Samráð fyrirhugað 20.02.2019—06.03.2019
Til umsagnar 20.02.2019—06.03.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 06.03.2019
Niðurstöður birtar 15.01.2020

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Mál nr. 50/2019 Birt: 20.02.2019 Síðast uppfært: 15.01.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður birtar

Drög að reglugerðinni voru sett á samráðsgátt Stjórnarráðsins til almennrar kynningar og umsagnar. 69 umsagnir bárust. Lögin voru samþykkt á Alþingi 20. júní 2019.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.02.2019–06.03.2019. Umsagnir voru birtar í gáttinni að umsagnarfresti liðnum. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.01.2020.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Árið 2007 tóku íslensk stjórnvöld ákvörðun um að heimila innflutning á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skilyrði fyrir innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri markaði EES. Þá skuldbindingu staðfesti Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til samræmis við þá skuldbindingu. Á síðustu tveimur árum hafa bæði EFTA-dómstóllinn og Hæstiréttur Íslands staðfest að íslensk stjórnvöld hafi með þessu brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. Þá hefur skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna þessa verið staðfest. Með hliðsjón af því er lagt til með frumvarpi þessu að núverandi leyfisveitingarkerfi verði afnumið og er markmið breytinganna að íslensk stjórnvöld standi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist enda mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að virða skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum og dómi EFTA-dómstólsins um túlkun hans sem og dómi Hæstaréttar Íslands. Vakin er athygli á því að með frumvarpinu eru ekki gerðar breytingar á skilyrðum á innflutningi landbúnaðarafurða sem upprunnar eru utan EES.

Mikilvægt er að standa þannig að breytingum á íslenskum lögum að tryggð sé vernd lýðheilsu og búfjár auk þess sem staðið sé vörð um hagsmuni neytenda. Með vísan til þess hafa stjórnvöld undanfarið ár unnið að aðgerðaráætlun sem tekur til margra þátta og miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Gripið verður til þeirra aðgerða samhliða afnámi þeirra skilyrða sem nú gilda um innflutning á kjöti og eggjum og dæmt hefur verið ólögmætt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðjón Ólafur Sigurbjartsson - 21.02.2019

Góðan daginn

Bann á innflutning ferskra matvæla stríðir gegn þeim mikilvægu hagsmunum neytenda að eiga eðlilegan aðgang að ferskum, fjölbreyttum og hollum matvælum á sem hagstæðustu verði. Bannið var sett á og því hefur verið viðhaldið þó ekki hafi verið traust rök fyrir því og telja má ljóst að vitað hefur verið að það væri ólöglegt. Bannið er í raun tæknileg viðskiptahindrun til að vernda óhagkvæma landbúnaðarframleiðslu á Íslandi á kostnað neytenda. Þetta segir dapurlega sögu um viðhorf undangenginna stjórnvalda til hagsmuna neytenda vs. vernd óhagkæmrar atvinnugreinar.

En með þessum lagabreytingartillögum horfir til betri vegar. Því bera að fagna. Miklu skiptir að hugur fylgi máli og að allar óeðlilega strangar kröfur sem jaðra við tæknilegar viðskiptahindranir falli brott. Viðskipti með matvæli eiga að vera eins frjáls og hindrunarlaus og í Evrópu almennt, neytendum í hag.

Gott væri að sjá markmiðssetningu efst í lögunum eða greinargerðinni í þessa veru: "Markmiðið með lagabreytingum þessum er bæta aðgengi neytenda að ferskum, hollum og fjölbreyttum matvælum á sem bestu verði."

Rakst á eftirfarandi setningu sem e.t.v. þarf að athuga.

Kafli 1, 6. gr., 1. málsgr.

"frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins", orðist svo: "frá öðrum ríkjum"

Bestu kveðjur,

Guðjón Sigurbjartsson

https://betrilandbunadur.wordpress.com/

Afrita slóð á umsögn

#2 Guðmundur Jóhannesson - 21.02.2019

Það er merkilegt að sjá í greinargerð með frumvarpi þessu að íslenskum lögum sé ætlað vernda lýðheilsu og búfénað. Innflutingur á ófrosnu getur ekki annað en einmitt aukið ógn við heilsu fólks og búfjár í landinu. Notkun fúkalyfja í landbúnaði og við framleiðslu matvæla er langsamlega minnst í heiminum öllum í Noregi og á Íslandi. Þessari góðu stöðu höfum við náð með góðu og víðtæku samstarfi opinberra aðila og bænda. Ekki verður annað séð en að innflutningur á ófrosnu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum stofni þessari góðu stöðu í hættu og hætt er við að tíðni fjölónæmra baktería í mannfólki aukist verulega. Sérfræðingar hafa gefið það út að fjölónæmar bakteríur séu mesta heilsufarsógn sem mannkyn stendur frammi fyrir og verði eða sé orðin algengari dánarvaldur en t.d. krabbamein. Það er ábyrgðarhluti að ganga gegn slíku.

Hér er verið að ganga erinda verslunarinnar þar sem hagsmunum almennings er fórnað fyrir skammtímahagnað þeirra sem vilja flytja inn erlend matvæli í stórum stíl. Meintir viðskiptahagsmunir eru teknir fram yfir heilbrigðisrök og lýðheilsu. Sjúkdómastaða íslensks búfjár er sett í hættu með ófyrirséðum afleiðingum. Það er fjarstæða að halda að aðgerðaáætlun til aukins matvælaöryggis muni koma að gagni á sama tíma og innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurafurðum er heimilaður. Við búum við þá góðu stöðu að geta framleitt matvæli hérlendis án misnotkunar fúkalyfja og matvælasýkingar eru góðu heilli ákaflega fátíðar hérlendis. Þessari góðu stöðu ber okkur skylda til að viðhalda.

Innflutningurinn ófrosinis kjöts, hrárra eggja og ógerilsneyddra mjólkurafurða mun valda íslenskum matvælaiðnaði miklu tjóni og ógna bæði lýðheilsu og heilsu búfjár. Ísland er ekki aðili að evrópskum tryggingarsjóðum sem bæta tjón ef upp koma alvarlegar sýkingar í landbúnaði og því væri það ríkisvaldsins að bera þær byrðar og bæta það tjón sem af hlýst. Tjónið getur orðið mikið og ekki eingöngu bundið við landbúnað heldur allan matvælaiðnað sem og í stórauknum útgjöldum til heilbrigðismála.

Hér kann mönnum að finnast skrattinn málaður á vegginn en staðreyndin er sú að sú ógn sem okkur stendur af aukinni tíðni fjölónæmra baktería verður ekki metin til fjár. Höfum í huga að ný fúkalyf hafa ekki verið þróuð í áratugi og ábyrg umgengni þeirra lyfja sem til ráðstöfunar eru er grundvallaratriði til þess að viðhalda góðri lýðheilsu. Fórnum ekki meiri hagsmunum og heilsu almennings fyrir skammtímahagnað fárra innflutningsaðla.

Þau rök að verðlag á matvælum muni lækka fær ekki staðist. Í því samhengi er nóg að bera saman verðlag á sömu vörum hérlendis og erlendis. Vörur sem hafa árum saman verið fluttar inn hömlulaust og ótollaðar eru tugum eða hundruðum prósenta dýrari hérlendis. Rökin eru hár flutningskostnaður og smæð markaðar. Er flutningskostnaður á ferskum matvælum lægri en þurri kornvöru? Er stærð markaðar fyrir ófrosið kjöt, hrá egg og ógerilsneyddar mjólkurafurðir hérlendis svona mikil að þetta geti verið arðbært? Staðreyndin er sú að hér er enn eina ferðina allt reynt til þess að koma höggi á innlendan matvælaiðnað með gróðasjónarmið í huga. Kaupa á ódýra (og oft niðurgreidda) matvöru erlendis og selja hérlendis með hámarksálagningu enda fer verðlag ávallt eftir kaupmætti. Þeir sem munu blæða þegar upp er staðið eru íslenskir bændur, íslenskir matvælaframleiðendur, ríkisvaldið og almenningur.

Afrita slóð á umsögn

#3 Björn Sigtryggsson - 21.02.2019

það er alveg útilokað að leyfa innflutning á ferskum landbúnaðarafurðum,það kemur ekki til með að lækka verð til neytenda ,þeir einu sem græða verða kaupmenn þeir kaupa ódýrari vöru og selja á sama verði og íslenska.Áhættan á sjúldómum er ekki þess virði .Látum ekki græðgi kaupmanna stofna heilbrigði okkar í hættu.

Afrita slóð á umsögn

#4 Guðmundur Jóhannesson - 21.02.2019

Í fyrri umsögn minni beindi ég orðum að lýðheilsu og þeirri góðu stöðu sem við búum við varðandi litla fúkalyfjanotkun við framleiðslu matvæla. Þessu til viðbótar verður að telja þau neikvæðu áhrif sem það hefur að flytja fullunnar vörur um langar vegalengdir með hliðsjón af því sem kalla má kolefnisspor fæðunnar. Það á að vera metnaðarmál hvers ríkis og í takt við alþjóðlegar skuldbindingar varðandi minni losun gróðurhúsalofttegunda að framleiða matvæli í nærumhverfi neytenda.

Þessu til viðbótar verður að horfa til þess hve mikla atvinnu matvælaframleiðsla í landinu veitir. Auðvitað mun innflutningur á ófrosnu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk skapa einhver störf við þjónustu en ekkert í líkingu við þá atviinu- og verðmætasköpun sem innlend matvælaframleiðsla gerir.

Það er einnig öryggissjónarmið að veikja ekki stoðir innlendrar matvælaframleiðslu. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Það þarf ekki nema eitt stórt kjarnorkuslys til þess að skapa fæðuvöntun á heimsmarkaði og hverjir munu þá sitja kjötkötlunum? Verður það lítil eyþjóð í N-Atlantshafi? Tæplega.

Það verður að segjast eins og er að það er æði hart fyrir fullvalda þjóð að geta ekki varið hagsmuni sína og verða að láta undan kúgun fjölþjóðlegra stofnana á vegum ríkjasambands sem við erum ekki einu sinni aðilar að.

Afrita slóð á umsögn

#5 Viðar Helgi Guðjohnsen - 25.02.2019

Undirritaður, sem er lyfjafræðingur að mennt, leggst gegn frumvarpinu.

Áður en Alþingi leggur í þá vegferð að heimila innflutning á hráu ófrystu kjöti og fleiri landbúnaðarafurðum þarf að fara fram víðtækara mat á áhrifunum. Ekki má skella skolleyrum við áhyggjum virtra fræðimanna.

Einangrun íslenskra búfjárstofna hefur gert stofnana viðkvæmari fyrir farsóttum. Lítil sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaðir er vanmetin auðlind en notkun sýklalyfja í hérlendum landbúnaði er með því allra minnsta sem gerist í heiminum. Ein ástæðan fyrir lítilli notkun er fyrrnefnd einangrun og verndarstefna íslenskra stjórnvalda í gegnum tíðina.

Nýja-Sjáland er gott dæmi um eyríki sem hefur haldið fast í innflutningshöft vegna sambærilegrar sérstöðu í landbúnaði og grætt þar á. Á Nýja-Sjálandi ríkir algjört innflutningsbann á hrámeti og gert er út á hreinleika og vörugæði. Rétt eins og á Íslandi hefur einangrun þarlendra búfjárstofna gert stofnana viðkvæma fyrir farsóttum. Með hreinleikastefnu sinni tókst Ný-Sjálendingum að verða fremsta og virtasta útflutningsþjóð landbúnaðarvara í heiminum. Ekkert, nema kannski kjarkleysi, er því til fyrirstöðu að Ísland marki sér sambærilega sérstöðu og Nýja-Sjáland.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur drepa eitthvað um 33.000 manns í Evrópu á hverju ári, sbr. upplýsingar í nýlegri rannsókn sem unnin var fyrir Smitsjúkdómastofnun Evrópu. Raunveruleg og vaxandi ógn er fyrir hendi vegna baktería sem eru ónæmar fyrir öllum eða nánast öllum sýklalyfjum. Talið er að kostnaður Bandaríkjanna í baráttunni við sýklalyfjaónæmar bakteríur nemi um 55 milljörðum Bandaríkjadala á ári hverju. Sé sá kostnaður heimfærður yfir á mannfjölda Íslands og íslenskar krónur er árlegur kostnaður í kringum sjö milljarðar. Forvarnir skila því óbeinum hagnaði.

Áður en lagt er af stað í þessa óvissuferð þarf að kortleggja þann kostnað sem vegferðin mun hafa í för með sér. Hagsmunirnir eru gríðarlegir. Kjarkleysi og örlagahyggja mega ekki ráða för.

Afrita slóð á umsögn

#6 Húnaþing vestra - 25.02.2019

Umsögn byggðarráðs Húnaþings vestra um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Byggðarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Byggðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja.

Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni, lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði.

Byggðarráð gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt og egg verði ekki leyst úr tolli fyrr en Mast hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum.

Afrita slóð á umsögn

#7 Guðríður Björk Magnúsdóttir - 26.02.2019

´Eg mótmæli þessu frumvarpi

Ég undirrituð leggst alfarið gegn frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg.

Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Ég skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að taka þegar í stað upp EES samninginn og semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við slæmum afleiðingum þess að óheftur innflutningur verði heimilaður og það sætir furðu að stjórnvöld skuli skella skollaeyrum við þessum viðvörunum.

Bændur eru fullkomlega reiðubúnir til þess að mæta kröfum íslenskra neytenda um heilnæm og fjölbreytt matvæli og þróa sínar afurðir í samræmi við þær kröfur. Við mótmælum því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Guðríður Magnúsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#8 Kári Ottósson - 26.02.2019

Mótmæli frumvarpi

Ég undirritaður leggst alfarið gegn frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg.

Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Ég skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að taka þegar í stað upp EES samninginn og semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við slæmum afleiðingum þess að óheftur innflutningur verði heimilaður og það sætir furðu að stjórnvöld skuli skella skollaeyrum við þessum viðvörunum.

Bændur eru fullkomlega reiðubúnir til þess að mæta kröfum íslenskra neytenda um heilnæm og fjölbreytt matvæli og þróa sínar afurðir í samræmi við þær kröfur. Við mótmælum því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Kári

Afrita slóð á umsögn

#9 Steinar Guðmundsson - 28.02.2019

Loksins, loksins

EES samningur heldur áfram að vera gjöfin sem gefur ef að þessar breytingar fara í gegn. Neytendur eiga sjálfir að geta valið hvernig afurð þeir kaupa og hvaðan hún kemur. Það á við um alla hluti mat og annað. Tollavernd og einokun gerir afurðir ekki betri þar sem framleiðsluaðilar þurfa ekki að standa sig. Það þarf ekki að vera lengi í matvörubúð til að sjá mun á verði og einnig gæðum. Skoðið til dæmis íslenskar kartöflur sem eru alls ekki eins góðar og innfluttar frá Frakklandi eða Danmörku. Þær eru dýrar, moldugar, holóttar, mjölmikla og í ljótum umbúðum. Ef aðilar væru í almennilegri samkeppni væri þetta ekki svona. Sama á við um aðrar afurðir, kjöt og annað. Ég get ekki séð að hrátt kjöt í ESB sé hættulegt eða fullt af sýklum, allavega virðast Evrópubúar þrífast á því. Sýklar berast hér á milli með mannfólki hvort sem er. Látum af hræðsluáróðri og samþykkjum þetta, takk.

Afrita slóð á umsögn

#10 Jón Kristófer Sigmarsson - 28.02.2019

Sæl veri þið.

Með þessum breytingum tel ég að verið sé að kippa algerlega fótunum undan samkeppnishæfni íslensks landbunaðar.

Bændur á islandi verða að etja kappi við lönd sem eru með mun lægri lágmarkslaun en eru hér á landi. Bóndi í td Eystrasalt og flestum (austantjalds löndunum) er með td 20-30% af íslenskum lágmarkslaunum við sína framleyðslu og við þessa framleyðslu þurfa íslenskir bændur að berjast við.. en bóndi má ekki flytja inn vinnuafl frá þessum löndum á þeirra launum.. Ef á að vera landbúnaður á Íslandi verður að vera til verkfæri til að rétta af þessa mismunun. Við getum ekki viðhaldið háum launum og pikka út lágt vöruverð í öðrum löndum án þess af afleiðingarnar verði mjög áþreifanlegar eftir ekki svo langan tíma.

Kv Jón á Hæli

Afrita slóð á umsögn

#11 Jóhann Magnús Elíasson - 28.02.2019

Nú er mál að menn standi í lappirnar gagnvart ESB og yfirgangi þess. Þegar ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, bera það fyrir landsmenn að þeir hafi "ORÐIÐ" að leggja fram frumvarp til breytinga á Íslenskum lögum vegna "KRÖFU" frá ESB og vegna þess að að "lögspekingar" telji núverandi lög vera brot á EES samningnum. Kannski er rétt að árétta það að í upphaflega EES samningnum voru orkumál, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál undanskilin en nú eru allt í einu olandbúnaðarmál og orkumál komin inn í samninginn. Hvenær skyldi sjávarútvegsmálunum verða "laumað" inn í EES samninginn? Þarna er klárlega um stjórnarskrárbrot að ræða, þar sem verulega er verið að þrengja að Íslenskum landbúnaði og þá er matvælaöryggi landsins stefnt í mikinn voða.

Virðingarfyllst,

Jóhann Elíasson

Afrita slóð á umsögn

#12 Guðríður Björk Magnúsdóttir - 28.02.2019

Sem bóndi í mjög góðu og árangursríku samstarfi við starfandi dýralækna á mínu svæði, Skagafirði, mótmæli ég þessu frumvarpi harðlega.

Með einkaleyfi lyfsala bætist við milliliður sem mun hækka kostnað bænda við dýrahald.

Ef bændur verða sjálfir að sækja lyfin til lyfsala þá er dýravelferð stefnt í stórkostlega hættu.

Hvergi er hægt að nálgast rökstuðning fyrir því af hverju sé nauðsynlegt að hækka flækjustig lyfjasölu með því að allt fari í gegnum þriðja aðila - lyfsalann.

Dýralæknar halda lyfjakostnaði í lágmarki sem er hagur bændanna, dýranna og á endanum neytenda

hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um hvort pöntun og varðvesla lyfjanna sé hjá lyfsalanum eða hvort slíkt fari fram hjá dýralækni en lyfsalinn hirði síðan umboðslaunin vegna leyfisskyldu.

Að afnema lyfsöluleyfi dýralækna þýðir algjöran tvíverknað í útvegun lyfja og algjört óöryggi fyrir bændur sem verða að treysta á að lyfsalar séu alltaf með bestu lyfin sem þeir velja sjálfir og selja.

Dýralæknaþjónusta sérstaklega í hinum dreifðari byggðum mun einfaldlega leggjast af og dýravelferð verður í hættu og bændur gefast jafnvel upp vegna þess að of langt verður í næsta lyfsala sem að auki er ekki með opið um helgar eða á kvöldin en veikindi dýra eru því miður ekki stöðluð við dagvinnutíma lyfsala, kýr með bráða júgurbólgu eða doða bíður ekki, hvorki yfir helgi né yfir nótt, það getur orðið mínótuspursmál.

Guðríður Magnúsdóttir

Afrita slóð á umsögn

#13 Kári Ottósson - 28.02.2019

Sem bóndi í mjög góðu og árangursríku samstarfi við starfandi dýralækna á mínu svæði, Skagafirði, mótmæli ég þessu frumvarpi harðlega.

Með einkaleyfi lyfsala bætist við milliliður sem mun hækka kostnað bænda við dýrahald.

Ef bændur verða sjálfir að sækja lyfin til lyfsala þá er dýravelferð stefnt í stórkostlega hættu.

Hvergi er hægt að nálgast rökstuðning fyrir því af hverju sé nauðsynlegt að hækka flækjustig lyfjasölu með því að allt fari í gegnum þriðja aðila - lyfsalann.

Dýralæknar halda lyfjakostnaði í lágmarki sem er hagur bændanna, dýranna og á endanum neytenda

hvergi er hægt að nálgast upplýsingar um hvort pöntun og varðvesla lyfjanna sé hjá lyfsalanum eða hvort slíkt fari fram hjá dýralækni en lyfsalinn hirði síðan umboðslaunin vegna leyfisskyldu.

Að afnema lyfsöluleyfi dýralækna þýðir algjöran tvíverknað í útvegun lyfja og algjört óöryggi fyrir bændur sem verða að treysta á að lyfsalar séu alltaf með bestu lyfin sem þeir velja sjálfir og selja.

Dýralæknaþjónusta sérstaklega í hinum dreifðari byggðum mun einfaldlega leggjast af og dýravelferð verður í hættu og bændur gefast jafnvel upp vegna þess að of langt verður í næsta lyfsala sem að auki er ekki með opið um helgar eða á kvöldin en veikindi dýra eru því miður ekki stöðluð við dagvinnutíma lyfsala, kýr með bráða júgurbólgu eða doða bíður ekki, hvorki yfir helgi né yfir nótt, það getur orðið mínótuspursmál.

Kári Ottósson

Afrita slóð á umsögn

#14 Kristján Sturluson - 28.02.2019

Umsögn frá Dalabyggð.

Á fundi sínum 28.02.2019 samþykkti byggðarráð Dalabyggðar eftirfarandi ályktun vegna framkomins frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru:

Byggðarráð Dalabyggðar lýsir yfir verulegum vonbrigðum með framkomið frumvarp. Með innflutningi á ófrystu hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum er verið að taka stórkostlegra áhættu varðandi lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna auk þess að grafa undan fæðuöryggi Íslendinga.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur skilgreint sýklalyfjaónæmi sem eina stærstu heilbrigðisógn heimsins. Byggðarráð mótmælir harðlega að búið sé að leggja drög að innflutningi á ófrosnu hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Matvælaöryggi og lýðheilsa þjóðarinnar ásamt hreinleika búfjárstofna, þar sem Ísland hefur mikla sérstöðu, eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Byggðarráð hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna til hlýtar hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins, með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði hérlendis og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja.

Ef frumvarpið verður að lögum má búast við auknum kostnaði innan heilbrigðiskerfisins vegna sýkinga af völdum fjölónæmra baktería í framtíðinni. Lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði en íslenskt búfjárkyn hefur þar mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi. Augljóst er hversu alvarlegar afleiðingar það hefði fyrir samfélagið og íslenskan landbúnað ef hingað bærust alvarlegir dýrasjúkdómar.

Byggðarráð Dalabyggðar gagnrýnir einnig hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða virðist vera kominn og krefur stjórnvöld um að innflutt kjöt, egg og ógerilsneyddar mjólkurafurðir verði ekki leystar úr tolli fyrr en Matvælastofnun hefur staðfest með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar og aðrar bakteríur eða hætta á búfjársjúkdómum til staðar í viðkomandi vörum. Ekki verið veitt leyfi til innflutnings þar til öllum merkingum og öryggiskröfum um eftirlit verði tryggt.

Afrita slóð á umsögn

#15 Þórir Níelsson - 28.02.2019

Við benda á að við meðhöndlun á júgurbólgu þá er mjög áríðandi að grípa strax inn í sýkingar með lyfjagjöf svo árangur verði sem mestur. Í einhverjum tilfellum getur þetta skilið á milli lífs og dauða hjá grip ef um öfluga sýkingu er að ræða. Að ætla að taka lyfsöluleyfi af dýralæknum er afar misráðið því ef bóndi getur ekki fengið afhent lyf til framhaldsmeðhöndlunar strax að dýralæknaheimsókn lokinni þá verður meðferðin bæði ómarkviss og jafnvel gagnslaus.

Hér er um velferð dýrana að tefla.

Afrita slóð á umsögn

#16 María Hjaltadóttir - 01.03.2019

Það er sorglegt að við Íslendingar skulum vera í þessari stöðu nú vegna sofandaháttar og metnaðarleysis íslenskra stjórnmála- og embættismanna undanfarinn rúman áratug. Algjörlega hefur mistekist að setja fyrirvara og viðbótartryggingar t.a. að verja okkar einstaka landbúnað vegna innleiðingar okkar á matvælalöggjafar ESB. Þurft hefði að tryggja miklu betur í sessi okkar einstöku stöðu og varnir. Nú erum við í þann mun að taka rosalega áhættu og þvinguð leikum okkur að eldinum um ókomna framtíð. Skaðinn getur orðið óbætanlegur og óafturkræfur í framtíðinni. Einstök árahundruða einangrun okkar búfjárstofna er í hættu og við vitum ekki afleiðingarnar fyrr en reynir á.

Aðeins 19 þekktir búfjársjúkdómar á Íslandi er einstakur árangur sem mögulega verður kastað á glæ.

Ég hef verulegar áhyggjur af eftirfarandi:

Eftir að byrjað var að innleiða matvælalöggjöf ESB á Íslandi hafi íslenskir stjórnmála- og embættismenn verið beittir miklum þrýstingi frá aðilum sem hagsmuni hafa að innflutningi. Embættismenn hafi ekki haft heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi öll þessi undanfarin ár.

Að íslensk stjórnsýsla hafi ekki nægan mannskap né fjármagn til að sinna eftirliti og vörnum vegna fyrirhugaðs innflutnings. Það má aldrei nokkurn tímann sofna á verðinum hér eftir, aldrei.

Hver verður kostnaður íslenskra skattgreiðanda vegna fyrirhugaðs eftirlits á ársgrundvelli

og vegna aðgerðaráætlunar landbúnaðarráðherra í 12 liðum?

Verður ekki örugglega allur kostnaður við sýnatöku og rannsóknir greiddur af innflytjanda og komi hingað vörur sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til íslenskrar framleiðslu þá verði óheimilt að setja þær á markað?

Ekki er hægt að leyfa innflutning á vörum sem eru framleiddar við aðstæður sem ekki standast íslenskar heilbrigðisreglugerðir nema tryggt sé að það komi fram á umbúðum með skýrum merkingum að varan standist ekki reglugerðir varðandi íslenska búvöru.

Setja þarf reglur sem verja innlenda framleiðslu gegn óeðlilegum undirboðum þar sem hægt er að kaupa umframframleiðslu erlendis sem búið er af niðurgreiða af stjórnvöldum til að losna við af heimamarkaði.

Þessum vörum er svo stillt upp við hlið íslenskrar framleiðslu "neytendum til góða" og eftir sitja innlendir framleiðendur með sína vöru og þurfa að kaupa sér hillupláss í versluninni sem neitar að bera ábyrgð á innlendu vörunni.Þar vill verslunin bara selja vöruna og hirða sinn hagnað en ef vara fer fram yfir síðasta söludag þá ber innlendi framleiðandinn allan skaðann

Ég efast um að viðbragsáætlun ráðherra nái öll í gegn fyrir 1.sept. 2019.

Íslensk stjórnsýsla liggur í dvala frá júníbyrjun fram yfir verslunarmannahelgi.

Fyrst að viðbragðsáætlun er loksins kominn í gang þurfum við lengri tíma til innleiðingar og aðlögunar með okkar varnir svo þær raunverulega virki. Stjórnvöld hafa dregið lappirnar allt of lengi og nú þarf í alvöru að ráðast í að gera heildstætt og ítarlegt áhættumat á afleiðingum breyttra innflutningsreglna fyrir Ísland. Það þolir enga bið að byrja.

Geta þeir sem standa að innflutningi ekki lagt axlað ábyrgð og verið skyldaðir til að fjármagna að einhverju/öllu leyti sýnatökur og vinnu óháðra eftirlitsaðila á vegum ríkisins hér eftir og um ókomna tíð?

Hvernig verður t.d. eftirliti háttað og sýnatöku? Á að taka sýni úr hverri einustu sendingu/pakkningu?

Hver á að passa upp á það að heilbrigðisvottorð sem framvísa á fyrir viðkomandi varning komi ekki FALSAÐ utan frá? Þetta er alltaf að gerast í Evrópu og víðar. Og ef það síðan gerist, fyrr eða síðar, og uppgötvast of seint, eftir að sýktur maturinn er kominn í umferð, hver mun þá axla ábyrgðina og skaðinn getur mögulega verið óbætanlegur.? Hvar liggur ábyrgð innflytjandans/verslunar/stórkaupmanna?

Þegar Karakúl féð var flutt inn á 4. áratug síðustu aldar fylgdu með öll vottorð og umsagnir frá háskólum og vísindamönnum um að engin hætta fylgdi þessum innflutningi!

Afleiðingin var mesti skaði sem íslensku landbúnaður hefur orðið fyrir þar til nú.

Við höfum enga vissu fyrir hve lengi aðgerðaráætlanirnar 12 halda.

Við verðum að koma m.a. upprunamerkingum á koppinn fyrst ef íslenskur landbúnaður á að geta keppt við innflutninginn og viðurlög við brotum verða að vera skýr. Varðandi upprunamerkingar megum við ekki bara hugsa til umbúðanna heldur líka mötuneyta, veitingastaða og kjötborða verslana.

Upprunamerking þarf að sýna raunverulegt upprunaland, ekki landið sem varan stoppar tímabundið í. Stundum fer varan í gegnum nokkur lönd áður en neytandinn kaupir hana, þ.e. dýrið lifir í einu landi og slátrað, afurð þess unnin í öðru landi og pakkað í hinu þriðja.

Til að tryggja samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu þarf að merkja miklu skýrar allar búvörur sem svo sannarlega eru íslenskar.

Viðurlög ættu að vera við því og bann ef innflutnings fyrirtæki á búvörum vill nota nafn tengt Íslandi og íslenska fánaliti á umbúðirnar . Þetta eru blekkjandi viðskiptahættir sem beinast að neytendum.

Hvernig eigum við að geta eflt íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu þegar framlög til málaflokksins, ræktunarstarfs og menntunar fólks í landbúnaði hafa minnkað mjög mikið á undanförnum árum? Mjög fáir eru í framhaldsnámi í landbúnaði erlendis. Málaflokkurinn er sveltur, afgangsstærð í stjórnsýslunni. Það var mikið ógæfuspor að leggja niður landbúnaðarráðuneytið.

Hvernig verður fræðslu til ferðamanna háttað, sbr. aðgerðaráætlunina?

Ég tel að þurfi að stórefla eftirlit með ferðamönnum, strax við komuna til Íslands og hafa

sérstaka landamæraverði í þessu eftirliti, t.d. í að skoða undir skó viðkomandi.

Í kjölfar breyttra innflutningsreglna á matvörum þurfum við að stórefla landamæraeftirlit til framtíðar og ættum að kynna okkur þau lönd sem hafa strangt landamæraeftirlit, t.d. Kanada.

Afrita slóð á umsögn

#17 Katrín Sigurjónsdóttir - 02.03.2019

Athugasemd og áskorun til stjórnvalda

Ég geri athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem hann kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn ófryst kjöt og fersk egg frá öðrum löndum EES.

Eyjafjörður er blómlegt landbúnaðarhérað og fjöldi fólks og fyrirtækja byggir afkomu sína af landbúnaði ýmist með beinum hætti eða í tengdum þjónustugreinum. Ég tel að með því að heimila innflutning þessara matvæla sé verið að taka óafturkræfa áhættu á útbreiðslu baktería og fórna verndun búfjárstofna og lýðheilsusjónarmiðum fyrir minni hagsmuni.

Ég skora á stjórnvöld að finna leiðir út úr þessari þvinguðu stöðu og beita sér af fullum krafti til verndar sérstöðu íslensks landbúnaðar og tryggja þannig sjálfstæði þjóðar og fæðuöryggi, en hvort tveggja hlýtur að vera frumskylda stjórnvalda hvers ríkis.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð

Afrita slóð á umsögn

#18 Einar Freyr Elínarson - 03.03.2019

Undirritaður vísar til svohljóðandi áskorun sem Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var afhent á fundi sem hann boðaði til í félagsheimilinu Þingborg 25. febrúar sl.

Hún er svohljóðandi:

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands

Við undirrituð, formenn í félagasamtökum bænda, leggjumst alfarið gegn frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg.

Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Við skorum á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að taka þegar í stað upp EES samninginn og semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við slæmum afleiðingum þess að óheftur innflutningur verði heimilaður og það sætir furðu að stjórnvöld skuli skella skollaeyrum við þessum viðvörunum.

Bændur eru fullkomlega reiðubúnir til þess að mæta kröfum íslenskra neytenda um heilnæm og fjölbreytt matvæli og þróa sínar afurðir í samræmi við þær kröfur. Við mótmælum því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar.

Undir áskorunina rita:

Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu

Ólafur Benediktsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum

Eiður Gísli Guðmundsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Suðurfjörðum

Ásta F. Flosadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði

Þóra Sif Kópsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi

Sigurþóra Hauksdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Vopnafirði

Sæþór Gunnsteinsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu

Trausti Hjálmarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

Ástþór Örn Árnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði

Davíð Sigurðsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði

María Dóra Þórarinsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Kjalarnesþings

Anna Berglind Halldórsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu

Jóhann Ragnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu

Birgir Þór Haraldsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu

Sigrún Harpa Eiðsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu

Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum

Sigurður Þór Guðmundsson, formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda

Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda

Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda

Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda

Kjartan Gunnar Jónsson, formaður Félags ungra bænda á Suðurlandi

Jónas Davíð Jónasson, formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi

Jón Þór Marinósson, formaður Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum

Jón Elvar Gunnarsson, formaður Félags ungra bænda á Austurlandi

Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda

Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands

Pétur Diðriksson, formaður Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi

Guðmundur Davíðsson, formaður Mjólkursamlags Kjalarnesþings

Þórólfur Ómar Óskarsson, formaður Félags Eyfirskra kúabænda

Guðrún Eik Skúladóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu

Björgvin Gunnarsson, formaður Félags nautgripabænda á Héraði og Fjörðum

Björn Birkisson, formaður Félags kúabænda í Ísafjarðarsýslum

Kjartan Stefánsson, formaður Félags Þingeyskra kúabænda

Hallur Pálsson, formaður Félags Nautgripabænda við Breiðafjörð

Halldóra Andrésdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vopnafjarðar

Brynjólfur Friðriksson, formaður Félags kúabænda Í Austur-Húnavatnssýslu

Ingi Björn Árnason, formaður Félags kúabænda í Skagafirði

Elín Oddleifsdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Austur-Skaftafellssýslu

Rafn Bergsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi

Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda

Afrita slóð á umsögn

#19 Björn S Stefánsson - 04.03.2019

Það var afleikur hér um árið að telja vera kaup kaups að hætta viðkvæmri stöðu innlends landbúnaðar fyrir aðgengilegri markaði á meginlandi Evrópu. Síðan það var gert, hefur orðið æ skýrara hvað er í húfi um smitsjúkdóma manna og búfjár á Íslandi. Ísland hefur ekki hagnýtt sér stöðu til varnar slíkum sjúkdómum í málflutningi gagnvart Evrópusambandinu, eins og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið gefur tækifæri til. Það þarf að gera, en hyggilegast er að bíða átekta, meðan Brexit er á dagskrá.

Afrita slóð á umsögn

#20 Þóra Gunnsteinsdóttir - 04.03.2019

Veit ekki hvort þetta er hefðbundin umsögn um lagabreytingar en ég vona nú samt að sem flestir sem málið varðar gefi sér tíma til að renna í gegnum þessi orð mín.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Auðhumla svf. - 05.03.2019

Mál S50-/2019

Stjórn Auðhumlu svf., harmar að stjórnvöld hafi nú lagt árar í bát við að verja einstaka stöðu Íslands varðandi heilbrigði og framleiðsluhætti íslenskra búfjárafurða og þar með heilbrigði búfjár og lýðheilsu. Stjórnin skorar á Alþingi að hafna frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem snýr að innflutningi á fersku kjöti og eggjum og fari fram á fundi með æðstu leiðtogum ESB ásamt fremstu vísindamönnum, til að sýna fram á að þessu máli fylgi full alvara og krefjist þess að fá að viðhalda óbreyttu fyrirkomulagi.

Greinargerð:

Sífellt koma fram niðurstöður nýrra rannsókna sem renna stoðum undir þær fullyrðingar að sérstaða Íslands er mikil. Það er óverjandi að nota slíka stöðu í tilraunastarfsemi sem þessa þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, telur sýklalyfjaónæmi eina þá helstu vá sem steðjar að um þessar mundir. Þá er rétt að vekja athygli á því að nautakjötframleiðsla mun væntanlega fara verst út úr þessu af öllum kjötgreinum og er það ekki ábætandi því sú grein fór verst út úr nýlegum tollasamningi við ESB. Miklar framfarir hafa orðið í nautakjötsframleiðslu síðasta áratuginn og bændur lagt í miklar fjárfestingar til að bæta framleiðsluna. Þá var byggð einangrunarstöð á Stóra-Ármóti til að flytja inn nýjan stofn en fer ekki að skila sér hjá bændum fyrr en árið 2022 og mun þessi stofn bæta mikið samkeppnisstöðu íslenskra bænda sem stunda nautakjötsframleiðslu. Það er þyngra en tárum taki ef það á að taka nautakjötsframleiðsluna á Íslandi af lífi með þessum hætti.

Virðingarfyllst,

Ágúst Guðjónsson formaður

Elín Margrét Stefánsdóttir

Egill Sigurðsson

Þórunn Andrésdóttir

Björgvin Guðmundsson

Jóhanna Hreinsdóttir

Ásvaldur Þormóðsson

Laufey Bjarnadóttir

Afrita slóð á umsögn

#22 Samkeppniseftirlitið - 05.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Samkeppniseftirlitsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Bjarni Sigtryggsson - 05.03.2019

Í ljósi mikilvægis EES-samningsins fyrir alla þætti íslenzks athafnalífs og að teknu tilliti til þess að heilbrigðiseftirlit hérlendis ræður að fullu við hugsanlega sjúkdómavá mæli ég með að áformaðar breytingar á lögum verði samþykktar.

Afrita slóð á umsögn

#24 Björg Erlingsdóttir - 06.03.2019

Á fundi sveitarstjórnar Svalbarsstrandarhrepps, nr. 17 05.03.209 bókaði sveitarstjórn eftirfarandi og fól undirritaðri að setja í samráðsgáttina:

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps sendir frá sér eftirfarandi bókun og felur sveitarstjóra að senda í samráðsgátt Alþingis.

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir athugasemdir við frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breytingu á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem hann kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn ófryst kjöt og fersk egg frá öðrum löndum EES. Athugasemdir okkar snúa að augljósri áhættu sem verið er að taka þegar kemur að dreifingu og útbreiðslu fjölónæmra baktería og þeirri ógn sem almenningi stafar af dreifingu þeirra.

Eyjafjörður er blómlegt landbúnaðarhérað og fjöldi fólks og fyrirtækja byggir afkomu sína af landbúnaði ýmist með beinum hætti eða í tengdum þjónustugreinum. Við teljum að með því að heimila innflutning þessara matvæla sé verið að taka óafturkræfa áhættu á útbreiðslu baktería og fórna verndun búfjárstofna og lýðheilsusjónarmiðum.

Við skorum á stjórnvöld að tryggja rétta notkun á tollnúmerum, að vara sé í samræmi við tollaskýrslur og eftirlit með innflutningi sé hert.

Afrita slóð á umsögn

#25 Samtök atvinnulífsins - 06.03.2019

Í viðhengi fylgir umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#26 Ingimundur B Garðarsson - 06.03.2019

Sæl verið þið.

Í lið 4.1.3. er eftirfarandi:

,,Í því felst að framleiðandi eða sendandi vörunnar til landsins tekur sýni úr sérhverri sendingu

ákjúklingakjöti, kalkúnakjöti og úr eggjum sem verða rannsökuð með tilliti til salmonellu.,,

Spurningin er hvort ekki ætti að tiltaka allt kjöt og ef svo er ekki, þá hvort ekki ætti að tiltaka allt alifuglakjöt ekki einungis kjúklingakjöt og kalkúnakjöt? Þyrfti ekki að bæta t.d. við andakjöti, gæsakjöti o.s.frv.

(Auk þess vantar ,bil' á milli ,,á" og ,,kjúklingakjöti"

Með góðri kveðju,

Ingimundur Bergmann.

Afrita slóð á umsögn

#27 Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson - 06.03.2019

Ég sendi þessa ályktun Framsýnar stéttarfélags inn fyrir hönd félagsins.

„Framsýn stéttarfélag lýsir yfir vonbrigðum með framkomið frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þess efnis að heimilaður verði innflutningur á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneiddum mjólkurvörum. Sú hætta sem stafar af slíkum gjörningi ætti að vera öllum ljós, enda hafa okkar helstu sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum ítrekað varað við aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi og bent á að það væri mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag.

Þá vita allir sem vita vilja að íslenskur landbúnaður er mikilvægur til að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og viðhalda byggð í landinu. Gæði íslensks landbúnaðar eru óumdeild, þau hafa sérstöðu, jafnvel í alþjóðlegu samhengi þar sem tekist hefur að verja búfjár­stofna landsins fyrir utanaðkomandi sjúk­dóm­um.

Verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veruleika þýðir það fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna.

Framsýn stéttarfélag mótmælir því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar og taki viðskiptahagsmuni fram yfir matvælaöryggi og lýðheilsu. Félagið skorar á sjávar- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því að samið verði um breytingar á EES samningnum sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar og árétta þar með skyldur stjórnvalda að viðhalda matvælaöryggi þjóðarinnar. Hreinleikinn er aðalsmerki íslensks landbúnaðar og þannig viljum við hafa það um ókomna tíð.

Ráðherra horfir algjörlega fram hjá því að helstu sérfræðingar í smitsjúkdómum og sýklafræðum hafa ítrekað varað við aukinni hættu á sýklalyfjaónæmi og bent á að það væri mesta ógn við lýðheilsu í heiminum í dag. Þess í stað hlustar hann á áróður stórkaupmanna sem er mikið áhyggjuefni".

F.h. Framsýnar stéttarfélags, Aðalsteinn J. Halldórsson

Afrita slóð á umsögn

#28 Benedikt Líndal Jóhannsson - 06.03.2019

Eyja norður í ballarhafi með þá sérstöðu varðandi hreinleika stofna sinna á ekki að taka neina sjensa.

Ég segi nei takk.

Afrita slóð á umsögn

#29 Framleiðnisjóður landbúnaðarins - 06.03.2019

Umrætt lagafrumvarp varðar ekki beint starfssvið Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Þó telur stjórn sjóðsins sér skylt að benda á ákveðin atriði varðandi greinargerð með frumvarpinu, sem birt var á samráðsgátt stjórnarráðsins þann 20. febrúar síðastliðinn.

Í kafla 4.1.13 greinagerðarinnar kemur fram að unnið sé að sameiningu m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknasjóðs í sjávarútvegi með það að markmiði að koma á fót einum öflugum matvælasjóði sem styður betur við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Það kemur stjórn sjóðsins á óvart að ekki var haft samband, né samráð við hana um þessar fyrirætlanir.

Frumvinnslugreinin landbúnaður og byggðafestuhlutverk Framleiðnisjóðs

Stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vill minna á að landbúnaður er víðtækara hugtak en matvælaframleiðsla. Framleiðnisjóður styður við afar fjölbreytt viðfangsefni frumvinnslugreinarinnar landbúnaðar. Sjóðurinn hefur jafnframt haft mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi, sér í lagi í tengslum við styrkveitingar til nýsköpunarverkefna á vegum bænda. Framleiðnisjóður styður því ýmis viðfangsefni önnur en þau er lúta beint að matvælaframleiðslu og telur stjórn því hættu á að ef að slíkri sameiningu verður muni fjölmörg verkefni verða munaðarlaus, ef svo má að orði komast. Hér skulu nefnd nokkur dæmi:

* Nær helmingur úthlutaðs fjármagns frá Framleiðnisjóði, á ári hverju, fara til nýsköpunarverkefna á vegum bænda á bújörðum. Ólíklegt má telja að þessir styrkir muni eiga heima í nýjum matvælasjóði. Í sögulegu ljósi hafa styrkir sjóðsins til nýsköpunar á vegum bænda og/eða til búháttabreytinga verið mikilvægur hluti starfs sjóðsins, ekki síst þegar greinin hefur orðið fyrir áföllum. Mikilvægi sjóðsins fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli hérlendis er jafnframt óumdeilt (sjá nánari umfjöllun hér á eftir).

* Framleiðnisjóður veitir námsstyrki til Mastersnemenda á sviði landbúnaðarvísinda. Nemar, sem hafa notið þessara styrkja, stunda nám á fjölbreyttum sviðum, ekki eingöngu á sviði matvælaframleiðslu.

* Framleiðnisjóður stendur fyrir hvatningar- og átaksverkefnum til að efla nýsköpun til sveita, t.d. er nú í gangi verkefnið „Gríptu boltann“, sem hefur fengið mjög góðan hljómgrunn hjá bændum og hvatt til nýrra atvinnuskapandi verkefna út til sveita.

* Framleiðnisjóður styrkir skógræktar og landgræðsluverkefni, sem og verkefni á sviði garðplöntuframleiðslu. Ætla má að þessi verkefni fái lítinn hljómgrunn hjá matvælasjóði.

* Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Bændasamtök Íslands hafa fengið ýmsa styrki frá Framleiðnisjóði til mikilvægra framfaraverkefna á ýmsum sviðum landbúnaðar, sem ekki koma öll matvælaframleiðslu beint við. Má sem dæmi nefna verkefni sem lúta að þróun rekstrar- og/eða framkvæmdakostnaðarupplýsinga, sem nýtast bændum beint til bættrar ákvarðanatöku sem og við að bæta framleiðni á sínum búum.

* Landbúnaðarháskóli Íslands sækir mikið af styrkjum til Framleiðnisjóðs. Þeir styrkir ná til mun fleiri þátta en matvælaframleiðslu, t.d. jarðræktar, kynbóta búfjár og gróðurs og annarra þátta á sviði háskólans er falla undir verksvið sjóðsins.

* Framleiðnisjóður hefur umsjón með úthlutun fjármuna úr þróunarsjóðum nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðræktar, sem samið er um í rammasamningi bænda og ríkisins, auk Markaðssjóðs sauðfjárafurða.

* Í nýsamþykktum endurskoðuðum sauðfjársamningi er ákvæði um aðlögunarstyrki í sauðfjárrækt, sem rætt hefur verið um að Framleiðnisjóður hafi umsjón með.

Ef af umræddri sameiningu verður þarf að huga að því hvernig leysa á þau verkefni sem nefnd hafa verið hér að ofan, þ.e. verkefni sem lúta ekki beint að nýsköpun og þróun á matvælasviði, en þurfa sannarlega á stuðningi að halda. Jafnframt þarf að gæta hagsmuna þeirra verkefna sem nú þegar eru farin af stað, með stuðningi sjóðsins. Einhver þessara verkefna eru skipulögð til meira en eins árs og gætu átt erfitt uppdráttar ef framhaldsstyrkja frá Framleiðnisjóði nyti ekki við.

Nánar um styrki til nýsköpunarverkefna á vegum bænda

Stjórn Framleiðnisjóðs vill vekja sérstaka athygli á mikilvægi þessa verkefnaflokks hjá sjóðnum. Ljóst er að mörg störf hafa orðið til í sveitum landsins fyrir tilstuðlan þessara styrkja. Nefna má uppbyggingu ferðaþjónustu, ýmiskonar heimavinnslu afurða, smáiðnaðar og margt fleira. Það hefur jafnframt sýnt sig að styrkur frá Framleiðnisjóði getur oft á tíðum ráðið miklu um hvort að verkefni ná fram að ganga. Í styrkjunum felst jafnframt mikil hvatning til frumkvöðla í dreifbýli, sem gjarnan þurfa að yfirstíga hærri þröskulda í uppbyggingu sinna fyrirtækja en frumkvöðlar í þéttbýli. Nægir þar að nefna lakara aðgengi að alls kyns þjónustu og aðföngum, skort á dreifileiðum fyrir afurðir eða aðrar framleiðsluvörur, sem og hömlur vegna vanþróaðra innviða.

Að lokum

Um fjármuni til Framleiðnisjóðs er samið í rammasamningi Bændasamtaka Íslands og ríkisins. Núgildandi samningur gildir til loka árs 2026 og er Framleiðnisjóði þar ætlaðir fjármunir út samningstímabilið. Það er því ljóst að ríkið getur ekki einhliða tekið ákvörðun um að leggja niður sjóðinn, né heldur ákveðið að finna viðkomandi þróunarfjármunum nýjan farveg. Hér hlýtur að þurfa að eiga sér stað samtal beggja samningsaðila.

Stjórn Framleiðnisjóðs er boðin og búin til samráðs og samræðu um framtíð sjóðsins og þróunarfjármuna landbúnaðarins og er reiðubúin að hitta ráðherra til frekari upplýsingamiðlunar.

Virðingarfyllst

f.h. stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins

Elín Aradóttir

Afrita slóð á umsögn

#30 Samtök iðnaðarins - 06.03.2019

Góðan daginn,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja.

Virðingarfyllst,

Ragnheiður Héðinsdóttir,

viðskiptastjóri á framleiðslusviði SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#31 Þórir Níelsson - 06.03.2019

Ég vil mótmæla þeim fyrirætlunum að opna á innflutning á fersku kjöti. Þvert á viðvaranir sérfræðinga á að leyfa innflutning. Ekki er vafi á því að með þessu þá muni innflutningur stóraukast frá því sem nú er og það eitt eykur áhættuna að hér á landi glatist sú sérstaða í lágri tíðni ónæmis gegn sýklalyfjum, sem er orðin eftirtektarverð á heimsvísu. Við sem sjálfstæð þjóð hljótum að eiga rétt á að verja slíka stöðu. Við getum litið til þess að það er samhengi á milli sýklalyfjaónæmis í mönnum og neyslu á afurðum þar sem sýklalyf hafa verið ofnotuð eða leyfð í óhóflegu magni við framleiðslu matvæla.

Annað mál er svo fyrir hverja er verið að opna á þetta, fyrirsjáanlegt er að innflutta kjötið fái besta hilluplássið í verslunum, á kostnað hins íslenska því kaupmaðurinn þarf að losna við það áður en það skemmist. Þannig mun þetta eiga þátt í að grafa undan þeirri góðu franleiðslu sem hér þekkist alveg óháð gæðum. Hvernig á svo að tryggja að hingað verði flutt inn kjöt sem er framleitt við svipaðar aðstæður og kjör og hér þekkist?

Afrita slóð á umsögn

#32 Jón Sæmundsson - 06.03.2019

Góðan dag,

Það er ekki ástæða til að leyfa innflutning á landbúnaðaraðfurðum, hvort sem það eru ferskar eða frosnar afurðir, þaðan sem sjúkdómar eru landlægir eða fúkkalyfjanotkun er meiri heldur en er hér á landi. Í mörgum tilfellum er búpeningur alinn upp á sýkla­lyfja­blönduðu fóðri, sem þekkist ekki hér á landi. Sýkl­arn­ir brynja sig fyr­ir því og mynda ónæmi gegn lyfj­um í fóðrinu.

Miðað við núverandi stöðu er búfjárstofnar, hér á landi í einstakri stöðu sökum einangrunar landsins. Því séu stofnarnir viðkvæm­ir fyr­ir sjúk­dóm­um sem geta borist með inn­flutn­ingi á hráu, sýktu kjöti sem og lif­andi skepn­um, gæludýrum eða búnaði. Sömu sjúk­dóm­ar séu land­læg­ir í Evr­ópu en geri ekki usla þar vegna þess að full­orðnu dýr­in hafi myndað mót­efni við þeim. Íslenskur landbúnaður er því einstakur stöðu á heimsvísu.

Með því að leyfa innflutning af þessu tagi er verið að leika sér að eldinum og láta undan þrýstingi hagsmunaafla án þess að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem kynnu að verða.

Með vinsemd og virðingu

Jón Sæmundsson

Afrita slóð á umsögn

#33 Akureyrarkaupstaður - 06.03.2019

Sjá bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 5. mars 2019 í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#34 Hrunamannahreppur - 06.03.2019

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps lýsir yfir vonbrigðum sínum með framkomið frumvarp. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.

Sveitarstjórn hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Lág sjúkdómastaða og hreinar landbúnaðarvörur eru mikils virði. Sýklalyfjaónæmar bakteríur eru raunveruleg ógn og krefur sveitarstjórn stjórnvöld um að eftirlit með innfluttu kjöti og eggjum verði þannig háttað að ekki verði hægt að leysa vörur úr tolli fyrr en staðfest hefur verið með sýnatöku að ekki séu sýklalyfjaónæmar bakteríur til staðar í viðkomandi vörum. Einnig að þær landbúnaðarvörur sem hingað eru fluttar inn lúti sömu reglum, t.d. varðandi aðbúnað dýra, og gerð er krafa um við íslenska bændur.

Grunnstoðir sveitarfélagsins Hrunamannahrepps er landbúnaður en með frumvarpi þessu er verið að vega að þeim grunnstoðum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#35 Charlotta Oddsdóttir - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Dýralæknafélags Íslands

Afrita slóð á umsögn

#36 Félag svínabænda - 06.03.2019

Félag svínabænda

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#37 Charlotta Oddsdóttir - 06.03.2019

Uppfærð umsögn Dýralæknafélags Íslands, þetta er gildandi útgáfa, en ekki tókst að hengja við viðhengi

Efni: Umsögn Dýralæknafélags Íslands vegna frumvarps um breytingu á þrennum lögum er varða varnir gegn dýrasjúkdómum

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, Mál nr. S-50/2019

Frumvarpið, sem tilkomið er vegna dóma sem fallið hafa gegn íslenska ríkinu og eru m.a. reifaðir í ítarlegri greinargerð sem fylgir frumvarpinu er að mati Dýralæknafélagsins (DÍ) rökrétt viðbrögð við áðurnefndum dómum. Dýralæknafélag Íslands (DÍ) hefur eftirtaldar ábendingar um frumvarpið og varnir gegn dýrasjúkdómum.

1. Innflutningur á frystu kjöti, afurðum úr gerilsneyddri mjólk og gerilsneyddum eggjum hefur um árabil verið talsverður. Með auknum ferðamannastraumi hefur mikil aukning orðið á innflutningi ákveðinna kjötafurða, svo sem nautgripahakks og -hakkefnis, svínasíða til beikongerðar o.s.frv. Nú þegar hefur þannig um árabil verið flutt inn mikið af frosnu kjöti. Frosnu kjöti fylgir ekki minni áhætta hvað varðar veirusýkingar og flestar bakteríusýkingar heldur en fersku kjöti. Einu matarsýklarnir sem ekki þola vel frystingu eru kampýlobakter, sem helst finnast í kjúklingakjöti, en í því tilliti er mikilvægt er að neytendur kunni að umgangast hrátt kjöt.

2. Með breytingunni yrði heimilað að flytja inn ferskt kjöt sem upprunnið er innan EES svæðisins ásamt ógerilsneyddum eggjum og afurðum úr ógerilsneyddri mjólk. Eins og fram kemur undir lið 1 er hverfandi ef nokkur aukin áhætta af fersku kjöti á móti því frosna sem þegar er flutt inn. DÍ vill hins vegar benda á aukna áhættu fyrir neytendur ef ógerilsneydd egg verða flutt inn þar sem hætta er á salmonellasmiti úr eggjum í löndunum í kringum okkur. Salmonellasmit hefur ekki greinst í eggjum á Íslandi og því hafa íslenskir neytendur getað umgengist egg á frjálslegri hátt en ella. Mikilvægt er að fræða neytendur um þetta, en einnig ætti að sækja fast viðbótartryggingu vegna salmonellu í eggjum, eins og kjúklingakjöti.

Varðandi uppruna þess kjöts sem heimilað verður að flytja inn, er í frumvarpinu opnað á ferskar/ógerilsneyddar dýraafurðir frá löndum innan EES. Hér er mikilvægt að orðalag sé skýrt, þannig að ekki ríki misskilningur, til dæmis með því að nota orðalagið „afurðir af dýrum sem alin eru í löndum innan EES“. Einnig vill DÍ benda á að þegar dýraafurð frá þriðju ríkjum er komin inn á EES telst hún vera komin í frjálst flæði og þá er nauðsynlegt að hafa skýra löggjöf varðandi þriðju ríkin til að geta haft stjórn á innflutningi slíkra afurða, og tala um eldisland dýranna fyrst og fremst.

3. Bætt hefur verið við f-lið í 10.grein laganna sem orðaður er þannig að bannað sé að flytja inn:

“Hráar og lítt saltaðar sláturafurðir, bæði unnar og óunnar, hrá egg, ógerilsneydd mjólk og mjólkurafurðir sem eru upprunar í ríkjum sem ekki eru samningsaðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði, Sviss, Grænlandi eða Færeyjum.

Ráðherra er heimilt með reglugerð að fela Matvælastofnun að leyfa innflutning á þessum vörum og setja þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að tryggja að búfé stafi ekki hætta af slíkum innflutningi.”

DÍ undrast að í þessari málsgrein skuli opnað fyrir möguleikann á innflutningi á ógerilsneyddum og lítt meðhöndluðum dýraafurðum frá þriðju ríkjum. DÍ telur líklegt að ástæðan fyrir þessari málsgrein sé að tryggja þurfi lagalega stoð fyrir reglugerðum um innflutning á færeyskum og grænlenskum afurðum í litlu magni til einkaneyslu. Það ber hins vegar að gæta að því að ekki verði opnað fyrir almennan innflutning afurða frá þriðju ríkjum.

Einnig þarf að gæta að orðalagi í fyrri málsgreininni „...samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði, Sviss, Grænlandi eða Færeyjum.“ Þessi upptalning gæti valdið misskilningi enda ekki skýrt hvers vegna þessi þrjú ríki eru talin upp saman. Sviss ætti að teljast með EES löndum þar sem matvælalöggjöf samræmist löggjöf ESB og landið hefur eins konar sérsamning við EES. Öðru máli gildir um Grænland og Færeyjar og þessi þrjú ríki ættu því ekki að vera talin upp saman undir þessum lið. Ef ætlunin er að árétta stöðu þessara ríkja utan EES mætti orða það þannig: „...samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þar með talið Grænlandi og Færeyjum“.

4. Dýralæknafélagið vill einnig benda á þann þátt er lýtur að dýravelferð. Kjöt sem flutt hefur verið inn og er á lágu verði út úr búð á Íslandi hefur kostað talsvert minna í framleiðslu. Góð dýravelferð hækkar ekki endilega framleiðslukostnað, en það er hætt við því að mjög ódýrt kjöt hafi ekki verið framleitt við besta mögulegan aðbúnað dýranna. Tryggja þarf að allar búfjárafurðir sem fluttar eru inn séu ekki framleiddar við lakari dýravelferð en farið er fram á að við íslenska frumfram-leiðendur.

5. Í greinargerð er komið inn á mótvægisaðgerðir vegna matvælaöryggis og varna gegn dýrasjúkdómum sem DÍ fagnar að verði loksins komið á þar sem helst er hætta á smiti, þ.e. hreinlæti vegna ferðamanna, meðferð úrgangs o.s.frv. Nefndar eru leiðbeiningar til ferðamanna en tryggja þarf samstarf við þá aðila sem eru í samskiptum við ferðamenn, til dæmis ISAVIA, sem hefur mikilvægu hlutverki að gegna. Enn fremur er mikilvægt að merkingar matvæla verði skýrar og óyggjandi, að fram komi upprunaland dýranna sem afurðin er af. Sérstaklega þarf að gera kröfu á veitingastaði og mötuneyti að gefa þessar upplýsingar skýrt til allra viðskiptavina.

6. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér grein fyrir því að með fleiri ferðamönnum eykst hættan á því að smitsjúkdómar berist til landsins. Hættan er raunveruleg og má til dæmis nefna að ferðamenn frá öllum heimshornum ganga örna sinna í úthaga þar sem búfé og villt dýr eru, með tilheyrandi smithættu, vegna skorts á salernisaðstöðu. Einnig er nokkuð um að ferðamenn fóðri dýr með ýmiss konar matvælum sem ekki eru ætluð dýrum. Stýra þarf beinni snertingu ferðamanna við dýr þannig að ef smitsjúkdóma verður vart, sé hægt að bregðast við. Miðað við núverandi ástand er þessum smitvörnum verulega ábótavant.

Fyrir hönd Dýralæknafélags Íslands

Charlotta Oddsdóttir, formaður

Afrita slóð á umsögn

#38 Gunnhildur Gylfadóttir - 06.03.2019

Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar, haldinn í Hlíðarbæ þann 5. mars 2019 skorar á landbúnaðarráðherra og ríkistjórn íslands að herða enn frekar þær varnir sem Ísland mun beita vegna fyrirhugaðs afnáms frystiskyldu á innflutt kjöt.

Greinargerð:

Hægt er að fara ótal leiðir til að setja upp hindranir sem tryggja lýðheilsu og búfjárheilbrigði. T.d. með sölubanni á landbúnaðarvörum sem framleiddar eru við lakari aðbúnað en íslensk framleiðsla býr við.

Tollaeftirlit og tollvernd verður að herða til muna og eðlilegt að við tökum það föstum tökum eins og önnur eylönd með góða sjúkdómastöðu.

Skýrt verði kveðið á um að aðbúnaður dýra og kröfur um sláturhús og kjötvinnslur ásamt sýnatökum verði ekki minni en hér á landi.

Mikilvægt er að farið verði af fullum þunga í þær aðgerðir sem tilgreindar eru í 12 liðum í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Einnig að unnið verði eftir skýrslu starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Matvælastofnun verði tryggt nægt fjármagn til að sinna öllu því aukna eftirliti sem innflutningur á landbúnaðarafurðum kallar á og almenningur á rétt á.

Samkvæmt nýjum tölum frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu og Sóttvarnarstofnun Evrópu kemur fram að aukið sýklalyfjaónæmi mælist í bakteríum sem smitast á milli manna og dýra eins og Salmonella og Campylobacter.

Afrita slóð á umsögn

#39 Oddur Már Gunnarsson - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Matís ohf. um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Kær kveðja

Oddur Már Gunnarsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#40 Ólöf Ósk Guðmundsdóttir - 06.03.2019

Varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Í frumvarpinu kemur fram að heimilt verði að flytja inn hráar sláturafurðir, hrá egg og ógerilsneydda mjólk og mjólkurafurðir sem eru upprunar í ríkjum EES og hægt verði að sækja um sérstaka heimild til að flytja inn frá ríkjum utan EES. Það kemur þó ekki nógu vel fram hvað er átt við með uppruna; þýðir það að gripurinn sem búfjárafurðin kemur frá hafi verið alinn upp frá upphafi í viðkomandi ríki, eða verður leyft að flytja inn t.d. ferskt kjöt sem var slátrað í EES ríki en alið í þriðja ríki utan EES?

Kröfur um aðbúnað búfjár eru strangar hér á landi, lög um velferð dýra voru uppfærð árið 2013 og flestar reglugerðir um velferð búfjár árið 2014. Það hlýtur að vera eðlileg krafa að þær búfjárafurðir sem á að flytja til landsins komi frá gripum sem hafa verið aldir við að minnsta kosti jafn góðan aðbúnað, eða betri, til þess að það megi selja þær hér. Það væri tilvalið að bæta við frumvarpið ákvæði um það við þessar breytingar. Hvað þá aðbúnaður og aðstæður fólksins sem stendur á bak við framleiðslu og vinnslu vörunnar, þurfum við ekki líka að gera kröfur um að vörurnar komi frá stöðum þar sem vinnuafli er borgað mannsæmandi laun.

Erfitt er að skilja hvers vegna á að leyfa innflutning á ógerilsneyddri mjólk og mjólkurvörum þegar ekki er leyfilegt að dreifa slíkum vörum hér á landi. Það hlýtur þá að verða tryggt að þeir aðilar sem munu velja að flytja þessar vörur inn muni sannarlega ekki dreifa þeim án þess að gerilsneyða þær áður, með ströngu eftirliti.

Varðandi þá varnagla sem á að slá við þessar breytingar er nauðsynlegt að tryggt verði fjármagn til þess að framfylgja því eftirliti sem talað er um, skyndiskoðanir Matvælastofnunar á innfluttum vörum. Einnig myndi ég telja nauðsynlegt að gera kröfu um að upprunasaga muni fylgja þessum vörum og að tryggt verði eftirlit með því.

Virðingarfyllst,

Ólöf Ósk Guðmundsdóttir,

Kennari og brautarstjóri í búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Afrita slóð á umsögn

#41 Einar Gunnar Einarsson - 06.03.2019

Ógn við lýðheilsu þjóðarinnar og fæðuöryggi!

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi.

Ég lýsi yfir miklum áhyggjum vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Frumvarpið snýr að heimild til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Gert er ráð fyrir að horfið verði frá landamæraeftirliti sem á sér stað áður en vara kemur á markað – yfir í eftirlit sem á sér stað eftir að vara er komin inn í landið.

Með samþykkt frumvarpsins erum við sem sjálfstæð þjóð að gefast upp með því að leyfa frjálsan innflutning á hráu kjöt. Það er ekki útséð um hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér. Þeir sem hafa talað fyrir óheftum innflutningi á kjöti benda á að það geti skilað sér í lægra matvöruverð. Hagsmunir neytenda snúast ekki bara um hvað sé í matinn og hvað hann kosti heldur hvað er í matnum.

Ísland er í öfundsverðri stöðu í dag vegna lágs hlutfalls sýklalyfjaónæmis. Þetta lága hlutfall má rekja til mjög lítillar notkunar sýklalyfja í skepnum og vegna banns við innflutningi á hráu kjöti. Víða erlendis er mikið magn sýklalyfja í skepnum sem veldur háu hlutfalli sýklalyfjaónæmis á meðal fólks. Niðurstöður rannsókna á uppruna kamfílóbakteríu sýkinga úr mat á Íslandi yfir 20 ára tímabil eru sláandi. Meðalfjöldi smitaðra einstaklinga sem eingöngu höfðu dvalist á Íslandi og borðað sinn mat þar er 16,9 á ári, meðan 258 smituðust að meðaltali erlendis.

Ég tel því mikilvægt að verja sérstöðu Íslands varðandi matvælaöryggi og heilbrigði manna og gera allt sem í okkar valdi stendur sem þjóð að koma í veg fyrir að þessu öryggi sé ógnað með innflutningi á hráu ófrosnu kjöti.

Við megum ekki gefast upp þótt ESB hrópi. Við þurfum að halda uppi þeim einstöku vörum sem framleiddar eru hér á landi fyrir sérstöðu okkar. Sérstæða landsins byggir m.a. á hreinleika búfjárstofna okkar sem okkur hefur tekist að halda í vegna legu landsins. Við þurfum að verjast þeirri ógn sem blasir við vegna hugsanlegs sýklalyfjaónæmis. Frumvarpið tekur ekki nægilega á þeim þáttum. Þessir hagsmunir eru okkur jafn dýrmætir og hreinleiki lofts og vatns.

Á fundi um lýðheilsu og matvæli sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu þann 21. febrúar kom fram að nýgengi smits af völdum ofurbaktería vegna ofnotkunar sýklalyfja víða um heim fer hratt vaxandi. Því fylgir ört hækkandi dánartíðni.

Lance Price, prófessor við George Washington-háskóla í Bandaríkjunum, og Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, fluttu þar erindi og sögðu stöðuna á Íslandi einstaka á heimsvísu. Því væri afar mikilvægt að verja þá stöðu með öllum tiltækum ráðum.

Lance Price og Karl bentu á að staðan væri jafnvel enn alvarlegri á heimsvísu en ella þar sem æ fleiri gerðir af sýklalyfjum væru að verða óvirk vegna stöðugt öflugri ofurbaktería. Sagði Price að mikið andvaraleysi ríkti um þessa stöðu í heiminum. Af og til kæmi í fréttum frásagnir af nýjum ofurbakteríum, en þær fréttir hyrfu fljótt og svo virtist sem fólk héldi að þar með væri búið að kippa málum í liðinn og allt væri orðið eðlilegt á ný. Veruleikinn væri allt annar. Ofurbakteríurnar væru bara ekkert á förum og ástandið sé stöðugt að versna. Þá sjái lyfjafyrirtækin ekki heldur næga gróðavon í að setja af stað kostnaðarsama þróunarvinnu við hönnun nýrra og öflugri sýklalyfja. Þess vegna eru engin ný slík lyf að koma á markaðinn.

„Nú er áætlað að 100 þúsund Bandaríkjamenn deyi árlega vegna smits frá lyfjaónæmum bakteríum,“ sagði dr. Lance Price.

Samningar og lög eru mannanna verk sem hægt er að breyta, en ef sérstaða landsins tapast verður hún ekki auðveldlega endurheimt. Besta vörnin fyrir lýðheilsu á Íslandi er að hingað sé flutt sem minnst af hráum búfjárafurðum – annað er ógn við lýðheilsu þjóðarinnar og fæðuöryggi.

Einar Gunnar Einarsson

Afrita slóð á umsögn

#42 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 06.03.2019

Umsögn SVÞ - samtaka verslunar og þjónustu í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#43 Árný Sigurðardóttir - 06.03.2019

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#44 Ingibjörg Ólöf Isaksen - 06.03.2019

Bókað var í bæjarstjórn Akureyrar þriðjudaginn 5. mars 2019

Bæjarfulltrúar B-lista, V-lista og M-lista hvetja íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi ákvæði innan EES samningsins með það að markmiði að hægt verði að tryggja áframhaldandi sérstöðu Íslands hvað varðar heilbrigði búfjárstofna og lága tíðni sýkinga af völdum fjölónæmra baktería. Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.

Áhyggjuefni er hversu skammt á veg undirbúningur fyrirhugaðra mótvægisaðgerða er kominn. Aðgerðaráætlunin kemur inn á mikilvæg atriði en dugir ekki ein og sér, auk þess sem gefinn er afar knappur tími til innleiðingar.

Verði frumvarpið að veruleika mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins. Á Akureyri má áætla að á fjórðahundrað störf séu beint afleidd af landbúnaði, þar af 220 í kjötvinnslu. Landbúnaður er ein meginundirstaða atvinnu á landsbyggðinni. Óábyrgt væri af stjórnvöldum að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasaminga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.

Afrita slóð á umsögn

#45 Linda Hrönn Þórisdóttir - 06.03.2019

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismála¬stofnuninni (WHO) og dauðsföllum af völdum fjölónæmra baktería fer fjölgandi.

Landssamband Framsóknarkvenna (LFK) lýsir yfir miklum áhyggjum vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Frumvarpið snýr að heimild til innflutnings á hráu ófrosnu kjöti, hráum eggjum og ógerilsneyddum mjólkurvörum. Gert er ráð fyrir að horfið verði frá landamæraeftirliti sem á sér stað áður en vara kemur á markað – yfir í eftirlit sem á sér stað eftir að vara er komin inn í landið.

Ísland er í öfundsverðri stöðu í dag vegna lágs hlutfalls sýklalyfjaónæmis. Þetta lága hlutfall má rekja til mjög lítillar notkunar sýklalyfja í skepnum og vegna banns við innflutningi á hráu kjöti. Víða erlendis er mikið magn sýklalyfja í skepnum sem veldur háu hlutfalli sýklalyfjaónæmis á meðal fólks.

LFK telur því mikilvægt að verja sérstöðu Íslands varðandi matvælaöryggi og heilbrigði manna og gera allt sem í okkar valdi stendur sem þjóð að koma í veg fyrir að þessu öryggi sé ógnað með innflutningi á hráu ófrosnu kjöti.

Fyrir hönd Landssambands framsóknarkvenna,

Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður

Afrita slóð á umsögn

#46 Landssamband kúabænda - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Landssambands kúabænda við mál nr. S-50/2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#47 Félag atvinnurekenda - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#48 Katrín María Andrésdóttir - 06.03.2019

Mál: S-50/2019. Meðfylgjandi er umsögn Sambands garðyrkjubænda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#49 Þröstur Friðfinnsson - 06.03.2019

Umsögn frá Grýtubakkahreppi í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#50 Jóhanna María Sigmundsdóttir - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn mín um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

- Jóhanna María Sigmundsdóttir, bóndi og formaður Kúabændafélagsins Baulu Vesturlandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#51 Vagn Þormar Stefánsson - 06.03.2019

Skilyrt er að upprunamerkingar verði á matvælum og netendur geti treyst því að það sé Íslenskframleiðsla sem sé þannig merkt. Merkingar skulu vera geinilegar og ekki fari á milli mála hvort varan er innflutt eða innlendframleiðsla. Viðurlög skulu vera og hægt að setja stjórnvaldssekt á þann sem brýtur þau. Sé um blandaða vöru að ræða, þ.e. innflutt og innlendaframleiðslu skal það ekki merkt sem Íslensk framleiðsla og sérstaklega tekið fram. Viðurlög skulu vera við að selja slíka vöru sem Íslenska framleiðslu.

Afrita slóð á umsögn

#52 Landssamtök sauðfjárbænda - 06.03.2019

Landssamtök sauðfjárbænda hafna þeirri uppgjöf sem felst í þessu frumvarpi og leggja til að það verði ekki samþykkt. Þess í stað verði teknar upp viðræður um EES-samningin sem heimila íslenskum stjórnvöldum að vernda einstaka sjúkdómastöð búfjár á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#53 Hermann Ingi Gunnarsson - 06.03.2019

Ég geri alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Við breytingu lagana er verið að gefa eftir þá einstöku sérstöðu sem íslensk þjóð hefur í sjúkdómastöðu búfjárs og lágs tíðni sýklaónæmis hjá mannfólki. Þar sem EFTA dómstóllinn hafnar þeim rökum að með frystiskyldu sé verið að vernda lýðheilsu og standa vörð um heilnæmi búfjárstofna og telur að með innleiðingu matvælalöggjöf Evrópusambandsins þá hafi Ísland skuldbundið sig af því að leiða ekki í lög engar tæknilegar innflutningstakmarkanir. Flestar þjóðir heims reisa varnir handa innlenndri matvælaframleiðsu, það er gert til þess að viðhalda matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð í hinum dreifðu byggðum landa.

Landbúnaður hér á Íslandi hefur átt í högg að sækja á liðnum árum. Þar er helst að nefna að tollvernd hefur verið að gefa hressilega eftir og svo tilkoma nýs tollasamnings við ESB. Ef ekki verður neitt gert mun nautakjötsframleiðsla eiga undir höggi að sækja og óvíst að hún lifi það af. Til að setja það í samhengi þá er velta landbúnaðar á mínu svæði eða Eyjafirði talin vera milli 15-20 milljarðar og störf um 600-700 eingöngu í Eyjafirði. Þetta er að stórum hluta úrvinnslugreinar og þá aðallega í kjöti. Það er augljóst að þar myndi fyrst sjá á.

Það kemur fram í greinargerð með frumvarpinu að tap landbúnaðarins við þessa breytingu sé 500-600 milljónir. Samkvæmt greiningu Deloitte ehf. sem lagði mat á tekjutap íslensks landbúnaðar ef frjáls innflutningur á hráu kjöti og eggjum yrði leyfður þá væri það tap reiknað frá 1400-1750 milljónum kr. Það er umtalsvert meira en það sem kemur fram í frumvarpinu og sýnir að greining ráðuneytisins sé takmörkuð.

Geri ég einnig athugasemdir við það að álitsgerð Daða Más skuli ekki vera birt. Ég geri líka athugasemd við að við greiningu á kostnaði við að breyta ekki lögum þá er ekki tekið mið af Brexit sem er lang stæðsti markaður íslenskra sjávarafurða og mun þar af leiðandi ekki telja þótt Íslenska ríkið myndi ekki staðfesta þetta frumvarp. Kostnaður Íslands er þar af leiðandi ekki sá sem talinn er í frumvarpinu.

Landbúnaður er burðarstoð atvinnulífs út á landsbyggðinni og með frumvarpinu er verið að höggva harkalega í þá stoð með ófyrirséðum afleiðingum bæði fyrir líðheilsu manna og dýra en ekki síður fyrir það samfélag sem er á landsbyggðinni og þá atvinnu sem byggist á framleiðslu þessara vara.

Ég legg til að mun beittari mótvægisaðgerðir verði settar á. Ég legg til að breyting á tollvernd og tollasamningur við Evrópusambandið verði endurskoðaður til þess að bæta landbúnaðinum það fjárhagslega tjón sem af þessu hlýst.

Hermann Ingi Gunnarsson

Bóndi og sveitastjórnarfulltúi

Klauf Eyjafjarðarsveit.

Afrita slóð á umsögn

#54 Neytendasamtökin - 06.03.2019

Reykjavík 6. mars 2019

Umsögn Neytendasamtakanna í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Mál nr. S-50/2019

Stjórn Neytendasamtakanna er enn að viða að sér upplýsingum til að geta tekið upplýsta ákvörðun í þessu máli. Stjórn samtakanna mun senda frá sér álit á síðari stigum.

Virðingarfyllst,

f.h. Neytendasamtakanna

Sign.

Breki Karlsson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#55 Bændasamtök Íslands - 06.03.2019

Umsögn Bændasamtaka Íslands um mál nr. S-50/2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#56 Emma Eyþórsdóttir - 06.03.2019

Umsögn Erfðanefndar landbúnaðarins

Erfðanefnd landbúnaðarins leggur áherslu á að tekið verði tillit til sérstöðu íslenskra búfjárkynja í frumvarpinu eins og frekast er kostur. Langtíma einangrun íslensku kynjanna veldur því að næmi þeirra fyrir sjúkdómum sem ekki finnast hér á landi er mun meira en hjá öðrum búfjárkynjum sem búa við meira áreiti ýmissa sjúkdómsvalda. Þetta hefur ítrekað komið fram þegar sjúkdómar sem áður voru óþekktir hér ollu ómældu tjóni. Þannig geta nýir sjúkdómar sem berast til landsins ógnað tilvist íslenskra hrossa, nautgripa, sauðfjár og geita.

Í 3. grein frumvarpsins er kveðið á um heimild ráðherra til að leyfa innflutning frá löndum utan EES en ekki er fullljóst hvort eingöngu er átt við vörur frá þeim þremur ríkjum sem tilgreind eru eða hvort þessi heimild er víðari. Ef heimildin á við öll ríki utan EES er hún alltof rúm að áliti Erfðanefndar og opnar á mun víðtækari áhættu varðandi búfjársjúkdóma. Erfðanefnd telur slíka heimild óþarfa og skapa mikla áhættu. Orða mætti þessa grein betur þannig að merking hennar fari ekki á milli mála.

Einnig er óljóst í frumvarpinu hvernig farið er með dýraafurðir sem fluttar hafa verið inn á EES svæðið frá þriðju ríkjum og síðan fluttar til Íslands frá EES ríki. Upprunasaga matvæla verður sífellt flóknari og varhugavert getur verið að treysta á vottorð frá langri keðju flutninga milli landa í sumum tilfellum. Þetta þarf að skýra betur í frumvarpinu að áliti Erfðanefndar.

Samkvæmt greinargerð telja frumvarpshöfundar ekki flöt á undanþágum til sérstaks eftirlits hérlendis á grundvelli ofangreindrar sérstöðu og er það mjög miður að áliti Erfðanefndar. Nefndin leggur áherslu á að eftirfylgni verði tryggð með áformuðum aðgerðum s.s. skyndisýnatökum og auknu eftirliti með matvælum sem kveðið er á um í 5. og 6.gr frumvarpsins sem og með skýrum rekjanleika innfluttra afurða. Setja þarf reglugerðir með lögunum strax eftir að lög taka gildi og tryggja fjármagn til eftirlitsins.

f.h. Erfðanefndar landbúnaðarins

Emma Eyþórsdóttir, formaður.

Afrita slóð á umsögn

#57 Hrannar Smári Hilmarsson - 06.03.2019

Eftirfarandi athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru eru ekki um lagabreytinguna sjálfa. Heldur er hér á ferð gagnrýni á aðgerðir (4.1) ef svo færi að frumvarpið yrði samþykkt að lögum.

Að mínu mati eru mótvægisaðgerðirnar ekki nógu miklar að því leitinu til að bæta upp samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.

En að bæta samkeppnisstöðu íslensk landbúnaðar er vand með farinn málaflokkur og allar aðgerðir þar að lútandi verða að vera vel í grundaðar, þar sem aðgerðir hins opinbera á markaðinn geta haft hamlandi áhrif á atvinnugreinina þegar þeim er ætlað hið gagnstæða.

Það er því brýnt að íhuga vel hvar ríkið skal fjárfesta í atvinnugreininni án þess að trufla eðli markaðarins og þar með efla eðlilega og holla samkeppni.

Að mínu faglega mati, teldi ég það afar mikilvægt og skynsamlegt að hið opinbera fjárfesti með auknum mæli í landbúnaðarrannsóknum.

Með því að leggja aukið fé í rannsóknir er ekki verið að hafa áhrif á samkeppni eða framboð og eftirspurn í landbúnaðargreininni. Heldur mun það leiða til aukinnar hagkvæmni, betri framleiðslu og bættri samkeppnisstöðu við erlenda markaði.

Eins og staðan er í dag er helsta landbúnaðarfræðastofnun landsins undirfjármögnuð og þar af leiðandi undir mönnuð. Vitna ég í kvöldfréttir sjónvarpsins frá ríkisútvarpinu frá 27. Febrúar síðastliðnum því til stuðning.

Sem starfsmaður landbúnaðarháskóla Íslands, myndi ég ekki slá hendina á móti því að stofnuninni yrði veitt meira úr fjárframlögum en ég tel það gamla tuggu sem varla er bjóðandi á þessum vettvangi.

Í greinargerð frumvarpsins er það lagt til að Framleiðnisjóður landbúnaðarins verði sameinaður AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi. Þetta teldi ég ekki framför heldur stórkostlega afturför. Heldur vildi ég sjá Framleiðnisjóð landbúnaðarins, tvíefldan hið minnsta. Sjóðurinn hefur nýst vel til rannsókna í hinum ýmsustu rannsóknaverkefnum sem lúta að landbúnaðargeiranum og unnið að aukinni verðmætasköpun þar. Fjölmörg dæmi eru til sem óþarfi er að tíunda hér.

Þar er því eindregin áskorun mín til atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins að endurskoða grein 4.1.13 í frumvarpinu. Auk þess skora ég á ráðherra að leita á fund fræðimanna og sérfræðinga Landbúnaðarháskóla Íslands til þess að finna leiðir svo bæta megi samkeppnisstöðu íslensk landbúnaðar nái frumvarpið fram að ganga.

Höfundur er tilraunastjóri í jarðrækt við Landbúnaðarháskóla Íslands

Afrita slóð á umsögn

#58 Matfugl ehf. - 06.03.2019

Sjá meðfylgjandi viðhengi

Virðingarfyllst

Sveinn Jónsson

Afrita slóð á umsögn

#59 Ólafur Benediktsson - 06.03.2019

Eftirfarandi tillaga var samþykkt á Aðalfundi Félags Sauðfjárbænda á Hvammstanga 4 mars s.l.

Aðalfundur Félags Sauðfjárbænda í V-Hún haldinn á Hvammstanga 4 mars 2019 skorar á Landbúnaðarráðherra og aðra er málið varðar að berjast að öllum mætti fyrir hagsmunum íslensk landbúnaðar.

Greinargerð:

Verði frumvarp Landbúnaðarráherra,varðandi óheftan innflutning á erlendu kjöti og eggjum að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Nauðsynlegt er,framtíðar íslensks landbúnaðar vegna að sameinast um að finna leiðir sem eru ásættanlegar til að verja heilsu manna og dýra án þess þó að ganga gegn þeim dómum sem hafa verið kveðnir upp í málinu.

f.h Félags Sauðfjárbænda í V-Hún

Ólafur Benediktsson formaður

Afrita slóð á umsögn

#61 Ólafur Haukur Jónsson - 06.03.2019

Meðfylgjandi er umsögn vegna breytinga á lögum nr. 25/1993 ofl

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#62 Arnar Borgar Atlason - 06.03.2019

Meðfylgjandi umsögn er send á vegum Samtaka Fiskframleiðenda og Útflytjenda.

Arnar Atlason

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#63 Halla Eiríksdóttir - 06.03.2019

Innfluttar dýraafurðir

1. gr. c-liður 1. mgr. 1. gr. laganna orðast svo: tryggja að búfjárafurðir, sem framleiddar eru í landinu eða sem fluttar eru til landsins, verði sem heilnæmastar. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um upprunamerkingar og kvaðir söluaðila/ verslunar um að gera greinamun á innfluttum og innlendum búfjárafurðum.

Varðandi aðgerðaráætlun stjórnvalda og bætta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Liður 9. – 12.

Ráðherra setur með reglugerð víðtækari heimild fyrir frumframleiðendur að „selja“ heimaunnin matvæli . Með breyttum reglum er hægt að styðja betur við sjálfbærni og staðbundna matarmenningu á hverjum stað og opna möguleika sem ekki hafa verið fyrir hendi fram að þessu. Fordæmi er fyrir þessu í Færeyjum þar sem bændur er veitt heimild til að selja heimaunnin matvæli samkvæmt gildandi reglugerð.

Sjá nánar www.hsf.fo matur um matvælaframleiðsla og heimaframleiðari

Góð reynsla er af þessum breytingum og hafa matarsýkingar ekki verði vandamál við þessar aðstæður.

Afrita slóð á umsögn

#64 Sigríður Björk Ólafsdóttir - 06.03.2019

Við leggjumst eindregið gegn því að innflutningur á hráum afurðum verði leyfður.

Helstu ástæður eru m.a. að :

1) Hreinleiki íslenskra búfjárstofna er ómetanlegur og mjög varasamt að taka áhættu á að flytja inn sjúkdóma sem þekkjast ekki hér með því að flytja hráar afurðir inn. Reynslan sýnir að erfitt getur reynst að útrýma þeim.

Þegar fram líða stundir getur þessi hreinleiki orðið mjög mikilvægur þar sem ma.a Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) vara við því að aukið sýklalyfjaónæmi sé að mælast í bakteríum sem smitast á milli manna og dýra.

Þrjátíu daga frystiskyldan gefur okkur smá frest til að henda út sýktum sendingum.

2) Ísland er eyríki og því geta flutningsleiðir til landsins lokast ef svo ber undir og þá þurfum við að vera sjálfum okkur nóg með matvælaframleiðslu. Nokkrum sinnum hefur legið við að flutningur til landsins með matvæli hafi stöðvast, m.a á hrunárinu 2008 og þegar Chernobyl slysið varð en þá lá við að megnið af Evrópu gæti ekki framleitt matvörur vegna mengunar.

Af þessum sökum verða Íslendingar að vera sjálfum nógir með matvæli. Ef innflutningur verður mikill neyðast margir bændur til að hætta og það dregur úr innanlandsframleiðslu.Niðurskurði verður ekki snúið við á nokkrum dögum eða vikum.

Verslun með landbúnaðarvörur á Íslandi ætti því ekki að fylgja viðskiptalögum heldur herlögum sökum legu landsins.

Mörg lönd hafa þær vörur sem landsmenn geta framleitt í hávegum og það væri óskandi að allir á Íslandi gerðu það líka.

3) Það verður líka að minnast á gæði íslenskra matvæla sem eru mjög mikil. Íslenskir búfjárstofnar eru aldir upp í hreinni íslenskri náttúru þar sem mengun þekkist varla og sýklalyfjanotkun er með því minnsta í heiminum.

Afrita slóð á umsögn

#65 Þórólfur Ómar Óskarsson - 06.03.2019

Umsög Félags eyfirskra kúabænda um afnám frystiskyldu kjötvara og leyfi til innflutnings ógerilsneyddra eggja í drögum að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Stjórn félags eyfirskra kúabænda gerir alvarlegar athugasemdir við það að íslensk stjórnvöld veiti ekki frekari viðspyrnu í þessu máli sem kallað hefur verið “hráakjötsmálið”

Það er mat stjórnarinnar að hér sé verið að taka mikla áhættu. Fersku kjöti geta fylgt dýrasjúkdómar sem ógna okkar viðkvæmu dýrastofnum, sjúkdómar sem eru tiltölulega skeinulitlir erlendis geta hoggið stór skörð í okkar einangraða bústofn.

Svo er það hitt stóra atriðið við þetta frumvarp. Aukinn innflutningur á kjöti og nú fersku, í samkeppni við innlenda framleiðslu hefur óhjákvæmilega miklar afleiðingar fyrir þá sem starfa við kjötframleiðslu á heimamarkaði. Það er okkar mat að greiningar á afleiðingum þessa frumvarps í bland við tollkvótasamning við ESB frá því í september 2015 sé í besta falli verulega ófullnægjandi. Ráðuneytið hefur kynnt aðgerðaráætlun í 12 liðum sem einhverja viðspyrnu við innflutningi á hráu kjöti en þar er ekki stafur sem mark er takandi á um það hvernig rétta á hlut innlendra framleiðenda í málinu. Þessum hápólítísku árásum á landbúnað verður að linna, hér á íslandi hafa trekk í trekk verið teknar ákvarðanir sem varða starfsumhverfi bænda án allrar greiningarvinnu um hvað þær ákvarðanir þýða í raun og veru þegar upp er staðið, töpuð störf, flótti frá ákveðnum byggðarlögum, lýðheilsuáhrif, áhrif á innlenda búfjárstofna og ótal aðrir þættir sem nauðsynlegt er að skoða þegar jafn stórar ákvarðanir eru teknar eins og gera á með frumvarpi þessu.

Við mótmælum þessu frumvarpi harðlega, þeirri tilslökun sem í því felst og óttumst mjög að þetta geti haft óafturkræfar afleiðingar fyrir okkar viðkvæmu dýrastofna. Það er þyngra en tárum taki að á meðan ríki í evrópu reisa girðingar til varnar afrískri svínapest séum við að slaka á okkar vörnum gegn ámóta óværum.

Virðingarfyllst,

Þórólfur Ómar Óskarsson - Formaður félags eyfirskra kúabænda

Afrita slóð á umsögn

#66 Matfugl ehf. - 06.03.2019

Gott kvöld

Sjá umsögn í viðhengi.

Virðingarfyllst

Sveinn Jónsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#67 Rúnar Geir Ólafsson - 06.03.2019

Þar sem að það virðist að ekki sé hægt að setja hömlur á flutning fersks kjöt til landsins að þá er eitt sem ég vona að sé gert og það er að Matvælastofnun fái nægt fjármagn til þess að tryggja öryggi landsmanna og dýra með því að vera dugleg að taka og rækta sýni úr því kjöti sem hingað kemur og athuga hvort þar séu sýklalyfjaónæmar bakteríur að finna, ef það finnst að þá er það kjöt einfaldlega tekið úr umferð.

Lýðheilsa hlýtur að vega meira en viðskiptafrelsi.

Virðingarfyllst,

Rúnar Geir Ólafsson, búfræðingur og bóndi.

Afrita slóð á umsögn

#68 Magnús Ingi Hannesson - 06.03.2019

Afhverju eru ekki gerðar sömu kröfur til framleiðslu í Evrópusambambaninu og á Íslandi eða afhverju eru gerðar meiri kröfur á Íslandi samkvæmt aðbúnaðarreglugerðinni. finnst mjög rangt að við verðum að kosta mikið meira til en aðrar Evrópuþjóður vegna aðbúnaðar. Fór til Írlands í september 2018 og í því fjósi hefði snarlega verið lokað á Íslandi þar sem það var ekki málningadropi í mjaltabás eða mjóljurhúsi, bara hrjúfur steinn og ryðgaðar innréttingar í básnum þarna voru mjólkaðar 120 kýr tvisvar á dag. Þetta eigum við kúabændur að keppa í verðum samkvæmt tollasamninmi sem Sigurður Ingi gerði og hæld sér að uðpp á

Syllalyfjaónæmið verður erfiff að stoppa sem mest hinrrrunum 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111

Afrita slóð á umsögn

#69 Samtök ungra bænda - 06.03.2019

Vegna framkomins frumvarps til laga um breytingu á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Samtök ungra bænda hvetja til þess að kannað verði að endurskoða ákvæði innan EES-samningsins til að tryggja áfram þá sérstöðu sem Ísland hefur í lítilli tíðni alvarlegra sýkinga vegna sýklalyfjaónæmra baktería og einstaka búfjárstofna með afar lága sjúkdómastöðu. Auk þess ber stjórnvöldum skylda til að vernda þá erfðaauðlind sem íslensku búfjárstofnarnir eru.

Matvælaöryggi og lýðheilsa eiga alltaf að vega þyngra en viðskiptahagsmunir.

Í aðgerðaáætlun sem sett er fram ásamt frumvarpinu eru ágæt skref en það þarf að leita fleiri lausna til minnka þau áhrif sem frumvarpið á eftir að hafa á matvælaframleiðslu og lýðheilsu á landinu. Samtökin hvetja jafnframt til þess að tollasamningar verði endurskoðaðir samhliða skrefum í aðgerðaáætlun.

Vegna einstakra atriða í greinargerð með frumvarpi:

- Minnst er á það í greinargerð að fjármagni hafi verið veitt til Matvælastofnunar til auka sýnatökur og greiningar. Hvergi er minnst á að efla stofnunina svo hún geti sinnt eftirlitshlutverki af krafti en stofnunin hefur verið undirmönnuð frá stofnun.

- Í frumvarpinu er lagt til að 7. og 9. grein frumvarpsins taki nú þegar gildi, en aðrar greinar þess í september á þessu ári. Í ljósi þess að áhrif aðgerðaáætlunarinnar verða ekki komin fram á þessum tíma og að mun fleiri skref þarf til, leggja samtökin til að gildistöku laganna verði frestað.

Afrita slóð á umsögn

#70 Valgerður Andrésdóttir - 06.03.2019

Undirrituð óskar eftir að gera athugasemd við frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti.

Ég tel mjög varasamt að leyfa innflutning á hráu kindakjöti og ostum úr ógerilsneyddri sauðamjólk frá Evrópulöndum, þar sem mæði-visnuveiran er landlæg í öllum Evrópulöndum, á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi eru 50 – 100% hjarða sýktar.

Mæði-visnuveiran barst hingað til lands með innflutningi á fé af Karakúlkyni frá Þýskalandi árið 1933. Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að af 20 kindum sem fluttar voru inn hafi tvær verið sýktar af mæði-visnuveiru. Þessi veira er af sömu fjölskyldu og HIV veiran og hegðar sér líkt að því leyti að sjúkdómseinkenni koma ekki fram fyrr en eftir dýrið hefur gengið með veiruna í mörg ár. Þegar þessara sjúkdóma varð vart, hafði veiran því náð að dreifa sér um stórt landsvæði.

Erlend sauðfjárkyn eru aðlöguð að þessari veiru, en íslenska féð er mjög næmt, og voru um 30% afföll á hverju ári á bæjum þar sem þessi veiki kom upp, og á endanum þurfti að slátra um 650.000 fjár og tók næstum 30 ár áður en tókst að útrýma veirunni. Það er því ljóst að aðeins ein sýkt kind getur valdið ómældu tjóni.

Í tilraunasýkingum á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum hefur verið sýnt fram á að aðeins þarf eina veiruögn í barka til þess að sýkja. Veiran er í mjólk, blóði, eitlum og beinmerg. Ef kindur komast í úrgang af hráu kindakjöti eða ógerilsneyddum sauðaosti t.d. frá veitingastað á landsbyggðinni, má fastlega gera ráð fyrir að fyrr eða síðar muni veira berast í kindur. Eins og áður segir þyrfti ekki nema ein kind að sýkjast til þess að valda miklu tjóni. Þess má geta að við höfum fundið erfðaefni mæði-visnuveiru í frönskum sauðaosti sem keyptur var í búð í Reykjavík.

Staða okkar er ekki sambærileg við aðrar þjóðir að því leyti að íslenska sauðfjárkynið er næmara fyrir þessari veiru en nokkur önnur fjárkyn.

Valgerður Andrésdóttir, sameindaerfðafræðingur

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum