Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 14.–28.2.2019

2

Í vinnslu

  • 1.3.–10.6.2019

3

Samráði lokið

  • 11.6.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-48/2019

Birt: 14.2.2019

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um bann við álaveiðum

Niðurstöður

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að þrjár umsagnir bárust um drögin að reglugerðinni. Með tölvubréfi, dags. 20. mars 2019 óskaði ráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar á innsendum athugasemdum. Í bréfi Hafrannsóknastofnunar, dags. 2. apríl 2019, er fjallað um umsagnirnar og tekin afstaða til þeirra atriða sem þar koma fram. Einnig kemur þar fram að með reglugerðinni náist nokkur mikilvæg markmið. Nýting áls verði í höndum veiðiréttarhafa sem beri ábyrgð á nýtingu. Frekari upplýsingar fáist um ástundun, afla og útbreiðslu sem síðar geti orðið mikilvæg undirstaða þess að hægt sé að rannsaka vistfræði og veiðiþol stofnsins frekar. Komið sé til móts við tilmæli alþjóðastofnana um að setja reglugerðir til verndar álastofnum á meðan það ástand vari sem nú sé varðandi minnkandi stofnstærð og veiðiþol. Sú reglugerð sem fram sé komin sé í anda varúðarreglu og í samræmi við ábyrga stjórnun fiskveiða. Drögin voru gefin út sem reglugerð nr. 408/ 2019, um bann við álaveiðum. Hér fyrir neðan er slóð á reglugerðina í Stjórnartíðindum. https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=51f2ab03-adaa-4855-9ce8-beb952bf277f

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um bann við álaveiðum sem áformað er að setja samkvæmt heimild í 2. mgr. 20. gr. laga nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar

Með lögum nr. 29/2018, um breytingu á lögum nr. 61/2006, um lax- og silungsveiði, var lögfest ákvæði sem varð 2. mgr. 20. gr. laganna þess efnis að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra geti með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar.

Markmið með setningu reglugerðar nú er að að vernda álastofninn hér á landi gegn ofveiði en samkvæmt reglugerðinni er gert ráð fyrir að allar álaveiðar verði óheimilar hér á landi, með tilteknum undantekningum þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að veita leyfi til veiða á áli til eigin neyslu.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um ál barst ráðuneytinu með bréfi stofnunarinnar, dags. 22. júní 2018.

Í henni kemur fram m.a. að álastofninn sé í hættu og þoli illa veiðar. Meðan svo er sé það ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að bann verði sett á allar álaveiðar hér á landi. Jafnframt að ef áll veiðist í silungs- eða laxveiðiám verði skylt að sleppa honum. Hafrannsóknastofnun leggi til við ráðuneytið að það beiti sér fyrir slíkri alfriðun sem standi á meðan ástand stofnsins sé undir settu viðmiði. Í tilvikum þar sem sýna megi fram á að álaveiðar hafi verið eða verði stundaðar sem búsílag verði heimilt að sækja um undanþágu frá banni við álaveiði til eigin neyslu. Það leyfi verði háð því skilyrði að inn verði sendar skýrslur um sókn og afla í veiðunum. Með því móti megi fá frekari upplýsingar um fjölda þeirra sem hafi stundað álaveiðar, fá fram afla á sóknareiningu, landsvæði, afla og mögulega fá sýni af veiddum fiskum til frekari rannsókna. Þannig fáist frekari upplýsingar um veiðarnar og ástand álastofnsins hér á landi sem geti orðið grunnur að endurskoðun á ráðgjöf um álaveiðar ef tilefni verður til þess.

Lagt er til að farið verði eftir þessari ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og reglugerðardrög þau sem hér eru birt til umsagnar eru í samræmi við hana.

Samantekt

Markmið með setningu þessarar reglugerðar nú er að að vernda álastofninn hér á landi gegn ofveiði. Samkvæmt reglugerðardrögunum er gert ráð fyrir að allar álaveiðar verði óheimilar hér á landi, með tilteknum undantekningum þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að veita leyfi til veiða á áli til eigin neyslu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Sigríður Norðmann

anr@anr.is