“ í leiðbeiningum segir um þessa skilgreiningu að skilgreina skuli í þessi hæfilegu tímamörk í landslöguim, reglugerðum eða kjarasamningum. Slíkt er ekki fyrir hendi hér. Rétt er að benda á að lagt er til að hvert aðildarrríki eigi að leitast við að stytta tímabil um borð í skipi í ljósi tæknibreytinga og-þróunar. Vissulega er farið úr 12 mánuðum (eins og MLC leiðbeiningar mæla með) í 9 með þessari reglugerð en það er með öllu óeðlilegt að farmanni geti verið haldið í vinnu í allt að 9 mánuði í senn. Í leiðbeiningum B2.5.2 er bent á að ungir farmenn sem ekki hafa náð 18 ára og hafa starfað í fjóra mánuði í sinni fyrstu ferð kost á heimferð við fyrsta tækifæri ef starfið hentar þeim ekki. MLC samþykkinni er meðal annars ætlað að vernda ungmenni til sjós og því ætti að bæta þessu atriði í greinina.

4 gr

Regla 3.2

Í þennan kafla vantar 2 lið reglu 3.2. Sem segir að farmenn um borð í skipi skulu eiga rétt á fæði þeim að kostnaðarlausu á ráðningartímabilinu. Vissulega er þetta ákvæði í kjarasamingum sem eru í gildi milli stéttarfélaga og íslenskra útgerða en ef til kæmi að unnt yrði að setja upp íslenskan skráningafána gæti það landslag breyst.

Í viðmiði A3.2 lið 5 er ákvæði um að ekki megi krefjast þess að menntaður matsveinn sé þar sem áhöfn er færri en 10 manns. Dæmi eru um að í fjögurra manna áhöfn sé það í hendi eins skipverja að annast matseld. Slíkt vantar inn.

Í viðmiði A4.3 í MLC samþykktinni segir í 1 gr d lið „tilgreina heimildir farmanna um borð í skipinu sem hafa verið skipaðir eða kosnir öryggisfulltrúar til að sækja fundi öryggisnefndar skipsins. Slík nefnd skal sett á stofn um borð í skipi þar sem fimm eða fleiri eru“ Ekkert ákvæði er um öryggisnefnd í lögum eða reglugerðum hjá okkur og því þarf að bæta þessu ákvæði inn í þessa reglugerð eða þá að breyta reglugerð 200/2007 um ráðstafanir er stuðla að bættu öryggi og heilsu starfsmanna um borð í skipum. Hún nær að vísu til allra skipa en ákvæði í ILO C188 grein 34 e) er þetta ákvæði opnara.

Í 4 kafla um heilsuvernd, læknishjálp, velferð og tryggingavernd er ákvæði sem setja þarf annað hvort í þessa reglugerð eða í endurskoðun reglugerðar nr 365/1998 um heilbrigðisþjónustu, lyf og læknisáhöld um borð í íslenskum skipum. Þetta atriði hefur verið umdeilt meðal skipstjórnarmanna en þar segir að krafist sé menntunar og endurmenntunar í að veita læknishjálp á skipum sem ekki hafa lækni um borð. Það verklag hefur verið viðhaldið hér að krefja þá sem sigla með lækna um borð um þessa endurmenntun þrátt fyrir skýrt ákvæði í MLC viðmiði A4.1.

Enn vantar ákvæði sem fjalla um sjórán og réttindi þeirra sjómanna sem lenda í höndum sjóræningja en það er ákvæði sem kom nýtt inn í apríl 2018 og er að finna í A2.1 og A2.2. Tryggja þarf einnig að breytingin frá 2014 sé sett inn í reglugerð þannig að við uppfyllum samþykktina.

Minni jafnframt á að Regla 2.8 setur þá skyldu á stjórnvöld að móta stefnu sem stuðlar að því að fá fólk til starfa á sviði siglinga og hvetur til starfsframa og bættrar fagkunnáttu auk fjölgunar atvinnutækifæra farmanna sem eru heimilisfastir á yfirráðasvæði þess.

Þá verður að fara fram endurskoðun reglur 492/1979 um vistarverur áhafna flutningaskipa og farþegaskipa sem eru að hluta til undir lágmarksviðmiðum MLC samþykktarinnar svo unnt sé að uppfylla ákvæði 3. kafla.

Afrita slóð á umsögn

#2 Árni Sverrisson - 22.02.2019

Við lýsum yfir ánægju með að stjórnvöld skuli vera að leggja lokahönd á að innleiða MLC 2006 samþykktina um vinnuskilyrði farmanna í lög og reglugerðir.

Við bendum sérstaklega á umsögn Hilmars Snorrasonar og tökum undir athugasemdir hans.

Varðandi 2.grein reglugerðarinnar óskum við eftir því að eftirfarandi texti falli niður: Skjalfestingin getur verið í formi færslu í sjóferðbók ef sjómaðurinn er handhafi slíkrar bókar eða útgáfu afskráningarvottorðs ef skipverjinn hefur ekki sjóferðabók eða getur ekki framvísað slíkri bók við afskráningu.

Og í staðinn komi textinn „Skjalfestingin skal vera í formi færslu í sjóferðbók sjómannsins“.

Félag Skipstjórnarmanna,

Sjómannasamband Íslands,

VM – Félag vélstjóra og málmtæknimanna,

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 22.02.2019

Umsögn SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.

Viðhengi