Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.2.2019

2

Í vinnslu

  • 23.2.2019–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-45/2019

Birt: 8.2.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á farþega- og flutningaskipum.

Málsefni

Með drögum þessum er lagt til að sett verði reglugerð um vinnuskilyrði farmanna á íslenskum skipum.

Nánari upplýsingar

Lög nr. 82/2018 um breytingu á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna færði í íslenskan rétt tiltekin ákvæði samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnuskilyrði farmanna frá árinu 2006 með síðari breytingum frá árunum 2014 og 2016 (e. "Maritime Labour Convention"). Gert var ráð fyrir að hluti efnisreglna hennar yrði færður í reglugerð og er hún nú birt til umsagnar.

Reglugerðin gildir um öll íslensk skip nema herskip, fiskiskip, skemmtibáta og skip hefðbundinna gerða. Þá nær hún að hluta til erlendra skipa. Kveðið er á um margvísleg réttindi sem farmönnum skuli tryggð. Nær það m.a. til skilyrða sem uppfylla þarf varðandi skráningu og ráðningu farmanna sem og innihaldi og frágangi ráðningasamninga. Þá eru settar reglur um næturvinnu, aðgengi að mat og heimferðir farmanna við lok ráðningarsambandands farmanna og útgerða.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Eggert Ólafsson

eggert.olafsson@srn.is