Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.2.–3.3.2019

2

Í vinnslu

  • 4.3.2019–24.8.2020

3

Samráði lokið

  • 25.8.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-49/2019

Birt: 20.2.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Niðurstöður

Við frumvarpið komu tvær athugasemdir. Frumvarpið fór til frekari vinnslu í ráðuneytinu. Frumvarpið tók breytingum og var það frumvarp birt á Samráðsgátt og er nr. 208/2019.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögunum með það að markmiði að auka skilvirkni og skerpa á ákvæðum þeirra. Meðal annars er lagt til að uppfærð verði ákvæði um biðtíma vegna refsinga. Til að tryggja jafnræði og sambærilega meðferð við afgreiðslu mála er lagt til að umsóknir verði eingöngu afgreiddar af stjórnvöldum.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér breytingar á nokkrum ákvæðum laga um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952 er varða skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar. Með hliðsjón af breytingum á reglum um fjárhæðir sekta vegna umferðarlagabrota eru lagðar til úrbætur á 6. tölul. 9. gr. laganna til að koma í veg fyrir að reglurnar raski upphaflegum tilgangi ríkisborgaralaga um biðtíma vegna refsinga.

Til samræmis við ný lög um útlendinga er lögð til lítils háttar breyting á heimild umsækjanda um ríkisborgararétt til dvalar erlendis. Í þeim tilgangi að skýra lögin betur er jafnframt ákvæði um hversu löng dvöl erlendis megi vera án þess að hún skerði dvalartíma hér á landi. Vegna nýrra laga um útlendinga er einnig lögð til breyting á búsetuskilyrði maka íslensks ríkisborgara úr þremur árum í fjögur ár. Að óbreyttum lögum getur maki óskað eftir ótímabundnu dvalarleyfi og ríkisborgararétti á sama tíma, en ekki þykir í samræmi við tilgang ríkisborgaralaga að heimildir þessar myndist samtímis.

Með frumvarpinu er enn fremur lagt til að horfið verði frá því fyrirkomulagi við afgreiðslu umsókna um íslenskan ríkisborgararétt að unnt verði að leita til Alþingis um afgreiðslu þeirra heldur verði þær afgreiddar á stjórnsýslustigi. Í samræmi við það gerir frumvarpið ráð fyrir að Útlendingastofnun geti lagt mat á tiltekin atriði við afgreiðslu umsókna.

Loks er lagt til að tekið verði aftur upp í lögin ákvæði um heimild til að endurveita íslenskan ríkisborgararétt þeim sem misstu íslenska ríkisfangið fyrir 1. júlí 2003, vegna ákvæða í eldri lögum, en ákvæðið hefur tvívegis verið tímabundið í lögunum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneyti

postur@dmr.is