Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 14.02.2019–07.03.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.01.2020.
Drög að heildarstefnu í almenningssamgöngum á vegum ríkisins.
Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið. Samgöngumátarnir þrír; flug, ferjur og almenningsvagnar hafa verið skipulagðir og reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt og ekki endilega með heildarsýn í huga. Í samstarfssamningi ríkistjórnarflokkana er lögð áhersla á almenningssamgöngur, en þar segir m.a. að áfram þurfi að byggja upp almenningssamgöngur um allt land og gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa.
Undanfarið ár hefur verið unnið að stefnumótun í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í málefnum almenningssamgangna í landsbyggðinni þar sem markmiðið er að stuðla að samþættu kerfi almenningssamgangna á sjó, landi og lofti. Í meðfylgjandi greinargerð eru sett fram tillögur að helstu stefnumiðum í almenningssamgöngum sbr eftirfarandi.
Stefnt er að því að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um allt land.
Stefnt er að því að samþætt kerfi flugs, ferja og almenningsvagna virki sem ein heild þannig að styrkleikar hvers samgöngumáta nýtist á sem bestan hátt.
Lykilatriði í greinargerðinni eru:
- Samræmd viðmið um þjónustustig almenningssamgangna um land allt. Fjárveitingar taka mið af þjónustustigi hverrar leiðar sem tryggir gegnsæi og treystir rekstrargrundvöll samgangnanna.
- Leiðarkerfi á landi, sjó og lofti skulu samtengd. Leiðir með áfangastað innan sama sveitarfélags skulu stoppa á sameiginlegri stoppistöð. Í tímatöflum allra leiða, allra samgöngumáta, skulu koma fram upplýsingar með skýrum hætti um þær tengingar sem í boði eru, bæði varðandi tímasetningar og áfangastaði.
- Til þess að auðvelda aðgengi að kerfinu er stefnt er að því að öllum upplýsingum um leiðarkerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Á þeim vef verði hægt að fá ferðatillögur í rauntíma, sem tengir saman mismunandi leiðir og ferðamáta og bjóði upp á kaup á farmiðum alla leið.
- Fargjöld í almenningssamgöngum verða lækkuð og þjónustan þannig gerð aðgengilegri almenningi. Niðurgreiðsla flugfargjalda í innanlandsflugi er risavaxin aðgerð sem mun að líkindum auka mjög á möguleika almennings á að nýta sér samfélagslega þjónustu sem oftar en ekki er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu. Sömuleiðis er litið til þess í stefnumótuninni að verðlagi í öðrum samgöngumátum sé stillt í hóf og að það sé samkeppnishæft við ferðalög með einkabíl.
- Fjárfest verði í innviðum almenningssamgangna, bæði á venjulegum biðstöðvum, sem og á skiptistöðvum. Stefnt er að því að á helstu hnútpunktum í kerfinu muni samgöngumiðstöðvar verða starfræktar.
- Lögð er á það áhersla að náið verði fylgst með tækniþróun í samgöngulausnum og -þjónustu. Samgöngulausnir sem byggja á samnýtingu þeirra samgangna sem þegar eru til staðar gætu lyft grettistaki í því að auka aðgengi að afskekktustu byggðum landsins.
- Forgangsraðað verði í þjónustu á vegum m.t.t. þarfa almenningssamgangna og hugað verði að sérstaklega að þeim ef viðhaldsaðgerðir skerða þjónustustig tímabundið á vegum.
- Farartæki skulu sniðin að þörf bæði út frá rekstrarhagræði og sömuleiðis út frá umhverfisáhrifum. Farartæku skulu eins og unnt er bjóða upp á samþættingu við aðra ferðamáta, svo sem hjólreiðar.
Sterkt almenningssamgöngukerfi jafnar stöðu landsmanna og færir okkur nær hvert öðru. Þess er vænst að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.
- "Til þess að auðvelda aðgengi að kerfinu er stefnt er að því að öllum upplýsingum um leiðarkerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef."
Er möguleiki að bæta inn upplýsingum einstaklinga sem eru að fara keyrandi eða siglandi frá a til b inn í kerfið? Samnýta einkaferðir líka. Tel að viðbót við gangvirkan upplýsingavef (smáforrit) yrði ekki mikið mál. Sparnaður að samnýta ferðir. Sérstaklega þegar fólk keyrir í og úr vinnu. Ef það er markmið að draga úr CO2 losun og kostnaði almennings við ferðir, þá er smáforrit sem er einfalt og þægilegt mikil búbót.
Umsögn send frá Sveitarfélaginu Hornafirði í viðhengi.
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri
ViðhengiHvað varðar samgöngur til Hornafjarðar, þá er það ekki og hefur alldrey verið lausn fyrir okkur sem hér búum að setjast upp í strætó og skreppa til Reykjarvíkur. Tökum dæmi um læknatíma á mánudegi. Rúta til Reykjavíkur á Sunnudegi og til baka á Þriðjudegi kominn í vinnu á miðvikudegi. Ef boðið er upp á flug erum við að tala um að fara framm og til baka á sama degi eins og þetta er núna.
Ég verð að viðurkenna að Ég vill fá flug fyrir allan peningin en ekki vera stuðla að stætósamgöngum sem ganga einganvegin upp.
Eins og staðan er í dag eru um 11,000 mans að nyta sér flugið til Hafnar og mig grunar að kanski 2,000 séu að nyta sér strætó á ársgrundvelli.
Ef við tölum um Öryggisþáttin þá hafa sennilega 30 látist og sennilega 200 slasast alvalega á þessum vegkafla síðustu 10Ár . Eingin hefur látist í flugi á þessari leið síðan flug hófst fyrir sennilega 60 árum.
já mér fynst ekki eðlilegt að einhverjir papírspesar fái að ráðskast með mitt Öryggi.
FLUG FLUG OG AFTUR FLUG.
Ég hafna því að hætt verði að styrkja flugsamgöngur til Hafnar í Hornafirði, flug er eina leiðin þar sem hægt er að komast til Reykjavíkur á innan við klukkutíma. Strætóferðir hafa frá upphafi verið lítið sem ekkert notaðar, enda tekur í dag 8-10 tíma (fer eftir veðri) að komast með Strætó. Hættið frekar að styrkja Strættó og aukum ríkisstyrki til flugsamganga til RVK. Hef enga trú á því strætóferðir yrðu lækkaðar að þær yrðu nýttar meir en þær eru notaðar í dag. Minni á að talað hefur verið um að hægt sé að koma til RVK á lágmark 3,5 tímum.
Sú hugmynd að hætta að styrkja flug til Hafnar í Hornafirði er ein sú allra versta sem komið hefur frá Exxelpésunum í Reykjavík í langan tíma. Umferð á þjóðvegi 1 milli Hafnar og Reykjavíkur er orðin það mikil og stórhættuleg að það er ekki á það bætandi að fara að ætlast til þess að fólk fari að skrölta þessa leið í 6-8 klst í strætó. Það er lágmarkskrafa okkar sem búa á Höfn að fólk sem fjallar um samgöngumál okkar hafi einhverja lágmarksþekkingu til þess, en skv þessum tillögum virðist engin þekking og skilningur á þörfum fólks hér vera til staðar. Ég segi algerlega NEI við þessu strætóbulli og því að hætta að styrkja flug til Hafnar.
Athugasemdir frá Sæmundi Helgasyni, bæjarfulltrúa frá Sveitarfélaginu Hornafirði og formanni samgöngunefndar SASS.
Eftir lestur á drögum að stefnu í almenningssamgöngum - Ferðumst saman vil ég koma með nokkrar athugasemdir, út frá sjónarhorni íbúa í Sveitarfélaginu Hornafirði. Ég tel að stefnuhöfundar Ferðumst saman séu á miklum villigötum og hafi komist að kolröngum niðurstöðum í veigamiklum málum. E.t.v. hafa höfundar ekki gert sér grein fyrir legu Sveitarfélgsins Hornafjarðar? Héðan er afar langt í margskonar þjónustu, hvert sem ferðast er. Okkar 2300 manna samfélag er því miður ekki sjálfbært að sinna allri þeirri þjónustu sem það þarf á að halda. Nægir að nefna læknaþjónustu, menningu og allskonar þjónustu ríkisins.
Fyrsta athugasemd: "Samkvæmt (Hilmarsson & Þorleifsdóttir, 2014) er flugleiðin til Hafnar,[…] metin þjóðhagslega óhagkvæm. – "
Þessi fullyrðing er tekin ein og sér út úr skýrslunni Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands. Og er tekin úr samhengi. Því að á öðrum stað í sömu skýrslu segir, í lokaorðum: “Almenningssamgöngur, þ.m.t. áætlunarflug, er mikilvægur þáttur í að jafna búsetugæði milli svæða – jafna lífsgæði sem felast í heilsu og öryggi, atvinnu og atvinnumöguleikum, menntun og möguleikum til menntunar, aðgengi að margvíslegri þjónustu, menningu og afþreyingu og einnig möguleikum á því að rækta fjölskyldutengsl.” Það er einsýnt að ef ríkisstyrkur á flug til Hafnar verður lagður af þá mun flug leggjast af, það verður einfaldlega of dýrt að ferðast og annars ágætur flugrekstraraðili mun þurfa að leggja upp laupana.
Á blaðsíðu 135 í sömu skýrslu er bent á að afleiðingar þess að hætta með flug til Hafnar yrðu: “(- -)/(- - -) = Frekar til þó nokkuð neikvæðar samfélagslegar afleiðingar ef flugi er hætt.” Þetta á við ef tekið er tillit til heilsu, atvinnu, menntunar og aðgengi að þjónustu. Þetta stendur líka: „Læknisþjónusta byggir að miklu leyti á fluginu, við fengjum ekki lækna til starfa án flugsins...“ - Heilbrigðisstarfsmaður á Höfn í Hornafirði „Kostnaður við að fá sérfræðinga hingað myndi margfaldast ef flugið væri ekki til staðar...“ - Sérfræðisetur á Höfn.
Önnur athugasemd: "Í Ferðumst saman stendur: Aksturstenging er líklegt til að vera umtalsvert ódýrari og hafa þar að auki þann ábata að veita brothættum byggðum á Raufarhöfn og í Öxarfirði tengingu inn í almenningssamgöngukerfið. Um Hafnarflugið gilda svipuð rök. Núverandi aksturstenging er hagstæðari og tryggir betri tengingu í brothættri byggð í Skaftafellssýslu. Þar að auki er ekki eðlilegt að á sömu leið sé haldið úti tveimur styrktum almennings- samgöngumátum í beinni samkeppni."
Við þetta er margt að athuga. Leiðin sem skýrsluhöfundar benda á, að leggja niður styrki á flug gjafngildir því í augum okkar Hornfirðinga að leggja niður flug. Nógu dýrt er flugið, það kostar 26.900 kr – 53.800 ef ferðast er báðar leiðir, MEÐ ríkisstyrknum.
Gefum okkur hins vegar að valið standi milli þess að styrkja einungis eina gerð af almenningssamgöngum til Hafnar. Ef við veljum flug og leggjum niður styrki á strætó, þá er einsýnt að strætó mun hætta að keyra frá Höfn til Reykjavíkur, í þeirri mynd sem nú er gert. Ein ferð kostar í dag rúmar 13 þúsund krónur með Strætó. Sá kostnaður myndi að lágmarki tvöfaldast. Etv. er nær að skoða það betur að leggja niður Strætó á Höfn heldur en að fella niður styrki á flug? Eins og skýrslan bendir á þá eru fyrirtæki tilbúin að stunda s.k. “rjómafleytingar”, nánast alla daga ársins keyra hópferðabílar með farþega fram og til baka, Reykjavík – Jökulsárlón. Hafa skýrsluhöfundar velt því fyrir sér að etv. þarf að hugsa ferðir Strætó á annan hátt? M.t.t. þeirrar samkeppni sem virðist vera um þann akstur?
Farsælast er að styrkja hvoru tveggja áfram, flug og Strætó. Það þarf nauðsynlega að endurskoða marga þætti og samstilla þessa þjónustur betur. Það er vel hægt og jafnvel á hægt að ná hagræðingu í leiðinni!
Þriðja athugasemd: "Höfn: Flugferðir eru 9 sinnum á viku. Ekki er munur á vetrar og sumaráætlun."
Þetta stenst ekki skoðun, flugferðirnar eru 7 og einungis fjóra daga vikunnar. Ekkert er flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Á mánudögum-miðvikudögum-föstudögu er flogið tvisvar, einu sinni á sunnudögum. Nýverið skáru flugrekstraraðilar niður eina ferð, sem farin var á fimmtudögum. Var það gert án samráðs við heimamenn, en sem viðbragð við “ofsóknum” ríkisins á hendur flugrekstraraðilanum. Þetta hefur leitt af sér mikið óhagræði, t.d. við rekstur heilbrigðisþjónustu með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir marga sem haf gert ráð fyrir sínum rekstri út frá ferðum á fimmtudögum.
Fjórða athugasemd: "Ferðamátarnir keppa innbyrðis, en í raun eru helsti keppinautur þeirra allra einkabíllinn. […]Ef við einblínum á samgöngur á „meginlandinu“ þá eru það helst þrír samgöngumátar sem keppa sín á milli; almenningsvagnar, einkabílar og flug. Eins og áður hefur komið fram hafa þeir hver sína styrkleika og henta misvel eftir því hvers eðlis og hve langt ferðalagið er."
Afar mikilvægt er að halda því til haga að það eru ekki allir sem geta keyrt bíl eða hafa aðgang að bíl. Almenningssamgöngur eru því mjög mikilvægar þeim hópum sem helst nýta þær. Börn, ungmenni, öryrkjar, aldraðir, ferðamenn. Það er óplægður akur, að þjónusta alla þá erlendu starfsmenn sem nú starfa í ferðaþjónustu og komast ekki lönd né strönd, vegna þess að Strætó stoppar bara á þremur stöðum í sveitarfélaginu. Hugsið ykkur, á 230 km vegi sem liggur í gegnum sveitarfélagið eru einungis 3 stoppistöðvar!
Fimmta athugasemd: "hve löng þarf vegalengdin að vera svo grundvöllur sé fyrir m.a. flugsamgöngum? Sömuleiðis má spyrja sig, hvenær eru vegalengdin orðin of löng til að grundvöllur sé fyrir akstri almenningsvagna?"
Þetta er áhugaverð pæling, og færir rök fyrir því að efla flug frekar en gert er, fjölga ferðum. Á sama hátt á að efla Strætó, þannig að hann þjóni því hlutverki að færa fólk til flugvallarins. Það er engan veginn gert í dag, strætó stoppar ekki við flugvöllinn og aldrei nálægt þeim tíma sem flogið er.
Sjötta athugasemd: "Rjómafleytingar - Hin aukna eftirspurn eftir hópferðum veldur því að ýmis fyrirtæki starfrækja leiðarkerfi aðeins yfir þetta tímabil. Þó rekstur leiðarkerfis almenningsvagna sé víðast hvar varinn með einkarétti er þó ljóst að leiðarkerfi einkaaðila skarast víða. – "
Þetta eru frábær rök fyrir því að hætta rekstri Strætó í núverandi mynd. Hætta að keyra Höfn – Reykjavík. Nær væri að keyra Strætó t.d. Höfn – Klaustur og tímasetja áætlun m.t.t. flugsamgangna.
Áttunda athugasemd: "Tengingar almenningsvagna við flugvelli og hafnir Leiðarkerfi almenningsvagna veitir misgóða tengingu við þá flugvelli og þær hafnir sem eru hluti af heildstæðu kerfi almenningssamgangna. Á þremur flugvöllum er haldið úti sérstökum akstri tengdum við flugið, svokallaðar flugvallarrútur."
Þetta er sama niðurstaðan og ég vona að verði að veruleika.
Kveðja, Sæmundur Helgason
Ég segi oft að Höfn sé "eyjan á Íslandi" - vegna þess að við erum landfræðilega frekar einangruð. Þar á ég við að það er langt í næstu stóru þjónustukjarna. Langflestir fara alla leið á höfuðborgarsvæðið til að sinna stærri erindum eða fá sérfræðiþjónustu t.d. hjá læknum.
Almenningssamgöngur eru okkur á suðausturhorninu afskaplega mikilvægar og þar eru flugsamgöngur lang mikilvægastar. Það var ekki gott þegar flugfélagið Ernir hætti að fljúga á fimmtudögum til Hafnar og veit ég nú þegar um nokkur dæmi þar sem það hefur haft áhrif á fyrirætlanir fólks.
Ferðir með strætó eru ekki eins ákjósanlegar og eru ýmsar ástæður fyrir því. Fyrst ber að nefna langan ferðatíma, slakt vegakerfi og sé t.d. mikill vindur og hálka eru ferðir felldar niður eða þá að einunigis er keyrt hluta leiðarinnar, t.d. bara frá Reykjavík til Víkur. Ég hef lent í því að "skutlast" frá Höfn áleiðis til Víkur til að ná í dóttur mína því strætó fór ekki austar þann daginn. Þá má benda á að ferðatími í bíl hefur aukist um einn til einn og hálfan tíma á leiðinni Höfn - Reykjavík síðustu ár vegna gríðarlegar aukningar á umferð þar sem alls konar bílstjórar sitja undir stýri og ekki allir undir það búnir að keyra á okkar misjafna vegakerfi.
Það er algjörlega óásættanlegt ef fella á niður styrki á flugi til Hornafjarðar. Það er og verður alltaf fyrsti kostur fyrir stóran hluta samfélagsins.
Hornafjörður er mjög einangraður að því leyti að það er langt að fara í þjónustu t.d. sérfræði þjónutu lækna og annað þvíumlíkt. Það er því mjöt mikilvægt að halda uppi flugsamgöngum þangað á bærilegu verði. Það er mjög mikilvægt að fólk hafi val um ferðamáta.
Ferðir með strætó eru ekki eins ákjósanlegar og eru ýmsar ástæður fyrir því. Ferðin tekur langan tíma og oft falla slíkar ferðir niður vegna veðurfars. Ástand vega hefur einnig farið vesnandi ár frá ári og ekki er að sjá að fjármunir séu settir í að laga þá á samgönguáætlun. Hef á að halda bygg áfram utan höfuðborgarsvæðisins þá verða stjórnvöld að setja fjármuni í bættar og fjölbreyttar samgöngur.
Um Drög að heildarstefnu í almenningssamgöngum á vegum ríkisins.
Almenningssamgöngur eru afskaplega mikilvægar fyrir fólk á landsbyggðinni og því lengra sem er frá höfuðborginni er flugið þar fremst í flokki. Strætó er fínn en alls ekki raunhæfur sem fyrsti kostur, t.d. fyrir fólk sem býr á Höfn í Hornafirði eða sveitunum þar í kring (a.m.k. átta tímar og ferðir falla oft niður á okkar miður góða vegakerfi og þar sem veður eru því miður oft válynd). Flugið hefur reynst mun áreiðanlegri ferðamáti með tilliti til veðurs og vegakerfis og ég tel mjög vanhugsað að ætla að fella það niður.
Með kveðju,
Jónína Sigurgeirsdóttir
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Skrifstofa samgangna
srn@srn.is
Reykjavík 20. feb. 2019
Efni: Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum-athugasemdir Sjálfsbjargar.
Í drögum að stefnu í almenningssamgöngum er ekkert komið inn á aðgengi fyrir hreyfihamlaða að almenningssamgöngum.
Ef notuð er sama skilgreining og í drögunum, þá eru eftirfarandi almenningssamgöngur aðgengilegar:
a. Flug með flugfélaginu Air Iceland Connect til þeirra áfangastaða.
b. Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Akureyri og annarsstaðar þar sem almenningsvagnarnir sjálfir hafa skábrautir byggðar inn í bílunum sjálfum.
ALLIR almenningsvagnar (bílar) sem ganga milli landshluta eru óaðgengilegir hreyfihömluðu fólki sem getur ekki gengið.
Það er því mjög miður að ENGAR leiðir til úrbóta á aðgengi skuli koma fram í umræddum drögum.
Í september 2016 kom út skýrsla Vegagerðarinnar „ Aðgengi fólks með fötlun að almenningssamgöngum á landi; staða mála og mögulegar umbætur“ sem unnin er af Birnu Hreiðarsdóttir frá Norm ráðgjöf ehf, og Hörpu Ciliju Ingólfsdóttur frá Algild hönnun & Aðgengi ehf.
Ekki er að sjá að Samgönguráðuneytið hafi svo mikið sem blaðað í umræddri skýrslu, hvað þá kynnt sér efni hennar til hlítar.
Í samningi Sameinuðuþjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland fullgliti árið 2016 segir í 9. grein.
Aðgengi.
1. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa
sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að því að
tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi, að samgöngum, að
upplýsingum og samskiptum, þ.m.t. upplýsinga- og samskiptatækni og kerfi þar að lútandi, og að
annarri aðstöðu og þjónustu sem almenningi er opin eða látin í té, bæði í þéttbýli og dreifbýli.
Fyrrnefndar ráðstafanir, sem felast m.a. í því að staðreyna og ryðja úr vegi hindrunum og tálmum
sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til:
a) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þ.m.t. skólar,
íbúðarhúsnæði, heilbrigðisþjónusta og vinnustaðir,
b) upplýsinga- og samskiptaþjónustu og annarrar þjónustu, þ.m.t. rafræn þjónusta og neyðarþjónusta.
Undirritaður beinir því til Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins að það leggist yfir þessi atriði og leysi úr því hvernig það ætlar að standa við fyrrnefndar alþjóðlegar skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist.
Virðingarfyllst.
F.h. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra
[sign]
___________________________________________
Bergur Þorri Benjamínsson formaður
ViðhengiHöfn í Hornafirði er 100 km frá Djúpavogi og 200 km frá Kirkjubæjarklaustri.
Það tekur 7-8 tíma að fara með strætisvagni til Reykjavíkur. Eigöngu eru erlendir bílstjórar á vögnunum, sem tala enga íslensku. Þjónustan er engin og ekki er hægt að senda börn undir 12 ára aldri á milli af því þau hafa týnst í Vík.
Ef senda á okkur upp í Egilstaði um allar einbreiðar brýr og seinfæra vegi þá tekur sú fer a.m.k. 3 - 3,5 klst við allra bestu ástæður og þá er innritun og bið á flugvellinum. Þetta er BARA BRANDARI ef fólk hefur SÉÐ KORT af Íslandi.
Flugið héðan tekur með innritun og bið um 1,5 klst og gerir Höfn mun byggilegri en ella.
Hagkvæmast er sjálfsagt að allir Íslendingar búi í fjölbýlishúsum á einum stað á landinu, en það viljum við auðvitað ekki. Til að halda landinu í byggð þarf sterka þéttbýliskjarna víða um land og nána samvinnu þeirra þéttbýliskjarna við nærliggjandi dreifbýli.
Góðar samgöngur eru lykillinn að því að halda uppi öflugu atvinnulífi og byggð um allt land. Vegakerfið þarf að byggja upp, en það þarf líka að efla almenningssamgöngur. Þar ætti auðvitað að auka vægi flugs og strætó. Sé ekki til fjármagn til að koma vegakerfinu í lag hið snarasta (sem er því miður ekki) ætti að huga að samstarfi milli almenningssamgangna og bílaleiga. Það mætti draga töluvert úr umferð á þjóðvegum ef fleiri myndu nýta innanlandsflug til Hafnar og taka bílaleigubíl þar til að skoða Skaftafell, Jökulsárlón og íshella - aðrir gætu farið austur á bílaleigubíl en flogið til baka. Með því að nýta innanlandsflug (eða strætó) aðra leiðina má draga úr umferð óvanra ökumanna á þjóðveginum og auka þar með umferðaröryggi, með notkun flugsins sparast líka tími ferðamannanna svo meira rúm gefst til að njóta tímans við náttúruperlurnar. Sé innanlandsflugið samkeppnishæft í verði ætti að vera einfalt að auka eftirspurnina og þar með efla rekstraröryggið - en niðurgreiðslur til íbúa sem gera þeim kleyft að nota flugið eru einnig sterkur liður í að efla rekstraröryggið, auk þess að stuðla að auknu öryggi íbúa sem neyðast stundum til að sækja þjónustu um langan veg. Með aðgengi að góðum samgöngum eflist byggð í landinu öllu.
Mig langar að spyrja samráðsnefndarmenn hvort þeir hafi tekið Strætó milli Hafnar og Reykjavíkur? Það hef ég ekki gert, en hef flogið á milli u.þ.b. 6-8 sinnum á ári. Tel að valið hjá fólki hér um slóðir sé milli flugs og einkabils. Ég skil ekki hvað býr að baki þeirri hugsun að ferð með Strætó sé sambærileg við flug, oft er sagt að ekki sé hægt að bera saman epli og appelsínur, en það er svo sannarlega verið að gera í þessu tilviki.. Trúi ekki að þetta nái fram að ganga, allavega finnst mér að við íbúarnir ættum rétt á að fá að velja á milli. Frábært að hafa tækifæri til að tjá sig um málið og vonandi verður hlustað á raddir okkar. Þess óskar undirrituð Svava Kristbjörg Guðmundsdóttir.
Ég tel að það sé mjög mikilvægt að halda áfram flugi á Hornafjörð sem hluta af almenningssamgöngukerfinu. Miðað við markmiðið að ferðatími til höfuðborgarinnar verði ekki meiri en 3,5 klst þá er flug eina leiðin. Almenningssamgöngur með Strætó geta aldrei uppfyllt þá kröfu, og þess utan eru vegir um suðurland í lélegu ástandi og einbreiðar brýr um 20 á þessari leið.
Það er nú þegar einkaaðilar að bjóða uppá rútuferð á sömu leið og strætó gengur og því eðlilegra að leyfa þeim að halda þeirri þjónustu áfram, enda einfaldara að koma nýjir inná og skapa sér atvinnu í farþegaflutningum á landi en í lofti.
Flug til Hornafjarðar (og reyndar allra þessara minni staða út um landið) er grunndvallar skilyrði til að halda flugvöllunum í rekstri og ásættanlegu ástandi - sem á móti er grundvallar öryggistæki þegar kemur að sjúkraflutningum og slysum og þá um leið til að tryggja örugga búsetu um allt land.
Takk fyrir
Þetta er galin hugmynd að ætla að leggja niður flug til Þórshafnar og Vopnafjarðar og ætla okkur að taka Strætó til Húsavíkur á móts við flug. Það þýðir að veið verðum að leggja af stað 2 til þremur tímum fyrir flug nú ef skyndilega yrði ófært fyrir flug eins og hefur nú gerst hvað þá eigum við að bíða á húsavík eða uppá von og óvon um að það verði flogið þann dag og verður þá strætó heim aftur þetta er bara allt of langt á milli til þess að þetta gangi upp og yfir vetur er Hófaskarð sem er erfitt oft.
Líklega yrði ekki um sjúkraflug að ræða vegna viðhaldsleysis á velli og hann ekki mokaður reglulega yfir vetrartíman.
Ég skora á stjórnvöld að hlusta ekki á þessar tilugur þvi þær eru þvættingur og það var reynt með strætó hér og gekk ekki upp til hvers á þá að fara eyða pening í það aftur.
Ég vona að þið endurskoðið þá afleitu hugmynd ykkar um að hætta að styrkja fug til Hornafjarðar.
Þar sem ég bý á Hornafirði þá sé ég ekki alveg hvernig þetta ætti að ganga, þ.e. að taka af okkur flugið. Það tekur mig rúma 5 klst að keyra til Reykjavíkur héðan. Ætli ég að nýta mér flug frá Egilsstöðum þá er ég 2,5 klst að keyra þangað (á sumardegi, ef ég fer Öxi ) og svo klukkutíma flug suður. Á veturna þá er Öxi ófær og ég yrði því að fara þjóðveg 1 og það tekur amk 3 klst að keyra í Egilsstaði og svo flugið suður. Þetta gerir það að verkum að við getum ekki skroppið suður að morgni, notað tímann til fundasetnu, eða læknisheimsókna, og flogið svo aftur heim að kvöldi. Þetta kostar það að við þurfum að finna okkur gistingu í Reykjavík og hún er ekki ódýr. Það eiga nefnilega ekki allir einhvern að í Reykjavík sem hægt er að sníkja gistingu hjá.
Með vinemd og virðingu
Arna Ósk Harðardóttir
EG motmæli þvi harlega að legga niðurstrikki fyrir flug
Sælt veri fólkið.
Mín skoðun er sú að það sé ótækt að leggja niður svo mikilvægt tæki eins og flug er til staða eins og Vopnafjarðar og Þórshafnar. Um mikla fjallvegi er að fara út frá þessum stöðum og ekki mikla þjónustu að hafa á þeim. Þetta veit ég vel því ég er búinn að vera í björgunarsveit í yfir 20 ár á Vopnafirði og þekki því aðtæður mjög vel á eigin skinni og annara sem ég hef tekið þátt í að aðstoða á þessum fjallvegum.
Ég vil reyndar meina að það væri hægt að auka þjónustuna og fljúga á sunnudagseftirmiðdegi því þá komumst við heim eftir helgarferðir. Í dag þurfum við að keyra til Egilsstaða (ef það er fært) og fljúga þaðan og koma þangað aftur því bíllinn okkar er þar og keyra heim(ef það er fært) í stað þess að fljúga frá Vopnafirði og heim aftur á sunnudegi.
Ég er mjög andvígur þessum áformum.
Undirritaður er formaður björgunarsveitarinnar Vopna síðustu 10 ár og er í Landsstjórn björgunarsveita.
Samgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar.
Áður en þessi lestur hefst er rétt að geta þess að með því að fella niður styrki til flugsamgangna á afskekkt svæði sem þessi, er til jafns að hætta reglubundu flugi. Það er ómögulegt að ætla sér að ekki þurfi stuðning við flugsamgöngur á viðkvæm svæði sem afskekkt svæði íslands eru alla jafnan. Því mun þessi pistill gera ráð fyrir að með niðurfellingu styrkja til flugsamgangna þessara séu áform um að hætta reglubundu flugi á þessi svæði.
Í upphafi er ágætt að minnast á uppbyggingaráform sveitarfélagana og ríkisins í Finnafirði. Slík breyting á atvinnuháttum og fólksfjölgunartækifærum kallar á bættar samgöngur en ekki skertar. Ef áform um uppbyggingu í Finnafirði ná fram að ganga á næstu árum er líklegast að mikill fjöldi sérfræðistarfa myndist í upphafi við ráðleggingar, tæknilegar útfærslur og aðra sérhæfða þætti í upphafi. Þá skipta góðar og greiðar samgöngur með flugi miklu máli, þar sem má gera ráð fyrir að sérfræðiþjónusta verði sótt annar staðar frá. Til þess að fólk taki þá ákvörðun að flytja sig um set, hugsanlega fjarri fjölskyldu og vinum, langt út á land til þess að sækja vinnu, eru samgöngur og þjónusta það fyrsta sem fólk veltir fyrir sér. Skerðing á flugsamgöngum gerir fyrirtækjum á þessum svæðum enn erfiðara fyrir að ráða til sín hæft starfsfólk.
Miðað við núverandi stöðu mála er ótækt að ætla að draga úr gæðum samgangna á svæði sem hefur átt erfitt uppdráttar í einni mest vaxandi atvinnugrein á Íslandi; ferðaþjónustu. Vegalengdir eru langar frá þessu svæði að flugvöllum sem annast reglulegt millilandaflug. Ferðakostnaður er líklega ekki eini áhrifavaldurinn af þessum erfiðleikum að fá erlenda ferðamenn á svona afskekkt svæði, heldur einnig ferðatími og þægindi. Ekki þarf að fjölyrða um tímamismun þann sem er á milli flugleggs eða rútuferðar milli sama staða.
Í umræðunni um uppbyggingu Landsspítala og þeirri sameiginlegu sýn landsmanna að ein stofnun með sérhæfðustu heilbrigðisþjónustuna sé skynsöm í ljósi nýtingu á störfum sérfræðinga, er órökrétt að ætla að lengja þann tíma sem tekur að flytja alvarlega veikt eða slasað fólk að slíkri stofnun með afleggingu flugs frá fjarlægum stöðum. Auðvelt er að fá upplýsingar um sjúkraflug frá þessum stöðum og er það næsta víst að slíkt er í hættu með ónægri starfssemi á flugvöllum.
Af jafnræðisreglunni má ætla að menning og þjónusta á vegum hins opinbera sér jafn aðgengileg öllum landsmönnum sem kostur er. Mikið er komið til móts við slík sjónarmið með hinni svokölluðu "skosku leið". Því eru hugmyndir af afleggingu flugs á umrætt svæði, ekki annað en undarlegt innlegg í umræðuna um samgöngubætur til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
Sagan kennir okkur margt. Hún kennir okkur nefnilega að ferðalög með langferðabifreiðum er ekki samgöngumáti sem hugnast okkur Íslendingum. Þessar upplýsingar má nálgast hjá þeim sem hafa annast á öðrum tímum reglulegar samgöngur milli þessara svæða með slíkum bifreiðum. Reglulegar bílferðir hafa áður verið milli Húsavíkur og Þórshafnar. hví skyldi því vera hætt? Jú, sagan segir okkur að okkur hugnast ekki þessi ferðamáti, frekar en flestum öðrum.
Þegar allt er talið má telja það aðför að landsbyggðinni að halda slíkum áformum á lofti sem hér er verið að ræða. Hagkvæmni er eflaust megin ástæða þessara fyrirætlana. Því er gott að halda því til haga að þjóðarframleiðni miðað við íbúafjölda á þessu svæði er hvað mest á öllu landinu og mun ekki draga úr ef uppbyggingaráform ná fram að ganga. Ekki er hægt að ætlast til þess að við búum hér og leggjum hvað mest að mörkum um borð í þjóðarskútuna án þess að þurfa annað til en húsaskjól og grautarskál. Við höfum sömu þarfir fyrir listir og menningu, sérfræðiþjónustu og fjölbreyttni og hver annar landsmaður og því þurfum við áframhaldandi greiðar samgöngur með reglulegu flugi sem okkar helstu tengingu við það sem okkur skortir hér.
Það er því ekki hagkvæmt að leggja af flug til Þórshafnar og Vopnafjarðar.
Undirritaður er íbúi á Þórshöfn.
Almar Marinósson
Ég mótmæli harðlega þeirri fyrirætlun að hætta að niðurgreiða flug til Hafnar í Hornafirði. Ef sú áætlun verður að veruleika mun flug til Hafnar leggjast af því íbúar munu ekki hafa efni á að nota þennan ferðamáta, sveitarfélagið og fyrirtæki ekki heldur. Ég vísa í skrif Matthildar Ásmundardóttur varðandi þær upphæðir sem nú þegar er fyrir hendi í flugi eða tæplega kr. 50.000- fram og til baka HFN-RVK. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að í stað flugsamgangna verði strætóferðir styrktar meira en nú er. Ótrúlega smart hugmynd, það er bara að lágmarki 7 klst. fer oft upp í 10 klst. ferð aðra leiðina í stað klukkutíma í flugi. Ég vil benda á að Vestmannaeyjar búa við niðurgreiddar samgöngur bæði í lofti og á legi. Vestmannaeyjar eru eyjar í Atlandshafi en Höfn er eyland í sandhafi. Langt er í næstu byggðakjarna 100 km. á Djúpavog þar sem búa tæplega 500 íbúar og 200 km. á Kirkjubæjarklaustur sem hefur verið skilgreint sem brothætt byggð. Hornfirðingar sækja enga þjónustu í hvorugan þessara byggðakjarna. Hornfirðingar sækja nánast alla þjónustu til RVK. Hvaða þjónustu?
1. Alla heilbrigðisþjónustu. Hornfirðingar fljúga fram og til baka í t.d. krabbameinsmeðferð, í nýrnaskilju, í blóðskylju, til að sækja geðheilbrigðisþjónustu, heim eftir aðgerðir o.fl. Þessir sjúklkingar þurfa að fara með reglulegu millibili og vilja komast sem fyrst heim aftur til að jafna sig sem sparar dýr rými á sjúkrahúsi eða á sjúkrahóteli. Það sendir enginn sjúklinga í strætó í að lágmarki 7 klst. á stórhættulegum þjóðvegi í þessar meðferðir. O nei, það þýðir að sjúklingar verði að bíða í rvk þar til þeir eru ferðafærir. Er ódýrara fyrir ríkið að niðurgreiða sjúkradvöl á nýja hótelinu til lengri tíma?
2. Alla sérfræðiþjónustu í heilbrigðis- og menntamálum, í opinberri stjórnsýslu, tæknimálum og ráðgjöf í rekstrarmálum svo eitthvað sé nefnt. Ég fullyrði að í hverri einustu viku koma að lágmarki 3 - 4 sérfræðingar með flugi fram og til baka samdægurs til að sinna aðkeyptri þjónustu á vegum stofnana sveitarfélagsins og á vegum einkafyrirtækja. Leggist flug af mun það veikja samkeppnisstöðu og þróunarmöguleika bæði sveitarfélagsins og einkafyrirtækja.
3. Margir íbúar stunda sérfræðinám í fjarnámi með vinnu frá HÍ, HR og fleiri skólum og menntastofnunum . Leggist flug af mun það þýða stórauknar fjarvistir úr vinnu og frá heimili í staðarlotur sem aftur mun hafa þær afleiðingar að draga mun úr sókn íbúa í nám.
Eins og allir vita horfir ungt fólk til gæða grunnþjónustu þegar það velur sér búsetu. Hornfirðingar hafa verið það lánssamir að talsvert af ungu fólki hefur snúið heim að loknu námi til að setjast að með fjölskyldur sínar. Ferðatími til rvk er hluti af þessari grunnþjónstu sem fólk horfir til þegar það velur sér búsetu. Hætti ríkið að styrkja flug til Hafnar er fótum kippt undir einni afar mikilvægri stoð sem metin er til sjálfsagðra lífsgæða. Ef horft er til jafnræðis landsmanna um samgöngur og ferðatíma til höfuðborgarinnar er hugmyndir um að hætta niðurgreiðslu á flugi brot á hugmyndum um jafnræði landsmanna. Verði þessar hugmyndir að veruleika mun það veikja möguleika Hornfirðinga á alla kanta. Af þessu má ekki verða. Við krefjumst sanngirni og jafnræðis í samgöngumálum!!!
Góðar almenningssamgöngur á milli dreifbýlis og höfuðborgarsvæðisins eru grunnur þess að viðhalda byggð í landinu öllu. Ég gladdist því yfir markmiði því sem set var fram í samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2033 um að íbúar þessa lands ættu að komast til og/eða frá höfuðborgarsvæðinu á ekki lengri tíma en þremur og hálfri klukkustund. Slíkt fyrirkomulag flokkast undir góðar almenningssamgöngur og er hægt með ná með þ´vi að nýta flugsamgöngur en ekki með því að ferðast á landi, hvorki í einkabíl né í strætó.
Fréttin um að hætta ætti að styrkja flug til þriggja staða á landsbyggðinni og leggja í staðin áherslu á að styrkja strætóleiðir kom mér verulega á óvart og samræmist ekki því sem fram kemur í samgönguáætluninni um fyrr greindan ferðatíma. Ef opinberir styrkir verða teknir af flugi sem nú þegar er dýrt, verður ekki lengur valkostur fyrir venjulegt fólk að nýta sér flugið og það mun leggjast af. Vegalengdir landleiðina á milli t.d. Hornafjarðar og höfuðborgarsvæðisins eru það miklar að mun lengri tíma tekur að komast þar á milli en þrjá og hálfa klukkustund.
Fyrir okkur Hornfirðinga er það hæpinn kostur að ætla að komast til höfuðborgarinnar á þremur og hálfum tíma með því að nýta flug frá Egilsstöðum. Við bestu hugsanlegu aðstæður gætum við verið komin til borgarinnar á fjórum til fjórum og hálfum tíma. Ef suðurleiðin er ekinn tekur það okkur sjö klst. með strætó (samkv. tímatöflu) og allvega fimm tíma á einkabíl, sem er ferðamáti sem alls ekki allir geta nýtt sér.
Það þarf ekki að tíunda alla þá samfélagslegu þjónustu sem hýst er á höfuðborgarsvæðinu og á að vera aðgengileg öllum landsmönnum, sama hvar þeir búa. Ég kýs að búa úti á landi en ég neita að láta líta á mig sem annars flokks þjóðfélagsþegn þess vegna. Ég er ekki tilbúin að sætta mig við verulega skert aðgengi að margvíslegri, og oft lífsnauðsynlegri þjónustu sem aðeins er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ef bjóða á hluta þjóðarinnar upp á að þurfa að kosta til háum fjárhæðum og dýrmætum tíma til geta nýtt slíka þjónustu erum við sem samfélag á villigötum.
Ég skora á stjórnvöld að halda áfram að styrkja flugsamgöngur til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og í framhaldinu að vinna metnaðarfulla byggðarstefnu sem jafnar búsetugæði landsmanna.
Flugsamgöngur eru mjög nauðsynlegar hingað til Hornafjarðar, en strædósamgöngur má leggja niður.
Að fella niður flug frá Höfn er afleit ákvörðun. Að þurfa sækja stóran part af þjónustu eins og læknaþjónustu (sérfræðinga) og annað. Svo eru bara ekki allir með svo gott heilsufar að þeir geti setið allan þennan tíma í bíl. Og hvernig eiga þeir þá að komast.
Sú hugmynd að hætta að styrkja flug til Hafnar í Hornafirði er ein sú allra versta sem ég hef heyrt, hafna henni 100%. Umferð á þjóðvegi 1 milli Hafnar og Reykjavíkur er orðin það mikil og nota ég persónulega mjög oft flug. Það er lágmarkskrafa okkar sem búa á Höfn að við getum valið hvort við keyrum eða fljúgum. Ég algerlega á móti að sé farið að styrkja bara Strætó og hætta að styrkja flug til Hafnar, hvaða rugl er það.
Ferðamálastofa sendir hér með umsögn um drög að stefnu ríkisins í almenningssamgöngum .02.2019.
sjá meðf.skjal
ViðhengiÉg mun svo sannarlega velja flugsamgöngur fram yfir Strætó eða rútuferðir. Fyrir vinnumarkaðinn, bæði starfsfólk og atvinnurekendur skiptir gríðalega miklu máli að geta komist fram og til baka á einum degi. Hvort sem sækja þurfi læknisaðstoð, fundi eða aðra viðburði þá er ferlegt að þurfa að taka í það 3 heila daga sem hægt væri að leysa á einum. Það tekur jú nánast daginn að ferðast með strætó aðra leiðina Höfn/Reykjavík. Ég er hreint ekki viss um að fólk búsett á stór Reykjavíkursvæðinu og í 100 km fjarlægð yrði sátt við 3 daga fjarveru/frí frá fjölskyldu og vinnu til þess að að skreppa í hálftíma skoðun hjá lækni eða að sitja klukkutíma fund.
Ég tel að eftir að verkalýðsfélög fóru að niðurgeiða flug fyrir sína félagsmenn hafi ásókn í flug stór aukist, það væri synd að eyðileggja þann möguleika fyrir fólki.
Mér langar að spyrja hvernig er með fljotaveginn á hornafirði á ekki að fara að við hann eða er þetta grín takk fyrir mig
Ég er á móti skertri Þjónustu við okkur lansdbyggðarbúa. Sem felst í því að taka þetta val/möguleika á því að komast fram og til baka á einum degi eða komast bara aðra leið á ca. 7-8 tímum. ekki eru allir sem treysta sér í að leggjast í svo mikið ferðalag. eftir læknisferðir, lyfjameðferð, uppskurði, og sfr. Og í framhaldi á því getur kostað auka nætur í RVK með tilheyrandi KOSTNAÐI svo sem GISTING og FÆÐI. Svo við tölum nú ekki um vinnutap fyrir þá sem þurfa að fara á fundi Það vill nú svo til að þorri stjórnsýslunar er staðsettur í henni Reykjavík Já og það sem mikilvægara er HEILBRIGÐISKERFIÐ, sem við öll þurfum að nota einhvertíman á lífsleiðinni.
Ég tel það ekki í boði að hætta ríkistyrkjum við flug til Hornarfjarðar, ( heldur ekki annarara staða sem svipaðar forsendur eru fyrir).
ef raunverulega væri verið að hugsa í lausnum þá væri hent í eina háhraða lest milli landshluta ca. 1.klst milli landshluta.
enn í þessu öllu var tekið inn í dæmið að :
1. flugvöllurinn þarf að vera opin fyrir þau sjúkraflug sem eiga sér stað.
2. vegurinn hefur farið í sundur allavega 2 sinnum á síðustu 10 árum.
Getur verið að þetta líti vél út í Excel að hætta þessum styrkjum. enn á endanum verður þetta bara til þess að landsbyggðin verður ekki raunhæfur kostur fyrir búsetu.
ÉG ER Á MÓTI ÞVÍ AÐ HÆTTA STYRKJUM VIÐ FLUG TIL HORNAFJARÐAR, OG STJÓRNVÖLD MÆTTU FINNA LEIÐIR TIL AÐ EFLA FLUGIÐ TIL ÞESSARA STAÐA ÞANNIG AÐ ÞETTA VÆRI RAUNHÆFARI KOSTUR ENN ÞAÐ ER Í DAG.
Spuring: Hvað er "meða"l verkamaður/kona marka klst. að vinna sér inn fyrir flugmiða milli Hafnar/RVK aðra leið?
Umsögn Norlandair ehf. er í meðfylgjandi viðhengi.
ViðhengiUmsögn Strætó um Ferðumst saman
ViðhengiAthugasemdir við drög að stefnu ríkisins í almenningssamgöngum. Ferðumst saman.
Í þessari drögum frá 14. febrúar kemur fram að tilgangurinn sé meðal annars:
„Efling lífsgæða með heildarstefnu um almenningssamgöngur sem hefur það að leiðarljósi að allir hafi aðgang að skilvirku og heildstæðu almenningssamgöngukerfi með tengingu byggða og aukinni þjónustu. Með því er verið að greiða fyrir atvinnu- og skólasókn og tryggja aðgengi að opinberri þjónustu í nærumhverfi sem og á höfuðborgarsvæðinu.“
Sama dag skrifar Sigurður Ingi samgönguráðherra grein um málið og segir að lykilatriði í stefnumótuninni sé bætt þjónustustig. Sem rímar vel við samgönguáætlun 2019-2033 þar sem lögð eru fram markmið um að ferðatími innanlands til höfuðborgarinnar verði aldrei meiri en 3,5 klst.
Þetta smellpassar við byggðaráætlun 2018-2024 þar sem lagt er til að innanlandsflug verði raunhæfur kostur fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Hljómar mjög vel.
En svo les maður áfram og sér að lagt er til að leggja niður ríkisstyrki á flugið til Hafnar sem þýðir í raun að leggja niður flug til Hafnar. Og hver skildi ástæðan vera? Jú, flugið er metið þjóðhagslega óhagkvæmt!
Í drögunum er vitnað nokkrum sinnum í skýrslu (Hilmarsson & Þorleifsdóttir, 2014). Í henni er flugleiðin talin þjóðhagslega óhagkvæm og lagt er til að það verði skoðað nánar að hætta að styrkja flug á áfangastaðinn Höfn og styrkja þess í stað akstur almenningsvagna.
Í skýrslunni er talað um að „ heimamenn og ferðmenn noti flugið lítið og vannýttir möguleikar séu á að auka sætanýtingu. Aukin notkun gæti leitt til hagræðingar, minnkandi ríkisstyrkja og fært kerfið til sjálfbærni. „ bls. 9.
Þetta er einmitt það sem gerst hefur! Í skýrslunni er spáð fyrir um fjölda flugfarþega til ársins 2023. Þar er miðspá fyrir Höfn 0% til ársins 2018 og -1% á ári eftir það. En í þessum drögum sem hér eru til umræðu eru nýjar tölur sem sýna um 15% aukningu frá 2012-2017. En samt er hamrað á því að flugið sé „þjóðhagslega óhagkvæmt“.
Ef síðan er skoðaður kostnaður á hvern farþega sem nýtur niðurgreiðslu frá ríkinu þá er flug til Hafnar hagstæðast í krónum og aurum.
En þetta er ekki bara spurning um krónur og aura. Þetta snýr líka að því að veita þjónustu sem ríkinu ber að gera. Margskonar þjónustu við íbúa landbyggðarinnar sem er ekki í boði í heimabyggð meðal annars vegna kostnaðar eða að ekki næst að manna þessi störf. Þessa þjónustu sækjum við flest nokkrum sinnum á ári með töluverðum tilkostnaði en erum í leiðinni að spara fyrir ríkið. Einnig fáum við ýmsa þjónustu til okkar sem ekki væri í boði ef ekki væri flug.
Að leggja til að 7 klst. strætóferð, hvora leið, teljist góðar og gildar almenningssamgöngur sem leysi flugið af hólmi segir mér að skýrsluhöfundar hafi rýnt full mikið í Excel skjalið í leit að sparnaði.
Páll Róbert Matthíasson bæjarfulltrúi á Hornafirði.
Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum – 2019
Umsögn Samtaka um betri byggð (BB)
Staða innanlandsflugs einkennist af samdrætti og niðurgreiðslum. Auk langvarandi styrks beint úr ríkissjóði (óþekkt upphæð) greiða flugfarþegar hvorki árlegan u.þ.b. 2.500.000.000kr nýbyggingar- og rekstrarkostnað innanlandsflugvalla (sbr. Dr. Harald Sigþórsson verkfræðing 2009 – meðal árlegur kostnaður) né lóðarleigu vegna flugvallar í Vatnsmýri.
Verðmæti byggingarlands í Vatnsmýri er um 300 milljarðar kr. á verðlagi 2019. Sé ávöxtunarkrafa af bundnu fé 1 % er tap landeigendanna, ríkis og borgar, vegna vangoldinnar lóðaleigu um 3,0 milljarðar kr. árlega.
Sé miðað við 1,5 % lóðaleigu líkt og gildir um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þyrfti lóðarleiga undir Vatnsmýrarflugvelli að vera 4,5 milljarðar kr. árlega.
Sé miðað við 3,5 % ávöxtunarkröfu líkt og gildir um bújarðir þyrfti lóðarleiga að vera 10,5 milljarðar kr. árlega.
Á árinu 2019 er rætt um „skosku leiðina“, 50% niðurgreiðslu á allt að 4 flugferðum á ári, sem ca. 15% landsmanna gætu nýtt sér. – Miðað við að meðalfargjald sé 10.000 kr. gæti kostnaður á hverju ári numið tæpum milljarði kr.
Samtök um betri byggð (BB) telja að sjálfsögðu að slík hugmynd sé fjarstæðukennd.
Kolefnisfótspor flugfarþega í innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Akureyrar miðað við fulla sætanýtingu og að teknu tilliti til mismunandi vegalengda (386km. í bíl / 240 km. í flugi) er amk. tvöfalt stærra en bílfarþega. Sé gert ráð fyrir 2 í bíl er munurinn fjórfaldur o.s.fr.v. Miðað er við meðalstóran fjölskyldubíl knúinn jarðefnaeldsneyti. Sé miðað rafmagns- eða metanbíl er munurinn marfalt meiri.
Amk. 96% landsmanna nota innanlandsflug aldrei (sjaldnar en 1 sinni á hverjum 3 árum); farþegar í innanlandsflugi eru einkum stórnotendur. Innanlandsflug dróst saman um 5% árið 2017 og 12% árið 2018.
Að framansögðu er með öllu óljóst hvernig unnt er að flokka innanlandsflug sem almannasamgöngur.
Sjálfbært innanlandsflug næst aðeins með samþættingu við millilandaflug á einum flugvelli í Hvassahrauni þannig að landsbyggðarbúar komist beint og milliliðalaust út um allan heim og erlendir ferðamenn beint og milliliðalaust út á land.
Reykjavík, 5. mars 2019
F.h. fr.kv.stj. Samtaka um betri byggð (BB)
Gunnar H Gunnarsson verkfræðingur
Örn Sigurðsson arkitekt
Viðhengi ViðhengiGóðan dag
Ég geri allvarlegar athugsemdir við þá hugmynd að hætta að styrkja flug til Hafnar í Hornafirði, héðan eru 460km til höfuðborgarinnar og ætlast til þess að þeir sem þurfa að sinna erindum hér eða þar taki strætó er glórulaust. Að eiða deigi í ferðalag sem getur tekið 1klst er ekki mjög hagkvæmt fyrir mig, þig fyrirtækið eða ríkið og einnig held ég að það verði talsvert erfiðara að fá sérfræðinga til að koma hingað austur, hvort sem er á vegum hins opinbera eða fyrir fyrirtækin á svæðinu.
Það er ekki ólgengt að fólk þurfi að fara til Reykjavíkur annað hvort til læknis eða sinna viðskiptaerindum, að missa það úr vinnu í 3 daga í staðin fyrir einn er ekki boðlegt fyrir utan það vinnutap og kostnaðarauka fyrir einstaklinginn
Ég hvet Samgönguráðherra að slá þessar hugmyndir út af borðinu
Ásgrímur Ingólfsson forseti bæjarstjórnar á Hornafirði.
Nú tala stjórnvöld í kross. Brotthættar byggðir, með þessu frumvarpier verið að ýta undir að gera byggðir brotthættar/ brothættari. Flugsamgöngur eru svo stór þáttur í því samhengi að byggðarlög séu akjósanlegur staður til að búa á. Frá Hornafirði er það 8-9 tima keyrsla með rútu til Reykjavikur og hefur ekki verið akjósanlegur fararmáti, þá ekki einungis vegna lengdar ferðar heldur og vegna ófærðar á öllum árstímum. Góðar flugsamgöngur eru lykillinn að ákjósanlegri búsetu á Höfn og styrkir enn byggðina ef það verður ríkisstyrkt. Að komast til Reykjavíkur fram og til baka á einum degi er ómetanlegt. Í stærra samhengi td hefur fjöldi fólks sótt sér lækninga til höfuð staðarins og haldist í því að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu því þeir gátu sótt sér þjónustu með flugi. Hugsið þetta til enda ekki búa til brothættari byggðir. Segi nei við þessum hugmyndum að hætta að styrkja flug á þessa 3 staði á landsbyggðinni, sýnum þeim sem þar búa þá virðingu.
Ég mótmæli harðlega þeirri hugmynd að hætta að styrkja flugsamgöngur til Hafnar í Hornafirði.
Eins og segir í flestum ummælum hér að ofan er þetta óboðlegt okkur sem búum hér. Við þurfum að leita til höfuðborgarinnar vegna allskyns heilbrigðisþjónustu sem ekki er hægt að nálgast á Höfn og ef þessi vitleysa nær fram að ganga þá er verið að taka mikla áhættu með heilsu fólks.
Fólk þarf að geta flogið til Reykjavíkur vegna vinnu og átt möguleika á að koma aftur heim sama dag. Sömu sögu er að segja um fólk sem kemur til Hafnar frá Reykjavík.
Við búum 460 km frá höfuðborginni og hér viljum við vera en með þessari fráleitu hugmynd er verið að einangra okkur enn frekar.
Ég gæti haldið endalaust áfram og lýst reiði minni og þeirri vanvirðingu sem mér finnst þetta vera við íbúa Hornafjarðar og okkar gesti en ætla að láta hér við sitja og treysti því að á okkur sé hlustað og að þessi samráðsgátt sé virkilega notuð til samráðs.
Erla Þórhallsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Hornafjarðar
Að leggja niður flug til Hornafjarðar, þá er verið að setja fyrstu nagla í líkkistu sveitarfélagsins. Þá koma ekki lengur þangað reglulega sérfræði læknar, sálfræðingar og annað sérhæft heilbrigðisstarfsfólk. Það er verið að pína alla íbúa sveitarfélagsins á vegina sem að eru stórhættulegir nú fyrir vegna fjölda fólks á vegunum. Ég mótmæli þessum tillögum, það þarf einfaldlega að vanda sig meira í þessu máli.
Brothætt byggð verður aldrei efld með því að veikja samgöngur við næstu byggðarlög. Því miður er nú talað í kross. Með þessum drögum að stefnu í almenningssamgöngum er verið að ýta undir að gera byggðir brothættari. Flugsamgöngur eru stór þáttur í því samhengi að byggðarlög séu ákjósanlegur staður til að búa á.
Góðar almenningssamgöngur á milli dreifbýlis og höfuðborgarsvæðisins eru grunnur þess að viðhalda byggð í landinu öllu. Markmið sem sett var fram í samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2033 um að íbúar þessa lands ættu að komast til og/eða frá höfuðborgarsvæðinu á ekki lengri tíma en þremur og hálfri klukkustund var gleðiefni. Slíkt fyrirkomulag flokkast undir góðar almenningssamgöngur og er hægt með ná með því að nýta flugsamgöngur en ekki með því að ferðast á landi, hvorki í einkabíl né í strætó.
Fréttin um að hætta ætti að styrkja flug til þriggja staða á landsbyggðinni og leggja í staðinn áherslu á að styrkja strætóleiðir kom mér verulega á óvart og samræmist ekki því sem fram kemur í samgönguáætluninni um fyrr greindan ferðatíma. Ef opinberir styrkir verða teknir af flugi sem nú þegar er dýrt, verður ekki lengur valkostur fyrir venjulegt fólk að nýta sér flugið og það mun leggjast af.
Efla á samgöngur milli Hafnar og Kirkjubæjarklausturs en aldrei má draga úr flugi til Hafnar undir því yfirskini að með því sé byggð í Skaftárhreppi efld.
Frekar er þörf á að bæta/efla samgöngur við Kirkjubæjarklaustur og þá Vík í Mýrdal svo hægt sé að nemum gefist færi á að komast heim í helgarfrí á ásættanlegum tíma. Nú fer strætisvagn frá Reykjavík klukkan 13.00 en þá eru skólar almennt ekki búnir. Í það minnsta á föstudögum ætti að vera ferð síðar um daginn. Ferð sem fer alveg austur á Klaustur.
Ég skora á stjórnvöld að halda áfram að styrkja og efla flugsamgöngur til Hafnar, Þórshafnar og Vopnafjarðar og í framhaldinu að vinna metnaðarfulla byggðarstefnu sem jafnar búsetugæði landsmanna.
Komið sæl og kærar þakkir fyrir þessi drög sem eru að mörgu leyti mjög góð.
Ég vil hinsvegar benda á mikilvægi öflugra og hagkvæmra flugsamgangna á milli Hafnar í Hornafirði og höfuðborgarsvæðisins. Sveitarfélagið Hornafjörður er öflugt samfélag þar sem ríkir nokkuð hátt þjónustustig þrátt fyrir fámenni. Rekið er myndarlegt íþrótta- og skólastarf í sveitarfélaginu, auk þess sem heimamenn leggja sitt af mörkum til að auðga menningarlíf. Atvinnulíf er blómlegt og skilar það ærnu fjármagni í ríkiskassann. Þetta háa þjónustustig og þéttleika samfélagsins má ekki síst rekja til mikilla fjarlægða í næstu þéttbýliskjarna. Því fer þó fjærri að Hornfirðingar séu eyland og þurfa Hornfirðingar að sækja viðamikla þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. Má þar til að mynda nefna læknisþjónustu og aðra sérhæfða þjónustu, samvinnuverkefni ýmiskonar, íþróttaæfingar fyrir afreksfólk, aðgengi að stjórnsýslu, aðgengi að menningarviðburðum, aðgengi að verslun, persónuleg erindi ýmiskonar ofl. Öflugar og hagkvæmar flugsamgöngur til höfuðborgar allra landsmanna eru því gríðarlega mikilvægar fyrir lífvænleika svæðisins. Þær eru eina leiðin fyrir Hornfirðinga að komast til höfuðborgarinnar á tiltölulega skömmum tíma þar sem bílferð á einkabíl tekur um 6 klst. og hátt í 10 klst. með almenningsvögnum. Aðra leiðina.
Ég óska því eftir að tillaga um niðurfellingu á ríkisstyrktu flugi á milli Hafnar og höfuðborgarsvæðisins verði felld úr drögum að heildarstefnu í almenningssamgöngum á vegum ríkisins.
Virðingarfyllst,
Árdís Erna Halldórsdóttir
Ég vil ekki hugsa það til enda ef flug hingað verður skert eða það af verra leggist af.
Verandi móðir drengs sem þarf reglulega að hitta sinn sérfræðing í rvk. Sá fundur tekur oft ekki nema 15 mín og hefur því verið mun auðveldara að fljúga fram og til baka sama dag,frekar en að keyra á einkabíl í 5 tíma ( þar að segja ef stutt sem enginn stopp eru tekin) flestir sem eiga börn vita nú að ferðalag til Reykjavikur tekur flestar barnafjölskyldur mun meiri tíma. Og gefum okkur að það sé alltaf sumarfærð. taka frí úr vinnu í 2 daga til að koma sér fram og til baka i þessa 15 mínotna skoðun. Og aldrei dytti mér í hug að bjóða barninu eða börnunum mínum uppá 9 tíma strætóferð hér á milli, Þegar við þurfum að sækja þjónustu í höfuðborgina það yrði ferðalag sem ég myndi ekki treysta mér né ungum börnum í.
Það skal tekið fram að við erum að tala um eina helstu lífæð samfélagana hérna á norð-austurhorninu. Þegar embættismenn eða sérfræðingar, að beiðni ráðherra, koma fram með slíkar skýrslur eins og þessa þar sem við á þessu svæði erum ekki talin þjóðhagslega hagkvæm þá auðvitað fer fólk hér að spurja sig hvað gengur þessu fólki til.
Það eru stór orð að segja að hluti þjóðarinnar sé óhagkvæmur og klárt mál að í því felast ekki bara einhverjar tölulegar staðreyndir heldur líka skoðum. Þórshöfn og Vopnafjörður eru þau samfélög sem eru hvað lengst frá höfuðborgarsvæðinu hvort sem mönnum líkar það betur eða verr og þannig mun það vera áfram. Út frá þeim punkti finnst mér að menn verði að hugsa og velta fyrir sér hvernig hægt er að hjálpa þessum svæðum að vaxa og dafna. Ekki má gleyma að þessir svæði skila gríðalega miklum tekjum til þjóðarbúsins.
Þegar íbúar þessa landsvæðis sáu fréttir þess efnis að stjórnvöld hafa loksins tekið ákveðna stefnu í að niðurgreiða þessa mikilvægu samgöngulífæð með svokallaðri "skorsku leið" mátti sjá bjartsýni og jákvæðni meðal íbúa. Þarna var um að ræða mikla jafnréttisbót þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu yrði jafnari ásamt og annari þjónustu. EN Adam var ekki lengi í paradís því fólki var snarlega kippt niður á jörðina með þeirri skýrslu sem hér um ræðir.
Ég hvet þingmenn þessa kjördæmis til að berjast fyrir tilverurétti okkar hér. Um leið hvet ég stjórnvöld til að halda áfram stefnunni um "skosku leiðina" og snúa sér að því að spara krónurnar annarsstaðar s.s. hjá aðstoðarmönnum þingmanna og bankastjórnum ríkisins.
Sveitarstjórnarmaður í Langanesbyggð
Þorsteinn Ægir Egilsson
Umsögn Langanesbyggðar er í viðhengi.
Elías Pétursson, sveitarstjóri
ViðhengiÉg er harðlega á móti því að flugsamgöngur til Hornafjarðar verði skertar og að strædósamgöngur verði efldar þar sem að fæstir Hornfirðingar nota strætó.
Að undanförnu hefur dvalartími ferðamanna á Íslandi verið að styttast. Til að bregðast við skemmri dvalartíma ferðamanna og til að fá þá til að fara lengra út á land hefur ferðaþjónustan í sveitarfélaginu Hornafirði lagt áherslu á þann kost að ferðamenn geti flogið aðra leiðina til Hafnar og þá ekið hina leiðina. Það skiptir því miklu máli fyrir ferðaþjónustuna, sem er ein af stærstu stoðum atvinnulífsins hér, að flugsamgöngur til Hafnar verði áfram tryggðar bæði fyrir ferðamenn og heimamenn.
Samgöngur milli Hafnar og Reykjavíkur þurfa að vera hraðar og öruggar. Fæstir hafa tíma til að sitja í strætó 7-8 tíma hvora leið til að sinna erindum í Rvk. sem taka kannski 2-3 tíma og missa þannig 2-3 daga úr vinnu í stað þess að geta flogið fram og til baka auk þess að sinna erindum á einum degi.
Strætóferðir eru oft felldar niður vegna veðurs þó hægt sé að fljúga. Stætósamgöngur eiga rétt á sér fyrir þá sem kjósa þann fararmáta, en það má ekki vera á kostnað flugsamgangna. Því flugið er lífæð okkar til Reykjavíkur.
Einnig er mikilvægt að huga að því að áætlun strætó sé samræmd öðrum samgöngumöguleikum svo þeir sem ætla að nýta þær og komast t.d. áfram austur á land verði ekki strandaglópar á Höfn því engar samgöngur eru í boði frá Höfn og lengra austur.
Olga M Ingólfsdóttir
framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls
Varðandi stefnumótun í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í málefnum almenningssamgangna í landsbyggðinni . Þar hefur verið talað um að almenningssamgöngur landleiðina sé helsti kostur ráðuneytisins þegar kemur að Hornafirði þá langar mig til að benda á að vegir frá Vík í Mýrdal austur í Hornafjörð og áfram á Djúpavog bjóða ekki upp á öruggan ferðamáta. Vegur allt of mjór, fjöldi einbreiðra brúa, gífurlegur umferðaþungi vegna fjölda ferðamanna, margir ökumenn á vegunum sem ekki valda því að keyra bíl ( þarf greinilega að kanna það hvað liggur að baki ökuleyfa margra) . Sem íbúi, ekki ferðamaður, þá nýti ég almenningssamgöngur á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur mest vegna læknisferða og veit ég að svo er um marga. Til dæmis vegna krabbameinsmeðferðar. það er ekki þægileg tilhugsun að þurfa að ferðast með rútu í heilan dag fyrir slíkt og þá er læknisheimsóknin komin í þrjá daga í stað eins.
Umsögn um drög að stefnu í almenningssamgöngum sett fram á samráðsgátt í febrúar 2019.
Ferðumst saman – Drög að stefnu í almenningssamgöngum
Í framsettum meginmarkmiðum með stefnunni kemur fram
• Samfélagslegt: Efling lífsgæða með heildarstefnu um almenningssamgöngur sem hefur það að leiðarljósi að allir hafið aðgang að skilvirkum og heildstæðum almenningssamgöngukerfi með tengingu byggða og aukinni þjónustu. Með því er verið að greiða fyrir atvinnu- og skólasókn og tryggja aðgengi að opinberri þjónustu í nærumhverfi sem og á höfðuborgarsvæðinu.
Vandséð er með hvaða hætti þau stefnudrög sem lögð eru fram uppfylli þessi meginmarkmið í það minnsta gagnvart þeim svæðum sem lagt er til að dregið verði úr samgöngum með því að hætta stuðningi við innanlandsflug. Ekki verður séð að það greiði fyrir atvinnu- og skólasókn að leggja það til að íbúar Austur Skaftafellssýslu ferðist í 7 til 10 tíma með strætó til að koma á höfðuborgarsvæðið. Einnig verður það ekki skilið að það sé efling lífsgæða að þurfa að sækja stóran hluta af opinberri þjónustu með 7 til 10 tíma rútuferð en þessa þjónustu þarf að sækja til höfðuborgarinnar.
Því er haldið fram að almenningssamgöngur skapi einnig mikilvægt hagræði fyrir samfélagið bæði umhverfislega og efnahagslega. Þetta getur vel átt við ef rétt er staðið að skipulagi almenningssamgangna. Mikilvægur þáttur er hversu langan tíma það tekur að komast á milli staða. Reynslan sýnir að þegar ferðatími fer yfir 3,5 til 4 tíma verða ferðir með strætó ekki fyrir valinu hjá almenningi sem samgöngkostur. Hvað þá að það komi almennt til greina þegar ferðatími er 7 til 10 klukkustundir. Það er því fráleitt að halda því fram að almenningssamgöngur skapi hagræði fyrir samfélagið án þess að taka inn í þá jöfnu ferðatímann milli staða hvort sem horft er til umhverfislegra eða efnahagslegara þátta.
Í drögum kemur fram að almenningssamgöngur geti ekki tryggt tengingar við alla staði á landinu og forgangsraða hvaða staði skuli tengja og að við forgangsröðun þurfi að styðjast við ferðavenjukannanir og umferðartalningar. Í kaflanum sem heitir „Ferðavenjur á Íslandi“ er ekki hægt að sjá upplýsingar um ferðavenjur á suðurlandi. Aðeins er nefnd rannsókn á almenningssamgögnum á Suðurlandi 2015. Það er því sérstakt að lagðar skuli fram tillögur um svo áhrifamiklar breytingar eins og að hætta stuðningi við innanlandsflug til Hornafjarðar á svo takmörkuðum greiningargögnum.
Við skoðun á því hvernig verkefnahópurinn viðaði að sér upplýsingum er sérstakt að sjá þann landsbyggðar halla sem er á vali viðmælenda. En í drögunum kemur fram að fundað var með þrem fulltrúum Austurbrúar á Austurlandi, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs og einum ferðaþjónustuaðili á Egilsstöðum. Ekkert er fundað með fulltrúum sveitarfélaga, sveitarstjórum eða bæjarstjóra þeirra sveitarfélaga sem þessi stefna myndi hafa mest áhrif á.
Miðað við þróun á opinberri þjónustu á landsbyggðinni sem verið hefur í gengum árin er því harðlega mótmælt að leggja eigi af styrk til flugsamgangna. Það er óásættanlegt fyrir íbúa að eiga að sækja opinbera þjónustu með 7 til 10 tíma rútuferð.
Ég bý á Höfn og vil búa á Höfn en ég vil einnig halda góðum samgöngum til Hafnar frá Reykjavík sem og á aðra staði á landsbyggðinni. Góðar samgöngur eru nauðsynlegar fyrir alla á landinu og ekki síst þá sem búa úti á landi. Að hætta að styrkja við flug til Hafnar er í mínum huga jafn slæm hugmynd og að brjóta niður aðra hverja brú frá Höfn til Reykjavíkur og gera ráð fyrir að ástand þjóðvega lagist við það að búið sé að fækka brúm um helming. Íbúar úti á landi þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar, Reykjavíkur, sem ekki er hægt að fá úti á landsbyggðinni. Stofnanir margs konar og læknisþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Það er ótækt að sá sem þarf að fara til Reykjavíkur að sinna erindi í stofnun eða nálgast nauðsynlega læknisþjónustu þurfi að gera ráð fyrir að eini ferðamátinn sé strætó. Löng og hugsanlega erfið ferð fyrir farþega sem ekki hefur annað val til ferðalaga. Það er ekkert jákvætt við það að hætta að styrkja flug á Höfn, Þórshöfn og Vopnafjörð. Öryggi íbúa batnar ekki við það. Það gefur fólki ekki aukna möguleika á að nýta sér höfuðborgina sína og þá þjónustu sem þar er að finna. Vegir landsins batna ekki við það. Umferðarslysum fækkar mjög líklega ekki og álag eykst á þreytta þjóðvegi. Það er ekki spennandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þurfa að gera ráð fyrir því að eyða þremur dögum hið minnsta í ferð sem farin væri í strætó í stað þess að komast milli heimabæjar og Reykjavíkur með flugi og geta sinnt sínu erindi á einum degi. Ég leggst alfarið gegn hugmyndum um að fella niður styrki til flugs á Höfn, Þórshöfn og Vopnafjörð.
Góðan dag
Ætla að mótmæla harðlega þeirri tillögu sem um hér ræðir, þið bara getið ekki gert landsbyggðinni þetta. Gerið þið ykkur grein fyrir vegalengdinni /tímalengdinni fyrir fólk að keyra um í strætó? Hvernig verður það svo með td lækna sem skipt er um ört hérna? Þetta er ekki boðlegt og vona ég að þessi tillaga hafi bara verið vondur draumur. Kveðja Ásdís Ólafsdóttir
Eg er alfarið á móti því að ríkið hætti að greiða niður flugfargjöld til Hornafjarðar .
1. Vegna fjarðlægðar við höfuðborgina og þá þjónustu sem við Hornfirðingar erum neydd til að sækja þangað samanber læknisþjónustu, fæðingar, sónar, geðdeild, og fl.
2. Ferðaþjónustan myndi skaðast.
3. Fjölskyldur eiga erfiðra með að hittast.
4. Vegurinn ( Þjóðvegur1) til okkar eru mjög hættulegur 20 einbreyðar brýr og alveg ofboðsleg umferð af flutningabílum og stórum rútum á allt og þröngum vegum.
Ég vona að ríkisvaldið sjái að sér og láti sér ekki detta þetta í hug aftur.
Með kveðju Guðrún Ingólfsdóttir
Umsögn Fjórðungssambands Vestfirðinga fylgir hér með í viðhengi.
ViðhengiÁ samráðsgátt er nú til umsagnar drög að stefnu í almenningssamgöngum sem ber heitið Ferðumst saman. Undirritaður vill koma fram eftirfarandi athugasemdum við skjalið.
Í Vestmannaeyjum er mikil trú á tilkomu hinnar svokölluðu skosku leiðar og tel ég að átta flugleggir á ári séu ágætis byrjun á því verkefni. Með slíku fyrirkomulagi er búinn til hvati fyrir almenning að nota innanlandsflug til að sækja þjónustu sem ekki er til staðar í smærri samfélögum fyrir utan að hið opinbera fær auknar tekjur í formi flugvallarskatta og lendingagjalda.
Það hlýtur að vera forgangsmál að setja Isavia eigendastefnu. Í dag virðist staðan vera sú að fyrirtækið er rekið með það eitt að markmiði að hámarka hagnað félagsins. Oftar en ekki fær maður það á tilfinninguna að gróðasjónarmiðið sé haft ofar því að byggja upp flugvelli á landsbyggðinni og efla innanlandsflugið. Nota þarf hagnað af Isavia í miklu mæra mæli en nú er gert til uppbyggingar flugvalla landsins. En í staðinn skilar félagið margra milljarða hagnaði á hverju ári og flugvellir grotna niður. Sömuleiðis teldi ég eðlilegt að hagnaður ríkisfyrirtækisins væri að hluta notaður til þess að styðja við flug á þær flugleiðir sem teljast óhagkvæmar.
Í mínum huga er innanlandsflug framtíðar fyrirkomulag almenningssamgangna á Íslandi. Ljóst er að ekki er hægt að bera saman almenningssamgöngur á landi og í lofti. Flugfargjöld innanlands eru dýr og ekki á færi almennings nema að litlu leyti. Stefna stjórnvalda ætti að vera efling innanlandsflugs og til þess þarf því ríkið að koma að því með einum eða öðrum hætti. Skapa þarf hvata til flugreksturs á flugleiðum sem ekki eru metnar „þjóðhagslega hagkvæmar“. Þetta þarf ekki einungis að gera í formi styrkja heldur væri hægt að setja ýmis konar ívilnanir t.a.m. í gegnum skattkerfið.
Á blaðsíðu 20 í skýrslunni segir: „Af ríkisstyrktum flugleiðum er flugleiðin Reykjavík – Höfn langstærst og virðist vera að styrkja sig ef marka má þróun farþegatalninga 2012-2017“. Enn fremur segir á bls. 21: „Núverandi aksturstenging er hagstæðari og tryggir betri tengingu í brothættri byggð í Skaftafellssýslu. Þar að auki er ekki eðlilegt að á sömu leið sé haldið úti tveimur styrktum almennings-samgöngumátum í beinni samkeppni“.
Það er mér algerlega hulin ráðgáta hvernig skýrsluhöfundar fá það út að heppilegast sé að hætta ríkisstyrk á flugleiðina RVK – Hornafjörður. Hvernig telja menn það eðlilegt, úr því að flugleiðin er að styrkja sig að þá sé heppilegast að hætta stuðningi? Væri ekki nær að bæta í?
Það er ótækt er að ætla að einblína á almenningsvagna þar sem aksturstíminn til Hafnar er 7 klst og engum þarf að dyljast hversu óhagstætt það er fyrir þá sem eru þjónustu þurfi til höfuðborgarinnar að skottúr þurfi að taka 14 klukkustundir fram og til baka. Fyrir utan þetta má benda á að flug til Hornafjarðar gangast ekki einungis 2.400 íbúum Hornafjarðar heldur íbúum sveitarfélaga þar í kring, t.d. í Skaftárhreppi og á Djúpavogi.
Að auki tel ég ekki hægt að einblína á almenningssamgöngur á vegum landsins í ljósi ástands þeirra. Allir þeir sem leggja leið sína austur á Hornafjörð vita að margir slæmir og hreinlega hættulegir vegkaflar eru á þessari leið, og nægir að benda á stórhættulega brú yfir Hornafjarðarfljót í því samhengi en því miður mun uppbygging hennar ganga allt of hægt miðað við samgönguáætlun sem nú hefur verið kynnt.
Ég vill að lokum benda á að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Mikil verðmæti felast í því að landið allt sé í blómlegri byggð. Landsmenn eiga að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt“. Enn fremur: „Unnið verður að því að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðanna“.
Öflugar samgöngur í flugi tryggja blómlega byggð í landinu og er forsenda þess að lítil samfélög á landsbyggðinni fái þrífist.
Virðingarfyllst,
Njáll Ragnarsson
Bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Vestmannaeyjum.
Það er gengur ekki að leggja niður flug til Hornafjarðar. Allir þeir sem þurfa að leita sér lækninga til Reykjavíkur, ófrískar konur sem þurfa að eiga börn sín í Reykjavík og margir fleiri nota þessar samgöngur. Það fer engin að keyra með strætó alla þessa leið sem á erindi til læknis eða er að fara að eiga barn.
Ég leggst eindregið gegn því að flug til Hornafjarðar verði lagt niður.
Það er mikið hagsmuna mál fyrir Hornfirðinga og aðra landsmenn að halda uppi ódýrum og tryggum flugsamgöngum ekki sýst með tilliti til heilbrigðisþjónustu.Munar þar miklu að komast á klukkutíma til Reykjavíkur og jafnvel heim sama dag frekar en eyða tveimur dögum í að keyra fram og aftur .Mótmæli harðlega þeirri hugmynd að hætta að styrkja flugsamgöngur.
Akureyri, 7. mars 2019
Samgöngu- og Sveitarstjórnarráðuneytið
v/ “Ferðumst saman”
Stefna ríkisins í almenningssamgöngum
Sölvhólsgötu 7
101 REYKJAVÍK
Efni: Umsögn stjórnar Eyþings um stefnu ríkisins í almenningssamgöngum “ Ferðumst saman”.
Ágæti viðtakandi.
Stjórn Eyþings vill byrja á því að fagna samþættingu strætós, flugs og ferja sem leggja á grunninn að öflugum almenningssamgöngum á landinu öllu og birtist í ný framlögðum drögum að stefnu ríkisins í almenningssamgöngum. Þá vill Eyþing fagna nokkrum þáttum sem m.a. birtast í aðgerðum og markmiðum stefnumótunarinnar.
Í fyrsta lagi á að endurnýja leiðarkerfi almenningsvagna milli byggða og í því sjónarmiði eru settir fram árangursmælikvarðar en áætlað er að fjölga farþegum með almenningsvögnum almennt en á sama tíma að fjölga farþegum með almenningsvögnum innan vinnu- og skólasóknarsvæða. Þetta markmið styður mjög vel þann grunn sem byggður hefur verið upp í almenningssamgöngum á svæði Eyþings þ.e. ferðir almenningsvagna til og frá Akureyri til Húsavíkur, Dalvíkur, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Þá hafa verið byggðar upp leiðir frá Akureyri til Egilsstaða og Reykjavíkur.
Atvinnu- og þjónustusvæðið á Norður- og Norðausturlandi hefur nú eflst enn frekar m.a. með tilkomu Vaðlaheiðargangna og á svæðinu eru nú sex framhaldsskólar þ.e. Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmennaskólinn á Akureyri, Háskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri og Framhaldsskólinn á Húsavík. Þjónusta almenningsvagna við þessar stofnanir er áfram gríðarlega mikilvæg og brýnt að horft verði til Lauga í Reykjadal og Þórshafnar í þessu samhengi við endurnýjun á leiðakerfinu m.a. til þess að ná fyrrgreindum markmiðum fram um fjölgun farþega með vögnunum. Áður hafa verið skipulagðar almenningssamgöngur til Þórshafnar sem lagðar voru niður vegna niðurskurðar á fjárframlögum og sveitarfélagið Þingeyjarsveit greiðir nú sjálft fyrir tengingu Lauga og þar með framhaldsskólans á staðnum við þær almenningssamgöngur sem farnar eru á milli Húsavíkur og Akureyrar.
Í öðru lagi er það fagnaðarefni að greiða eigi niður fargjöld íbúa með lögheimilin innan áhrifasvæðis innanlandsflugs á landsbyggðinni sem og að lækka almenn fargjöld í leiðarkerfi almenningsvagna. Slíkar aðgerðir styðja mjög vel við alla byggðarþróun og auðveldar fólki að sækja vinnu, þjónustu og afþreyingu milli staða. Þá styður það mjög við Eyþingssvæðið sem í stefnumótun sinni s.s. í áhersluverkefnum sóknaráætlunar 2019 mun efla samstarf á svæðinu enn frekar til framtíðar.
Í þriðja lagi er það jákvætt að sjá markmið um uppbyggingu samgöngumiðstöðva í almenningssamgöngukerfinu og eflingu aðstöðu s.s. biðskýla og yfirbyggðrar aðstöðu á öllum stoppistöðvum.
Í fjórða lagi er það einnig jákvætt að horfa til orkuskipta í almenningssamgöngum með því að nota farartæki sem eru alfarið rekin með vistvænum orkugjöfum. Í dag ganga t.d. strætisvagnar á Akureyri fyrir metani og því gæti verið heppilegt að hefja orkuskipti í vögnum sem aka um annars staðar á Eyþingssvæðinu.
Í fimmta lagi er markmið um sameiginleg gagnvirka þjónustuveitu almenningssamgangna gríðarlegt fagnaðarefni þar sem mikilvægt er fyrir notendur þjónustu almenningssamgangna að geta nálgast upplýsingar í rauntíma um allar leiðir í heildstæðu almenningssamgöngukerfi.
Í aðgerðum og leiðum í umræddri stefnumótun eru á hinn bóginn þættir sem Eyþing getur ekki sætt sig við og mótmælir af þunga. Hugmyndir eru um að hluti af heildstæðri hagræðingu almenningssamgöngukerfisins komi niður á flugi til og frá Þórshöfn og í staðin fyrir þann samgöngumáta verði horft til almenningsvagna. Fyrir því eru fjölmörg rök að þessi aðgerð eigi enga leið með góðri og framsýnni stefnumótun um almenningssamgöngur.
Í fyrsta lagi myndi þessi ráðstöfun veikja þá vinnu sem nú þegar er í gangi á Norðausturlandi og tengist meðal annars áformum um stórskipahöfn í Finnafirði. Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjörður í samstarfi og með stuðningi Eyþings, fengu nýlega 18. millj. kr styrk sem hluta af sóknaráætlun svæðisins til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaganna og þróunarfélaga sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Á styrkurinn að nýtast til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessara mála og nú þegar er verkefnið komið vel á leið. Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að tengja mismunandi landshluta gegnum þann farveg við byggðaáætlun stjórnvalda og þannig efla svæði sérstaklega sem hafa átt undir högg að sækja. Um leið og sveitarfélögin á þessu svæði hafa kostað til miklum tíma og fjármunum ásamt stjórnvöldum eru tillögur sem þessar á borðinu sem munu veikja m.a þessi áform. Hafi einhverntímann verið þörf fyrir samgöngur með flugi á þetta svæði er það einmitt nú og til framtíðar. Vart verður séð að nauðsynlegar ferðir fólks sem m.a kemur að þessu verkefni verði farnar á akandi farartækjum sökum þess hve langan tíma þær ferðir muna taka. Mikilvægt er að byggðir landsins fjærst höfuðborginni, þar sem unnið er að markvissri atvinnubyggingu búi við traustar og skilvirkar almennings- og sjúkrasamgöngur.
Í öðru lagi er þessi hagræðingarleið í ósamræmi við hina svokölluðu skosku leið sem gert er ráð fyrir í fyrirliggjandi samgönguáætlun og stefnumótuninni sjálfri er kveður á um aðgerðir og markmið tengda fargjöldum og komið var inná hér að framan. Þá gengur hagræðingarleiðin gegn megin markmiðum stefnumótunarinnar um samfélagslegt hlutverk hennar, þ.e. eflingu lífsgæða með aðgangi að skilvirku og heildstæðu almenningssamgöngukerfi og aukinni þjónustu, tryggðu aðgengi að opinberri þjónustu í nærumhverfi sem og á höfuðborgarsvæðinu.
Í þriðja lagi er því lýst í samgönguáætlun 2019-2033, sem var lögð fyrir Alþingi á haustþingi að íbúar landsbyggðarinnar eigi kost á að komast til höfuðborgarinnar á um 3½ klst. með samþættum ferðatíma, akandi, með ferju eða í flugi. Ekki verður séð að í þessum þætti aðgerða og markmiða stefnumörkunar í almenningssamgöngum sé horft til markmiða samgönguáætlunar hvað þennan þátt varðar. Bent skal á þessu til stuðnings að áætla má að ferðatími með strætisvagni til Húsavíkurflugvallar frá Þórshöfn og flugi til Reykjavíkur, eins og gert er ráð fyrir í áætluninni, verði um 5 klst. aðra leiðina með viðkomu á Raufarhöfn og Kópaskeri. Þá er rétt að benda á að ökutími milli Þórshafnar og Reykjavíkur er um 7-8 klst. á einkabíl í góðri færð. Ferðatími yrði því um 10-12 klst. með strætisvagni.
Í fjórða lagi er rétt að benda á að tilvist flugvallarins og flugrekstur til og frá Þórshöfn er nauðsynlegur þáttur til að tryggja viðunandi öryggi íbúa á svæðinu og í því samhengi er mikilvægt að benda sérstaklega á sjúkraflug en mörg dæmi eru um að það hafi skipt öllu máli við að koma sjúklingum undir læknishendur á Akureyri eða í Reykjavík eins skjótt og verða má.
Í fimmta og síðasta lagi skal bent á að veðurfar á Norðausturlandi býður ekki upp á að íbúar svæðisins reiði sig einvörðungu á vegasamgöngur, sér í lagi eins og í Langanesbyggð þar sem allar slíkar samgöngur eru um langa fjallvegi. Það yrði óviðunandi staða til framtíðar litið.
Af ofangreindu má sjá að allar hugmyndir um bættar almenningssamgöngur með almenningvögnum á kostnað flugsamgangna fara ekki saman þegar kemur að svæðinu á Norðausturlandi. Af framangreindum ástæðum vill Eyþing árétta mikilvægi þess að flugþjónusta til Vopnafjarðar og Þórshafnar verði ekki skert. Bent hefur verið á að flug fyrir íbúa á þessu svæði er ekki ósvipað og mikilvægi þess að ferjur sigli til og frá Vestmannaeyjum, Grímsey og Hrísey, þ.e. nauðsynlegur valkostur íbúa sem þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar.
Að lokum vill Eyþing taka undir umsagnir frá byggðaráði Langanesbyggðar og bæjarráðs Akureyrar sem sendar hafa verið sem umsögn aðila um sama mál.
Virðingarfyllst,
f.h stjórnar Eyþings
Páll Björgvin Guðmundsson
starfandi framkvæmdastjóri
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins um: Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiSlysavarnafélagið Landsbjörg hvetur til þess að í drögum að stefnu í almenningssamgöngum sé einnig fjallað um umferðaröryggismál, slysavarnir og hvetur til þess að þar sé sett fram núllsýn í slysum í almenningssamgöngum hér á landi
Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um drög að stefnu í almenningssamgöngum
Athugasemdir ÖBÍ um stefnuna í heild
Því er fagnað að fyrir liggi áætlanir um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum, enda mikilvægt að almenningur eigi kost á að ferðast um á hagstæðan hátt í samtengdu kerfi.
Þó vantar alveg svör við því hvernig almenningssamgöngur eigi að vera raunhæfur valkostur fyrir fatlað fólk, sem þær eru ekki í dag. Íslensk löggjöf og alþjóðlegar skuldbindingar kveða þó á um fullt aðgengi fyrir fatlað fólk til jafns við aðra að almenningssamgöngum.
Skuldbindingar
Á nýliðnum árum hafa verið innleiddar ESB reglugerðir í íslenska löggjöf um almenningssamgöngur. Sammerkt með þeim eru kröfur um aukin réttindi og aðgengi fatlaðs fólks að almenningsvögnum, flugi og bátum, auk þess sem sérstök áhersla er lögð á upplýsingagjöf. Með því er reynt að uppfylla ákvæði Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF), þar sem segir í 20. gr.:
States Parties shall take effective measures to ensure personal mobility with the greatest possible independence for persons with disabilities, including by: (a) Facilitating the personal mobility of persons with disabilities in the manner and at the time of their choice, and at affordable cost; [...] (c) Providing training in mobility skills to persons with disabilities and to specialist staff working with persons with disabilities.
Almenningsvagnar
Um mitt ár 2017 voru sett ný lög um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, nr. 28/2017 , og reglugerð nr. 475/2017 sem fól í sér innleiðingu ESB reglugerðar nr. 181/2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum . Með þessari gildistöku fylgja auknar kröfur á sérleyfishafa um aðgengi fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk að hópferðabílum. Það mun fela í sér að frá 1. júní 2017, þegar lög nr. 28/2017 tóku gildi, er flutningsaðilum óheimilt að kaupa inn ný ökutæki án þess að þau séu þannig búin að aðgengi sé fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk. Að sama skapi skal aðgengi vera tryggt fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk við breytingar eða byggingu á miðstöðvum og biðstöðvum hópbifreiða, sbr. 9. mgr. aðfararorða ESB reglugerðarinnar.
Réttindin gilda um aðgengi að rútum, strætisvögnum í þétt- og dreifbýli, flugrútu og aksturs-þjónustu fatlaðs fólks, sem er ígildi almenningsvagna fyrir það fólk sem ekki getur notað þá.
Flug
Með reglugerð um réttindi fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga sem ferðast með flugi, nr. 475/2008 öðlaðist gild reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2006. Í EB reglugerðinni segir í 11. mgr. aðfararorða:
„Þegar ákvörðun er tekin um hönnun nýrra flugvalla og flugstöðva og í tengslum við umfangsmikla endurnýjun skulu framkvæmdastjórnir flugvalla, ef unnt er, taka tillit til þarfa fatlaðra og hreyfihamlaðra einstaklinga. Flugrekendur skulu á sama hátt, ef unnt er, taka tillit til slíkra þarfa þegar ákveðið er hvernig hanna eigi ný og nýlega endurnýjuð loftför.“
Bátar
Viðaukar við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó voru innleidd ir hér á landi með reglugerð nr. 536/2016. Þar er kveðið á um réttindi fatlaðra eða hreyfihamlaðra einstaklinga um breytingar eða endurgreiðslur á ferð, aðstoð og svo þjálfun starfsmanna. Með innleiðingu þessara viðauka fylgir jafnframt sú ábyrgð að fylgja öðrum ákvæðum ESB reglugerðarinnar, þar sem segir m.a. í 7. mgr. aðfararorða:
„In deciding on the design of new ports and terminals, and as part of major refurbishments, the bodies responsible for those facilities should take into account the needs of disabled persons and persons with reduced mobility, in particular with regard to accessibility, paying particular consideration to ‘design for all’ requirements. Carriers should take such needs into account when deciding on the design of new and newly refurbished passenger ships in accordance with Directive 2006/87/EC of the European Parliament and of the Council of 12 December 2006 laying down technical requirements for inland waterway vessels and Directive 2009/45/EC of the European Parliament and of the Council of 6 May 2009 on safety rules and standards for passenger ships.“
Frá innleiðingu á því að gæta að því að hanna og byggja hafnarmannvirki út frá ákvæðum algildrar hönnunar. Jafnframt á að gæta þess við breytingar og kaup á farþegabátum og ferjum að ákvæði algildrar hönnunar séu virt.
Bent er á finnska reglugerð um aðgengi að og í farþegabátum sem tók gildi 1. júli 2017 gerir kröfu um að allir farþegabátar eigi að vera aðgengilegir fyrir alla í síðasta lagi 1. janúar 2020. Æskilegt er að sömu kröfur séu gerðar hérlendis. Þá má benda á að í finnsku reglugerðinni er að finna ítarlegar aðgengiskröfur sem þarf að uppfylla.
Upplýsingagjöf
Réttur farþega til að fá allar upplýsingar í tæka tíð og á því sniði sem þeim hentar er staðfestur í þeirri evrópsku löggjöf sem innleidd hefur verið hérlendis og vitnað er í hér að ofan, sbr. 21. mgr. aðfararorða í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1177/2010 um réttindi farþega sem ferðast á sjó (og vatnaleiðum innanlands):
„Passengers should be fully informed of their rights under this Regulation in formats which are accessible to everybody, so that they can effectively exercise those rights. Rights of passengers should include the receipt of information regarding the passenger service or cruise before and during the journey. All essential information provided to passengers should also be provided in formats accessible to disabled persons and persons with reduced mobility, with such accessible formats allowing passengers to access the same information using, for example, text, Braille, audio, video and/or electronic formats. “
Staða mála
Möguleikar fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks til að nýta sér almenningssamgöngur hér á landi eru afar takmarkaðir.
Samkvæmt könnun á aðgengi strætisvagna og biðstöðva sem ÖBÍ og Strætó bs. framkvæmdu á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 2018, eru strætisvagnar flestir ágætlega aðgengilegir, en ástand biðstöðva er afar bagalegt og kemur í veg fyrir að hreyfihamlað fólk geti nýtt sér þann faramáta nema að mjög takmörkuðu leyti. Niðurstöður verður hægt að kynna sér síðar í þessum mánuði þegar lokaskýrsla verkefnisins verður gefin út.
Ástand landsbyggðarstrætisvagna og áætlunarbíla milli sveitarfélaga er verra. Enginn þessara bíla er aðgengilegur hreyfihömluðu fólki. En þó svo að þeir væru það kæmu biðstöðvar, ef biðstöðvar mætti kalla, í veg fyrir að sá fararmáti sé raunhæfur valkostur fyrir hreyfihamlað fólk. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var fyrir Vegagerðina árið 2016 voru að einungis 11 biðstöðvar af 44 væru aðgengilegar öllum. Ljóst er að fara þarf í mikla uppbyggingu á samgöngumiðstöðvum og biðstöðvum hérlendis.
Tvö fyrirtæki reka flugrútuþjónustu frá Reykjavík til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Allir vagnar eru óaðgengilegir hreyfihömluðu fólki.
Akstursþjónusta fatlaðra sem sveitarfélögin reka býðst eingöngu innan sveitarfélaganna sjálfra, nema með sérstökum samningum. Því er ekki hægt að nýta akstursþjónustuna til að fara yfir bæjarmörk. Þó er akstursþjónustan hugsuð sem ígildi almenningssamgangna fyrir fólk sem getur ekki notað þjónustu strætó. Strætó b.s. keyrir bæði innanbæjar í mörgum sveitarfélögum og milli sveitarfélaga.
Misjafnt er eftir flugfélögum hversu auðvelt er fyrir fatlað og hreyfihamlað fólk að fljúga innanlands. Á ákveðnum flugleiðum eru vélar sem eru afar þröngar í farþegarými og ekki er hægt að koma að hjálpartækjum til að komast um borð, sem þýðir að bera þurfi hreyfihamlað fólk upp stiga og inn í vél. Það eru ekki aðstæður sem nokkur maður vill lenda í.
Farþegabátar sem eru hér í notkun eru misvel búnir til að flytja fatlað og hreyfihamlað fólk. Aðgengi þarf að bæta víða. Dæmi er um þröngt athafnarými og bilaðar lyftur. Alltof oft þarf að fara um tröppur og yfir háa þröskulda sem útheimtir að starfmenn þurfi að bera viðkomandi milli sín. Það er engin óskastaða.
Réttur farþega til að fá allar upplýsingar í tæka tíð og á því sniði sem þeim hentar er lítt virtur hérlendis og þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um þjálfun starfsfólks í þjónustu við fatlaða og hreyfihamlaða farþega.
Framfylgni
Lítið hefur borið á að stjórnvöld hafi hirt um að kynna farþegum réttindi sín með fullnægjandi hætti né hafa stjórnvöld lagt kröfu á rekstaraðila að framfylgja þeim kröfum sem settar eru um aðgengi fyrir alla að almenningssamgöngum.
Samkvæmt svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn þingmanns Flokks fólksins á yfirstandandi þingi fer Samgöngustofa með framkvæmd laga um farþegaflutninga og framflutninga í landi, nr. 28/2017 og stjórnsýslufyrirmæla sem sett eru samkvæmt þeim. Ætla má að sama eigi við um aðra löggjöf um almenningssamgöngur. Ekki er að heyra á þeim rekstraraðilum sem talað hefur verið við að þeir hafi fengið kynningu á þeim kröfum sem settar eru um aðgengi að samgöngutækjum og mannvirkjum.
Vegagerðin hefur umsjón með útboði og samningum um farþegaflutninga í landi og hefur ákveðna upplýsingaskyldu gagnvart þeim sem hyggja á þátttöku í útboði og sem samningar eru gerðir við. Krafa um aðgengi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks að almenningsvögnum hefur aldrei ratað í útboðsgögn eða samninga.
Ekki var gerð krafa um aðgengi fatlaðs og hreyfihamlaðs fólks að þjónustu flugrútunnar í útboði Isavia haustið 2017, þrátt fyrir ákvæði í lögum. Ráðherra lagði til á Alþingi að akstursþjónusta fatlaðs fólks myndi þjóna fötluðum farþegum um ferðir milli höfuðborgarsvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.
Undirbúningur stendur yfir vegna útboðs á akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. ÖBÍ hefur gert kröfu um ákveðnar breytingar á reglum sveitarfélaganna um akstursþjónustu fatlaðs fólks, þ.á.m. að horfið sé frá því að hún miðist eingöngu við mörk sveitarfélaga. Eigi þjónustan að vera ígildi almenningbíla, má ekki setja önnur höft á hana en strætó. Það er mismunun.
Samráðsleysi
Það er skylda stjórnvalda að viðhafa virkt samráð við samtök fatlaðs fólks um ákvarðanir sem varða hagsmuni þess, allt frá fyrstu stigum, enda segir í 3. mgr. 4. gr. SRFF:
„Aðildarríkin skulu, þegar þau undirbúa og beita löggjöf sinni og stefnu samningi þessum til framkvæmdar og vinna að ákvarðanatöku um málefni fatlaðs fólks, hafa náið samráð við og tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks, þ.m.t. fötluð börn, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd.“
Ekki hefur verið leitað eftir áliti eða óskað eftir samráði við ÖBÍ við gerð stefnu stjórnvalda í almenningssamgöngum.
Tekið er undir með umsögn Sjálfsbjargar lsb. um stefnuna, umsögn #10.
Ekki er boðlegt að stefna í almenningssamgöngum horfi framhjá fötluðu fólki eins og gert er í þessum drögum og stjórnvöld hunsi áfram skyldur sínar.
Ekkert um okkur án okkar!
Með vinsemd og virðingu,
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ
Viðhengi
Góðan dag
Hjálögð er umsögn Samorku, samtala orku- og veitufyrirtækja um drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Virðingarfyllst,
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Kynnisferða um skýrsluna Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Virðingarfyllst,
fh. Kynnisferða ehf.
Björn Ragnarsson
framkvæmdastjóri Kynnisferða - Reykjavik Excursions
ViðhengiSem forsvarsmaður Flugfélagsins Ernis ehf er erfitt að átta sig á þeim tillögum er fram hafa komið í samgöngumálum hvað varðar niðurskurð innanlandsflugsins og aukna áherslu á strætisvagnaferðir milli landshluta. Að flug m.a. til Hornafjarðar, Vopnafjarðar og Þórshafnar geti verið þjóðhagslega óhagkvæmt hlýtur að byggjast á einhverjum misskilningi eða úreldum gögnum og upplýsingum. Miðað við það fé sem ríkið leggur til reksturs innanlandsflugsamgangna má ætla að í samanburði við aðrar styrktar samgöngur sé ríkið að fá langsamlega mest til baka fyrir það fé sem lagt er til flugsins. Ernir haldu úti áætlunarflugi til fimm staða á landsbyggðinni auk Reykjavíkur. Styrktar áætlunarleiðir eru til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals og Gjögurs. Auk þess heldur félagið uppi áætlunarflugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Þeir fjármunir sem ríkið lætur af hendi til ofangreindra samgangna verða allir til með þeim sköttum sem fyrirtækið sjálft greiðir til hins opibera. Skattar og gjöld af starfseminni til ríkisins eru nærri þrefalt það sem ríkið greiðir til flugsins.
Því nær það ekki nokkurri átt að talað sé um sparnað með að bjóða uppá tímafrekar langferðir með fólk í strætó í sparnaðarskini. Þar sem Flug til Hornafjarðar hefur verið mikið í umræðunni skal þess getið að ríkið greiðir um 100 milj krónur fyrir þann samning. Upphæð fer nánast öll til ríkisfyrirtækisins Isavía í formi farþegaskartta, yfirflugsgjalda, lendingagjalda og húsaleigu í flugstöðum á viðkomustöðum félagsins.
Varðandi verðlagningu fargjalda þá vil ég geta þess að félagið hefur boðið verkalýðsfélögum að kaupa með verulegum magnafslætti farmiða til notkunnar fyrir félagsmenn sína. Nokkurs misskilnings hefur gætt með það að verkalýðsfélögin væru að niðurgreiða farmiða til félaga sinna en svo er ekki. Flugfélagið Ernir hefur séð sér hag í að fá til sín auknum fjölda farþega með því að bjóða nokkurskonar hópkaup til hagsbóta fyrir alla aðila með því gefa sem flestum kost á að nýta sér flugið sem ferðamáta milli landshluta. Má því segja að félagið hafi tekið upp hina svokölluðu "skosku leið"án aðkomu ríkisins. Flugfélagið Ernir hefur þjónað landsmönnum í rétt tæp 50 ár og er þess albúið að halda uppi merki innanlandsflugsins með öllum tiltækum ráðum, þar með frekar að fjölga viðkomustöðum og efla flugið frekar en að draga úr mikilvægi þess. Flugið er og verður enn um ókomin ár eitt mikilvægasta almennings samgöngukerfi landsins.
Því er mikilvægt að ráðamenn og aðrir sem um samgöngur véla vandi sig og hrapi ekki að ómarktækum niðurstöðum um þjóðhagslega óhagkvæmni flugsamgangna.
Kveðja
Hörður Guðmundsson
Ég mótmæli að ríkið ætli að hætta ríkisstyrk á flugi til Hafnar í Hornafirði. Flugið er okkar samgöngu tæki þegar við erum að leita læknis, funda og þeirra þjónustu sem veitt er í höfuðborginni og tekur stuttan tíma. Mikilvægara er að efla flugið hér á milli og að flogið sé á hverjum degi því ef fellur niður flug þá þarf maður að bíða í sólahring jafnvel eftir næsta flugi sem er ekki gott. Trú og treysti að ríkistjórnin haldi sér við sín markmið að við séum ekki lengur en 3,5 tíma til að sækja stoðþjónustu margskonar sem ekki er hægt að halda úti á landi. Og ætla að bjóða okkur að aka á 2.5 tímum í Egilstaði þá má ekki neinn faratálmi á okkar leið verða. Bjóða fullorðnu fólki sem þarf að leita læknis í Reykjavík er óásættanlegt. Treysti því að kjörnir fulltrúar á Alþingi vinni vinnu sína í að tryggja almenningi góðar samgöngur á milli staða.
Ferðumst saman. Athugasemdir við drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Undirrituð er skólastjóri við Grunnskóla Hornafjarðar og í þessari umsögn er ég fyrst og fremst að tala út frá skólastarfi. Ég mótmæli harðlega á forsendum jafnræðis bæði jafnræðis til menntunar en ekki síður jafnræðis til þjónustu við grunnskólabörn að hætt verði að niðurgreiða flug til Hornafjarðar.
Aðgengi allra landsmanna að hverskonar skólaþjónustu þarf að vera gott og ef vilji er fyrir því að halda uppi byggð á öllu landinu þá þarf ákveðin grunn þjónusta eins og góður skóli að vera til staðar fyrir íbúana. Við sem búum út á landi skiljum alveg að ýmis þjónusta hjá okkur er öðruvísi en t.d. hjá íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það er allt í lagi en grundvallar öryggis og grundvallar jafnræðis verður þó að vera gætt. Með því að minnka eða hætta að niðurgreiða flug til Hornafjarðar er ljóst að þjónusta við svæðið mun versna og jafnræði íbúa ógnað því líklegt er að flug muni þá hreinlega leggjast af.
Grunnskóli Hornafjarðar reiðir sig á ýmiskonar þjónustu frá höfuðborgarsvæðinu s.s. sálfræðiþjónustu auk þjónustu frá fleiri aðilum. Við erum einfaldlega of fámenn til að bera uppi heilt starf sálfræðings eða ýmissa annarra sérfræðinga en þjónusta þessara aðila er gríðar mikilvæg fyrir fjölskyldur, skólann og samfélagið í heild rétt eins og annarsstaðar á landinu. Þessir aðilar t.d. sálfræðingar koma reglulega til okkar, jafnvel tvisvar í mánuði og þá alltaf fljúgandi og eru oftast í 2-3 daga. Ef þeir þyrftu að ferðast í 7 klst með strætó hvora leið í hvert sinn sem þeir kæmu þá myndu bætast tveir dagar ofan á hverja ferð. Það væri gríðar stór biti fjárhagslega að kyngja fyrir sveitafélagi fyrir utan að sennilega myndi enginn sérfræðingur nenna að eyða svona miklum tíma í strætó og veldi sér frekar annan stað til að þjónusta.
Flugið er mikilvægt fyrir skólastarf á fleiri vegu. Má þar nefna starfsþróun kennara. Það skiptir máli að geta fengið fyrirlesara og kennara á staðinn með flugi þannig að þeir koma að morgni og fara að kveldi. Að sama skapi skiptir máli fyrir kennara að geta flogið á námskeið til Reykjavíkur í stað þess að aka fram og til baka.
Eitt af flaggskipum íslenska menntakerfisins hefur verið hversu lítill munur er á milli íslenskra skóla. Stöndum vörð um íslenska menntakerfið og gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að skólar á landsbyggðinni standi ekki höllum fæti eingöngu vegna skorts á vilja yfirvalda til að horfa á sérþarfir landsbyggðarinnar og metnaðarleysis fyrir hönd landsbyggðarinnar.
Ég kýs að treysta ég því að það verði ekki hætt að niðurgreiða flug til Hornafjarðar heldur verði frekar horft til þess hvernig væri hægt að efla flugsamgöngur við svæðið.
Þórgunnur Torfadóttir
Hjálagt sendist umsögn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
F.h. SASS
Bjarni Guðmundsson
ViðhengiSamkvæmt (Hilmarsson & Þorleifsdóttir, 2014) er flugleiðirnar til Hafnar, Vestmannaeyja, Gjögur, Vopnafjarðar og Þórshafnar metnar þjóðhagslega óhagkvæmar. Svo mörg voru þau orð.
Þegar svona reikningsdæmi er sett upp þá þarf alltaf að ákveða forsendur til að byggja á.
Þar sem undirritaður hefur lengstan hluta æfinnar búið utan höfuðborgarsvæðisins þá þekki ég vel hvernig samgöngum er háttað bæði á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.
Það að ætla íbúum þessara svæða að skrölta með rútu eða strætó heilu og hálfu dagana vegna þess að stjórnmálamenn hafa ekki dug í sér að halda upp alvöru flugsamgöngum er sorglegt.
Þá er ekki tekið tillit til þeirrar hættu sem íbúunum stafar flugvallarleysi ef eitthvað kemur uppá.
Strætó getur til dæmis aldrei komið í staðinn fyrir flugsamgöngur við Hornafjörð, til þess er leiðin of löng.
Það er auðvelt að reikna út sparnað í excel en erfiðara að koma honum á svo skilvirkt sé í raunheimum nema með verulegri þjónustuskerðingu þegar samgöngur eru annars vegar.
Umsögn uppfærð og endurbætt
ViðhengiÉg mótmæli mikið þessum drögum, þótt lykilatriðin séu vel orðuð.
Að lesa yfir skölin sem fylgja með, er frekar erfitt fyrir svona samgöngunotara eins og mig. Ég er 23 ára og hef aldrei átt bíl, en hef verið búsett á þremur stöðum á landinu, oft á sama tíma og hafa samgöngur mínar þar á milli yfirleitt verið með almenningssamgöngum. Þessir þrír staðir eru Selfoss, Reykjavík og Vopnafjörður. Það sem ég hef haft að leiðarljósi þegar ég vel mér ferðamáta hefur verið að tími kostar peninga. Minn tími, tími fjölskyldu minnar og tími á hverjum stað, því í þessum málum þá er það áfangastaðurinn en ekki ferðin, sem ég hef virkilegan áhuga á.
Þess vegna hef ég ekki keyrt, eða verið farþegi í bíl frá Reykjavík til Vopnafjarðar í fleiri ár núna, og líklega undir 10-20 skipti yfir alla ævi mína, þrátt fyrir að foreldrar mínir hafi alltaf búið sitt á hvoru landshorninu.
Þegar kemur að flugi til Vopnafjarðar, þarf ég ekki að fara langt aftur í tímann til að geta talið upp dæmi þess að snjóað hafi svoleiðis að ekki hafi verið nokkur leið út úr firðinum, í nokkra daga og það fyrsta sem opnaði, var flugið. Þú hristir kannski hausinn og segir að það sé alvanalegt en þetta var í lok maí, kringum 21-22.maí 2011.
Þetta eru bara toppurinn á ísjakanum yfir ástæðurnar sem ég vil að flug til Vopnafjarðar sé áfram styrkt.
Skjalið til samráðs, Ferðumst saman, fer yfir talsvert af gögnum, en virðist ekki binda sig við að setja þau fram í nokkru almennilegu samhengi, bara svona það sem hentar þeim. Á einum stað er okkur gert ljóst að flug sé himinháa dýrt og ekki nokkur leið að vera að styrkja það, þegar strætó gæti tekið þetta að sér, en á öðrum er þó nefnt að það kostar jú eitthvað minna í þessum samanburði, því slys verða sjaldan (margar flugleiðir aldrei) í flugi en oft verða bílsslysin jú, og ekki fækkar þeim þegar komið er á vegi eins og þá sem liggja til Vopnafjarðar, og hvað þá til Þórshafnar.
Hins vegar eru þau rök að samnýta eigi strætó til Vopnafjarðar, Þórshafnar og svo til brothættrar byggðar svo sem Raufarhafnar og fleiri staða og þá fer hnúturinn í maga mínu yfir þessum drögum enn að stækka. Ekki nóg með að þú ætlir að koma í veg fyrir að ég komist til Akureyrar á 40 mín og til Reykjavíkur á 2 klst, með tiltölulega góðum og öruggum máta, heldur ætlastu til að ég sitji í almenningsvagni, í þær mörgu klst sem þá á eftir að taka að þræða allt norðausturhornið og til Húsavíkur, þar sem ég kemst vonandi til Reykjavíkur? Býð ég þér þá að prófa að keyra þessa leið, svona u.þ.b. einu sinni á dag, alla (eða flesta) daga ársins og skrifa svo aftur þessi drög.
Í þessu tilviki sem er Vopnafjörður og Þórshöfn, þá er flugið mikilvægur þáttur í að allir í samfélaginu þar geti búið þar, frá eldra fólki sem erfitt á með að sitja lengi í bíl til krakka sem það leiðist og þá ekki minnst á það vinnandi fólk sem sparar þar með tapaðan vinnutíma.
Það er ósköp einfalt fyrir einhvern að sitja og skoða þessi gröf og myndir um tapið við að styrkja flug, en hefur verið velt upp hver kostnaðurinn yrði ef fólk þyrfti að fara sækja um styrki til gistingar, fæðis og jafnvel tapaðara launa ef það þyrfti marga daga til að komast í þá þjónustu sem aðeins gefst á Höfuðborgarsvæðinu?
Eins og stendur er í raun ekki styrktar samgöngur til Vopnafjarðar nema í flugi. Ekki getur talist að strætó gengur örfá skipti í viku milli Akureyrar og Egilsstaða og því þarftu einkabifreið til að komast upp að vegamótunum (sem er um 70 km leið.)
Ég hef alltaf og mun alltaf styðja innanlandsflug til Vopnafjarðar og Þórshafnar og tel að flugið til Hafnar falli undir sömu rök.
Sjá umsögn Vopnafjarðarhrepps í viðhengi.
ViðhengiViðfestar eru athugasemdir Samgöngufélagsins, dags. 7. mars 2019.
ViðhengiSamgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti
Skrifstofa samgangna
srn@srn.is
Efni: Ferðumst saman - Drög að stefnu í almenningssamgöngum.
Athugasemdir Hjólafærni á Íslandi/Public transport
Sjá viðhengi
Andreas Macrander, Ingi Gunnar Jóhannsson, Sesselja Traustadóttir
Viðhengi